Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987.
Spumingin
Notarðu mikið strætis-
vagna?
Magnús Magnússon: Já, ég geri það
og er mjög ánægður með þjónustuna
og sumir bílstjóranna eru ágætir.
Helgi Guðbrandsson: Já, já og sumir
bílstjóranna eru ágætir og aðrir ekki
eins og gengur.
GuðnýJónsdóttir: Ég fer allt sem ég
fer í strætó, það sem ég finn helst
að er að þeir mættu vera með fleiri
ferðir.
ÞórdísVilhjálmsdóttir: Já, ég nota þá
mikið, ég er búin að vera 3 mánuði
erlendis og það er mikill munur hvað
þeir eru miklu hreinlegri hér en úti.
Hólmfríður Sveinsdóttir: Já, alltaf
og ég er mjög ánægð með þjónustu
þeirra.
ég bý uppi í Breiðholti og er að vinna
á Hrafnistu.
Lesendur
Olíufélögin og ÁTVR:
Þess vegna er ekki
tekið við greiðslukortum
Hvorki olíufélögin né ÁTVR taka við greiðslukortum og ekki er fyrirhuguð
nein breyting á því fyrirkomulagi.
Síðastliðinn þriðjudag birtist
grein í lesendadálki DV undir fyrir-
sögninni „Hvers vegna taka olíufé-
lögin ekki greiðslukort?“. Bréfritara
fannst það hrein afdalamennska í
viðskiptum að hvorki ÁTVR né 01-
íufélögin taka greiðslukort og vildi
hann fá skýringar á þessu.
DV hafði samband við viðkomandi
aðila til að fá upplýsingar um orsök
þessa.
Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR:
„Lánsviðskipti eru ekki heimil í
verlsun með áfengi og þetta að veita
gjaldfrest í upp undir 1 'A mánuð er
andstætt þeim reglum sem okkur eru
settar. Þetta er kannski ekki í sam-
ræmi við tíðarandann í dag en
persónulega finnst mér að áður en
fólk fer að drekka áfengi ætti það
að eiga peninga fyrir því. Það er
allt annað að kaupa sér t.d. húsgögn
og ísskáp með greiðslukorti því að
þá hluti áttu fram yfir skulddaga.
En það að vörur til daglegra nota
séu lánaðar almenningi finnst mér
persónulega fáránleg stefna.
Á sama tíma og verslunin kvartar
undan rekstrarfjárskorti þá er frá-
leitt að veita lán til viðskiptavin-
anna. Því greiðslukortanotkunin
er ekkert annað en gjaldfrestur og
lán.
Ég mun aldrei leggja það til að
greiðslukort verði notuð í viðskiptum
með áfengi. Ég hef heldur aldrei vitað
til að einhver óánægja væri með það
að ÁTVR tæki ekki við kortunum."
Gunnar K. Gunnarsson, Olís:
„Meginástæðan fyrir því að olíufé-
lögin taka ekki greiðslukort er sú
gífurlega fjárbinding á mánaðarsölu
sem því fælist. Þetta er alls ekki ein-
falt dæmi því það er ansi há upphæð
sem hér um ræðir og ég sé ekki fram
á að þetta komi til. Alla vega ekki
miðað við þann verðlagsgrundvöll
sem nú er byggt á. Á meðan það er
föst álagning hjá okkur og við getum
ekki ráðið neinu um hana þá er ekki
möguleiki að taka þetta kerfi upp.
Það væri helst ef þessi lánastarfsemi
yrði byggð inn í álagninguna sem
þetta yrði möguleiki en þá myndi
verðið til neytandans hækka sem því
nemur.“
Sigurkarl Torfason, innheimtu- og
skrifstofustjóri hjá Esso:
„Þar sem um geysilegar upphæðir
er að ræða yrði þetta fyrirkomulag
erfitt við að eiga. Hjá öllum félögun-
um giska ég á að veltan sé talsvert
mikið á annað hundrað milljónir í
staðgreiðslu á mánuði. Það yrði því
erfitt að koma sér yfir fyrsta mánuð-
inn. Þetta hefur verið rætt hjá
félögunum en allir eru sammála um
að fara ekki út í þetta vegna þess
um hve rosalegar upphæðir er um
að ræða. Við erum ekki að segja að
þetta sé ævarandi staða en ég veit
ekki til að greiðslukortin séu á dag-
skránni á næstunni."
„Hótel
Theodór Nóason skrifar:
Þann 8. júlí sl. ritar María Jóns-
dóttir í DV um heimsókn sína og
samferðafólks til Hótel Arkar í
Hveragerði. Taldi hún sig og félaga
sína hafa orðið fyrir vonbrigðum
með þjónustu og veitingar hótelsins.
Að sjálfsögðu er leitt að verða fyrir
mistökum en eins og allir vita er
ekkert svo fullkomið að ekki geti
hent mis- tök.
Undirritaður hefúr margoft notið
þjónustu Hótel Arkar ásamt sam-
ferðafólki. í öll þau skipti er ég hefi
heimsótt nefht hótel hefi ég ávallt
notið góðrar fyrirgreiðslu og veit-
inga. Hótel Örk er með fallegustu
hótelum þessa lands og þótt víðar
væri leitað. Mér hefur fundist við-
mót starfsfólks hlýlegt og aðlaðandi
eins og vera ber á góðum hótelum
sem og annars staðar.
Það er einlæg ósk mín að Hótel
Örk megi þjóna landsmönnum sem
og öllum öðrum um ókomin ár. Ég
óska stjómendum, starfsfólki og
ekki síst Hveragerði til hamingju
með Hótel Örk.
Örk - gott hótel“
Sóðaskapur
á tímum
salmonell-
unnar
Margrét hringdi:
Það er ekki einleikið með sóðaskapinn
sem fólki er boðið upp á og það þegar
umræðan um sahnonellusýkinguna
stendur sem hæst.
Ég var nýlega á för um Vík í Mýr-
dal og stoppaði fjölskvldan í grillskála
staðarins og hugðist fá sér eitthvað í
gogginn. En þvílíkan sóðaskap hef ég
sjaldan á ævi minni séð. í hominu þar
sem grillið er lágu franskar kartöflur
og aðrar matarleifar eins og hráviði
út um allt gólf og feitin rann í taumum
niður um allt. Það var eins og ekki
hefði verið þrifið þama mánuðum
saman. Við misstum alla lyst og fórum
út aftur.
Það er til skammar að fólki skuli
vera boðið upp á þetta og ekki er þetta
góð landkynning því þama er alltaf
stöðugur straumur útlendinga.
Greiðvikinn strætisvagnabíistjórí
Halldór K. Valdimarsson skrifar:
Síðastliðinn föstudag varð ofanrit-
aður fyrir því að glata veski sínu.
Grunur lék á að veskið hefði glat-
ast í strætisvagni, nánar til tekið
leið 12, fyrr um daginn og í von um
að það reyndist rétt stöðvaði undir-
ritaður vagn á þeirri leið uppi í
Breiðholti um kvöldið og bar fram
fyrirspum til vagnstjóra varðandi
málið.
Vagnstjóri hafði þegar samband
við Hlemm um talstöð, fékk þar þær
upplýsingar að veskið hefði fundist
og væri í tryggri geymslu. Hann lét
þó ekki þar við sitja heldur bauðst
til að koma með veskið upp í Breið-
holt í næstu ferð sinni, klukkustund
síðar. Það stóð eins og stafur á bók.
Veskið kom upp í Breiðholt með öll-
um skilríkjum og nokkm af fjármun-
■ammwmmr vavav./u’, ssmsmmmmmmwsímiB ■„,. vn&e&z ,/■ ■ , í , . , ---■ ...!. ' ..
Bréfritari þakkar greiðviknum strætisvagnabilstjóra og Strætisvögnum
Reykjavíkur fyrir góða þjónustu.
um sem bagalegt hefði verið að
missa.
Það eykur óneitanlega bjartsýni á
lífíð og tilveruna að enn skuli hér
skilað þeim verðmætum sem finnast
á almannafæri. Þá er ekki síður
þakkar verð sú þjónusta sem Stræt-
isvagnar Reykjavíkur og starfsmenn
fyrirtækisins veita. Vagnstjóranum
bar engin skylda til að koma með
veskið upp í Breiðholt en hann kaus
að spara undirrituðum ferð á Hlemm
og sh'k þjónusta er mikils virði. Þó
er líklega enn meira virði það við-
horf sem býr að baki henni.
Þeim sem fann veskið og skilaði
því til vagnstjóra, vagnstjóranum
sem kom því í geymslu á Hlemmi
og svo vagnstjóranum greiðvikna,
sem færði mér veskið, kann ég hinar
bestu þakkir.