Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 32
32
LAUGARDAGUR 6. JUNÍ 1987.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi um hvítasunnu
7. og 8. júní 1987
i--Árbæjarprestakall. Hátíðarguðs-
þjónusta í Árbæjarkirkju hvíta-
sunnudag kl. 11.00. Organleikari Jón
Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
Áskirkja. Guðsþjónusta og altaris-
ganga hvítasunnudag kl. 14.00.
Fermdir verða Jónbjörn Óttarsson.
p.t. Hraunbæ 64, og Ólafur Kjartan
Guðjónsson, Sunnuvegi 5. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprestakall. Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 11 á hvítasunnudag í
Bústaðakirkju. (Ath. brevttan
messustað.) Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Ingibjörg Marteinsdóttir
syngur stólvers. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja. Hátíðarguðsþjónusta
kl. 11 á hvítasunnudag. (Ath. brevtt-
an messutíma.) Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Ingibjörg Marteins-
dóttir syngur stólvers. Sr. Gísli
Jónasson messar. Sóknarnefndin.
Digranesprestakall. Hátíóarguðsþjón-
usta í Kópavogskirkju hvítasunnudag kl.
11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. II. hvíta-
sunnudagur. Guðsþjónusta kl. 11 í
Kópavogskirkju. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
Dómkirkjan. Hvítasunnudagur kl.
11: Hátíðarmessa. Ingólfur Helgason
hassasöngvari syngur stólvers. ..Bæn
úr Biblíuljóðum" eftir Dvorak. Há-
tíðarsöngvar sungnir. Sr. Þórir
Stephensen. Kl. 13.00. Messa á
Landakotsspítala. Organleikari
Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir
Stephensen. Kl. 14.00. Messa í Hafn-
arbúðum. Organleikari Birgir Ás
Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen.
II. hvítasunnudagur kl. 11. Hátíðar-
messa. Sr. Þórir Stephensen.
EHihcimiIið Grund. Guðsþjónusta
hvítasunnudag kl. 10. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
Fella- og Hólakirkja. Hátíðarguðs-
i Jajónuta kl. 11 á hvítasunnudag.
Organisti Guðný Margrét Magnús-
dóttir. Sr. Hreinn Hjartarson.
Fríkirkjan í Reykjavík. Hátíðarguðs-
þiónusta á hvítasunnudag kl. 14.
Fríkirkjukórinn syngur. Organisti
Violetta Smidova í íjarveru organist-
ans. Sr. Gunnar Björnsson. II.
hvítasunnudagur. Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðspjallið í mvndum.
Barnasálmar og smábarnasöngvar.
Afmælisbörn boðin sérstaklega vel-
komin. Framhaldssaga. Sr. Gunnar
Björnsson.
Grensáskirkja. Messa kl. 11 á hvíta-
sunnudag. Organisti Árni Arinbjarn-
arson. Sr. Halldór S. Gröndal. II.
hvítasunnudagur. Messa kl. 18 í
Furugerði 1. Sr. HalldórS. Gröndal.
■ -Vtallgrímskirkja. Laugardagur. Setn-
ing kirkjulistahátíðar í Hallgríms-
kirkju kl. 17. Hvítasunnudagur.
Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Kór Neanderkirkjunnar
og Mótettukór Hallgrímskirkju
syngja. Hátíðarmessa kl. 14. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson. Sólrún
Bragadóttir og Bergþór Pálsson
syngja einsöng. II. hvítasunnudagur.
Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson. Altarisganga. Kór Neander-
kirkjunnar syngur. Guðsþjónusta
heyrnarlausra kl. 14. Sr. Miyako
Þórðarson. Vortónleikar Mótettu-
kórs Hallgrímskirkju kl. 17. Þriðju-
dagur: Fyrirbænamessa kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
í'.andspítalinn. Messa kl. 10. Munið
dagskrá Kirkjulistahátíðar.
Háteigskirkja. Messa kl. 11 á hvíta-
sunnudag. Sr. Tómas Sveinsson. II.
hvítasunnudagur. Messa kl. 11. Org-
anleikari Orthulf Prunner. Sr.
Arngrímur Jónsson.
Borgarspítalinn. Guðsþjónusta kl.
'10.00 á hvítasunnudag. Sr. Sigfmnur
Þorleifsson.
Kársnesprestakall. Hátíðarguðs-
þjónusta í Kópavogskirkju hvíta-
sunnudag kl. 11. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands
biskups. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.
