Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987.
3
x>v Fréttir
Atvinna:
Vantar þúsundir
í iaus störf
Fyrir mánuði vantaði fólk í 3.200
störf samkvæmt könnun Þjóðhags-
stofnunar. Þetta er mikil aukning frá
sama tíma í fyrra þegar vantaði 1.900
manns. Fyrir tveim árum vantaði hins
vegar einnig 3.200 manns sem þýddi
hlutfallslega meiri skort á starfsfólki
en nú þar sem vinnandi fólki hefur
fjölgað talsvert.
Þessi þensla í atvinnulífinu lýsir sér
einnig í því að í apríl núna voru 560
á atvinnuleysisskrá að jafnaði en 870
á sama tíma í fyrra. Búist er við að í
þessum mánuði fjölgi störfum um 10%
og þannig haldist staðan fram á haust.
Ekki er feiknað með að sú þensla sem
mældist í apríl hverfi um leið, með
haustinu.
Það vantar aðallega verkafólk, iðn-
aðarmenn og sérhæft starfsfólk en nóg
er af fólki í afgreiðslu- og skrifstofu-
störf. fðnaðarmenn skortir alls staðar,
verkafólk utan höfuðborgarsvæðisins
og sérhæft starfsfólk á því. -HERB
Forseti Alþýðusambandsins:
Kallar Steingrím
til ábyrgðar
„Ég minni á ábyrgð ríkisstjórnarinn-
ar,“ segir Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambandsins, í bréfi til
Steingríms Hermannssonar forsætis-
ráðherra og kallar hann til ábyrgðar
á verðhækkunum hins opinbera um-
fram almennar verðlagshækkanir.
Ásmundur vísar til skriflegrar yfirlýs-
ingar ríkisstjórnarinnar vegna síðustu
almennu kjarasamninga um að hún
ætlaði að halda sig á mottunni í þessu
efni.
I bréfinu segir Ásmundur að reiknað
sé með 15-17 % verðlagshækkunum á
þessu ári en fyrirsjáanlegar verð-
hækkanir hins opinbera verði 20-22 %
og sé þá ótalin 24 % hækkun á áfengi
og tóbaki sem þegar sé orðin. Forseti
ASI krefst þess að ríkisstjórnin snúi
við blaðinu og geri einhverjar ráðstaf-
anir til þess að standa við gefin fyrir-
heit. -HÉRB
Matvorur dýrari á
Suðurlandi en á höf-
uðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýafstaðinni verðkönn-
un Verðlagsstofnunar virðast matvör-
ur þó nokkuð dýrari í verslunum á
Suðurlandi en í stórmörkuðum og
stórum hverfaverslunum í Reykjavík.
Meðalverð i verslunum á Suðurlandi
var hærra en meðalverð á höfuðborg-
arsvæðinu í 63 af 76 tilfellum. Sé verð
á Suðurlandi einungis borið saman við
verð í reykvískum stórmörkuðum þá
voru stórmarkaðirnir með lægra verð
í 70 af 76 tilfellum.
Litlar hverfaverslanir á höfuðborg-
arsvæðinu voru hins vegar með hærra
verð en verslanir á Suðurlandi í 60 af
76 tilfellum. KGK
Konungur skurðlækna
hjá Sambandinu
Jón G. Hauksson, DV, Akureyii'
Starfsfólk Sambandsverksmiðjanna
á Akureyri hefúr sett upp leikrit í
fullri lengd sem frumsýnt verður á
laugardaginn. Leikritið heitir Allra
meina bót og fjallar um konung ís-
lenskra skurðlækna, doktor Svendsen.
Höfundar eru þeir bræður Jónas og
Jón Múli Ámasynir.
Alls koma fram sjö leikarar á sýning-
unni og allir eru þeir starfsmenn
Sambandsverksmiðjanna. Sýnt verður
i sal í Félagsborgum og er leikstjóri
Skúli Gautason.
10 ARA ABYRGÐ
ÁLSTIGAR
ALLAR GERÐIR
SÉRSMÍÐUM
BRUNASTIGA O.FL.
Kaplahrauni 7, S 651960
LANDSSAMBAND
HJÁLPARSVEITA SKÁTA
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
hefur af stórhug atyrkt happdrmttlö
- HARÐSNÚNAR SVEITIR TIL HJÁLPAR ÞÉR OG ÞÍNUM.
Með einstakri samvinnu björgunarsveita og
þjóðarinnar hefur miklum fjölda mannslífa verið
bjargað.
Fyrirstuðning þinn og þinna líkaeru harðsnúnarog
vel búnar hjálparsveitir í viðbragðsstöðu um land
allt, hvenærsem hjálparbeiðni berst.
Að kaupa miða í stórhappdrætti okkar er ein leið til
framlags. Það munar um miðann þinn - og þig
munar vissulega um hvem og einn af þeim 265
stórvinningum sem í pottinum eru - mundu enginn
veit heppni sína.
Við látum vinningshafa vita um vinninginn.
helgáRRE/suR
FIATUN045S
myndlyklar
eða uttektfrá
Hm"'stækjum hf.
frá