Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 40
 * t'JP -s". Veðrið á morgun: Rigning eða súld um mest- allt land Austan- og norðaustanátt verður um land allt á morgun. Þurrt verður að mestu á Vesturlandi og í innsveit- um fyrir norðan, annars dálítil rigning eða súld. Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig. Banaslys á Þing- vallavegi LOKI Svo er spurningin hver fær stærsta Kringlubitann! Tuttugu og sjö ára gamall Reyk- víkingur varð fyrir vöruflutninga- bíl á Þingvallavegi i gærkvöldi. Slysið varð við Tjaldanes og var lögreglunni í Haínarfirði tilkynnt um það klukkan 19.42. Maðurinn var með lífsmarki þegar komið var á slysadeild Borgarspítalans en lést þar skömmu síðar. Ekki er hægt að geta nafns hins látna að svo stöddu. -sme Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rifstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 13. AGUST 1987. Jón Baldvin: Utvegs- banka- dæmið mun vevra en menn bjuggust við ..Flugstöðin er ekki eina dæmið um að fjármálaáætlanir hafi farið úr böndunum. Það blasa við fleiri dæmi um þetta, því miður, og þar verður uppgjörið á Útvegsbankan- um sjálfsagt alvarlegasta málið. Þar er ástandið miklu verra en búist var við,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son íjármálaráðherra í samtali við DV í morgun. Varðandi þann milljarð sem Flug- stöð Leifs Eiríkssonai- hefur farið fram úr kostnaðaráætlun sagði Jón Baldvin að hann hefði skrifað ríkis- endurskoðun bréf og farið fram á fullnægjandi skýringar á hvers vegna þessi kostnaðaráætlun brást gjörsamlega. Landamæri V-Þýskalands og Hollands: Islendingar margoft teknir með fíkniefhi „Við erum stöðugt að fá tilkynn- ingar um að íslendingar hafi verið stöðvaðir á leið frá Amsterdam þegar þeir koma að landamærum Hollands og V-Þýskalands þar sem tollgæslan er sérstaklega ströng og margir þeirra hafa afþlánað fangelsisdóma hér í V-Þýskalandi vegna þessa á undanfömum árum. Það virðist venjan að þeir fai um eins árs fang- elsisvist fyrir að það finnist hjá þeim kíló af hassi,“ sagði Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra íslands í Bonn í V-Þýskalandi, þegar hann var spurður um 23 ára gamlan fs- lending, fæddan 1964, sem hand- tekinn var fyrir skömmu á þessum landamærum eftir að eitt og hálft kíló af hassi fannst í farangri hans í lest á leið fr'á Amsterdam til Kaup- mannahafhar. Situr hann nú í gæsluvarðhaldi í fangelsi í Lingen, smáþorpi í V- Þýskalandi, skammt frá landamær- um Holiands og er þess ekki vænst að mál hans verði tekið fyrir dóm- stóla fyrr en eftir 2-3 mánuði. Á hann líklega yfir höfði sér um árs fangelsisdóm. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk í utanríkisráðuneytinu, hafa þónokkrir íslendingar afplánað dóma í þessu sama fangelsi fyrir fíkniefhasmygl en ekki var hægt að fá tölur um hve margir þeir eru. Einn hefur nýiega verið látinn laus eftir afplánun en þyngsti dómur, sem íslendingur hefúr fengið fyrir slíkt brot þama, er á milli fjögur og fimm ár en þurfti hann þó ekki að afþlána hann ailan. Sá misskilningur virðist vera algengur hjá þeim sem ætla að reyna að smygla fíkniefnum yfir þessi landamæri að ef þeir verði handteknir fái þeir að taka út refs- inguna hér á iandi. -BTH Albert á sjúkrahúsi: Honum líður vel ir Eins og mörgum er kunnugt var Albert Guðmundsson, leiðtogi Borg-Í araflokksins, lagður inn á spítala í| byrjun síðustu viku. Við þetta hafa Gróur bæjarins tekið við sér og ótrúlegustu sögur komist ál kreik um heilsufar hans. Staðreyndinl er hins vegar sú að Albert kenndi sér meins og var iagður inn á sjúkrahús til rannsóknar. Niðurstöður benda til I að um hafi verið að ræða vægt tilfelli | af kransæðastíflu. Albert dvelur nú á sjúkrahúsinu í góðu yfirlæti og að sögn Brynhildarl Jóhannsdóttur, eiginkonu hans, líður | honum vel. Ekki hefur verið ákveðið ’ hvenær hann fer heim aftur. es Kaupfelag Svalbarðseyrar: Ekki enn til saka meðferðar í f í f , Jóm G. Haukssan, DV, Akureyii „Mál Kaupfélags Svalbarðseyrar er fyrst og fremst gjaldþrotamál. Öll vinna hefur verið lögð í gjaldþrota- skiptin og þetta er ekki til meðferðar eins og sakamál. En hvort það verður tekið til sakameðferðar vil ég ekkert segja um,“ sagði Halldór Kristinsson sýslumaður er DV spurði eftir nauð- ungaruppboðið í gær hvort mál félags- ins yrði rannsakað sem sakamál en miklar ásakanir ýmissa eru um að í rekstrinum hafi átt sér stað saknæmir hlutir. Nánar segir frá uppboðinu sjálfú á bls. 2 i i í „Um síðustu áramót lá sú vitn- eskja fyrir í fjármálaráðuneytinu að þama væri allt innan ramma áætl- unar og talað um vandaða og trausta áætlunargerð. I apríl var komið ann- að hljóð í strokkinn og í stjómar- myndunarviðræðunum vom nefndar tölur eins og 400 milljónir og nú er þetta orðinn milljarður,“ sagði Jón Baldvin. Sjúkrabifreið sækir hinn slasaða. Maðurinn lést á slysadeild skómmu siðar. Hann sagði að lokum að sennilega yrði tekið lán til að bjarga þessu nú. „En hvað þýðir lán,“ spurði Jón, „þjóðin verður að greiða það og til þess þarf skattatekjur þótt seinna verði.“ -S.dór á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.