Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 34
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. . 34 Jarðarfarir Útför Sigurðar Eyvindssonar, fyrrum bónda, Austurhlíð, fer fram frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14. Guðmundur Sigurðsson, Bald- ursgötu 13, verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju í ölfusi föstudaginn 14. ágúst kl. 15. Elías Bjarnason frá Mýrum, Drangsnesi, andaðist 10. ágúst á dvalarheimilinu, Hlíð, Akureyri. Jarðsett verður frá Kaldrananes- kirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14. Jónas Þórðarson, Grænugötu 8, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Guðríður Rósantsdóttir, Úthlíð 11, Reykjavík, sem lést 6. ágúst, verður t jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Guðrún Bjarnadóttir, Bergstaða- stræti 60, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15. Minningarathöfn um Ragnar Jó- hann Alfreðsson frá Hrauni, Efstahrauni 16, verður gerð frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14. Útför Guðmundínu Einarsdóttur frá Dynjanda fer fram frá kapellunni í Hnífsdal laugardaginn 15. ágúst kl. 11. Unnur Sigurjónsdóttir, Austur- brún 6, Reykjavík, verður jarðsungin ^ frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Útför Einarínu Sumarliðadóttur, Laugalæk 25, Reykjavík, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15. Kolbrún Jónasdóttir, Hagamel 51, sem andaðist 7. ágúst, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í dag 13. ágúst kl. 15. Kolbeinn Ásmundsson, Stöng, andaðist 3. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Skútustöðum í dag, 13. ágúst, kl. 14. Skák Norðurlandamót grunnskóla- sveita í skák Dagana 14.-16. ágúst nk. fer fram í Piet- arsaari (Jakobstad) í Finnlandi hið árlega Norðurlandamót grunnskólasveita í skák. Rétt til þátttöku á besta grunnskólasveit frá hverju Norðurlandanna. Keppni þessi er liður í hinum samræmdu norænu skóla- skákmótum og er einnig um að ræða Norðurlandamót framhaldssveita og ein- staklingskeppni í norrænni skólaskák í fimm aldursflokkum. Islendingar taka nú þátt í þessum þremur mótum árlega og hafa þau mikla þýðingu í uppbyggingar- starfi æskulýðsskákar hér á landi. Fulltrúi Islands í Norðurlandamóti grunnskóla- sveita sem framundan er verður skáksveit Seljaskóla sem sigraði á Islandsmóti grunnskólasveita í vor. Sveitin er þannig skipuð: 1. Þröstur Árnason, 2. Sigurður Daði Sigfússon, 3. Sæberg Sigurðsson, 4. Snorri Karlsson og varam. Kristinn Frið- riksson. Sveitin er skipuð sömu skák- mönnum og í fyrra en þá vann sveitin Norðurlandameistaratitilinn á mótinu hér í Reykjavík. Fararstjórar til Finnlands verða Ölafur H. Ólafsson, varaformaður Taflfélags Reykjavíkur, og Guðrhundur Guðjónsson, kennari í Seljaskóla. Tilkyimingar Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKl heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst þriðjudaginn 18. ágúst að Ármúla 34 (Múlabæ) kl. 20 og stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr. 1000. Leiðbeinandi ' verður Guðlaugur Leósson. Öllum heimill þátttaka. Á námskeiðinu verður leitast við að veita sem almennasta þekkingu um skyndhjálp. Meðal annars verða kennd viðbrögð við öndunarstoppi, beinbrotum, bruna og sýnd myndbönd um ýmsa þætti skyndihjálpar. Nú er gott tækifæri fyrir fólk að læra fyrstu viðbrögð við slysum eða endurbæta fyrri þekkingu. Talið er nauðsynlegt að fólk fari í gegnum allt námskeiðið á 3 ára fresti til að halda þekk- ingunni við. Námskeiðinu lýkur með námskeiði sem hægt er að fá metið í ýms- um skólum. 