Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987.
31
Sandkom
Guömundur J. sést grunsamlega oft í kaffi meö Borgaraflokksmönnum.
Hrafn á í vandræðum vegna ásak-
ana um slæma meöferö á hestum,
hröfnumog selum.
Verðlaun frá
Hringorma-
nefnd
Mikil umræða hefur verið
um töku Hrafns Gunnlaugs-
sonar á myndinni I skugga
hrafnsins. Mest hefur borið á
dýravandræðum Hrafns. Sagt
var að tugir hrafna hefðu
drukknað við tökur á sjó en
Hrafn bar þær sögur snarlega
til baka.
Þá urðu miklar deilur um
hestaat sem Hrafn kvikmynd-
ði við Gullfoss og þótti óvið-
kunnanlegt í meira lagi. Hrafn
mótmælti strax að þarna hefði
eitthvað óeðlilegt verið á ferð-
inni.
Nú síðast spunnust umræð-
ur vegna sela sem Hrafn átti
að hafa drepið unnvörpum við
tökur á myndinni. Hrafn hefur
sagt þær sögur allar upp-
spuna.
Þama segja kunnugir hins
vegar að Hrafn hafi gert mis-
tök. Þeir telja nefnilega víst
að ef Hrafn hefði jánkað sela-
drápssögunum þá hefði hann
umsvifalaust hlotið umbun frá
Hringormanefnd. Menn hafa
jafhvel á orði að Hringorma-
nefnd hefði séð ástæðu til að
veita Hrafni sérstök verðlaun
fyrir skiplegt og árangursríkt
dráp á selum.
Uppmælinga-
aðallinn
Það er ekki amalegt að vera
iðnaðarmaður þessa dagana.
Þenslan á byggingarmarkað-
inum er mikil og slegist um
hvem mann sem rekið getur
nagla.
Stöðugt berast tröllasögur
af himinháum launum sem
hinir eftirsóttu iðnaðarmenn
þiggi á þessum síðustu og
verstu tímum. Hvort þær era
sannar er óvíst að segja en
ljóst er að erfiðleikum er háð
að fá iðnaðarmenn til smá-
verka þessa dagana.
Það getur hann borið vitni
um maðurinn sem hafði sam-
band við smið og bað hann að
sinna áríðandi smáverki gegn
ríflegri greiðslu, 1.100 kr. á
tímann. „Blessaður gleymdu
því,“ sagði smiðurinn, „éger
með 1.300 kr. inni í Kringlu."
Verið á verði
Fjárfestingarfélagið gefur
út mánaðarrit sem kallast
Verðbréfamarkaðurinn. Eftir
að nýja ríkisstjómin tók við
var gefið út tölublað þar sem
forsíðan var tileinkuð vamað-
arorðum til sparifjáreigenda
vegna nýju stjómarinnar.
„Verið vel á verði,“ segir
Fjárfestingarfélagið meðal
annars í fyrirsögn. 1 greininni
er rakin hættan á því að
stjómin grípi til skattahækk-
ana í stað niðurskurðar á
ríkisútgjöldum. Einnighefur
Fjárfestingarfélagið af því
áhyggjur að verðbólga muni
aukast snögglega og að stjórn-
in hyggist skattleggja vaxta-
tekjur spari^áreigenda.
Menn hafa því greinilega
áhyggjur af nýju stjóminni
víðar en í stjórnarandstöð-
unni.
Austfirðingar
súrir
Símnotendur hafa haft af
því ómældan ama að stórir
hlutar símaskrárinnar höfðu
ekki tekið gildi þegar skráin
kom út. Hafa númerin smám
saman verið að breytast úr
fjórum stöfum í fimm i allt
sumar. Smám saman hefur
þetta komist í lag og nú em
Austfirðir einir eftir.
Austfirðingar em að vonum
óánægðir með stöðu mála og
í nýjasta tölublaði Austur-
lands er kvartað hástöfum yfir
ástandinu. Þar er meðal ann-
ars bent á að Póstur og sími
hafi þegar sent út reikninga
til austfirskra auglýsenda í
skránni. Þar er tilkynnt að
gjalddagi sé 1. júlí og dráttar-
vextir reiknist frá 1. ágúst.
Þetta finnst auglýsendum
þar súrt í broti þar sem auglýs-
ingar þeirra séu enn þann dag
í dag með röngum símanúmer-
um. Því finnst þeim sérkenni-
legt að vera byijaðir að greiða
dráttarvexti af þeim.
Guðmundur J.
á nýjan bás?
Úrsögn Guðmundar J. Guð-
mundssonar úr Alþýðubanda-
laginu hefur vakið mikla
athygli. Guðmundur hefur
verið alþingismaður Alþýðu-
bandalagsins um langt skeið
og einn af helstu talsmönnum
þess.
Menn leiða nú að því getum
að Guðmundur geti hugsað
sér að gera Alþýðubandalag-
inu frekari skráveifu með því
að lýsa yfir stuðningi við ein- -
hvem annan flokk. Tíðar
setur þeirra Guðmundar og
Ásgeirs H. Eiríkssonar yfir
kaffibolla á Borginni þykja
benda til að Guðmundur sé
með Borgaraflokkinn efst á
blaði sem sinn flokk.
Áður en af því getur orðið
verða þeir Guðmundur og Al-
bert þó líklega að komast yfir
vandræðin sem hlutust af pen-
inga-„gjöfmni“ frægu.
Umsjón:
Eyjólfur Sveinsson
HW.SWS.W
Vinningsbillinn í Kópavogi vann líka í Hafnarfirði.
IÍV s w
Ökuleikni BFÖ og DV - Kópavogi
Fámennt en góð-
mennt í Kópavogi
Ökuleikni BFÖ og DV byrjaði ekki
mjög vel í Kópavogi því fáir voru
mættir. Aðeins voru 5 keppendur í
hjólreiðakeppninni og voru þeir allir
í yngri riðli. Urðu úrslit þau að í fyrsta
sæti hafhaði Pétur Smárason með 98
refsistig, í öðru sæti Guðmundur Vald-
imarsson með 100 refsistig og í þriðja
sæti Gunnar Öm Angantýsson með
126 refsistig. Engin keppni var í eldri
riðli þar sem enginn eldri en 12 ára
mætti til leiks.
Úrslit urðu þannig í kvennariðli að í
íyrsta sæti lenti Bryndís Óskarsdóttir
með 258 refsistig, í öðm sæti Guðbjörg
Bjamadóttir með 267 refsistig og í
þriðja sæti Þórunn Gunnarsdóttir með
292 refsistig. í karlariðli urðu úrslit
þannig að í fyrsta sæti hafhaði Hring-
ur Baldvinsson með alls 126 refsistig,
á sama bíl og vann í ökuleikninni í
Hafnarfirði. Var hann jafnframt með
besta tímann í brautinni og hlaut því
tölvuúr frá Casio-umboðinu á Islandi.
í öðm sæti hafriaði Þórður Jónsson
með 193 refsistig og i þriðja sæti Hörð-
ur Óskarsson með 244 refsistig.
Verðlaunin í hjólreiðakeppninni gaf
reiðhjólaverslunin Fálkinn en í öku-
leiknina gaf Smurstöðin Engihjalla
verðlaunin.
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Pantanasími 13010
Litakynning.
Permanettkynning.
Strípukynning.
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
BÍLAR í SÉRFLOKKI
Saab 900i árgerð 1986, 4 dyra, platinum blár,
beinskiptur, 5 gíra, ekinn 17 þúsund. Verð
kr. 600.000.
MJÖG GÓÐUR BÍLL.
G/obusn
Lágmúli 5, Reykjavík
Sími 91-681555
itUIVl1
Manitóbaháskóli. Prófessors-
staða í íslensku er laus til
umsóknar.
Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til
starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið
upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutíma-
bil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan
verður annaðhvort veitt á stiginu „Associate Profess-
or" eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi settur
frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við
námsferil, vísindastörf og starfsreynslu. Hæfur um-
sækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað
sambærilegum árangri á sviði íslenskra bókmennta
bæði fornra og nýrra.
Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og
fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennara-
reynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg
og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra
kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem íslenskudeild
er að nokkru leyti fjármögnuð af sérstökum sjóði og
fjárframlögum Vestur-lslendinga er ráð fyrir því gert
að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menning-
arstarfi þeirra.
Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um
þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum ganga
kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í
Kanada fyrir.
Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerð-
um um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem
og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar,
berist fyrir 30. október 1987.
Karen Ogden
Associate Dean of Arts
University of Manitoba