Garðar Cortes syngur stólvers og
flytur hátíðarsöngva sr. Bjarna Þor-
steinssonar ásamt kór Langholts-
kirkju. Prestur Sig. Haukur
Guðjónsson. Organisti Jón Stefáns-
son. Sóknarnefnd.
Seljasókn. Guðsþjónusta í Öldusels-
skólanum hvítasunnudag kl. 11. Elín
Sigurvinsdóttir syngur einsöng.
Guðsþjónusta er í Seljahlíð hvíta-
sunnudag kl. 14. Sóknarprestur.
Laugarneskirkja. Laugardagur 6.
júní. Guðsþjónusta í Hátúni lOb, 9.
hæð, kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta á
hvítasunnudag kl. 11. Altarisganga.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur
einsöng með kirkjukórnum. Þetta er
síðasta messa fyrir sumarfrí sóknar-
prests. Næst verður messað 5. júlí
kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns-
son þjónar Laugarnesprestakalli í
fjarveru sóknarprests. Sóknarprest-
ur.
Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Frank M. Halldórsson. II. hvíta-
sunnudagur. Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Frank M. Halldórsson. Miðvikudag-
ur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr.
Frank M. Halldórsson. Aðalfundur
Nessafnaðar verður haldinn fímmtu-
dag 11. júní kl. 18.
Seltj arnarnesprestakall. H átíðar-
guðsþjónusta kl. 11 á hvítasunnudag.
Organisti Sighvatur Jónasson.
Prestur Solveig Lára Guðmunds-
dóttir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 11 á hvítasunnudag.
Sr. Einar Eyjólfsson.
Eyrarbakkakirkja. Messa hvíta-
sunnudag kl. 10.30. Sóknarprestur.
Gaulverjabæjarkirkja. Messa kl. 14
annan í hvítasunnu. Sóknarprestur.
Kirkja. Óháða safnaðarins. Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14 á hvítasunnudag.
Sr. Þórsteinn Ragnarsson.
Þingvallakirkja
Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta kl.
14. Organleikari: Einar Sigurðsson.
Sóknarprestur.
Sýningar
Guðrún Anna Magnúsdóttir
sýnir
í Bókasafni Kópavogs
Þriðjudaginn 9. júní hefst sýning á vatns-
litamvndum eftirGuðrúnu Onnu Magnús-
dóttur í Listakrubbu Bókasafns Kópavogs.
Á sýningunni. sem er fyrsta sýning Guð-
rúnar Önnu. eru 26 vatnslitamyndir.
málaðar á árunum 1986 og '87. Guðrún
Anna stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla Islands og útskrifaðist úr
auglýsingadeild nú í vor. Sýningin verður
opin á sama tíma og bókasafnið. mánu-
daga til föstudaga kl. 9 21 og stendur til
30. júní. Myndirnar á sýningunni eru til
sölu og allir eru velkomnir.
Skák
Boðsmót Taflfélags
Reykjavíkur
hefst mánudaginn 15. júní kl. 20. Tefldar
erða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Öll-
um er heimil þátttaka í boðsmótinu.
Umhugsunartími er 1 'h klst. á fyrstu 36
leikina, en síðan Zi klst. til viðbótar til
að ljúka skákinni. Engar biðskákir.
Skráning þátttakenda í boðsmótið fer fram
í síma Taflfélags Reykjavíkur á köldin kl.
20 22. Lokaskráning verður sunnudag 14.
júní kl. 20-23.
Ferðalög
Útivistarferðir
Dagsferðir hvitasunnudag, 7. júní.
Kl. 13 Grænadyngja - Lambafellsgjá. Létt
og skemmtileg ganga í Reykjanesfóíkvangi.
Gjáin er skoðunarverð. Verð kr. 600.
Annar í hvitasunnu, 8. júni.
Kl. 13 Esja - Kerhólakambur. Gengið frá
Esjubergi. Verð 600 kr., frítt f. böm m. full-
orðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Helgarferðir um hvítasunnu, 5.-8. júní.
1. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Góð gisti-
aðstaða á Lýsuhóli. Sundlaug, heitur pottur.
Jökulganga og gönguferðir um fjöll og
strönd. Breiðaijarðareyjasigling. 2. Skaftafell
Öræfi. Tjaldað við þjónustumiðstöðina.
Göngu- og skoðunarferðir um þjóðgarðinn
og öræfasveitina.
3. Skaftafell - Öræfajökull. Gengin Sand-
fellsleiðin á Hvannadalshnúk. Hægt að hafa
gönguskíði. Tjaldað í Skaftafelli.