70. búnaðarþing og hátíðar- fundur verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu laug- ardaginn 15. ágúst nk. kl. 14. Búnaðarþing hefur verið kallað saman til sérstaks þings og hátíðafundar. Margir gestir, innlendir og erlendir, sækja fundinn. M.a. koma fulltrúar allra Norðurlanda. Flutt verður og rædd sérstök þingsályktunartillaga um málefni landbúnaðarins núna. Að þinginu loknu er hátíðarfundur með ávörpum og síðan verða bornar fram veitingar. Shark Taboo með tónleika á íslandi I gær kom til landsins breska hljómsveitin Shark Taboo og mun hún halda hér 3 tón- leika. Tónlistargagnrýnendum hefur reynst erfitt að flokka tónlist Shark Taboo undir einhverja ákveðna stefnu. Hljóm- sveitin hefur sterkar stjómmálaskoðanir og heldur reglulega tónleika til styrktar hinum ýmsu málefnum. Shark Taboo hefur hlotið töluverða umfjöllun og athygli í breska tónlistarheiminum en er ekki mjög þekkt utan Bretlands. I desember 1984 hlaut smáskífa þeirra, Troineann Siad, útnefningu frá Melody Maker sem ein af bestu smáskífum ársins. Eftir það hefur hljómsveitin haldið hundruð tónleika víðsvegar um Bretland og á nú stóran aðdáendahóp. I dag, 13. ágúst, mun Shark Taboo halda sínu fyrstu tónleika á Islandi á skemmtistaðnum Casablanca. Tónleik- arnir heíjast kl. 23. Síðan munu þau halda til Akraness þar sem þau spila á Hótel Akranesi þann 14. ágúst og þaðan halda þau norður í land og halda lokatónleika í H-100 á Akureyri laugardaginn 15. ágúst. Miðaverð á tónleikana er kr. 690. Á tón- leikunum í Casablanca munu einnig tvær íslenskar hljómsveitir koma fram. Það eru hljómsveitimar Sogblettir og Svart-hvítur draumur. Gildran með tónleika á hótel Borg Hljómsveitin Gildran heldur sína fyrstu opinberu tónleika á Hótel Borg í kvöld, 13. ágúst. Mun hún kynna efni af nýút- kominni plötu sinni ásamt öðru splunku- nýju efni. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Námskeið í ÓL-lyftingum. Lyftingasamband Islands stendur fyrir námskeiðum f ÓL-Iyftingum sem munu hefjast 17. ágúst nk. Námskeiðin standa yfir í sex vikur. Leiðbeinendur eru Guð- mundur Sigurðsson, margfaldur Islands og Norðurlandameistari, Þorsteinn Leifs- son, Islandsmeistari og ólympíufari, og Ólafur Ólafsson, formaður Lyftingasam- bandsins. Lögð verður áhersla á kennslu í tækni og kraftauppbyggingu. Allt áhuga- fólk er velkomið, bæði piltar og stúlkur (kvennalyftingar eru nú á stefnuskrá Al- þjóða lyftingasambandsins). Námskeiðin fara fram í húsakynnum Orkulindar, Brautarholti 22. Innritun á staðnum eða í símum 74483 Guðmundur, 30723 Þor- steinn og 76929 Ólafur. Námskeið um félagslegar af- leiðingar eyðni og aðgerðir til úrbóta Dagana 7.-11. september verður haldið námskeið á vegum Háskóla íslands og Landlækninsembættisins um félagslegar afleiðingar eyðni og stefnumörkum á því sviði. Námskeiðið er sérstaklega ætlað starfsfólki í heilbrigðis- og félagsmála- þjónustu. Námskeiðið mun fara fram á ensku og verður fjöldi þátttakenda tak- markaður við 25. Aðalfyrirlesarinn verður breskur, David Matthew, en hann hefur stjómað skipulagi og samræmingu félags- legrar þjónustu fyrir eyðnisjúklinga og aðstandendur þeirra á vegum heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bretlands. David Matthew hefur því víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði. Islenskir fyrirlesarar munu einnig fjalla um þætti sem snerta Islands sérstaklega. Námskeiðið mun fara fram í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Islands. Tekið er á móti umsókn- um um þátttöku í síma 694500 frá kl. 10-12 og 13-15 virka daga til 28. ágúst. Nám- skeiðsgjald er kr. 3.000. Opið hús fyrir erlenda ferðamenn í Norræna húsinu Heimir Pálsson, cand. mag. ræðir um ís- lenskar bókmenntir á opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudag 13. ágúst kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku, en dagskráin er einkum ætluð norrænum ferðamönnum. Að loknu kaffi- hléi verður sýnd kvikmyndin Þrjár ásjón- ur íslands og er hún með norsku tali. Kaffistofan býður upp á ljúffengar veiting- ar og í bókasafni liggja frammi bækur um Island og íslenskar hljómplötur. Aðgangs- eyrir er ókeypis og allir eru velkomnir í Norræna húsið. FÓSTRUR - STARFSFÓLK Okkur á Bakkaborginni vantar hresst fólk í hópinn til að vinna með okkur að markvissu uppeldisstarfi í líflegu umhverfi og góðum starfsanda. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 71240. í gærkvöldi_______________________________________pv Hallberg Guðmundsson hárskeri: Of mikið amerískt efhi verið er að skjóta á eftir þeim. Mér finnst þeir á Stöð 2 megi vera með meira evrópskt efni heldur en verið hefur. Yfirleitt sé ég þó Bjargvætt- inn, það er ágætisþáttur. Nú, ef ég kemst í Derrick þá sé ég hann, það er oft gaman að honum. Annars eru það helst viðtals- og umræðuþættir sem ég sækist eftir að fylgjast með svo og fréttimar auðvitað. Mér finnast fréttimar vera orðnar mjög líkar á sjónvarpsstöðvunum. Eigin- lega sama hvorar maður sér. Ég hlusta mikið á Bylgjuna í vinnunni en þegar ég kem heim í hádeginu og á kvöldin þá vel ég gömlu gufuna og hlusta á fréttfrnar. „í gærkvöldi sá ég fréttimar eins og ég reyni vanalega. Fréttin um Jóhann Hjartarson var skemmtileg, einnig þátturinn um hann þar á eft- ir. Svo sá ég þáttinn um japanskt þjóðlíf og var hann mjög athyglis- verður. Ymislegt sniðugt kom þar fram. Á Stöð 2 sá ég þátt um Boy George. Var viðtal við hann og kom mér á óvart hvað hann var karl- mannlegur þegar rætt var við hann undir eðhlegum kringumstæðum. Maður hélt hann væri svo mikil kvenfígúra. Ég er með afruglara en horfi ekki á þessar amerísku bófamyndir þar sem bílamir em á tveimur hjólum og Hallberg Guðmundsson. Sjávarútvegsráðuneytið svarar Skúla Alexanderssyni: Okkartölur eru nákvæmar segir Ami Kolbeinsson ráðuneytissijóri „Ég vil ekki munnhöggvast við Skúla Alexandersson um þetta mál. Ég tel að okkar tölur varðandi nýt- ingarprósentu séu nákvæmar. Þær hafa ákveðið bil og öll vafaatriði hafa verið túlkuð fiskvinnslustöðv- unum í hag,“ sagði Ámi Kolbeins- son, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, um gagnrýni Skúla Alexanderssonar alþingismanns á hendur ráðuneytinu. Fyrirtæki Skúla, Jökull hf. á Hellissandi, hefúr verið ásakað um kvótasvindl. Skúli ásakar ráðuneytið fyrir brot á réttarfarsreglum, sá seki eigi að sanna sakleysi sitt. Um það sagði Ámi: „Við höíúm framleiðsluna og nýt- ingarstuðla og bakreiknum hvaða hráefni þarf og beitum þar varfæmi. Komi þá út mismunur er aflinn gerð- ur upptækur ef menn geta ekki gefið viðhlítandi skýringar. Því má spyrja hver er að sanna sakleysi sitt og hver er að sanna sekt. Eftir að ákveðið hefur verið að beita upptöku afla getur viðkomandi aðili kært þann úrskurð og hefur til þess 30 daga,“ sagði Ámi. Loks var hann spurður um ásak- anir Skúla þess efnis að verið væri að gera hann óvirkan í umræðunni um fiskveiðistefiiuna með að ásaka hann um kvótasvindl? „Ég vil ekki munnhöggvast við Skúla enda er fráleitt að þessu kerfi sé beitt gegn honum persónulega. Við erum bara að fylgjast með þessu kerfi um land allt og því fráleitt að tala um að þessu sé beitt gegn ein- hverjum ákveðnum einstaklingi. Enda hefur Skúli sjálfsagt ekki kom- ið þama nálægt, hann situr á Alþingi yfir vertíðina," sagði Ámi Kolbeins- son. -S.dór Fyvstu guHverðlaunin í höfh Emkur Jónssan, DV, Austuniki íslenska landsliðið í hestaíþróttum hreppti sín fyrstu gullverðlaun í gær er 5 vetra hryssan Blika frá Kirkjubæ sigraði í kynbótakeppni hrossa yngri en 7 vetra og hlaut einkunnina 8,16. Sigurbjöm Bárðarson, eigandi hrys- sunnar, sýndi Bliku. Keppt var í tveimur flokkum kynbótahrossa, 7 vetra og eldri og svo yngri en 7 vetra. Hryssur og stóðhestar kepptu í sama