Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 12
12 Neytendur Tölvusala minnkar Við höfðum samband við nokkra tölvusala til að heyra í þeim hljóðið en eins og kunnugt er var settur 25% söluskattur á tölvur nýverið. Ljóst er að vélbúnaður hækkar ekki allur um 25%. Umboðsmenn hafa lagt hart að framleiðendum að lækka verð og þannig hefur mörgum aðilum tekist að gera betri innkaup. Er ekki óalgengt að vélbúnaður hækki um 15%. Sölumaður Bókabúðar Braga taldi þó að salan ætti eftir að minnka eitt- hvað, áhrif söluskatts væru ekki enn komin fram. Hann taldi að sölu- skatturinn kæmi þó kannski ekki svo mikið niður á sölu vélbúnaðar, það væri erlendur hugbúnaður sem mest yrði fyrir barðinu á skattinum. Hjá tölvudeild Pennans í Hallar- múla eru menn þegar famir að merkja hækkunina í minnkandi sölu á tölvum en ýmis aukabúnaður, s.s. prentarar, er farinn að seljast aftur. Sölumaður þar sagði að áhrifa skattsins væri kannski ekki enn far- ið að gæta, þetta væri kannski ekki sá árstími sem menn huguðu að tölvukaupum. Hann taldi þó að skatturinn kæmi tvímælalaust til með að hafa neikvæð áhrif fyrir tölvuvæðingu í landinu því erlendur hugbúnaður hefði alveg hætt að selj- ast. Þar á meðal em ýmis algeng forrit, s.s. Turbo Pascal og Sidekick. Hjá Einari J. Skúlasyni töldu menn að áhrifin væm ekki að fullu komin fram enda sá árstími sem menn notuðu til sumarleyfa, ekki hvað síst þeir sem tækju ákvarðanir hjá fyrirtækjum. Tölvusala hjá fyrir- tækinu hefur þó engan veginn stöðvast en þó hefur mikið dregið úr enda keyptu menn tölvur af mikl- Tölvusala hefur ekki minnkað jafnmikið og sumir spáðu FIMMTUDAGUR 13. ÁGLJST 1987. ekki um móð síðustu dagana áður en skatturinn kom til framkvæmda. Hugbúnaður hefur hins vegar eng- an veginn selst í samræmi við þá miklu sölu sem var í vor. Ástæðan gæti verið sú að menn hafi flýtt sér að festa kaup á vélbúnaði en ekki gert sér grein fyrir því að h^gbúnað- ur myndi einnig hækka, eða þá bara að menn nota síður sumarið til að setja sig inn í notkun flókinna for- rita. Þetta á sérstaklega við um skrifstofuforrit eins og Open access. Þannig bitnar hækkunin kannski mest á skólum og stærri fyrirtækj- um. Einkanotendur skiptast kannski frekar á disklingum og afrita. Það er hins vegar ólöglegt og er stofnun- um, fyrirtækjum, og skólum ekki stætt á því að fremja slík lögbrot þó að menn úti í bæ geti kannski gert þetta óáreittir. -PLP Risarnir örvæntingarfullir Vegna mikilla undirboða japanskra og kóreskra tölvuframleiðenda hefur sala á tölvum risanna Apple og IBM hraðminnkað hin síðari ár. Áður stóð slagurinn svo til eingöngu á milli þess- ara tveggja aðila og kostaði það IBM mikið auglýsingastríð að ná fótfestu með PC vél sína. Fyrstu einkatölvurnar Þetta hefúr verið mjög hröð þróun. Apple var fyrsta fyrirtækið sem áttaði sig á því að tölvur mætti framleiða og selja til einkanota. Þetta hafði engum dottið í hug. Apple lagði á það mikla áherslu í auglýsingum sínum að skapa tölvum fyrirtækisins vingjamlega og hálf- hlægilega ímynd. Þannig er merki fyrtækisins epli sem búið er að bíta af stykki en það var u.þ.b. það síðasta sem fólk hefði sett í samband við tölv- ur. Með þessu var fyrirtækið að eyða hræðslu almennings við hina nýju tækni en flestir báru óttablandna virð- ingu fyrir tölvum. Þetta gerði það að verkum að alls kyns fólk, sem að öðr- um kosti hefði fussað við tölvum, tók nú að hafa fyrir þeim áhuga. Róið á önnur mið Er IBM setti PC vél sína á markað reri það á önnur mið. I auglýsingum var rík áhersla lögð á gildi hennar fyrir fyrirtæki og viðskipti. Þannig voru það menn í gráum jakkafötum með stresstöskur sem sáust í auglýs- ingum og var höfðað til þess hóps sem varð útundan hjá Apple. IBM gleymdi heldur ekki að létta ímynd tölvunnar og var Chaplin notaður til þess. I auglýsingastríðinu, sem síðan kom, skerptust andstæðurnar enn frekar. Apple kom með mús og PC varð enn skrifstofulegri og praktískari. Þetta endaði með því að Apple var komið í öngstræti. Sá hópur, sem höfðað var til i auglýsingum fyrirtækisins, voru blankir menntamenn sem gátu ekki borið uppi samkeppni við allt það fjár- magn sem streymdi um hendur IBM. Apple skipti um aðferð og setti á mark- að