4. Þórsmörk-Goðaland. Góð gisting í skál-
um Útivistar. Básum. Gönguferðir við allra
hæfi.
5. Undir Mýrdalsjökli. Nv ferð á mjög
áhugavert svæði á Höföabrekkuafrétti inn
af Reynisbrekku. Tjöld. Aðeins. þessi eina
ferð. Greiðslukortaþjónusta.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir mn hvitasunnu.
7. júní (sunnudagur) kl. 13 Reykjanes -
ökuferð.
8. júní (mánudagur) kl. 13. Vífdsfell (656
m). Gönguferðin tekur um 3 klst.
Helgarferðh- um hvítasunnu
1. SkagafiörðuftT Drangey. Gist í svefn-
pokaplássi á Sauoárkróki.
2. Skagafiörður - Trölli í Tröllabotnum.
Gönguferð með viðlegubúnað i nýlegt sælu-
hús Ferðafélags Skagfirðinga.
3. Oræfajökull - Skaftafell. Gengið á Öræfa-
jökul (2119 m). Farin verður Virkisleið. Gist
í svefhpokaplássi á Hofi.
4. Hrútfjallstindar (1875 m). Ftu-in verðm-
..Hafrafellsleið" á tindana. Gist í svefhpoka-
plássi á Hofi.
5. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Gengið á
Snæfellsjökul og einnig famar skoðunarferð-
ir á láglendi. Gist í svefnpokaplássi í Görðum
í Staðarsveit.
6. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/
Langadal. Gönguferðir um Mörkina.
7. Þórsmörk - Fimmvörðuháls (dagsferð
frá Þórsmörk). Gist í Skagfjörðsskála/
Langadal. Brottför í allar ferðirnar kl. 20
í kvöld, 5. júni. Upplýsingar og farmiða-
sala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Ath:
Greiðslukortaþjónusta. Til athugunar fyr-
ir ferðamenn: Um hvítasunnuna verður
ekki leyft að tjalda í Þórsmörk vegna þess
hve gróðurinn er skammt á veg kominn.
Námskeið
Götuleikhús á Akureyri
Bandalag íslenskra leikfélaga í samvinnu við
Leikhópinn Sögu á Akureyri og Theaterpá-
dagogisches Zentrum í Lingen í Vestur-
þýskalandi gangast fyrir vikunámskeiði í
götuleikhúsi á Akureyri dagana 6.-13. júní.
Námskeiðið hefur .yfirskriftina „Þjóðsagan á
götunni". Verður unnið út frá þjóðsögu sem
þekkt er bæði í Þýskalandi og á íslandi. Frá
Þýskalandi koma 4 kennarar auk 13 nem-
enda á aldrinum 16-20 ára en íslenskir
kennarar verða Valgeir SkagQörð og Sigrún
Valbergsdóttir. 15 íslenskir þátttakendur
verða á námskeiðinu, flestir frá leikklúbb-
num Sögu. Föstudagskvöldið 12. júní stendur
til að sýna afrakstur námskeiðsins í miðbæ
Akureyrar.
Útilífsnámskeið hjá
skátunum
I sumar gefst börnum og unglingum tæki-
færi á að taka þátt í ævintýra- og útilífi
undir kjörorðinu „Útilíf er gott líf‘. Nám-
skeiðin eru 11 daga löng og er dagskráin
mjög fjölbreytt. Sem dæmi má nefna:
fjallaferðir. tjaldútilegur, hellaferðir, báts-
ferðir, útieldun og varðeldur. Námskeiðin
hefjast 15. júni og verða kl. 10-16. Útilífs-
námskeiðin hafa bækistöðvar sínar á
tveimur stöðum í borginni, í félagsmið-
stöðinni Árseli í Árbæ og í skátaheimili
Skjöldunga við Sólheima. Verð fyrir 11
daga námskeið er kr. 3.000. Skráning og
allar nánari upplýsingar eru í síma 621390.
Námskeiðin eru opin öllum bömum og
unglingum á aldrinum 9 15 ára.
Skemmtaiúr
Hvítasunnumót með Stuð-
mönnum á Geirsárbökkum
Skammt frá Logalandi, nánar tiltekið á
Geirsárbökkum, verður mikið um að vera
um helgina. Diskótekið Dísa spilar frá
hádegi alla dagana, auk þess munu Stuð-
menn skemmta á svæðinu milli kl. 17 og
20 á laugardeginum. Um kvöldið munu
þeir halda áfram leitinni að látúnsbarkan-
um í Logalandi. Auk þess verða þeir með
djammsession. Addi rokk skemmtir, varð-
eldur verður um kvöldið og fleira til
skemmtunar. Sætaferðir verða frá Reykja-
vík með Sæmundi og verður aðgangs-
eyrinum haldið í lágmarki.
