Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987.
Útlönd
Sögufræga Tíber
sorpræsi Rómverja
Romverjar foröast nú aö leggja leið sina meöfram hinni sögufrægu Tíber
vegna ódauns frá ánni sem stafar af mikilli mengun.
-Simamynd Reuter
Rómverjar henda nú gaman að því
að sá sem fellur í ána Tíber komi
ekki til með að drukkna heldur deyja
úr eitnm. Það sama mun rithöfund-
urinn Oscar Wilde hafa sagt um ána
Thames í London á sínum tíma.
Rómverjum er þó ekki eingöngu
gaman í huga þegar rætt er um
mengun árinnar og brá þeim heldur
betur í brún um daginn þegar veira,
er veldur lifrarsjúkdómi, fannst í
ánni. Slíkt hefúr vanalega verið sett
í samband við lönd þar sem hreins-
unaraðgerðum er ábótavant.
Þessi sögufræga á, sem liðast um
höfuðborg Ítalíu, þykir hrífandi á að
líta en þegar nær er komið má sjá
sorp, ryðguð bílhræ, eiturKdja-
sprautur og saur á víð og dreif í
ánni. Ódaunninn frá fljótinu fælir
alla í burtu frá bökkum þess nema
þrjóskustu skokkara. Þeir sem eru
með algjöra veiðidellu sjást einnig
leggja leið sína að fljótinu.
Miklar umræður
í blöðum í Róm hefur verið veist
harkalega að ástandinu og varla líð-
ur sá dagur að ekki birtist grein um
mengunina og hvaða aðgerða þurfi
að grípa til til þess að hreinsa ána.
Embættismenn og sérfræðingar
taka gjaman Thames sem dæmi um
hvað hægt sé að gera ef vilji er fyrir
hendi. í Thames, sem áður var talið
eitt af skítugustu fljótum Evrópu,
er nú fullt af fiski eftir að hafin var
Tíber er næstlengsta fljót Italíu. Mik-
ill úrgangur safnast i fljótið á langri
leið þess til hafs.
herferð gegn mengun fljótsins í byij-
un sjöunda áratugarins.
Yfirvöld í Róm kanna nú hversu
mikil mengunin er í Tíber og sigla
embættismenn fram og aftur í litlum
bátum um fljótið. Athuga þeir meðal
annars hvaða verksmiðjur það eru
sem ólöglega hleypa úrgangi beint
út í ána. Þegar komist hefui' verið
að því hvaðan úrgangurinn kemur
og hvar mesta mengunin er verður
hægt að meta til hvaða aðgerða þarf
að grípa, segja yfirvöld.
Úrelt kerfi
Einn aðalskaðvaldurinn er talinn
vera úrelt holræsakerfi. Sums staðar
eru lagnimar famar sundur en einn-
ig em dæmi þess að skolpinu sé
hleypt beint út í ána. Mengunin í
Tíber stafar þó ekki eingöngu af
úrgangi frá höfuðborginni því fljótið,
sem er fjögur hundruð og fimm kíló-
metra langt, rennur um stórt svæði
og safnast úrgangur í það á langri
leið þess.
Þegar hafa komið fram kostnað-
arsamar tillögur um úrbætur þar
sem gert er ráð fyrir holræsi út í
hafið, hækkun yfirborðs fljótsins svo
að ferðamenn geti siglt á bátum inn
í miðborg Rómar og byggingu neð-
anjarðarganga undir fljótið til að
létta á umferðaröngþveiti höfúð-
borgarinnar. Græningjar hafiia
slíkri hugmynd og segja hana aldrei
munu verða að veruleika. Segja þeir
strandlengjuna mengast vegna úr-
gangsins sem hafið komi til með að
skola á land.
Það sem gæti þó orðið aðaltálmi
allra framkvæmda er þó skrif-
finnskubáknið. Með málefrii Tíber
fara að minnsta kosti þrjú ráðu-
neyti, þijú svæðisráð og ýmis
bæjarráð.
Friðarboðun með skilyrðum
Herskipaverndin sem Bandaríkjafloti veitir olíuflutningaskipum á Persaflóa er ögrun við írani, nánast boð
um árás.
Stórveldin telja sig bæði boðbera
friðar, jafnvægis og öryggis í heimin-
um. Fulltrúar þeirra verja drjúgum
hluta tíma síns til þess að berja sér
á brjóst á opinberum vettvangi, rífa
í hár sér og lýsa harmi sínum vegna
þess hve „hinir“ eru árásargjamir
og lítt fúsir til sátta.
Ekki þarf þó vandlega að leita til
að finna merki þess að friðarboðun
stórveldanna sé skilyrt. Þau vilja
bæði frið en því aðeins þó að hags-
munir þeirra séu tiýggðir hemaðar-
lega, efnahagslega og á annan hátt.
Bæði stórveldin hafa verið fremur
óvönd að meðulum þegar þessum
hagsmunum virðist ógnað. Varla
þarf að fjölyrða um hegðunarmunst-
ur það sem Sovétríkin hafa sýnt
undanfama áratugi þegar þau hafa
beilt hervaldi sínu endurtekið til
þess að kæfa sjálfstæða þróun innan
bandalagsríkja sinna, auk þess að
hafa háð áralanga styijöld í einu
nágrannalanda sinna, Afganistan.
Víetnam verður svo oft fyrst til að
skjóta upp kollinum þegar rýna á í
samhliða aðgerðir Bandaríkja-
manna. Það er þó ekki nauðsynlegt
að leita aftur til þeirrar martraðar
bandarísku og víetnömsku þjóðar-
innar til þess að sjá skilyrðin fyrir
bandarískum friði.
íranmálið
Vopnasalan til íran er skýrt dæmi
þess hvemig bandarískir hagsmunir
ráða ferðinni í friðarumleitunum
stjómvalda hið vestra. Sú grundvall-
arhugsun sem bjó að baki stríðstóla-
sölunni til ajatollanna er einfóld.
Þótt skjól Reagan og North sé að
þeir hafi vonast til að frelsa banda-
ríska borgara úr gíslingu í Líbanon
með því að vígbúa írani er það ekki
líf og frelsi þeirra einstaklinga sem
skiptu máli heldur sá stjómmálalegi
ávinningur sem hafa mætti af frelsun
þeirra. Tækist að aflétta þrýstingi
þeim sem hvíldi á ríkisstjóminni um
aðgerðir í málum gíslanna og á sama
tfrna að gera Reagan að þjóðhetju
enn á ný virtist þeim háu herrum
greinilega framlenging stríðshörm-
unganna við Persaflóann næsta
lítilvæg greiðsla fyrir.
Þegar svo nauðsyn bar til að söðla
um og grípa til aðgerða gegn þeirri
ógnun sem óneitanlega stafar af
öfgakenndum viðhorfum og aðgerð-
um írana á Persaflóa var bandaríski
flotinn sendur á staðinn. Nærvera
hans er bein ögrun gagnvart Irönum
því Bandaríkjamenn vita að ofstopi
þeirra verður ekki haminn nema
með því að niðurlægja þá. Herskipin
em send á vettvang í nafni friðar
og öryggis. Komi til átaka munu
Símamynd Reuter
bandarískir hermenn þurfa að berj-
ast gegn bandarískum vopnum.
Kontrastuðningur
Stuðningur Bandaríkjamanna við
kontrahreyfinguna, sem berst gegn
stjómvöldum í Nicaragúa, getur
varla talist friðaraðgerðir heldur.
Þar er bandarískum vopnum og
bandarísku fjármagni beitt án tillits
til þess hverjar afleiðingamar verða
fyrir íbúa svæðisins til þess að
vemda stjómmálalega hagsmuni
Bandaríkjanna.
Öll afstaða bandarískra stjóm-
valda og nú síðast svonefndar frið-
artillögur þeirra sýna að þeir hyggja
ekki á fríð í Nicaragúa fyrr en núver-
andi stjómvöld em farin frá og það
stjómskipulag sem þeim hentar ríkir
í landinu.
Viðhald átaka
Átökin í Afganistan em enn eitt
dæmi þess hvemig stórveldi lætur
önnur sjónarmið ráða en þau sem
höfð em í orði.
Það er löngu viðurkennt að Sovét-
menn vilja komast frá Afganistan.
Mörg ár em síðan þeir gerðu sér ljóst
að styijaldarreksturinn í landinu
getur ekki leitt til sigurs.
Þrátt fyrir að flestir bandarískir
embættismenn viðurkenni þennan
undanhaldsvilja Sovétmanna sem
staðreynd halda þeir áfram að kynda
undir ófríðarbálinu í Afganistan.
Með bandarísku leyniþjónustuna í
broddi fylkingar sjá þeir skæmliðum
múhameðstrúarmanna fyrir víg-
búnaði og annarri aðstoð, að því er
virðist til þess eins að njóta þess að
sjá Sovétmenn niðurlægða.
Of mikil áhrif
Sú spuming gerist nú æ áleitnari
hvort stórveldin hafi í sínum hönd-
um of mikið vald í því er lýtur að
fríði og öiyggi í heiminum. Aðrar
þjóðir heims sýna því dvínandi vilja
að lúta þeim í efnahagsmálum,
stjómarfarslegum ákvörðunum og
öðm því sem að þjóðlífi lýtur. Marg-
ir telja einnig tfrnabært að stórveldin
verði svipt einokunaraðstöðu sinni
í fríðarmálum, einkum þar sem þau
hafi ekki sýnt sig fær um að koma
stöðu í þeim efhum í viðunandi horf.
Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir