Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Síða 40
</>
'‘V
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
HannesHlífarog
Þröstur töpuðu í
annarri umferð
íslensku þátttakendunum á heims-
meistaramóti unglinga 20 ára og
yngri á Manila á Filippseyjum, gekk
ekki eins vel í annarri umferð móts-
ins og í þeirri fyrstu. { fyrstu umferð
unnu þeir báðir skákir sínar, en í
annarri uniferð sem tefld var í gær
töpuðu þeir hins vegar báðir. Þröst-
ur Þórhallsson tapaði þá fyrir
Klinger frá Austurriki og Hannes
Hlífar tapaði fyrir Blatny frá Tékkó-
slóvakíu. í dag verður svo tefld
þriðja umferð mótsins. KGK
Skákþing Norðurianda:
Þrefaldur ís-
lenskur sigur
Helgi, Margeir og Jón unnu allir
skákir sínar í gær og voru þeir allir
með svart. Helgi vann Schneider frá
Svíþjóð, Margeir vann Ziska frá
Færeyjum og Jón L. Ámason vann
Tisdsdl frá Noregi.
Nú, þegar níu umferðum er lokið
af ellefu, er Erling Mortensen frá
Danmörku einn efstur með sex og
hálfan vinning. Helgi og Margeir eru
í öðru til fjórða sæti, ásamt Curt
Hansen frá Danmörku, en hann varð
að láta sér nægja jafntefli í dag eftir
fimm sigurskákir í röð. Þeir eru með
sex vinninga.
Þessir tveir Danir og tveir Islend-
ingar munu því heyja baráttuna um
efsta sætið í síðustu tveimur um-
ferðunum. Tíuuua umferðin verður
tefld á morgun en á miðvikudaginn
fá keppendur kærkomið fri fyrir síð-
ustu umferðina sem tefld verður á
fimmtudaginn. KGK
Reykjavík:
Mikið um
árekstra
Fimmtán árekstrar urðu á þremur
tímum í gærdag. Það var frá klukk-
an þrjú til klukkan sex. Þar af urðu
ellefu árekstrar á einum tíma, frá
klukkan þrjú til fjögur. Flestir
árekstranna voru minni háttar. Ekki
varð mikið um slys á fólki.
ÓVENJU LÁGT VERÐ
0PIÐ TIL KL. 16.00
Á LAUGARDÖGUM
Smiðjuvegi 2, Kópavogi.
Simar 79866, 79494.
LOKI
Þetta verða hvalafullar
viðræður í Washington
Þrotabú Húseininga hf.
Kröfuraðupp-
Frjalst,ohaö dagblaö
21. JULI 1987
ÞRIÐJUDAGUR
hæð 73 millj
ónir króna
Heildarkröfur í þrotabú Húsein-
inga hf. á Siglufirði eru að upphæð
um 73 milljónir króna en frestur til
að lýsa kröfúm í búið rann út 15.
júlí. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota
4. maí sl. Að sögn Áma Pálssonar
bústjóra er stærsti kröfúhafinn Út-
vegsbanki íslands á Siglufirði með
kröfúr að upphæð 14,5 milljónir
króna. Kröfúr ríkissjóðs á búið nema
um 10 milljónum króna og kröfúr
Iðnþróunarsjóðs rúmlega 5 milljón-
lun króna. Eimskip kemur á eftir
þessum aðihun varðandi upphæð
krafha.
Alls lýstu 75 kröfúhafar 84 kröfúm
I búið og á skiptafúndi á föstudaginn
verða ræddar þær kröfúr sem ekki
fengust samþykktar. Sagði Ámi að
töluvert væri um að mikið væri af
kröfum frá einstaklingum sem áttu
viðskipti við fyrirtækið. Á skipta-
fúndinum verður einnig tekin
ákvörðun um hvaða eignir fyrirtæk-
isins verða settar á uppboð til þess
að náist upp í kröfumar en upphæð
þeirra sagði hann svipaða og menn
hefðu búist við. Hugsanlegt er síðan
að annar skiptafúndur verði haldinn
til þess aðjafna allan ágreining áður
en endanleg úthlutun fer fram.
-BTH
Veikir eftír
kjúklingaát
Einn af mörgum árekstrum gærdagsins. Þessi varð laust fyrir klukkan fjögur við Breiðhöfða.
