Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. V, Sviðsljós Ólyginn sagði.... Rock Hudson Kim Novak leikkona ætti að hafa fengið hlutverk við sitt hæfi. Þannig er að hún hefur fengið hlutverk í bandarískum framhaldsþætti þar sem hún leikur ruglaða konu sem heldur að hún sé kyntáknið Kim Novak. Gæti varla verið þægilegra hlutverk í kvikmynd - bara að leika sjálfa sig. Kannski gæti það heldur ekki verið fáránlegta- En allt er nú til í Ameríkunni. Vonandi þekkir hún sjálfa sig nógu vel til að taka þetta að sér. Linda Gray, þekkt sem Sue Ellen í Dallas- þáttunum, lætur ekki ofbjóða sér og kann að segja nei. Hún hefur nú hingað til verið iðin við að klæðast flegnum kjólum og efnislitlum baðfötum í þátt- unum. Allt gert til að halda karlmönnunum við efnið. En framleiðendum Dallasþáttanna •j fannst ekki nóg af því góða. Þeir vildu að hún fækkaði fötum enn frekar og klæddist enn meira kynæsandi. Linda brást hin versta við og hótaði öllu illu og sagði aö þvílíkt kæmi bara ekki til greina. Orð hennar voru tekin góð og gild. leikari dó eins og kunnugt er úr þeim hörmulega sjúkdómi eyðni. Hann skildi eftir sig lúx- usvillu eina sem stendur hátt á Hollywoodhæðum. Villan hefur verið í sölu frá því að Rock an- daðist. Gengur mjög erfiðlega að selja húsið og hefur það lækkað í verði svo um munar. Þegar það var fyst sett í sölu var það metið á þrettán hundr- uð milljónir en nú er það falt -f fyrir litlar átta hundruð milljónir. Ástæða þessara söluerfiðleika er víst sú að fólk er alls ekki til- búið að kaupa hús þar sem eyðnisjúklingur hefur búið vegna hættu á smiti. Dustin Hotfman líður best í faðmi fjölskyldunnar og vill eiga sem flest börn. Þessa dagana biður hann síns sjötta barns. Fimmtugur og að verða pabbi í sjötta sinn Trúi því hver sem vill, en banda- ríski leikarinn myndarlegi, Dustin Hoffman, varð fimmtugur síðast- liðinn laugardag. Stærstu og bestu afmælisgjafarinnar bíður hann þó enn með einskærri eftirvæntingu. Dustin er nefnilega að verða pabbi i sjötta sinn. Einkalíf leikarans þykir til mik- illar fyrirmyndar. Ekki síst þegar um fræga og myndarlega mann- eskju er að ræða. Engin hneyksli, framhjáhöld eða annað sem slúður- dálkahöfundar hafa getað velt sér upp úr. Hann hefur þó verið giftur tvi- svar. Á unglingsárum sínum giftist hann ballettdansmær, Önnu Byrne. Hún átti dóttur fyrir sem Dustin ættleiddi. Sú stúlka er nú tuttugu og eins árs. Dustin og Anna eign- uðust eitt barn saman, Jenny sautján ára. Nú, þau skildu og Dustin fór í leiklistarskóla. Þegar hann var tuttugu og sjö ára hitti hann í fyrsta skipti væntanlega eiginkonu sína, Lisu Gottsegen. Hún var þá aðeins tíu ára gömul en Dustin gætti hennar stundum fyrir vinafólk sitt. En ástin er furðuleg. Það var svo fyrir sjö árum að þau- giftu sig. Börnin komu i bunu. Þau eiga Jake sex ára, Rebeccu fjögurra ára og Maxwell þriggja ára. Og nú er fjórða barn þeirra væntanlegt á hverri stundu. Dustin og Lisa eru sérlega heima- kær og líður allra best í faðmi fjölskyldunnar. Leikarinn þykir líka góðhjartaður með afbrigðum því á hverju ári lætur hann dágóða fúlgu af hendi rakna til munaðar- lausra barna og annarra sem minna mega sín. Hann hefur látið þau orð falla að hann geti ekki ímyndað sér neitt dásamlegra en að verða faðir í enn eitt skiptið nú á næstu dögum og segir ennfremur að vonandi eigi hann eftir að verða það sem oftast í framtíðinni. Rod Stewart hefur aldrei verið lukkulegri en nú þegar hann og unnust an Kelly Emberg hata átt saman barn. Breyttur og bættur Rod Okkur berast stöðugt ný tíðindi af barneignarmálum fræga fólks- ins. En svo virðist sem um þessar mundir séu barnseignir aðaláhuga- mál þess. Rod Stewart og unnusta hans Kelly Emberg eignuðust dótt- ur fyrir rúmum mánuði. Það sem þykir merkilegast við þá barns- fæðingu er hve söngvarinn hefur breytt sínu hegðunarmynstri eftir að hann varð pabbi á nýjan leik. En hann átti fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Ölönu. Fyrir fæðingu þessa barns var Rod farinn að stunda næturlífið ansi mikið og sást oft í fylgd ann- arra stúlkna en kærustunnar. Hann lét þau orð falla að Kelly hefði orðið barnshafandi bara til að halda í sig og helst til að giftast honum en hann hefur megnustu ótrú á hjónabandinu. En nú þegar dóttirin er fædd lítur allt öðruvísi út. Söngvarinn hreinlega blómstr- ar og hefur aldrei verið hamingjus- amari með Kelly. En Kelly sjálf hefur einmitt sagt frá því að hún vonist til að Rod teymi hana sem fyrst upp að altar- inu. „Ég vil vera í hjónabandi nú þegar ég er orðin móðir. Ég er kannski dálítið gamaldags i þeim efnum en svona er það bara.“ En af dótturinni Ruby er það að frétta að þegar hún var þriggja vikna var hún nærri köfnuð í vöggu. Þau komu að barninu þar sem sængin var komin yfir vit þess. Barnið gaf frá sér torkennileg hljóð og i ljós kom að það var hætt kom- ið. En sem betur fer fór allt vel að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.