Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
21
i skjóta boltanum framhjá stönginni af eigin marklínu DV-mynd Brynjar Gauti
i og Jafntefli
iarendavelli
i jöfh á Hlíðarenda, gerði hvort lið eitt mark
sóttu Valsmenn nánast án afláts og rak
þá hvert færið annað. í raun var ótrúlegt
að sjá hversu mörg opin tækifæri brugð-
ust heimamönnum í leiknum. Annað af
tvennu gerðist þegar þeir litu markið og
markvörðinn framundan, skotin geiguðu
ellegar Gísh Heiðarsson varði.
Á 27. mínútu jaihar þó Magni Blöndal
eftir þunga sókn, fær boltann í upplögðu
skotfæri, lætur vaða og boltinn syngur í
netinu. Vegalengdin um tuttugu metrar
og fögnuður áhorfenda þvi eðlilega mikill.
Þótt ótrúíegt sé frá að segja sat þar við
því þrátt fyrir ágæt færi fór boltinn ávallt
annað en í marknetið.
Á 30. mínútu þrumar til að mynda
Magni boltanum öðru sinni en í það skip-
tið framhjá stönginni.
Á þeirri 34. skýtur Guðni Bergsson yfir
úr góðu færi utan úr teig.
Á 40. mínútu á Sævar Jónsson þrumu-
fleyg úr aukaspymu en Gísli ver með
stórmerkjum.
Á 44 mínútu bjarga Valsmenn á línu
eftir skyndisókn gestanna.
Á þeirri 48. fellur það hins vegar í hlut
Garðspilta að bjarga á línu eftir mikil
átök í víta- og markteig þeirra.
Á 52. mínútu skýtur Jón Grétar yfir frá
markteigslínu Víðsmanna með allt opið
framundan.
- Svona mætti í raun lengi telja.
Víðismenn börðust mjög vel í þessum
leik og var vörnin þétt þegar mest lá við,
- undir lokin þegar sókn Valsmanna var
með þyngsta og ákafasta móti.
Þótt Gísli Heiðarsson, markvörður Víð-
ismanna, héldi ekki ávallt rennvotum
knettinum verður hann að teljast bestur
í liði Víðismanna ásamt félaga sínum
Daníel Einarssyni.
Sævar Jónsson átti góðan dag með
Valsliðinu og Guðni Bergsson var einnig
frískur með sama lagi og Þorgrímur Þrá-
insson. Miðju- og sóknarmenn liðsins
hafa margsinnis gert betur. Þó verður að
segjast sem er að Jón Grétar les vel leik
og er ósjaldan í færum þótt honum takist
ekki að nýta þau sem skyldi, - enn sem
komið er.
Maður leiksins: Gísli Heiðarsson, Víði.
Dómari var Eyjólfúr Ólafsson, gerði
hann mistök en engin afdrifarík.
-JÖG
samdi
lerlecht
Ekki höfðu belgískir blaðamenn á réttu á
standa því Nóri tognaði á æftngu hjá Val
hér heima. Skammt var því að leita orsa-
kanna fyrir fjarveru hans.
í spjalli við DV sagðist Amór ætla að fá
sig góðan af meiðslum áður en hann tæki
á að fullu á nýjan leik.
Skrifaði undir í gær
Amór skrifaði undir samning við And-
erlecht í gær og er samningurinn til eins
árs. Forráðamenn félagsins gengu að öllum
kröfum Amórs og er hann í kjölfarið einn
tekjuhæsti knattspymumaður í Belgíu, -
ef ekki sá tekjuhæsti. -JÖG.
Staðan
Valur- Víðir.... ....... 1-1
KR ...10 5 4 1 18-6 19
Valur ...10 5 4 1 18-7 19
ÞórAk... ...10 6 0 4 20-16 18
Akranes. ...10 5 1 4 14-13 16
Fram 9 4 2 3 11-11 14
Völsungur..9 3 3 3 10-10 12
KA ...10 3 2 .5 7-10 11
Keflavik ...10 3 2 5 15-21 11
FH ...10 2 1 7 9-20 7
Víðir ,..10 0 7 3 5-13 7
Markhæstu menn:
Pétur Pétursson, KR............6
Bjöm Rafhsson, KR,.............6
Hlynur Birgisson, Þór,.........5
Jónas Róbertsson, Þór,.........5
íþróttir
Keeling fékk að
taka pokann sinn
Ifldegt að Kjartan Másson og Karl Hermannsson taki við ÍBK
Þá hefúr fyrsti þjálfarinn í 1. deild
fengið að taka pokann sinn. Peter
Keeling, hinn enski þjálfari Keflvík-
inga, var látinn hætta hjá liðinu í gær
en hann réðist til liðsins í vor.
