Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
Utlönd
Srféltt erfiðara að leysa búsetu-
vanda flóttafólks í Thailandi
Dr. Haing Ngor, læknirinn sem tókst að flýja rauðu khmerana í Kambód-
íu og síðar varð kvikmyndastjarna með leik sínum í „The Kiiling Fields",
hyggst nú beita sér fyrir aðstoð við landa sína sem búa í flóttamannabúð-
um i Thailandi. Hann vinnur nú að fjársöfnun til byggingar á sjúkrahúsi
sem á að þjóna flóttafólkinu á landamærasvæðum Kambódíu og Thai-
lands. Simamynd Rcuter
Æ erfiðara reynist nú að leysa
búsetuvanda þeirra sem búa í
flóttamannabúðum í Thailandi.
Talið er að nær þrjú hundruð þús-
und manns dvelji nú í búðunum
og hafa flestir þeirra verið í þeim
um nokkurra ára skeið. Fólk þetta
á margt ekki afturkvæmt til síns
heimalands og uppfyllir ekki þau
skilyrði sem önnur ríki setja til
þess að þvi séu veittar heimildir til
að leita sér að nýju heimalandi.
Flóttamannabúðirnar eru stjóm-
völdum í Thailandi nokkur þyrnir
í augum, enda telja þau sig greina
ýmis merki þess að flóttamanna-
vandamál taki engan enda þótt
töluvert hafi úr þeim dregið.
Flóttamannabúðirnar eru dreifðar
eftir um átta hundruð kílómetra
löngum landamærum.
Langtímadvöl
I ágústmánuði síðasta árs voru
opinberlega skráðir liðlega eitt
hundrað tuttugu og fimm þúsund
flóttamenn frá löndum Suðaustur-
Asíu í Thailandi. Um þrjátíu þús-
und voru frá Kambódíu, níutíu
þúsund frá Laos, liðlega sex þúsund
frá Víetnam.
Af þessum flóttamönnum hafði
nær helmingur, eða yfir fimmtíu
og átta þúsund, dvalist í flótta-
mannabúðunum meira en íjögur ár.
Flest þetta fólk kom til Thailands
í þeirri trú að þaðan væri leiðin
tiltölulega greið til annarra landa.
í viðtölum hefúr ítrekað komið
fram að flestir bjuggust við eins eða
tveggja ára dvöl í flóttamannabúð-
um, en töldu víst að innan þess tíma
fengju þeir dvalarleyfi í vestrænum
ríkjum eða annars staðar þar sem
þeir gætu séð sér og sínum far-
borða.
Raunin hefur þó orðið önnur, því
af þeim sem skráðir voru í flótta-
mannabúðunum á síðasta ári höfðu
tæplega tíu þúsund dvalið þar 2-3
ár, liðlega sjö þúsund 3-4 ár og,
eins og fyrr segir, fimmtíu og átta
þúsund meira en fjögur ár. Liðlega
sjötíu og fimm þúsund hafa því
dvalist í búðunum lengur en flestir
töldu að yrði hámark tímans þar.
Sífellt tregari
Þau ríki, sem flóttamenn sækjast
eftir að komast til, verða sífellt
tregari til að taka við þeim.
í upphafi flóttamannastraumsins
frá Kambódíu heimiluðu engin ríki
innflutning þeirra frá Thailandi.
Þessu var síðan brey tt og á árunum
1975 til 1986 fengu um tvö hundruð
og ellefu þúsund Kambódíumenn
landvistarleyfi í þriðja landi, af
þeim sem komu til buðanna í Khao
-I-Dang og annarra söfnunarstaða
sem starfa undir umsjón Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna.
Síðustu ár hefúr gengið erfiðlega
að fá slík landvistarleyfi fyrir
Kambódíumenn. Árið 1984 komust
um tuttugu og eitt þúsund þeirra
til þriðja lands, 1985 fækkaði heim-
ildum í nítján þúsund og fimm
hundruð og 1986 urðu þær aðeins
um sex þúsund.
Margir þeirra sem enn sitja í
flóttamannabúðunum hafa reynt
ítrekað að fá landvistarleyfi annars
staðar en verið neitað. Þar sem
þeim tekst ekki að uppfylla þau
skilyrði sem sett eru af hálfu við-
tökuríkjanna er talið ólíklegt að
þeir fái nokkru sinni landvistar-
heimildir. Thailensk yfirvöld
standa því frammi fyrir því að velja
milli þess að senda fólkið til síns
heima eða festa flóttamannabúð-
irnar endanlega í sessi.
Misjöfnu vanir
Þótt hugsanlega leynist meðal
flóttamanna í Thailandi einstakl-
ingar sem þangað eru komnir
annaðhvort af ævintýraþrá eða eru
á flótta vegna eigin afbrota eru
þeir taldir sárafáir. Margir hafa
flúið heimaland sitt af öryggisá-
stæðum, aðrir beinlínis til að
komast áfram til annarra landa þar
sem þeir töldu að þeirra biðu betri
tækifæri. Aðstæður þær, sem þeir
flúðu frá, voru að sjálfsögðu
misjafnar, og ef til vill eru það
Kambódíumenn sem höfðu mestar
ástæður til að flytja sig um set.
Undanfama áratugi hefur
kambódíska þjóðin þurft að þola
mikið. Ríkisstjóm Lon Nol, sem
Bandaríkjamenn studdu á sínum
tíma, var gerspillt og styrjaldar-
ástand hafði ríkt í landinu um
nokkurt árabil þegar rauðu khmer-
arnir náðu loks undirtökunum og
komust til valda. Kambódíumenn
fögnuðu khmerunum, því með sigri
þeirra tóku loftárásir bandaríska
flughersins á landið enda, en þær
voru gífurlegar á tímabili.
Fljótlega eftir valdatöku sína
hófu rauðu khmeramir hins vegar
umfangsmikla hermdarverkastarf-
semi í landinu. Talið er að þeir
hafi myrt hundmð þúsunda, jafn-
vel milljónir Kambódíumanna, í
morðæði sem vart á sinn líka í ver-
aldarsögunni. Opinberar áætlanir
telja að fórnarlömb þeirra hafi ver-
ið að minnsta kosti hálf milljón
manna. Aðrir telja þau hafa verið
mun fleiri og nefna tölur allt að
fjórum milljónum, sem ýmist vom
myrtir eða dóu úr hungri.
Þar sem Kambódíumenn vom
taldir um sjö milljónir má sjá að
khmemnum hefur tekist að útrýma
að minnsta kosti tíunda hverju
mannsbami í landinu.
Það er því ekki að undra þótt
áralöng dvöl í flóttamannabúðum
virðist Kambódíumönnum væn-
legri kostur en að snúa aftur heim.
Búðum lokað
Thailensk yfirvöld vilja hins veg-
ar að þeir sem mögulega geta hverfi
nú aftur til síns heimalands. Þeir
hafa á undanfömum árum lokað
nokkrum flóttamannabúðum, þar á
meðal búðunum í Khao-I-Dang, og
flutningar á íbúum þar til landa-
mæra Thailands og Kambódíu eru
hafnir.
í byrjun marsmánaðar þessa árs
voru liðlega tvö hundmð Kambód-
íumenn, sem voru í hópi þeirra sem
taldir em ólöglega komnir til
flóttamannabúða í Thailandi, send-
ir aftur inn á einskismannsland við
landamæri ríkjanna.
Stjómvöld telja margt hníga að
því að loka beri flóttamannabúð-
um. í fyrsta lagi kemur þar til
eindreginn vilji þeirra til að fækka
búðunum. I öðm lagi hversu illa
gengur að finna samastað fyrir þá
sem eftir em í þeim. í þriðja lagi
telja talsmenn thailensku stjómar-
innar að flóttamenn eigi ekki
lengur vísa samúð almennings sem
sé orðinn langþreyttur á vanda-
málum þeirra. Loks telja stjómvöld
að búðimar virki sem aðdráttarafl
á þá sem búa skammt frá landa-
mærum ríkjanna og leiði til afbrota
og glundroða meðal þeirra.
Mikið hjálparstarf
Undanfarin ár hefúr mikið hjálp-
arstarf verið unnið fyrir flóttamenn
í Thailandi. Fjölmargar hjálpar-
stofrianir hafa unnið umfangsmikið
starf þar og gera enn.
í skýrslu Alþjóðaráðs Rauða
krossins kemur fram að árið 1986
var varið liðlega þrettán milljónum
svissneskra franka til starfs Rauða
krossins á svæðinu, eða um þrjú
hundruð og fimmtíu milljónum ís-
lenskra króna. íslenski Rauði
krossinn lagði fram liðlega 1,2
milljónir króna af því fé.
Áætlað er að hjálparstarf Alþjóða
Rauða krossins í Thailandi muni
kosta tæplega ellefu milljónir
svissneskra franka á þessu ári, eða
nær þrjú hundmð milljónir ís-
lenskra króna.
íslenski Rauði krossinn hefúr
undanfarin ár sent starfsfólk til
þessa hjálparstarfs og hafa nú sam-
tals farið um tuttugu manns sem
starfað hafa um hálfs árs skeið
hver.
Mikil þörf
Að sögn Pálínu Ásgeirsdóttur
hjúkrunarfræðings, sem á síðasta
ári vann við hjálparstarf í Thai-
landi, er þörfin á slíku starfi mjög
mikil.
Fyrst og fremst eru það landlægir
hitabeltissjúkdómar, vandamál
sem fylgja miklu þéttbýli og þeir
áverkar, sem fylgja hemaðarátök-
um, sem við er að glíma.
„Það er komið upp nokkuð gott
eftirlit með langtímafólkinu,"
sagði Pálína í viðtali við DV, „en
engu að síður er alltaf að koma inn
nýtt fólk í mismundandi ástandi
og áverkar af völdum hemaðarins
em alltaf töluverðir, til dæmis þeg-
ar fólk er að ganga á jarðsprengj-
ur.“
Pálína taldi heilbrigðisástand í
flóttamannabúðunum eins gott og
hægt væri við þær aðstæður sem
þar ríkja. Alltaf mætti þó betur
gera.
Óvæntur liðsauki
Hjálparstofriunum í Thailandi er
um þessar mundir að berast óvænt-
ur liðsauki. Dr. Haing Ngor, læknir
frá Kambödíu, sem tókst að flýja
undan rauðu khmemnum, gengst
nú fyrir fjársöfnun til byggingar á
sjúkrahúsi við landamæri Thai-
lands og Kambódíu og er ætlun
hans að sjúkrahúsið þjóni íbúum
landamærasvæðanna.
Ngor öðlaðist heimsfrægð fyrir
leik sinn í kvikmyndinni „The Kill-
ing Fields", en hún var byggð á
lífsreynslu hans sjálfs. Hann er um
þessar mundir að vinna að gerð
annarrar kvikmyndar en hefúr
jafnframt ákveðið að láta landa
sína njóta ávaxtanna af velgengni
sinni, eftir því sem hann getur.
Ngor ætlar sjúkrahúsi þessu að
sjá um þjálfun á starfsfólki sem
unnt verður að senda út í flótta-
mannabúðimar. Einir fjömtíu
læknar hafa þegar boðið sig fram
til starfa við sjúkrahúsið.
Ef til vill er þetta framtak dr.
Ngor upphafið að lausn vanda
flóttafólksins. Ngor segist sjálfur
ekki bitur í garð rauðu khmeranna
þótt þeir hafi myrt foreldra hans
og unnustu. Hann segir nauðsyn-
legt að gleyma fortíðinni, lifa fyrir
framtíðina, og vill aðstoða landa
sína til þess að þeir geti komist inn
á sömu braut. Vonast margir til að
framlag Ngor verði til þess að aðr-
ir kambódískir flóttamenn, sem
hafa komist í álnir í nýjum heima-
löndum, feti í fótspor hans og með
því kunni að skapast grundvöllur
til nýs lífs fyrir þær tugþúsundir
kambódískra flóttamanna sem
í dag virðast ekki eiga sér fram-
tíð.
í flóttamannabúðum í Thailandi er nú talið að búi hátt á þríðja hundrað þúsund manns. Opinberar töíur
herma að Kambódíumenn séu þar um þrjátíu þúsund. Erfitt er að koma þessu fólki fyrir, einkum þar sem
önnur ríki verða sifellt tregari til aö heimila þeim landvist hjá sér.