Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
Fréttir
oBUOSÖIUBÖR^
Seljið
Komið á afgreiðsluna*
— Þverholti 11 um hádegi virka daga.
SfMI 27022
Jón Magnússon, úlgerðarmaður á Patreksfirði og eigandi Garðars: „Skammar-
iegt að við íslendingar, sem lifum á sjávarútvegi, skulum ekki geyma eldri
skip og aðrar minjar.“
Vinningstölurnar 18. júlí 1987.
Heildarvinningsupphæð: 3.569.905,-
1. vinningur var kr. 1.789.354,- aðeins einn þátttakandi var með fimm tölur réttar.
2. vinningur var kr. 535.743,- og skiptist hann á 247 vinningshafa, kr. 2.169,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.244.808,- og skiptist á 6.102 vinningshafa sem fá 204 krónur hver.
Upplýsingasími: 685111.
A elsta stalskip a Islandi
„Hann hefði getað verið áratug á sjó
í viðbót en siglingamálastofnun og
fleirum fannst ekki nógu hagstætt að
gamalt skip gæti flotið. Ég var ekki
stöðvaður en það borgaði sig ekki að
leggja út í þær endurbætur sem hægt
hefði verið að krefjast," sagði Jón
Magnússon, útgerðarmaður á Pat-
reksfirði, en í hans eigu er elsta
stálskip á Islandi, Garðar, smíðað í
Noregi árið 1912.
Jón var skipstjóri í langan tíma og
^eftir síldarárin 1967 keypti hann 100
tonna bát og setti fljótlega á fót út-
gerðarfyrirtækið Odda h/f og hætti á
sjó. Þegar Jón fékk svo ekki skipstjóra
sem fiskaði tók hann sjálfúr við skip-
stjóm, seldi gamla skipið og keypti
annað, 250 tonna, Vestra. „Ég fór aftur
í land og yngsti bróðir minn varð skip-
stjóri en mér fannst of lítið fyrir
verkunina að hafa bara einn bát og
keypti því þennan gamla bát árið 1973
sem ég gat lagt yfir sumarmánuðina.
Hann kostaði 15 milljónir króna sem
var lítið verð og þið sjáið að Vestri
kostaði 26 milljónir en Garðar er 180
tonna bátur,“ sagði Jón.
Sigldi Garðari upp á land
Þegar Jón ákvað að leggja Garðari
fyrir 6 árum vildi hann ekki að skipið
ónýttist og gleymdist. Hann var ekk-
ert að tvínóna við hlutina heldur sigldi
Garðari á land í mynni Patreksfjarð-
ar. „Ég fékk leyfi byggingamefiidar
og það var auðsótt. Auk þess á ég jörð-
ina þannig að öllum fannst eðlilegt
að ég gæti haft þar minn bát í hróf.
Annars er almenn ánægja með að
hafa bátinn þama og sérstaklega
finnst krökkunum gaman að koma um
borð,“ sagði Jón. Hann lét grafa skurð
sem hann sigldi Garðari upp í og síðan
var mokað að og skipið fest.
Jón reynir að dytta að skipinu eins
og tími gefst til, mála og þess háttar
en segir að einstaklingur geti aldrei
haldið þessu við, smám saman hljóti
skipið að ryðga. „Ég gæti þó ennþá
gangsett hann og farið að gera út með
lítilli fyrirhöfii," segir Jón.
Varðveisla útvegsminja
Jón hefur ákveðnar skoðanir um
varðveislu útvegsminja og segir þær
tæpitungulaust: „Það er skömm að því
að við íslendingar sem lifum á sjávar-
útvegi skulum ekki geyma eldri skip
eða aðrar minjar. Svo em einhverjar
hobby-útgerðarþjóðir sem eiga þessi
fínu skipasöfn. Þetta er svona dæmi
um þá lensku að margt eldra fólk vill
ekki kannast við fortíðina, eymdina
fyrir stríð. Sjómenn hafa bara ekki
tíma til að sinna svona hlutum, við
höfum ekki haft málsvara til þess og
því hafa gömlu skipin horfið og ekki
verið varðveitt."
Jón segir að ekkert skip sé með sama
byggingarlagi og Garðar hérlendis.
Skipið sé hnoðað en ekki rafsoðið. Það
sé því safngripur. Annars gekk vel að
Garðar er 180 tonna stálskip, smíðaður árið 1912 í Noregi og því elstur sinnar tegundar á Islandi. Hann hefur nú feng-
ið heiðursstað í mynni Patreksfjarðar.
DV-myndir KAE
fiska á bátinn og þegar einhveijir vom
að gera lítið úr því að fiska á svona
gamlan bát sagði Jón, snöggur upp á
lagið: „Þið fiskið nú ekki á harðvið-
inn,“ og meinti með því að það væri
áhöfnin sem skipti máli, ekki ytri
umbúðir.
Óhress með kvótann
Jón er óhress með útfærslu kvótans
og segir hann koma ójafnt niður á
útgerðum og stöðum, hann hafi þurft
að stoppa á vetuma vegna þessa. „Ég
vil stjómun en tel skrapdagakerfið
hafa reynst betur. Auðvitað vom á því
gallar en það hefði átt að endurbæta
það. Þá græddi enginn á því að gefa
ekki upp fisk eða kasta afla, allt skil-
aði sér sem kom í veiðarfærin.
Neikvæðu hliðamar em mun fleiri en
jákvæðu hliðamar á þessu kerfi en
það virðist vera búið að kýfa inn í
höfuðið á mönnum að þetta reddi öllu
og lítið talað við þá sem em á önd-
verðri skoðun."
Að öðm leyti finnst Jóni Magnús-
syni bjartara yfir útgerð nú en hefur
verið síðustu ár. „Það hefúr verið
skárra að gera út síðustu 2 árin en
áður en okkur á staðnum vantar fleiri
skip,“ sagði Jón.
-JFJ
Heimilisleg veHingastofa
Við Eyrargötu á Patreksfirði, rétt
við Hafnarsvæðið, var fyrir nokkr-
um mánuðum opnuð ný veitinga-
stofa sem kölluð hefur verið grillið
við Eyrargötu. Hjónin Steindór Ög-
mundsson og Unnur Sigurðardóttir
hafa tekið húsnæðið á leigu og sjá
um reksturinn.
„Við bjóðum upp á hefðbundinn
grillmat alla daga, auk þess sem í
hádeginu og á kvöldin er boðið upp
á einhvers konar heimilismat. Um
helgar er hér 2-3 rétta matseðill,
salurinn skreyttur og reynt að hafa
svolítið fínt,“ segir Steindór. Hann
segir að nokkur kaffivagnsstemmn-
ing hafi myndast í kaffitímunum á
veitingastofunni, hana sæki menn
úr öllum stéttum og sé þá margt
skrafað og skeggrætt.
„Reksturinn gengur vel og þetta
stendur alveg undir sér,“ segir
Steindór en hann hefúr bæði for-
kaupsrétt og forkaupsleigurétt og
ætlar að reyna að eignast húsnæðið
ef vel gengur og segist þá munu gefa
stofunni eitthvert nafii og hugsan-
legá breyta eitthvað húsnæðinu.
Gera ef til vill fínni sal uppi á lofti
en þar er nú lítill salur sem notaður
er fyrir ýmsa félagastarfsemi.
„Heimamenn hafa verið duglegir að
koma hingað og núna eru ferðamenn
byijaðir að koma og vonandi eykst
ferðamannastraumurinn með nýrri
Breiðafjarðarferju," sagði Steindór
Ögmundsson veitingamaður.
-JFJ
Unnur Sigurðardóttir og Steindór Ögmundsson reka veitingastofuna við Eyrargötu þar sem boðið er upp á heimil-
islegan mat.
DV-mynd KAE