Tilkyimingar
Orlof húsmæðra í Reykjavík
I sumar mun orlofsnefnd húsmæðra í
Reykjavík starfrækja orlofsheimili að
Hvanneyri í- Borgarfirði. Dvalið verður
eina viku í senn í sex hópum frá 20. júní
til 1. ágúst. Hægt er að velja um eins eða
tveggja manna herbergi sem hvert hefur
sérsnyrtingu. „Heitur pottur", gufubað og
gott sólskýli er á staðnum. Leikfimi er á
hverjum morgni. Bókasafn staðarins er til
afnota fyrir gesti. Guðsþjónusta er í
Hvanneyrarkirkju hvern sunnudag. Á
miðvikudögum er farið í skoðunarferð um
Borgarnes og nágrannasveitir. Frá og með
þriðjudeginum 9. júní verður tekið á móti
umsóknum á skrifstofu Orlofsnefndar að
Traðarkotssundi 6. Fyrstu tvo innritunar-
dagana, 9. og 10. júní, hafa þær konur •
forgang sem ekki hafa áður notið dvalar
á vegum nefndarinnar. Skrifstofan verður
opin frá kl. 15 18 mánudaga til föstudaga.
Gjald fyrir vikudvöl í tveggja manna her-
bergi er kr. 4.700 og í eins manns herbergi
kr. 5.200. Allt innifalið.
Spakmælið___________________________________
Það er miklu auðveldara að iðrast þeirra synda sem við
höfum framið en þeirra sem við ætlum að fremja.
Josh Billings
Samtök psoriasis
og exemsjúklinga
hafa fengið gistiaðstöðu í verbúð Fisknes
hf„ Grindavík, fyrir þá sem vilja stunda
Bláa lónið. Upplýsingar hjá Sigurgeir sími
92-8280 og hjá Spoex sími 25880.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
verður við skógræktarstörf í Þórdisarlundi
laugardaginn 6. júni. Upplýsingar í síma
38211.
Kvennaráðgjöfin,
Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, er opin alla
þriðjudaga kl. 20-22. Sími: 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir siíjaspellum, sími 21500. símsvari.
Flokksmót skáta
við Hafravatn
Skátar halda flokksmót við Hafravatn um
hvítasunnuhelgina. Gert er ráð f>TÍr á milli
3 og 4 hundruð þátttakendum á öllum aldri.
Mótið, sem ber yfirskriftina Fjör í flokk,
markar á vissan hátt tímamót í sögu skáta-
móta á Islandi því það er fyrsta skátamótið
sem haldið er alfarið í samræmi við nýjan
verkefnagrunn skátastarfsins. Dagskrá móts-
ins verður geysilega gölbreytt. Sunnudags-
kvöldið 7. júni kl. 21 eru söngglaðir
ísiendingar, foreldrar og gamlir skátar boðn-
ir velkomnir á aðalvarðeld mótsins.
Aðalfundur íbúasamtaka
Þingholtanna
var haldinn 17. maí sl. Á fundinum fóru
fram venjuleg aðalfundarstörf en einnig
var Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt boðið á
fundinn til þess að kynna deiliskipulag
hverfisins. Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á fundinum: „Undanfarin 2-3 ár
hefur verið unnið að undirbúningi deili-
skipulags fyrir gamla bæinn, þ.á m.
Þingholtin. Hillir því undir að loks verði
hægt að gera deiliskiþulag fyrir hverfið.
Hins vegar ríkir að mati samtakanna
veruleg óvissa um framhaldið þar sem
vinnan hefur verið stöðvuð og ekki feng-
ist skýr svör um framhald deiliskipulagn-
ingarinnar. Aðalfundurinn fagnar þessum
áfanga vinnunnar en leggur jafnframt
áherslu á að áfram verði unnið að deili-
skipulaginu og því lokið svo íljótt sem
auðið er. Aðalfundurinn bendir ennfremur
á mikilvægi þess að sú vinna sé unnin í
sem bestu samstarfi við þá sem búa og
starfa í hverfinu og lýsa samtökin sig
reiðubúin til að leggja fram krafta sína á
þeim vettvangi. Skorar aðalfundurinn á
borgaryfirvöld að leggja sitt af mörkum
til þess að jafnvægi skapist í málefnum
hverfisins.
Kvenfélag Kópavogs
Farið verður í heimsókn austur í Gríms-
nes fimmtudaginn 11. júní í boði kvenfé-
laga í Laugardal og Grímsnesi. Mætið við
Félagsheimilið kl. 18.45. Þátttaka tilkynn-
ist til einhverra stjórnarkvenna.
The Flying Pickets
í Háskólabíói
The Flying Pickets verður með tónleika í
Háskólabíói dagana 8. og 9. júní. The Fly-
ing Pickets er eina hljómsveitin sem hefur
nokkurn tíma komist í fyrsta sæti breska
vinsældalistans með hljómplötu sem að-
eins byggist upp. á röddun og það sem
meira var að um jólaleytið 1983 átti hún
lag í fimm vikur á fyrsta sæti listans,
Only You, auk þess sem það var í toppsæt-
um víða um heim. Frá þeim tíma hefur
hljómsveitin ekki haft undan að sinna
tónleika-
beiðnum um víða veröld. í hljómsveitinni
eru sex tónlistarmenn.
Aðalfundur
Rithöfundasambands íslands
var haldinn 30. maí sl. Kjörin var stjórn
fyrir næsta starfsár. I henni eiga sæti: Sig-
urður Pálsson, Einar Kárason, Vilborg
Dagbjartsdóttir, Þorsteinn frá Hamri,
Þórarinn Eldjárn, Andrés Indriðason og
Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson). Teknir
voru inn 14 rithöfundar og nú eru félagar
265 talsins. Samningaviðræðursettu mest-
an svip á starfsemi sl. starfsárs og voru
nýir samningar kynntir á fundinum og
samþykktir. Á sl. ári var keypt húsnæði í
Hafnarstræti 9 fyrir starfsemi félagsins
eftir að greiðslur bárust vegna ljósritunar
í skólum. Framkvæmdastjóri sambandsins
er Rannveig G. Ágústsdóttir og lögmaður
þess er Ragnar Aðalsteinsson hrl.
Fermingar
Setbergsprestakall
Fermingar á hvítasunnudag, 7. júní.
Prestur sr. Jón Þorsteinsson.
Grundaríjarðarkirkja kl. 10.30.
Albert Magni Ríkarðsson,
Fossahlíð 5.
Anna Dröfn Friðriksdóttir,
Grundargötu 62.
Atli Már Ingólfsson,
Fagurhóli 5.
Halldóra Sverrisdóttir,
Gröf, Eyrarsveit.
Jóhanna Þórunn Gunnarsdóttir,
Fagurhólstúni 16.
Katrín Elísdóttir,
Grundargötu 13 a.
Margrét Huld Guðmundsdóttir,
Grundargötu 45.
Marvin Ivarsson,
Fagurhólstúni 15.
Steinar Áslaugsson,
Hlíðarvegi 9.
Torfi Freyr Alexandersson,
Hrannarstíg 10.
Þórunn Alma Ólafsdóttir,
Hlíðarvegi 10.
Setbergskirkja kl. 14.
Marteinn Njálsson,
Suður-Bár, Eyrarsveit.
Afmæli
1. aðalfundur
Tölvumiðstöðvar fatlaðra
var haldinn fimmtudaginn 21. maí 1987. Á
fundinum var kjörin ný stjórn og í henni
sitja eftirtaldir: Ragnar Gunnar Þórhalls-
son frá Sjálfsbjörg, Landssamtök, Noel
Burgess fró Þroskahjálp, Landssamtök,
Jóhannes Ágústsson frá Félagi heyrnar-
lausra, Páll Svavarsson frá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra, Ólöf ltíkharðsdóttir
frá Öryrkjabandalagi íslands og Arnþór
Helgason frá Blindrafélaginu. Á fundinum
var einnig kjörin þriggja manna laganefnd
en henni er ætlað að endurskoða lög fé-
lagsins fyrir næsta aðalfund. Eftirfarandi
áskorun til Öryrkjabandalags Islands og
Tryggingastofnunar ríkisins var sam-
þykkt: „Aðalfundur Tölvumiðstöðvar
fatlaðra, haldinn að Háaleitisbraut 11 13
21. maí sl„ beinir því til Öryrkjabandalags
Islands og Tryggingastofnunar ríkisins að
hraðað verði sem kostur er gerð sérstaks
búnaðar þannig að tölvur geti skilað af
sér efni með íslensku tali.“
75 ára verður mánudaginn 8. júní
Jón Pétursson, fyrrverandi bílstjóri
á BSR, Skúlagötu 64, Reykjavík.
Hann er nú staddur á Skorrastað i
Norðfirði.