flokki. Öll íslensku hrossin em yngri en 7 vetra og vom dæmd í gær. Djákni ftá Sauðárkróki, sem fór frá íslandi með einkunnina 7,90 var dæmdur nið- ur í 7,44. Byggingareinkunn hans hrapaði úr 8,04 í 7,43, sem er alveg ótrúlegt. Þorvaldur Ágústsson sýndi Djákna. Valdís frá Vallamesi, sem Rúna Einarsdóttir sýndi, fékk 7,96 í einkunn og hækkaði sig lítillega frá sýningum á íslandi. Blika, sem sigraði í sínum flokki, er aðeins 5 vetra og fékk langhæstu ein- kunn í flokknum og er jafnframt með hæstu einkunn kynbótahryssa á HM. Einungis stóðhestamir og albræðum- ir Hrafh-Krabbi og Hrafh-Kylia frá Sporz í Sviss, sem fengu 8,24 og 8,17 í einkunn, fengu betri dóma en Blika. Þessi árangur Bliku kemur í kjölfar verðlauna sem íslendingar fengu fyrir Hildu frá Ólafsvík sem stóð efst á EM í Svíþjóð 1985. í sambandi við mótið fór Hafliði Gíslason fyrir hönd íslendinga á íþróttaráðstefnu fyrir næsta keppnis- tímabil. Þar ætluðu Þjóðverjar að lauma inn tillögu um að bannað yrði að nota íslensk stangamél. Fór svo að ráðstefnan leystist upp og gengu allar Norðurlandaþjóðimar af fundinum. bústað Steingríms í gær Eldur við Eldur varð laus við sumarbústað Steingríms Hermannssonar utanrík- isráðherra um klukkan tíu í gær- kvöldi. Það mun hafa kveiknað í mslagryflu við bústaðinn og eldur læst í jarðveginum. Nokkur tré við bústaðinn em talin hafa skemmst í eldinum. Heimamaður, sem DV ræddi við í morgun, sagði að í rusla- gryfjunni hefði logað eldur um nokkum tíma og þar sem jarðvegur- inn er þurr nú þá hefði logað eins og um mó væri að ræða. Sumarbústaður Steingríms, Klett- ur í Reykholtsdal, er frægur fyrir fallegan skóg sem faðir hans, Her- mann Jónasson, gróðursetti fyrir áratugum. Heimamaðurinn, sem DV ræddi við, sagði að geysifagur skóg- ur væri við bústaðinn. Ekki náðist í Steingrím Her- mannsson í morgun en bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn varð laus. -sme Fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Sigurð Guðmundsson, vígslubiskup á Hól- um í Hjaltadal, til þess að gegna störfum biskups Islands frá 15. ágúst 1987 til jan- úar 1988 í veikindaforföllum Péturs Sigurgeirssonar. Ferðalög Kvenfélag Bústaðasóknar fer í dagsferð austur í Þórsmörk laugar- daginn. 15. ágúst. Skráning í símum 35575 og 32117. Félag eldri borgara í Reykjavík ráðgerir 5 daga hálendisferð 26.-30. ágúst nk. Farið verður norður Sprengisand um Gæsavötn og Öskju í Herðubreiðarlindb síðan til Mývatns og suður um Kjöl. Gist- ing í Nýjadal, Laugum í Reykjadal og Þelamerkurskóla. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Evrópumótið í bridge: íslendingar úr oðru i „Ég hélt reyndar að við fengjum ekki nema 25 stig í gær en við fengum 28 þótt við ættum í höggi við mjög sterk lið,“ sagði Hjalti Elíasson, fyrir- liði íslensku bridgesveitarinnar á Evrópumótinu í bridge í Brighton á Englandi, um daginn í gær. íslendingar töpuðu fyrir Israelum, 12-18, en unnu Frakka, 16-14. Bretar og ísraelar hafa nú skotist upp fyrfr þá og eru íslendingar þá komnir í fjórða sæti en voru í öðru í fyrradag. fjórða Svíar eru enn í fyrsta sæti með 373,5 stig, Bretar í öðru með 359 stig, ísrael- ar í þriðja með 350,5 stig og íslendingar síðan með 350 stig. Loks eru Norð- menn í fimmta sæti með 343 stig. íslenska kvennasveitin vann þá austurrísku í gær, 16-14, en tapaði fyrir Austurríki, 16-14. Er hún nú í 16. sæti og hefúr færst upp um eitt. I kvennariðli eru Frakkar efstir með 305 stig, síðan Bretar með 297 stig og loks ítalir með 295 stig. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 180. tölublað (13.08.1987)
https://timarit.is/issue/191287

Tengja á þessa síðu: 34
https://timarit.is/page/2532789

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

180. tölublað (13.08.1987)

Aðgerðir: