Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 15 ÚUendingar og leiðsögn um landið „Erlendan ferðamann sá ég i sumar fremja eitthvert grófasta skemmdar- verk sem ég hefi séö. Hann fleygði steini upp i hvelfingu stuðlaberg- skirkjunnar i Hljóðaklettum i þjóðgarðinum i Jökuisárgljúfrum svo heilmikið grjót hrundi úr.“ „ísland er vanþróað sem ferðamannaland og náttúrvernd á hér ótrúlega erfitt upp- dráttar þrátt fyrir að margir haldi annað.“ „Hverjir eiga ísland?“ spurði þekktur stjórnmálamaður í áróð- ursherferð fyrir fáeinum misserum. Komir þú, lesandi góður, á ferða- mannastað á íslandi, t.d. á norð- austurhálendinu, heyrirðu þýsku, ensku og frönsku varla sjaldnar en íslensku. Á tjaldsvæði Skútustaða- hrepps í Reykjahlíð í Mývatnssveit gistu Þjóðverjar fleiri nætur á sl. sumri en Islendingar og árið í ár virðist síður en svo ætla að verða frábrugðið að því leyti. „Hvar er ég eiginlega?" spyr grunlaus ís- lendingur sem „þvælist fyrir“ 200 útlendingum sem voru langt komn- ir að troða gróður Dimmuborga í Mývatnssveit í svað og mölva klettana áður en köðlun göngu- stíga hófst þar fyrr í sumar. Fjölgun ferðamanna krefst betra skipulags og stefnu- mótunar Island er vanþróað sem ferða- mannaland og náttúruvernd á hér ótrúlega erfitt uppdráttar þrátt fyr- ir að margir haldi annað. Þetta þekkjum við landverðir sem vinn- um jöfnum höndum að náttúru- vernd og móttöku ferðamanna í þjóðgörðum og friðlöndum. Eigi að gera ferðamennsku líf- vænlega atvinnugrein verður að gera langtímaáætlanir í stað þess að láta brjóstvit og gróðafíkn ráða. Umfram allt verður að fella ferða- mennskuna að náttúruvernd. Nú er t.d. hlaðið upp lúxushótelum í Reykjavík meðan „backpackers" fá ekki aðra „gistingu“ á viðráðan- legu verði síðustu nóttina fyrir KjaUarinn Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður í Mývatnssveit brottför en á bekkjum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á ekki Ferðamálaráð að reyna að skipuleggja túrismann? Stór meirihluti erlendra ferða- manna, sem hingað kemur, er vant ferðafólk. Flestir koma til að njóta náttúrunnar og setja ófullkomna aðstöðu oft ekki fyrir sig. Þeir koma þrátt fyrir hátt verðlag og á stundum lélega þjónustu. Bak- pokafólkið sem margir fslendingar kalla „lýð“ er margt hið yndisleg- asta fólk og í hópi bestu gesta sem við eigum völ á með tilliti til um- gengni við landið. íslenskt starfsfólk eða er- lent? Það eru ekki bara íslendingar sem vilja hagnast á ferðamönnum hér á landi. Erlendar ferðaskrif- stofur gera út hópa af fólki hingað til lands og færeyskt skipafélga flytur hingað misjafnan sauð. En getum við gert kröfur til þess að útlendingar standi vörð um nátt- úruverðmæti okkar meðan við gerum það ekki betur? Því miður þekkja landverðir vel að íslenskt þjóðerni tryggir ekki góða um- gengni um landið né að ábending- um um betri hegðum sé tekið vel. Þetta sjá útlengingarnir og benda á þegar agnúast er út í þá. Þótt fjórhjól og franskir fávitar á fjórhjóladrifsbílum séu vinsælir syndaselir er þó útgerð erlendra ferðaskrifstofa, sem senda hingað hálfstjórnlausa hópa, eitt alvarleg- asta málið af þessum vettvangi. Enginn, ekki einu sinni íslensku fyrirtækin sem útvega þeim bíla, veit hvort þetta fólk hefur vit á því hvernig umgangast á landið. E.t.v. kunna það sumir en aðrir engan veginn eins og dæmi sýna. Ferða- mannahópur er eins og kinda- eða hrossahópur; fer yfir allt sem fyrir verður nema honum