Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Síða 18
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
18
Erlend myndsjá
I kjolfar Kristófers Kólumbusar
Hópur ævintýramanna er nú að byggja eftirlíkingu af flaggskipi Kristofers
Kólumbusar, Santa Maria, og hyggjast sigla þvi yfir Atlantshafið í sumar, sömu
leið og þessi merki landkönnuður fór. Skipasmíðamar standa í Alvarado á
Veracruz í Mexíkó. I hópnum. sem fer í siglinguna. em seytján einstaklingar,
fimmtán menn, hundur og köttur.
Ekki er þess getið hvenær ætlunin er að sigla áleiðis frá Mexíkóflóa.
Stærsta
sjónvarp
í heimi
í samkeppni er barist um að hafa
sína framleiðslu stærsta, jafnframt
því að hún sé best og ódýmst. Jap-
anska fyrirtækið Matsushita Corp-
oration hefui’ nú framleitt sjónvarps-
tæki sem þeir segja að sé hið stærsta
í heimi. Það er hið stærsta sem not-
ar myndlampa. Sjónvarpsskermur-
inn er einar íjömtíu og þrjár
tommur. Jafnframt þvi að vera
stærst er tæki þetta líka með þeim
dýmstu. Það kemur til með að kosta
liðlega þrettán þúsund dollara eða
góða hálfa milljón íslenskra króna.
Af ástum
bama
og dýra
Oft er vitnað til þeirra ásta sem
takast milli barna og dýra. Þykir það
rnjög jákvæður þáttur í uppeldi
bams ef tilfinningasamband skapast
milli þess og einstaklings af annarri
dýrategund.
Flestir huga þó í þeim efnum að
köttum eða hundum eða öðrum
spendýrum. Móður hennar Jennifer
Sproill var því ef til vill vorkunn að
vilja ekki heimila dótturinni að taka
„ástvminn" með heim. Hún Jennifer
var þó yfir sig hrifin af kyrkislöng-
unni sem hún hitti í dýragarðinum
í Singapore. Sá hún ekkert athuga-
vert við að ættleiða þessa vinkonu
sína þótt blóðið í henni væri í kald-
ara lagi. En Jennifer er ekki nema
þriggja ára svo að mamma réð.
Ef til vill getur hún Jennifer þó
fengið sér kyrkislöngu sjálf seinna,
þegar hún er orðin of stór til að
þurfa að sinna einstrengingshætti
gömlu konunnar. Enda greinilegt af
meðfylgjandi m>md að vel fór á með
þeim stöllum.
Grátið af gleði eða svefnþórf?
Hæstiréttur í Tokýo felldi nýlega þann dóm að japanska ríkinu bæri að greiða
íbúum hverfa í grennd við bækistöðvar bandaríska hersins í borginni skaðabæt-
ur sem nema 750 þúsund Bandaríkjadölum. Bæturnar eru vegna hávaða sem
kom í veg fyrir eðlilegan svefn þeirra. Konurnar á myndinni eru meðal fómar-
dýra þessa ameríska hávaða en hvort þær gráta þama af gleði yfir skyndilegu
ríkidæmi sínu eða af svefnþörf einni saman fylgir ekki sögunni.
Litríkir í mótmælastaifsemi
Margir Israelsmenn telja óhæfu að ísraelsríki hafi nokkur samskipti við Sovét-
ríkin fyrr en þau hafa látið af ætluðum mannréttindabrotum sínum gegn
gyðingum. Þeir nota nú tækifærið, þegar óopinber sendinefnd frá Sovét er í
Tel Aviv, til að koma skoðunum sínum og kröfum á ffamfæri. Leggjast þeir á
götur, fyrir framan biffeiðir sovésku sendimannanna, íklæddir fangabúningum,
og hafa uppi hið skrautlegasta látæði. í ísrael takmarka þeir sig ekki við að
ganga lúpulegir um götu og þylja; „herinn...nei, fyrirgefið, Rússana burt!“
Umsjón: Halldór Valdimarsson