Macintosh, tölvu með mun alvar- legra yfirbragði. „Samhæfðar“ tölvur Þessi fyrirtæki þurftu að leggja í mikinn hönnunar- og auglýsinga- kostnað, sem svo undirboðsfyrirtækin njóta góðs af en þau framleiða eftirlík- ingar. Þetta hefur þeim tekist vegna þess að tölvumar eru samsettar úr hlutum sem fást á almennum markaði og eru ekki bundnir einkaleyfum. Þetta er sérstaklega áberandi með tölvur IBM en PC vél þeirra hefur verið stæld af ótal framleiðendum og hefur markaðshlutdeild risans hraðm- innkað en „pésum“ annarra framleið- enda hefur fjölgað svo ört að engin leið er að átta sig á öllum þeim fjölda. Apple á ekki við sama vandamál að stríða. Tölvur þess eru mun lokaðri, þ.e.a.s. hlutar úr þeirn eru eigin hönn- un Apple og því þundnir einkaleyfum. Nokkrum framleiðendum hefur þó te- kist að komast framhjá þessu, eins og t.d. Laser fyrirtækinu í Hong Kong en það framleiðir eftirlíkingu sem þyk- ir mjög góð en er mun ódýrari. Það sem er þó verra fyrir Apple er að allir „pésamir" sem framleiddir eru gera það að verkum að sú tegund tölva er nánast ráðandi á markaðnum, Apple kerfið er æ minna notað. Ný kerfi I ár hafa svo báðir risamir komið Nýju einvalatölvurnar frá IBM ollu vonbrigðum vegna þess að búist hafði verið við byltingu með tilkomu þeirra. IBM notaði litla flakkarann hans Chaplins til að létta ímynd PC i aug- lýsingum. með ný kerfi. Apple varð fyrra til og setti á markað Macintosh II, tölvu með mun alvarlegra yfirbragði en áður hafði tíðkast hjá fyrirtækinu. Ekkert gerðist svo þar til IBM setti á markað Personal System, einmenn- ingstölvur, mánuði síðar. Yfir hönnun þessa kerfis hafði hvílt gífúrleg leynd. Heimurinn stóð á öndinni, allir héldu að nú myndi IBM hella á markaðinn næstu kynslóð af tölvum. En menn urðu fyrir vonbrigðum. Ekki var um nýju „súpertölvumar", sem allir vom að bíða eftir, að ræða heldur aðeins mjög endurbætta útfærslu af PC tölv- um, nýtt kerfi, byggt á hinu gamla en nú þrælvarið einkaleyfum. Víst var um tækniundur að ræða, aldrei áður hafði sést þvílík upplausn á skjá en þetta var ekki það sem beðið var eft- ir. Verðbréf IBM féllu í verði sama dag og tölvan var kynnt en Apple hækk- aði. John Sculley, stjórnarformaður Apple fyrirtækisins, með nýja tölvu, Macintosh II. Meira að segja músin er orðin alvarleg. Fjöldi tölva Er rætt var við tölvusala vegna greinarinnar hér á síðunni kom í ljós að síðustu þrjú árin hefur selst gífúr- legurfjöldi einkatölva. Nefiidu menn þúsundir í þessu sambandi. Ástæða þessa er vafalaust sú að verð hefur lækkað gífurlega á tímabilinu og kemur þar til mikil samkeppni en japanskir og kóreskir framleiðendur hafa mðst inn á markaðinn með ódýrtm eftirlíkingar af vélbúnaði bæði Apple og IBM fyrirtækjanna. Þessar eftirlíkingar em oftast ekkert síðri og mun ódýrari. Hefur því verð- ið lækkað til muna og á eflaust eftir að lækka meir. Sem dæmi um þessa þróun má nefna að Victor tölvur fást nú á lægra verði heldur en í október og það þó settur hafi ver- ið á þær 25% söluskattur á tímabil- inu. Við ákváðum að kanna hver íjöld- inn raunvemlega væri. Hjá Einari J. Skúlasyni töluðu menn um að reiknað væri með þetta 3.000 vélum á ári. Þannig er talið að í fyrra hafi selst 2.500-2.900 vélar en í ár stefni salan í að vera 3.500 vélar. Þessar tölur em þó ekki annað en líklegar tölur en þær eru fyrst og fremst byggðar á sölu hugbúnaðar. Svo er fundinn upp stuðull þeirra tölvueig- enda sem ekki hafa keypt neinn hugbúnað heldur fá hann að „láni“ frá öðrum. Ef við gefum okkur þá forsendu að þessar tölur nálgist það að vera réttar þá er einkatölvueign lands- manna ekki undir 10 þúsund tölvur og er þá aðeins verið að tala um tölvukaup síðustu þriggja ára. Tölvuvæðingin virðist því vel á veg komin en flestir sem rætt var við vom mjög eindregið á þeirri skoðun að söluskatturinn væri tilræði yið þessa þróun jafnvel þó hann drægi kannski ekki svo mjög úr sölu. -PLP Tolvusala hefur aukist gífurlega síöustu þjú ár. Ein helsta ástæða þessa er að mikil verðsamkeppni hefur ríkt á markaðnum og hafa stöðugt fleiri gerðir litið dagsins Ijós. Á myndinni sést sending af Amstrad PC en þessi tölva hefur selst mjög vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.