sé stjórnað. „Vit“ mannskepnunnar verður meira að segja stundum til þess að tekið er upp á ýmsu sem skyn- lausar skepnur hafa ekki vit til. Erlendan ferðamann sá ég í sumar fremja eitthvert grófasta skemmd- arverk sem ég hefi séð. Hann fleygði steini upp í hvelfmgu stuðlabergskirkjur.nar í Hljóð- klettum í þjóðgarinum í Jökulsárg- Ijúfrum svo að heilmikið grjót hrundi úr. Fararstjórinn mun hafa verið erlendur. gerður út hingað af austurrískri ferðaskrifstoru í samvinnu við íslenskt rútufyrir- tæki. Ber einhver ábyrgð á þessu? íslenskt leiðsögumannapróf tryggir ekki vandaða leiðsögn eða gott eftirlit - fremur en löggilding kennarastarfsins gott skólastarf - en er samt sem áður eina haldgóða úrræðið því að þá gæti ég einfald- lega klagað þennan fararstjóra til Félags leiðsögumanna til að hann fengi viðeigandi áminningu. Fé- lagsmálaráðunevtið segir hins vegar að erlendir menn geti starfað hér við leiðsögn, eftirlitslaust, ef þeir fá laun erlendis frá. Menntun þeirra sem starfa við ferðamennsku, svo sem leiðsögu- manna. á að breyta, bæta og efla. Leiðsögumennska er erfitt ábyrgð- arstarf og við getum alls ekki tekið á móti erlendum túristum nema tryggð sé góð leiðsögn og fræðsla landvarða og leiðsögumanna. Ingólfur Á. Jóhannesson Kjarabarátta skálda og listamanna Bóndi nokkur var að uppskera nýjan akur sinn sem hann var ekki vel kunnur og það vildi svo til að hann féll niður í fen sem þar var og tók að sökkva. Hann braust um til þess að losa sig en sökk því dýpra. Loks stóð höfuðið eitt upp úr en þá hafði honum tekist að fikra sig nær bakkanum og gat teygt hendur sínar að einni visinni grein og hélt sér þannig uppi. Eftir drykklanga stund kom maður þar að sem bóndinn hékk á grein- inni með höfuðið eitt upp úr feninu. Maðurinn nam staðar og virti íyrir sér aðstæður en bóndinn bað hann auðmjúklega um hjálp. Maðurinn fór sér að engu óðslega, virti íyrir sér aðstæður og spurði síðan: „Hvað ert þú eiginlega að gera þama i fen- inu?“ Bóndinn sagði honum sögu sína. „Þú þurftir ekkert að vera að álp- ast út í þetta fen, það er nóg af föstu landi allt í kring,“ sagði aðkomu- maðurinn. „Ég var að uppskera minn eigin akur og það ber hverjum og einum að gera,“ sagði bóndinn. „Menn verða að bjarga sér sjálf- ir,“ sagði aðkomumaðurinn. „Þú sérð að ég get það ekki, líf mitt er undir þér komið,“ svaraði bóndinn en fékk enga hjálp því að aðkomumaðurinn yfirgaf staðinn og sagðist hafa um annað að hugsa. Þetta er ekki falleg saga en ef til vill ekki alveg ósönn. Þannig eru nefnilega kjör margra listamanna og skálda og þeir mega ekki bera hönd fyrir höfúð sér og berjast fyrir tilveru sinni eins og aðrir þjóðfélags- þegnar sem telja sjálfsagt að þeim sé heimilt að berjast fyrir bættum í gegnum eldskím þessara stétta sem búa við lökust kjörin. með fáeinum undantekningum. En em þetta nýti- leg störf, eiga þau rétt á sér? Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, andinn og sálin þurfa einnig sina næringu. Hvers konar listir og menning hefur skapandi áhrif á hug- arfarið, eykur lífsgleði, hugmvnda- flug og hvers konar dáð, bæði í heimi efnis og anda. Engin þjóð vill vera án menningar og af henni hrósa þær sér þvi að það er meira en gull sem gefur lífinu gildi. Þetta vita margir og breyta samkvæmt því en þó em þeir allt of fáir. 1 sumum tilfellum hefúr listin lækningamátt, hún getur meðal annars læknað alls konar hugarangur, þunglyndi, innilokun- arkennd og margs konar óæskilegar „Það á að vera tjáningarfrelsi í landinu en þetta frelsi takmarkast þó oft við fjár- magn og aðra aðstöðu.“ KjaUaiiim Eggert E. Laxdal listmálari kjörum, annað væri brot á mannrétt- indum og sjálfsögðu frelsi. Að lepja dauðann úr skel Sumir segjast vera orðnir þreyttir á barlómi listamanna. Aðrir fyllast reiði þegar listamenn og skáld láta frá sér heyra í kjarabaráttunni. Þeir eiga að lepja dauðann úr skel á meðan aðrir mata krókinn. Það er kominn tími til þess að hugarfars- breyting verði gagnvart þessum hópi þjóðfélagsþegnanna. Vitum við nema bömin okkar eigi eftir að fylla flokk skálda og listamanna og ganga geðrænar sveiflur sem einnig verka á líðan líkamans til hins verra. Fall- eg mynd, svo að eitthvað sé nefht, gleður augað og hugsun í skáldskap, getur leyst mörg andleg vandamál en þeir sem skapa þessi verðmæti eru í mörgum tilfellum látnir vera á vonarvöl eins og Davið Stefánsson skáld lætur eina persónu sína segja í bók sinni um Sólon íslandus en það er ísleifur skáldi sem segir um sjálfan sig. „Isleifur skáldi á ekkert þak yfir höfuðið, ekkert rúmflet að liggja á, ekkert borð að skrifa við, engan það er meira en gull sem gefur lifinu gildi.“ matarbita að nærast á . engan ask. engan spón. Eg á ekkert nema lepp- ana utan á skrokknum á mér og pokann þann ama og þó er eg skáld. sem hefi gefið þjóðinni andleg verð- mæti. ómetanlega dýrgripi. Við svo búið má ekki standa Það er ekkert við það að athuga. að minningu andans manna sé hald- ið á lofti eftir dauða þeirra, eins og oft er gert en hvemig vom kjör þeirra á meðan þeir lifðu og hvemig em kjör þeirra sem lifa í dag. Mörg skáld verða að gefa út bækur sínar sjálf, oftast af vanefnum, eða láta ljóð sín fylla skúffumar til lang- frama, ef til vill um aldur og ævi. Að þeim látnum verða þau ef til vill dregin fram í dagsljósið fyrir tilviljun og þá uppgötvast gildi þeirra. Grein- ar em skrifaðar og bækur um þau. Jarðneskur bústaður þeirra er frið- aður og kostað miklu fé til þess að vemda hann og endumýja en hver var ræktarsemin í þeirra garð á meðan þeir lifðu? Ef til vill engin. Er ekki kominn tími til þess að snúa þessu við? Sama er að segja um marga mynd- listarmenn. Þeir geta ekki framfleytt sér af verkum sínum nema sárafáir og verða að misþyrma sál sinni og hæfileikum við önnur störf. Margir fá ekki að sýna vegna þess að verk þeirra em ekki í samræmi við stefiiu og skoðanir þeirra sem ráða yfir sýn- ingarsölum. í því sambandi minnist ég orða Billy Grahams: „Leggðu ekki steina í götu náunga þíns. hjálpaðu honum þvert á móti.“ Gallerí em orðin æði mörg, að minnsta kosti miðað við fólksfjölda, en mættu gjaman vera fleiri. For- ráðamenn þeirra mættu vera við- sýnni. Það er ábyrgðarhluti að útskúfa mönnum og verkum þeirra sem hafa annan smekk en maður sjálfur. Það á að vera tjáningarfrelsi i landinu en þetta frelsi takmarkast þó oft við fjármagn og aðra aðstöðu. Það væri hart ef skáld og myndlist- armenn þyrftu að eiga prentsmiðju og gallerí til þess að geta starfað en það er sjálfsagt langt í land hvað það snertir. Ég vil því með þessum orðum hvetja þá sem aðstöðu hafa í þessum efhum til þess að víkka sjóndeildar- hring sinn og sýna mannkærleika og umhyggju hverju frækomi menn- ingarinnar til þess að það geti dafnað og unnið gott verk í sálum mann- anna. Takist þetta er takmarki þessarar greinar náð. Eggert E. Laxdal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.