Veðrið á morgun:
Bjart
nyrðra og
eystra
Á morgun verður vestan- og suð-
vestanátt, víðast gola eða kaldi, bjart
veður um norðan- og austanvert
landið en skýjað og smáskúrir sunn-
an- og vestanlands. Þannig að
bjartara verður yfir fyrir norðan og
austan og hitinn frá tíu og upp í
átján stig.
„Fólk er orðið mjög á varðbergi um
þessar mundir og við vitum ekki ennþá
um hvað er að ræða. Þetta getur verið
einhver umgangspest en gæti einnig
tengst kjúklingunum. Það er ekkert
hægt að staðfesta fyrr en sýni úr þess-
um einstaklingum hafa verð ræktuð,“
sagði Þórhallur Halldórsson, forstjóri
hollustuvemdar Heilbrigðiseftirlits
ríkisins.
Tveir aðilar, er neytt höfðu grillaðra
kjúklinga frá verslun á höfúðborgar-
svæðinu, urðu veikir á eftir. Tekin
hafa verið sýni úr sjúklingunum, úr
afgöngum og hráefni í versluninni.
Verða þessi sýni rannsökuð og leitað
eftir því hvort hér er um einhvers
konar matareitrun að ræða.
JFJ
Blaðburðarstúlka: A
Varð fyrir kyn- jfP
ferðislegri áreitni
Ellefu ára gömul blaðburðarstúlka
sem var að bera út í Einholt og Meðal-
holt síðastliðinn laugardagsmorgun,
varð fyrir kynferðislegri áreitni svart-
klædds manns.
Maðurinn kom gangandi niður Stór-
holt en stúlkan var þá stödd á mótum
Einholts og Meðalholts. Maðurinn
þröngvaði stúlkunni inn í húsasund
við Einholt, eftir að hafa gefið sig á
tal við hana. Maðurinn leitaði á stúlk-
una og þuklaði hana og skipaði henni
að þukla sig. Maðurinn hafði hótunum
við stúlkuna og kvað hana hafa verra
af svo og fjölskyldu hennar léti hún
ekki að vilja hans.
Samdægurs var málið kært til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Stúlkan hefur
gefið lýsingu á manninum. Hann var
svartklæddur, skolhærður með stutt
alskegg. Hann var langleitur með há-
rið greitt frá enninu. Vínlykt var af
manninum. Stúlkan telur að hann
hafi verið á aldrinum tuttugu og fimm
til þrjátíu ára.
Rannsóknarlögregla ríkisins biður
þá sem geta gefið upplýsingar um
manninn að hafa samband við Rann-
sóknarlögregluna sem fyrst.
■aiiic
Deitt við Biöndu |
- vericfall boðað á miðnætti
DV-mynd JAK
Verkamenn og iðnaðarmenn við
Blönduvirkjun hefja verkfall á mið-
nætti í kvöld hafi samningar ekki
tekist fyrir þann tíma.
í gær funduðu deiluaðilar sleitulaust
í hálfan sólarhring, frá hádegi og fram
yfir miðnætti, án þess að samningar
tækjust. Annar fundur hefur verið
boðaður kl. 15 í dag hjá ríkissáttasemj-
ara og verður þar reynt til þrautar að
ná samkomulagi.
í gær var einnig fúndað í deilu ráðu-
nauta og Búnaðarfélags íslands. Ekki
náðist samkomulag eii ráðunautamir
hefja verkfall 5. ágúst hafi ekki samist
fyrir þann tíma.
-ES
Strand í Viðey
„Það er mikið um það nú um þessar
mundir að farið sé út í flóann og smá-
bátar aðstoðaðir. í gærkvöldi var
okkur tilkynnt að örk RE 122 væri
með bilaða vél og ræki upp í Viðey,“
sagði Hannes Hafstein, framkvæmda-
stjóri Slysavamafélagsins.
Björgunarbáturinn Jón E. Berg-
sveinsson dró Örkina á flot og inn í
Sundahöfn og gekk allt saman vel, að
sögn Hannesar, um 30 mínútur hefðu
hðið frá því að tilkynnt var um bilun-
ina og þar til báturinn var kominn í
tog.
-JFJ A