Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Staða Þjóðviljans Fréttir herma, að áhrifamenn í Alþýðubandalaginu reyni að koma Össuri Skarphéðinssyni Þjóðviljarit- stjóra úr starfi. Annar ritstjóri blaðsins, Þráinn Bertels- son, er að hætta. Mikil átök eru í Alþýðubandalaginu og Þjóðviljamenn gjalda þeirra. Formannsslagurinn í ílokknum er hafinn. Staða Þjóðviljans hefur verið athyglisverð síðustu ár. Blaðið var áður fyrr traust flokksblað, rekið af flokkseigendum. Einar Karl Haraldsson, fyrrum Þjóð- viljaritstjóri, hefur lýst því, hvernig hann var í starfi eins konar blaðafulltrúi flokksforystunnar. Þetta breyttist með tilkomu Össurar Skarphéðinssonar. Þjóð- viljinn tók sjálfstæða stefnu, sem oft var í trássi við flokkseigendur. Spurningin er nú, hvort þessum kafla verður brátt lokið. Flokkseigendur drottna yfir flestöllum blöðunum. Öll dagblöðin nema DV eru í reynd flokksblöð, þótt hald flokkseigenda sé mismikið. Þjóðviljinn hefur að undanförnu verið blað, sem gat stundum verið spenn- andi. Það yrði illt, ef blaðið gerðist á ný gagnrýnislaust málgagn flokksforystunnar. Stjórnendur Þjóðviljans hafa þó ekki stundað frjálsa og óháða blaðamennsku. Þeir hafa meðal annars staðið í skefjalausri baráttu við þá alþýðubandalagsmenn, sem gegna forystuhlutverk- um í verkalýðshreyfmgunni. Þessi barátta Þjóðviljans hefur oft gengið út í öfgar. Rétt er, að sitthvað skortir á nægilegt jarðsamband verkalýðsforystunnar. En Ás- mundur Stefánsson og félagar hans hafa margt vel gert, sem lítt hefur gætt á síðum Þjóðviljans. Þrátt fyrir þessa annmarka hefur verið hressandi, að þarna var blað, sem gerði betur en tyggja upp eftir flokkseigendum. Átökin um Alþýðubandalagið munu á næstunni ráða ferðinni á blaðinu. Flokkurinn beið hrikalegan ósigur í kosningunum. Síðan hefur hver kennt öðrum um ófar- irnar. Formaðurinn, Svavar Gestsson, hefur fengið sinn skammt. Svavar hefur í of mörgu dansað eftir pípu flokkseigenda. Ólafur Ragnar Grímsson mun ætla að hella sér í formannnslaginn, jafnvel gegn Svavari, fari Svavar fram að nýju. Ólafur Ragnar hefur verið tengd- ur svonefndri lýðræðiskynslóð alþýðubandalagsmanna, sem síðan tengjast núverandi ritstjórn Þjóðviljans. En yrði Ólafur formaður, mundi hann einnig vilja haida um spottana á blaðinu. Sennilega getur það aldrei geng- ið lengi, að flokksblað komist langt í óháðri blaða- mennsku eins og dæmin sönnuðu á Tímanum. Ritstjórn blaðs, sem að grunni er flokksblað, kann um skeið að fá frjálsar hendur. En að því kemur, að flokkseigendur taka í taumana. Ósigur Alþýðubanda- lagsins þurfti ekki til. Flokkurinn var að auka afskiptin af blaðinu, og ýmsir beztu blaðamennirnir hrökkluðust burt. Löngum stóð deila milli flokksforystunnar og verkalýðsforingja flokksins. Þessir aðilar tóku síðan að nálgast hver annan. í því fólst einnig, að forystan hugðist stemma stigu við skrifum blaðsins gegn verka- lýðsmönnunum. Ósigur Alþýðubandalagsins var ekki sök Þjóðviljans heldur sundrungarinnar í flokknum og dáðleysis í stjórnarandstöðu. Almenningur hefur skömm á hvers kyns flokkseigendum. Flokksblöð hljóta að verða á undanhaldi hér hin næstu ár. Þau eru úrelt fyrirbæri í frjálsu landi en • haltra áfram á ríkisstyrkjum, sem flokkseigendur sameinast um á Alþingi. Haukur Helgason. „Þaö er afar lágkúruleg afsökun að segja aö unglingarnir hefðu bara drukkið annars staðar ef þeir hefðu ekki gert það þarna.“ Hvers vegna em brota- menn látnir sleppa? Eftir síðustu verslunarmanna- helgi voru allir flölmiðlar, sjón- varp, hljóðvarp og blöðin, fullir af frásögnum um það hvernig fólk hefði skemmt sér þessa helgi. Verst var látið af ástandinu við Húsafell, þar höfðu unglingar og börn, sem varla voru orðin þurr bak við eyr- un, velst um kófdrukkin. Að vonum vöktu fréttirnar af þessum skemmt- analátum hneykslun og viðbjóð okkar sem heima sátum, og von- andi fleiri. Óskemmtilegt hefur það verið óslævðum augum að horfa upp á börn veltast um í ölvímu og viti fjær. Á þessum aldri vinnur áfengið skemmdarverk margfalt hraðar en á síðari tímum ævinnar, og gerir þó nóg að þá. En þótt fjölmiðlarnir hafi að von- um lagt megináherslu á spillingu æskunnar um þessa helgi held ég að það sé ekki með öllu sann- gjarnt. Það er hlutur okkar hinna eldri sem er verulega mikið verri. Það eru fyrst og fremst tvær ástæð- ur til þess. Hin fyrri eru þau firn að ungmennafélagshreyfmgin skuli hafa átt aðild að Húsafells- mótinu þar sem ástandið var talið hvað verst. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem ofsadrykkja unglinga verður á mótum tengdum ung- mennafélögunum. Forystumenn hennar hefðu því átt að vera búnir að læra af reynslunni. Það er afar lágkúruleg afsökun að segja að unglingarnir hefðu bara drukkið annars staðar ef þeir hefðu ekki gert það þarna. Með svona rök- semdafærslu er hægt að afsaka næstum hvað sem er. Það leikur ekki neinn vafi á því að þegar stefnt er saman fjöldamóti sem þessu verkar það afar örvandi á alla áfengisneyslu sem er fyrst og fremst félagsleg nautn a.m.k. í byrj- un. Það þýðir að sömu einstakling- ar hefðu neytt samtals miklu minna af áfengi ef þeir hefðu verið einir út af fyrir sig eða í smærri hópum, en öllum ekki verið stefnt saman á tiltekið, afmarkað svæði. Þetta er enn hörmulegra fyrir þá sök að eitt sinn hafði ungmennafélagshreyf- ingin hugsjón að stefna að, sem einnig var metnaðarmál að fram- kvæma, en það var hófsemi á öllum sviðum og jafnvel bindindi á áfengi og tóbak. Nú er eins og þessi mark- mið séu að miklu leyti gleymd. Annars hefði verið kappkostað að áfengis yrði ekki neytt á þeim sam- komum sem hreyfingin ætti aðild að. Og að öðrum kosti ekki verið haldin nein samkoma. Hættulegir lögbrotamenn Seinni ástæðan sem ég ætla að nefna vakti undrun mína ásamt verulegum ugg. Það var hvernig fjölmiðlarnir fjölluðu um málið. Það var lögð aðaláherslan á það hvernig unglingamir og æskan Kjallaiiiin Þengilsson læknir, Reykjavik hefðu hagað sér og eftir lýsingum að dæma er það vonlegt að flestum hafi blöskrað það. En það er annað sem mönnum hefði átt að blöskra enn meira og það er að hverjir sem þeir voru, er stóðu þarna að baki lögbrotum í stórum stíl, er ekki minnst á það einu orði að reynt hafi verið að hafa uppi á saka- mönnum. Þessir hættulegu lög- brotamenn, hvort sem það voru aðstandendur unglinganna er út- veguðu þeim áfengið, vinir þeirra, kunningjar eða vínsalar, sem að- eins hugsuðu um að græða, þessir meglarar eru engu síður sakamenn en hinir sem dreifa hassi, amfetam- íni, kókaíni o.s.frv. Það var ekki minnst á nein viðbrögð i þá átt að hafa upp á hinum seku og kæra þá. Það var aðeins talað um börnin og unglingana, hvað þau hefðu hagað sér illa. En hér eru það hin- ir fullorðnu sem lögbrotin fremja og það er líklegt að fjöldi manns sé sekur, ekki aðeins um smávegis afbrot heldur um athæfi sem jafna má við stærstu glæpi. Öll umfjöll- unin er eins og það hafi verið börnin sjálf sem voru sek, það var aðeins talað um það hvað þau voru drukkin. Hér gleymdist að þeir sem voru raunverulega sekir sáust ekki en hvert einasta barn var aðeins vitni um að glæpur hafi verið fram- inn. Allur hópurinn vitnaði um fjöldaafbrot. Ólögleg viðskipti Og hverjir standa á bak við svona drykkjumennsku? Hvers vegna er ekkert reynt til að koma þeim aðil- um undir lás og slá? Væri ekki eðlilegra að allt lögreglukerfi landsins væri sett í gang heldur en láta eins og ekkert sé athugavert við aðra en börnin? Er virkilega ekkert um málið að segja annað en það að þau hafi verið drukkin? Er allt í lagi að láta eins og menn- irnir sem útvega þessu æskufólki áfengi séu ekki til, hvort sem það voru aðstandendur, vinir eða gróðamenn? Þetta eru þó ólögleg viðskipti eins og hver önnur vímu- efnasala. Skyldi það vera orðið í lagi að dreifa t.d. hassi meðal fólks, eldra sem yngra? Menn hafa þó verið teknir fyrir það en ekki hinir sem dreifa áfengi ólöglega. Það lít- ur út fyrir að það sé allt annað mál fyrst fullorðnir mega drekka það. En hvers vegna er þagað um þetta, bara sagt hvað bömin voru drukkin? Þó voru löggæslumenn á þessum stöðum. Hvað voru þeir að gera? Skyldu þeir hafa haldið að áfengið hafi komið af himnum ofan eins og manna og hér sé því ekki við jarðneska aðila að sakast? Ætli slíkt sé algengara með áfengi en hass? Hvers vegna eru ekki allir kærðir sem brjóta lögin? Reynt að hafa uppi á þeim a.m.k. Máski þetta sé ekki orðið svo alvarlegt með lögin þótt þau séu brotin? Jú, auð- vitað ef þau snerta eignarréttinn. Hann er vel varinn. Ættum við að prófa? Hvernig væri að fara út núna einhverja nóttina þegar dimmir betur og brjótast inn í eina eða tvær sjoppur? Reyna að ná sér í sígarettur og kók. Það mætti segja mér að þrjótarnir næðust fljótlega og yrðu að svara til saka, enda ekkert til sparað að hafa uppi á þeim. Hinir, sem gera sér leik að því að eyðileggja líf og hamingju annarra með áfengi, það er ekki einu sinni minnst á að rétt væri að hafa upp á þeim. Afstaða hinna fullorðnu Allt er þetta hörmulegra en tá- rum taki en alverst er afstaða okkar hinna fullorðnu að gera ekk- ert nema klóra okkur i höfðinu og býsnast yfir öllu sukkinu. Leitum ekki einu sinni sakamannanna sem útvega ungmennum áfengi. Það hlýtur þó að vera hægt. Eða skyldu þeir njóta einhvers konar friðhelgi innan samfélagsins? Guðsteinn Þengilsson . . hér eru það hinir fullorðnu sem lög- brotin fremja og það er líklegt að fjöldi manns sé sekur, ekki aðeins um smáveg- is afbrot heldur um athæfi sem jafna má við stærstu glæpi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 180. tölublað (13.08.1987)
https://timarit.is/issue/191287

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

180. tölublað (13.08.1987)

Aðgerðir: