Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Uppgröftur á Sunnubraut. Svona hefur ástandið veriö í mest allt sumar og ekkert unnið við verkið, segja íbúar við
Sunnubraut.
íbúar við Sunnubraut í Kópavogi langþreyttir:
Maigra mánaða tof á að
koma holræsum út í sjó
- „sleifaitiáttur verktaka," segir bæjarsljórinn
íbúar við Sunnubraut í Kópavogi
eru orðnir langþreyttir á seinagangi
við að koma holræsalögn sem nú end-
ar í fjörunni neðan við götuna, út í
sjó eins og bæjaryfirvöld hafa marglof-
að.
Fyrir rúmu ári síðan birtist i DV
frásögn af þessu holræsi. í framhaldi
þeirra skrifa var íbúunum lofað að bót
yrði gerð á. En framkvæmdir hafa
dregist mjög á langinn. Fyrir um þrem-
ur mánuðum var grafið upp við
Sunnubrautina til að koma þar fyrir
lögnum, én ekkert hefur verið unnið
við verkið í allt sumar.
„Málið er það að við buðum út þrjú
verk. Tveimur þeirra er nú lokið.
Verkið við Sunnubraut fékk Miðfell
h/f og áttu þeir að skila af sér 1. sept-
Skólpið rennur í fjöruna í stórstraums-
fjöru. Þessu fylgir mikill sóðaskapur.
DV-myndir GVA.
ember. Hversu seint verkið hefur
gengið hjá þeim hefur valdið okkur
verulegum áhyggjum. Það liggur í
næsta fótmáli að við tökum af þeim
verkið," sagði Kristján Guðmundsson,
bæjarstjóri í Kópavogi við DV í gær.
„Verktakinn verður að taka á sig
skömmina, við höfum staðið fyllilega
við allar greiðslur til þeirra. Það er
sleifarháttur verktaka sem gerir
þetta.“
Holræsislögnin liggur nú um 70
metra út í Kópavoginn og á fjöru
stendur hún upp úr sjónum. Fjaran
er eðlilega mjög sóðaleg.
Ekki náðist í framkvæmdastjóra
Miðfells til að bera ummæli bæjar-
stjórans undir hann.
-sme
Hvalamálið:
Ekkert sast til sand-
reyðarinnar í júlí
„Við sáum ekkert til sandreyðarinn-
ar þegar við fórum út í sólarhrings
athugunarferð áður en bátunum var
lagt þegar hvalveiðar hættu. Það er
misjafnt hvenær þær koma að
landinu. í fyrra komu þær óvenju
snemma, eða í júlí, en venjulega
koma þær síðsumars. Við hefðum
þurft mun lengri tíma til að athuga
þetta núna,“ sagði Gísli Benjamíns-
son, skipstjóri á Hval 8, sem hefur
starfað við hvalveiðar í tæp 38 ár og
í ár er fimmta vertíð hans á Hval 8.
„Maður bíður bara í þeirri von að
hvalamálið leysist ekki seinna en
um mánaðamótin. Miðað við venju-
legar aðstæður er vel mögulegt að
veiða 40 sandreyðar á einum mán-
uði. Það er hins vegar ólíklegt að
þær veiðist fram í október," sagði
Gísli.
-BTH
Hvalur skorinn: liðin fíð í Hvalstöðinni á þessu ári?
Sandreyðurin ekki vekkl
eftir septemberlok
„Hvalvertíð hefur staðið fram til
loka septembermánaðar áður. Ef
veiðar hefjast upp úr mánaðamót-
um þá sé ég ekki ástæðu til að
hafa áhyggjur af því að 40 san-
dreyðar veiðist ekki fyrir septemb-
erlok en eftir það hafa þær ekki
verið veiddar hér við land. Annars
er mjög erfitt að spá um það því
við höfðum ekki tíma til að kanna
hvort sandreyðurin væri komin að
landinu áður en skipin sigldu í land
þann 21. júlí,“ sagði Kristján Lofts-
son, forstjóri Hvals hf., í samtali
við DV.
Að sögn Andrésar Magnússonar,
verkstjóra í hvalstöðinni í Hval-
firði, hefur verið unnið við ýmiss
konar viðhald og undirbúning í
hvalstöðinni frá því að veiði stöðv-
aðist en fyrirfram ákveðið sumarfrí
hófst þann 10. ágúst og stendur til
25. ágúst. „Þá koma menn til starfa
aftur hvort sem veiði verður hafin
eða ekki.“
- Ríkir óánægja meðal starfs-
manna með þetta hlé?
„Já, auðvitað finnst mönnum
napurt að láta Bandríkjamenn
stjórna þessu á þennan hátt en það
er ekkert að gera nema bíða eftir
ákvörðun i málinu."
Sagði Andrés að á annað hundr-
að manns starfaði í hvalstöðunum
í Hafharfirði og Hvalfirði og á skip-
unum. Þar af er nokkur hluti
skólafólk sem hverfur aftur til síns
náms í haust.
- Verður þá ekki mannaskortur
ef veiðar hefjast ekki fyrr en í sept-
ember?
„Auðvitað hætta einhverjir, en
veiði hefur staðið áður út septemb-
er og ekki skorti starfsmenn þá,“
sagði Andrés.
-BTH
í dag mælir Dagfari
Kraftaverkin gerast enn
íslendingar hafa verið að bisa við
það árum saman að koma sér upp
öflugu heilbrigðiskerfi, með spí-
tölum, læknum og heilsugæslum
samkvæmt vísindalegum og læknis-
fræðislegum aðferðum. Allt hefur
þetta kostað sitt. Heilbrigðiskerfið
er dýrt spaug þrátt fyrir hámenntað
hjúkrunarfólk og finustu tæki og til
eru margar sögur af sjúklingum, sem
enga lækningu fá og deyja drottni
sínum án þess að heilbrigðiskerfið
fai rönd við reist.
Allt hefur þetta valdið áhyggjum,
bæði dauðsföllin og kostnaðurinn,
og enda þótt hver stjómmálaflokk-
urinn á fætur öðrum hafi lofað því
hástöfum í kosningum að leysa þessi
vandamál með kostnaðinn af því að
halda fólki lifandi og heilbrigðu,
hafa þau kosningalofoforð aldrei
verið efrid, eins og þeir vita, sem
hafa látist. Og reyndar hinir líka,
sem eftir lifa, því þeir þurfa borga
brúsann af árangurslausum lækn-
ingum.
Nú hillir loksins undir varanlega
lausn á þessu þjóðfélagsmeini og það
án þess að pólitíkin komi þar í
nokkru nærri. Sem er líka eins gott,
því þeim fer fjölgandi, flokksleys-
ingjunum í landinu, sem stjóm-
málaflokkamir láta sér í léttu rúmi
liggja, hvort eru lífs eða liðnir eða
fái bót meina sinna. Nei, það em
aðrir og miklu merkari aðilar sem
hafa nú tekið að sér forystuna í heil-
brigðismálunum og hafa auk þess
sumir hveijir beint samband við
æðri máttarvöld, þar sem ekki er
farið i manngreinarálit eða flokks-
skrár til að athuga lífslíkumar og
heilsufarið.
Upp em að rísa trúarflokkar í
landinu sem hafa tekið lækningam-
ar að sér sjálfir og beita þá gjaman
kraftaverkum. Þannig mátti lesa það
í DV í fyrradag að kona ein, sem
hefur þjáðst af bakverkjum frá bam-
æsku, fékk skyndilegan bata, þegar
fóturinn á henni lengdist fyrir til-
stilli guðs. Hún sá það með berum
augum og að viðstöddum fjölda vitna
þegar fóturinn lengdist.
Ekki er tekið fram í fréttinni af
þessu kraftaverki hvor fóturinn
lengdist, eða hvemig konunni líður
eftir að annar fóturinn er lengri
heldur en hinn. Aðalatriðið er auð-
vitað hitt, að hún fékk lækningu í
sínum trúarsöfhuði þegar sjálfur guð
bænheyrði hana og ef þessu heldur
áfram sem horfir, geta spítalamir
sent sjúklinga sína í söfriuðinn og
sparað ómældan kostnað af upp-
skurðum og sjúkralegum.
Á öðrum stað í þessum sama tölu-
blaði af DV sagði sömuleiðis frá því
að nú næði fólk heilsu og hreysti
sinni með því að fasta og nota til
þess stólpípur. Ung og ómenntuð
kona hefur haft forystu í þessum
stólpípulækingum, en samkvæmt
þeim hreinsar sjúklingurinn út úr
Kkamanum öll eiturefni á svip-
stundu með þeirri einföldu aðferð
að sorphreinsa sig með stólpípu. Nú
em hér í heilbrigðiskerfinu heilu
gengin af læknum og hjúkmnarliði
sem hafa lagt stund á heilsufræði
hálfa ævina til að lækna fólk af of-
fitu, hægðateppum og öðm sjúk-
dómsböli. í einu vetfangi hefur
komið í ljós að allt þetta nám er til
einskis og óþarfa tímasóun og fjár-
útlát. Stólpípan og fastan leysa
vandann með líkamlegri sorphreins-
un.
Hómópatinn, sem þannig hefur
tekið að sér hlutverk lækna og
sjúkrahúsa og umsvifamikils heilbri-
igðiskerfis, segir að einu hliðaráhrif-
in séu andfyla, niðurgangur úr ristli,
útbrot og slímuppgangur, en að öðm
leyti sé aðferð hennar og stólpípunn-
ar pottþétt. Og hér þarf ekki einu
sinni að kalla á guð eða ganga í trú-
arsöfnuð til að fara með bænimar.
Þetta kemur allt af sjálfu sér með
andfylunni á meðan á föstunni
stendur. Eitt kraftaverk á dag og
heilsan kemst í lag með því einu að
þjóðin verði andfúl og gangi um með
aðra löppina lengri heldur en hina.
Flóknari er nú læknisfræðin ekki
og svo em menn að fárast yfir því
að ekki sé hægt að lækka kostnað-
inn í heilbrigðiskerfinu!
Hvað mundi eiginlega gerast ef
þeir fæm með stólpípumar á safnað-
arfundi eða þá að kraftaverkafólkið
tæki upp á því að fasta með krafta-
verkunum? Það yrði aldeilis heilsu-
far á þjóðinni, sem eflaust mundi
gera spítalana óþarfa í framtíðinni,
Er þetta ekki til athugunar fyrir
nýjan heilbrigðismálaráðherra?
Dagfari