Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Síða 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
í gærkvöldi
Ámi Emilsson útibússtjórí
„Stórfiéttir úr skákheiminum
Sjónvarpið er alveg hreint ág-
ætt. Alla vega svo gott að ég þarf
ekkert frekar að vera að glápa á
það. Það er náttúrlega stór kostur.
Ég horfi alltaf á fréttimar, af þeim
vil ég alls ekki missa. Stundum
kíki ég á fréttir á Stöð 2 en ég vil
ekki gera upp á milli fréttatímanna
tveggja. Annars er ein stöð alveg
nóg fyrir mig og við erum ekki með
afruglara. Það er þó ágætt að geta
fengið fréttir frá þessum mismun-
andi aðilum.
Við fengum aldeilis stórfréttir í
gærkveldi af Héðni Steingrímssyni,
skákmanni okkar. Það er allt útlit
fyrir að við séum að eignast nýjan
heimsmeistara. Þetta er frábær ár-
angur hjá ekki eldri strák. Hann á
eftir að standa sig vel, enda alveg
bráðskarpur strákur. Eftir fréttim-
ar horfði ég á þátt frá menningar-
hátíðinni á ísafirði sem var
merkisatburður á landsbyggðinni.
Árni Emilsson.
Þar vom viðtöl m.a. við Sverri
Hermannsson sem var að vanda
glaðbeittur og ódeigur í tilsvörum.
Ég held mikið upp á Sverri og sé
eftir honum úr ráðherrastól.
Framhaldsþætti horfi ég aldrei á
og er því blessunarlega laus við að
eiga einhverja uppáhaldsþætti í
sjónvarpinu. Það sem ég horfi aðal-
lega á eru t.d. skákviðburðir, sem
ég fylgist alltaf með. Svo hef ég
gaman af þáttum utan af lands-
byggðinni, pólitík og íþróttum.
Það er helst að ég hlusti á útvarp
í bílnum og þá alltaf á gamla ríkis-
útvarpið. Fréttirnar þar em mjög
góðar. Annars hlusta ég aldrei á
þessar nýju rásir. Þar er eintóm
graðhestamúsík sem drepur hvern
meðalmann. Ég enda kvöldin alltaf
á því að lesa og í gær brá ég ekki
út af þeirri venju og las í Kristni-
haldi undir Jökli um Jón prímus
og félaga.
Vanhæfi ríkissaksóknara:
Malinu hugsanlega
hraðað í Hæstarétti
Andlát
Þorsteinn Þorbjörnsson bókari
lést 13. júlí sl. Hann var fæddur í
Reykjavík 1. nóvember 1915. For-
eldrar hans voru hjónin Þorbjörn
Þorsteinsson og Sigríður M. Niku-
lásdóttir. Þorsteinn starfaði sem
skrifstofustjóri Sameinaðra verk-
taka á Keflarvíkurflugvelli þar til
byggingardeild Sameinaðra verk-
taka, Dverghamrar sf., var stofnað
þá var hann skipaður forstöðumaður
Dverghamra og starfaði þar til
dauðadags. Eftirlifandi eiginkona
hans er Guðný Jóhannsdóttir. Útför
Þorsteins verður gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag kl. 15.
Óskar Valdimarsson lést 13. júlí
sl. Hann var Austfirðingur að ætt
og uppruna, fæddur á Streiti í
Breiðdal hinn 26. júlí 1918. Hann
ólst upp á Fáskrúðsfirði og hóf ungur
sjómennsku, fyrst á heimaslóðum,
síðar í Vestmannaeyjum og víðar en
settist svo að a riöfn í Hornafirði.
Eftirlifandi eiginkona hans er Maren
Júlíusdóttir. Þeim hjónum varð
þriggja dætra auðið. Útför Óskars
verður gerð frá Hafnarkirkju, Höfn
Homarfirði í dag kl. 14.
Jean Jóhann Le Sage De Font-
enay, Útgörðum, Hvolshreppi,
verður jarðsunginn frá Stórólfs-
kirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 14.
Jóhannes F. Jónsson kennari,
Grænukinn 22, Hafnarfirði, verður
jarðsunginn frá Hafnaríjarðarkirkju
föstudaginn 24. júlí kl. 13.30.
Þorleifur Jónsson loftskeytamaður
lést 3. júlí sl. Hann fæddist í Hafnar-
firði 6. janúar 1909. Foreldrar hans
voru hjónin Guðlaug Oddsdóttir og
Jón Þorleifsson. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Dagbjört Guðmunds-
dóttir. Þau hjónin eignuðust eina
dóttur. Einnig ól Þorleifur upp son
Dagbjartar og þau hjónin dótturson
sinn. Útför Þorleifs verður gerð frá
Garðakirkju í dag kl. 13.30.
Jónína (Jóna) Þorkelsdóttir,
Snorrabraut 58, Droplaugarstöðum,
áður Bergþórugötu 20, verður jarðs-
ungin frá Langholtskirkju miðviku-
daginn 22. júlí kl . 13.30.
Þórunn L. Sturlaugsdóttir,
Brekkutanga 16, Mosfellssveit, verð-
ur jarðsungin frá Fossvogskirkju í
dag 21. júlí kl. 15.
