Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. Erlendir fréttaritarar Stjómunarstíll Reagans brást í íransmálinu Fullyrt er aö samskipti þingsins og forsetans hafi versnað í tíð Donalds Regans, fyrrum starfsmannastjóra Hvíta hússins. Regan var illa við þingið og taldi að því kæmi ekkert við hvað ráðamenn i Hvíta húsinu væru að brugga. Símamynd Reuter Ólafur Amarson, DV, New Yorlc Eftir tveggja vikna yfirheyrslur yfir Oliver North og John Poindext- er virðist sem spilin séu að miklu leyti komin á borðið í Iransmálinu. Bæði North og Pointjexter lýsa þvi yfir að forsetinn hafi ekki vitað af tilfærslu §ár til contraskæruliðanna. Poindexter hefur sjálfur tekið á sig ýmsar sakir og svo virðist sem hann hafi í starfi öryggisráðgjafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að leita ekki samþykkis Reagans í mikilvæg- um málum. Þingmenn, sem og aðrir, biðu með mikilli eftirvæntingu eftir vitnis- burði Poindexters. Eftir vitnisburð Olivers North var ljóst að Poindext- er byggi yfir þeim upplýsingum sem allir biðu eftir, það er vissi forsetinn eða vissi hann ekki. Vantrúaðir þingmenn Þegar Poindexter lýsti því skýrt og skorinort yfir að hann hefði aldr- ei sagt forsetanum frá tilfærslu fjárins og að það hefði verið af ásettu ráði var eins og margir þingmenn hefðu orðið fyrir geysilegum von- brigðum. Margir virtust hafa vonast til þess að Poindexter myndi benda á forsetann og afsala sér allri ábyrgð. Þegar síðan öryggisráðgjafinn fyrr- verandi tók á sig alla ábyrgð ruku margir þingmenn upp til handa og fóta og sögðust ekki trúa Poindext- er. Forsetinn hlyti að hafa sjálfur gefið leyfi fyrir jafn umfangsmikilli aðgerð. Poindexter segir hins vegar að það hafi verið alveg nauðsynlegt fyrir forsetann að geta með góðri sam- visku afheitað aðgerðinni ef hún kæmi fram í dagsljósið. Stefna forsetans Reagan forseti hefur haft þann háttinn á að blanda sér ekki náið í daglegt amstm- við rekstur á banda- ríska ríkinu. Hann leggur megin- línur og treystir síðan á samhent lið undirmanna til að útsetja og fram- fylgja stefnu í smáatriðum. Þessi stefiia hefur í stórum dráttum reynst vel. Á fyrra kjörtímabili Reagans gekk þetta kerfi eins og vel smurð vél undir öruggri og ábyrgri stjóm James Bakers, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Baker er varfærinn maður og hann lagði mikla áherslu á að Hvíta húsið ætti gott samband við þingið. Stirðari samskipti í upphafi seinna kjörtímabils Re- agans tók við embætti starfsmanna- stjóra maður að nafni Donald Regan. Regan var alla tíð illa við þingið og taldi að því kæmi ekkert við hvað ráðamenn í Hvíta húsinu væru að bauka. Óhjákvæmilega leiddi þetta til þess að samskipti Hvíta hússins og þingsins urðu stirðari með degi hverjum. Á fyrra kjörtímabili Reagans voru æðstu menn þingsins ávallt látnir vita þegar ráðist var í leynilegar aðgerðir á vegum leyniþjónustunnar eða annarra aðila innan bandarísku stjómarinnar. Lög kveða á um að átta æðstu menn þingsins skuli fá upplýsingar um slíka hluti. Eftir að Regan tók við var mikill misbrestur á að þessu lagaákvæði væri fram- fylgt- Traustfólk Auðvitað er erfitt að dæma um stjómunarstíl Reagans af íransmál- inu. Þessi stíll hefur reynst vel þegar á heildina er litið og ekki er réttlátt að segja hann hafa brugðist vegna þessa eina máls. Það er hins vegar ljóst að til þess að þessi stíll gangi þarf traust fólk sem ekki fer yfir strikið. Ef til vill var það fólkið sem brást í þessu tilfelli. Ef svo er verður það að skrifast á reikning Donalds Regan sem innleiddi nýja hætti í Hvíta húsið. Það er viðurkennd staðreynd að öll ríki standa fyrir leyniaðgerðum sem illa þola dagsljósið. Oft em þetta aðgerðir sem stangast á við opinbera utanríkisstefnu viðkomandi ríkis. Munurinn á Bandaríkjunum og öðr- um vestrænum ríkjum er sá að þegar eitthvað fer úrskeiðis reyna flest ríki að breiða yfir til að verða ekki fyrir álitshnekki á alþjóðavettvangi. Sjálfseyðingarhvöt I Bandaríkjunum er stjómkerfið hins vegar slíkt að allt er gert opin- bert og rannsakað ofan í kjölinn. Þetta er vissulega mikið aðhald fyrir stjómvöld en jafnframt getur reynst alvarlegt fyrir Bandaríkin að fram- kvæma opinberar rannsóknir í hvert skipti sem eitthvað fer úrskeiðis. Sá álitshnekkir, sem íransmálið hefur valdið Bandaríkjunum á alþjóða- vettvangi, talar sínu máli. Margir vilja líkja þeirri áráttu Bandaríkja- manna að rannsaka alla mögulega hluti opinberlega við sjálfseyðingar- hvöt og það er ekki fjarri lagi. Flestir telja ólöglegt að íransmálið verði til þess að þingið takmarki enn frekari völd forsetans til að fara með utanríkismál. Samkvæmt stjómar- skránni fer forsetinn með utanríkis- mál en þingið getur samþykkt eða fellt milliríkja- og alþjóðasamninga jafhframt því sem þingið ákveður §árframlög til utanríkismála. Frumkvæði frá forsetanum Þingið á ekki að hafa frumkvæði hvað varðar utanríkisstefnu. Slíkt á að koma frá forsetanum. Með tilliti til þessa er greinilegt að þingið er þegar komið langt út fyrir það valdsvið sem stjómarskráin markar því. Lögin, sem banna aðstoð við contraskæmliðana, stangast sennilega á við stjómarskrána ef hún er þröngt túlkuð en vissulega greinir menn á um það. Eitt er hins vegar víst. Stjómar- 1skrá Bandaríkjanna ætlast ekki til þess að þingið hafi jafnmikil afskipti af utanríkismálum og raunin hefur verið á undanfömum árum. BLAÐAUKI FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA um ferðalög og mótstaði miðvikudaginn 29. júlí. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa vöru sína og þjónustu í þessum blaðauka hafi samband sem fyrst - í síðasta lagi fimmtudaginn 23. júlí. AUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLTI 11, sími 27022. helgarinnar kemur út Haukur L Haukæcm, DV, Kauprolicfn: í meira en þrjá mánuði hafa safn- og öryggisverðir hjá hinu opinbera verið í verkfalli, Því hafa meðal annars öll opinber söfh verið lokuð í þann tima ferðamönnum og öðr- um safngestum til mikils ama. Sáttasemjari lagði fram sáttatil- lögu fyrir helgi sem danska þjónustumannasambandið hafði mælt með. Félag safh- og öiyggis- varða, sem er deild innan sam- bandsins, var á móti tillögunni og hún því felld með 57,6 prósentum atkvæða. Ekki lítur út fyrh- að deila þessi leysist á næstunni. Palle Simonsen fjármálaráðherra hefur lýstþví yfir að ríkisstjómin vilji ekki grípa inn í deiluna. Félag safn- og öryggis- varða hefui- óskað eftir að verk- fallið verði víðtækara þannig að vaktmenn ráðnir hjá fyrirtækjum er sjá um þjófa- og brunakerfi safn- anna neiti að sinna verkefhum sfnum. Samkvæmt upplýsingum þjón- ustumannasambandsins hefur verkfallið kostað sambandið milli sautján og átján milljónir danskra króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.