„Það má segja að það hafi orðið að
samkomulagsatriði milli okkar og
Keelings að hann hætti hjá liðinu,“
sagði Kristján Ingi Helgason, formað-
ur knattspymudeildar ÍBK. „Við
teljum að við séum ekki á þeim stað
sem við eigum að vera í deildinni,
Keflavíkurliðið á að vera á allt öðrum
stað þar. Við höfum þegar rætt við tvo
menn um að þeir taki við liðinu en
það em þeir Kjartan Másson og Karl
Hermannsson. Það er mikið til komið
upp á velvilja Sandgerðinga hvort við
faum Kjartan lánaðan en hann þjálfar
þá nú.“
Kristján Ingi sagði að Keeling yrði
hér á landi fram í ágúst en hann ætl-
aði að dvelja hér í fríi með konu sinni
eftir að knattspymuskyldum hans
lyki. Þá sagði Kristján Ingi að Peter
Farell, sem hefur leikið með liðinu í
sumar, yrði áfram hjá liðinu enda
væri almenn ánægja með hans vem.
En skyldu Keflvíkingar hafa orðið fyr-
ir einhverjum kostnaði vegna vem
Keelings hér?
„Auðvitað kostar þetta okkur eitt-
hvað en það þýðir ekki að vera horfa
í það. Dæmið gekk ekki upp með Keel-
ing en við teljum mikið eftir af mótinu
og eins og úrslitin hafa verið fram að
þessu er staðan fljót að breytast.
• Peter Keeling er nú hættur hjá
Keflavík.
Það kom fram í samtalinu við Krist-
ján Inga að það var Keeling sem hafði
fyrst samband við Keflvíkinga og bauð
fram krafta sína. Þeir reyndu að fá
upplýsingar um hann og störf hans
erlendis en nú hljóta menn að spyrja
sig hvort að þeir hafi ekki keypt kött-
inn í sekknum. En hvað skyldi Keeling
segja um þessa brottvikningu?
„Fyrsti brottreksturinn á 20 ára
ferli“
„Ég er mjög vonsvikinn út af þess-
ari ákvörðun. Þetta er fyrsti brott-
reksturinn á 20 ára ferli mínum sem
þjálfari," sagði Peter Keeling en hann
vildi lítið láta eftir sér hafa um þessa
brottvikningu, greinilegt að hann var
mjög vonsvikinn. Hann sagðist hafa
fengið tilboð frá Portúgal fyrir mánuði
síðan sem hann hefði hafnað vegna *
skuldbindinga sinna við Keflvíkinga.
Þá sagðist hann hafa fengið tilboð frá
Noregi og Svíþjóð þannig að hann
hefði að nógu að hverfa.
„Ég hef kynnst mörgu góðu fólki hér
á landi og hafði góða von um að dvelj-
ast hér um tíma. Það ætlar því miður
ekki að rætast," sagði Peter Keeling.
-SMJ
Unnar kastaði
69,68 metra
Á innanfélagsmóti KR síðasthðinn
fimmtudag náði Unnar Garðarsson
HSK að kasta 69,68 m í spjótkasti
sem er fjórða besta kast íslendings.
Unnar keppir á nokkrum mótum
í Danmörku með liði UMFÍ í vik-
unni og verður fróðlegt að sjá hvort
hann kasti ekki yfir 70 m í ferðinni.
-ÓU
• Unnar er fjölhæfur kastari en hér sést hann keppa i kúluvarpi á lands-
móti UMFÍ.
Metsölu-
bækur
á ensku
vikulega
í flugi.
titlar af
tímaritum
frá USA.