Marinó Sigurðsson, Bakka,
Bakkafirði, verður jarðsunginn frá
Skeggjastaðakirkju í dag 21. júlí kl.
14.
Einar G. Bjarnason sem lést í Sví-
þjóð 7. júlí, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag, 21. júlí, kl. 13.30.
Kristín G. Níelsen, Dalbraut 27,
lést í Landakotsspítala 10. júlí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Árni Garðar Kristinsson, Mela-
braut 55, Seltjarnarnesi, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 23. júlí kl. 13.30.
Stefán Sigurðsson frá Strýtu, verð-
ur jarðsunginn frá Djúpavogskirkju
í dag, 21. júlí, kl. 14.
Tilkyimingar
Rit um ættarnöfn og erlend
mannanöfn í íslensku.
Út er komið ritið Um ættamöfn og erlend
mannanöfn í íslensku eftir Ingólf Pálma-
son, eand.mag., fyrrverandi lektor við
Kennaraháskóla Islands. Ritið sem er 52
bls. að stærð fjallar einkum um beygingu
eða beygingarleysi ættarnafna og erlendra
mannanafna í íslensku á síðari árum. Ri-
tið er leiðbeiningakver um góða meðferð
móðurmálsins en jafnframt fræðileg grein-
argerð um uppkomu og notkun ættamafna
á lslandi.
„Þegar öll málsskjöl hafa borist
mun ég kalla hæstaréttardómarana til
fundar um hvort kærumál á frávísun-
ardómi Sakadóms um vanhæfi ríkis-
saksóknara í Hafskipsmálinu verði
flutt í Hæstarétti þrátt fyrir að réttar-
hlé standi þar yfir til 16. september
samkvæmt reglugerð," sagði Magnús
Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, en á
fimmtudaginn dæmdi Sakadómur
Reykjavíkur ríkissaksóknara van-
hæfan í máli þessu vegna setu bróður
hans, Jóhanns Einvarðssonar, í bank-
aráði Útvegsbankans hluta þess
tímabils sem um ræðir.
„Það er venjan að einungis séu tekn-
ar fyrir kærur vegna gæsluvarðhalda
í Hséstarétti á meðan á réttarhléi
stendur og man ég ekki eftir fráviki
frá því. Það er þó möguleiki að kom-
ist verði að þeirri niðurstöðu núna í
stað þess að málið sé látið bíða. Mál
þetta verður flutt skriflega og geri ég
ráð fyrir að fimm hæstaréttardómarar
dæmi í því vegna þess hve umfangsm-
ikið það er, en venjulega dæma þrír í
kærumálum. Núna bíðum við eftir að
fá greinargerðir frá verjendum
ákærðu, þær koma líklega í þessari
viku. Fyrr getum við ekki tekið ák-
vörðun um hvort kærumál þetta
verður flutt áður en réttarhléinu lýk-
ur,“ sagði Magnús. -BTH
Spakmælid
Mesta hollustan, sem vér getum sýnt sannleikanum, er
sú aö fylgja honum.
Emerson
Finnur aðstoðarmaður Guðmundar
Finnur Ingólfsson hefur verið ráð-
inn aðstoðarmaður Guðmundar
Bjamasonar, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra.
Finnur hefur verið aðstoðarmaður
Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegs-
ráðherra undanfarin fjögur ár en
samkomulag náðist milli Finns, Guð-
mundar og Halldórs um að Finnur
flytti sig yfir í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið. Finnur er við-
skiptafræðingur frá Háskóla íslands.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur ekki ákveðið hvem
hann fær sér til aðstoðar í stað Finns.
-ES
„Bátur í sólsetri", verk eftir einn húsbyggjanda á Dalvík.
DV-mynd JGH
Þeir skreyta húsin á Dalvík
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii;
„Bátur í sólsetri" er líklegast nafnið
á þessari mynd sem er á einu margra
fallegra húsa á Dalvík. Það hefur færst
nokkuð í vöxt á staðnum að skreyta
húsin með myndum sem þessari. Ekki
vitum við hvað arkitektamir segja,
hvað þá burðarþolsmenn, en víst er
að víða leynast kúnstnerar. Skemmti-
legur myndarskapur þetta.
SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN.
Smáauglýsingadeild
sími 27022.
Grímsey:
Sex lottóraðir
á hvem íbúa
Grímseyingar vom duglegir að
kaupa lottómiða fyrstu heilu vikuna
sem lottókassi var í gangi í eynni,
hvorki meira né minna en 130 sölur
urðu yfir alla vikuna en íbúar á eynni
em 116 alls. Það þýðir að hver íbúi
gerði sér 1,12 sinnum far með miða í
kassann. í heildina seldust miðar fyrir
17.825 krónur sem þýðir 713 raðir. Það
em rúmar sex raðir á hvem eyjar-
skeggja eða um 153 krónur.
Bjami Bjamason, sölustjóri hjá ís-
lenskri getspá, sagði að salan hefði
farið langt fram úr því sem búist var
við en Grímseyingar hefðu samt sem
áður misst af stóra vinningnum sem
var að þessu sinni um 1,7 milljónir
króna. -BTH