Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. Fréttir Nauðungaruppboðið á Kaupfélagi Svalbarðseyrar í gær: Vlð blasir um 220 milljóna gjaldþrot Jón G. Haukssan, DV, Akureyjx Við blasir um 220 milljóna gjaldþrot Kaupfélags Svalbarðseyrar eftir að rúmar 68 milljónir króna fengust fyrir fasteignir félagsins á þriðja og síðasta nauðungaruppboði þrota- búsins sem fram fór í gær. Kröfur í búið námu um 320 milljónum króna, þar af um 100 milljónir frá Sam- vinnubankanum og stofnanadeild samvinnufélaganna. Þrátt fyrir að flestaliar fasteignir Kaupfélagsins hafi verið boðnar upp í gær á enn eftir að bjóða upp lausafé og eins á eftir að sjá hversu mikið fæst fyrir útistandandi skuldir. Bjartsýnustu menn nefndu í gær að 30 milljónir fengjust fyrir lausaféð og útistandandi skuldir. Það þýðir að alls er reiknað með um 100 millj- ónum upp í 320 milljóna kröfúna. Þannig er 220 milljóna króna gjald- þrotið fengið. Fjölmenni var á nauðungarupp- boðinu sem fram fór á Svalbarðseyri i gær. Hljóðið var mjög þungt í heimamönnum, dimmur dagur, sögðu þeir. Uppboðið hófet klukkan tiu i gærmorgun og stóð fram til klukkan hálfþrjú. Samvinnubank- inn keypti langflestar fasteignimar en bankinn, sem stærsti kröfúhafi, krafðist þess að uppboðið feri fram en að ekki yrði reynd frjáls sala eign- anna. Skiptastjóri telur að hagur búsins sé mun verri en ef frjáls sala hefði farið fram. Hagur búsins verri án frjálsrar sölu Jcm G. Hauksson, DV, Akureyii „Eg tel að umtalsvert meira hefði fengist fyrir flestar eignimar, sem seld- ar vom á uppboðinu, ef um hefði verið að ræða frjálsa sölu,“ sagði Hafeteinn Hafsteinsson, skiptastjóri þrotabús kaupfélagsins, eftir nauðungarupp- boðið í gær en hann hefur í nokkra mánuði reynt að selja eignir búsins frjálsri sölu og var komið með nokkur tilboð. „Sem dæmi get ég nefnt að fjárréttin fór á 5 milljónir en tilboð var í hana upp á 9,5 milljónir. Fyrir lá tilboð í frystihúsið upp á 35 milljónir en það fór á 15 milljónir á uppboðinu. Slátur- húsið fór á 4 milljónir en fyrir lá tilboð upp á 8 milljónir og Jakobshús fór á 2 milljónir en tilboð upp á 3,8 milljón- ir lá fyrir,“ sagði Hafeteinn Hafeteins- son skiptastjóri. Staðgreiða, takk! Jón G. Haukssan, DV, Akureyiú Hún vakti mikla athygli yfirlýsingin sem Samvinnubankamenn gáfu út í upphafi nauðungamppboðsins í gær um að staðgreiða yrði lánin til bank- ans ef viðkomandi keypti eignina. Til skýringar skulum við gefa okkur að af 7 milljón króna eign, sem 6 millj- ón króna lán Samvinnubankans hvíldi á, yrði viðkomandi, sem keypti á 7 milljónir, að greiða bankanum strax 6 milljónimar. Menn töldu að þessi yfirlýsing hefði latt ýmsa til að bjóða í á móti bankan- um. Skora á ykkur að gera boð fán G. Hauksson, DV, Akureyii Uppboðið á Svalbarðseyri var oft á tíðum fjömgt. Sýslumaðurinn, Halldór Kristinsson, hvatti menn mjög til að bjóða og sem dæmi má nefria að þegar sláturhúsið, það nýrra, var boðið upp var fyrsta boð 1 milljón. Síðan mátti heyra tölumar 1,5, 1,7, 2,3, 2,5, 3, 3,2, 3,8 og loks 4 milljónir. Og Samvinnu- bankinn hafði betur. „Ekki krónu fyrir uppboðið" ón G. Hankssan, DV, Akuieyri: „Ég fékk engar prósentur af sölu ngnanna fyrir að bjóða þær upp. Ekki íin króna fór í minn vasa,“ sagði Halldór Kristinsson sýslumaður en viðstaddir ræddu það sín á milli í gær ið hann hefði tekið 2% af sölu hverr- ir eignar. Halldór Kristinsson sýslumaður á uppboðinu í gær: „fyrsta, annað og jriðja". Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans, og Skúli H. Pálmason, lögfræðingur bankans, höfðu í nógu að snúast á uppboðinu á Svalbarðseyri í gær. Mikið fjölmenni var á uppboðinu. DV-myndir JGH Sverrir Guðmundsson: „Þetta hörmu- ii Jón G. Haukssan, DV, Akureyit „Þetta er i einu orði sagt hörmu- legt,“ sagði Sverrir Guðmundsson, bóndi á Lómatjöm, en hann var starfemaður Kaupfélags Svalbarðs- eyrar á árunum frá 1977-1986 eða þangað til Kaupfélagið hætti starf- semi sinni. Sverrir sagði að þrátt fyrir að at- vinnulífið væri dapurt á Svalbarðs- eyri þá vonuðust allir þar til að hægt yrði að endurrreisa atvinnu- starfeemina aftur, þótt menn væm reyndar misbjartsýnir á það. Sverrir Guðmundsson, bóndi á Ló- matjörn, starfsmaður kaupfélagsins i mörg ár. Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans: Tap bankans ekki Jón G. Hauksson, DV, Akureyit „Það er ekki ljóst ennþá hve bankinn tapar miklu vegna þessa gjaldþrots Kaupfélags Svalbarðseyrar. Við keyptum flestar eignimar en hinn leikurinn er eftir, að selja þær,“ sagði Geir Magnússon bankastjóri Sam- vinnubankans stærsta kröfuhafans eftir nauðungamppboðið í gær. Geir sagðist ekki hræddur um að bankinn sæti uppi með eignimar, það væri frek- ar spuming um endanlegt verð sem fengist fyrir þær. Samvinnubankinn lagði 25 milljónir króna í afskriftasjóð um síðustu ára- mót vegna gjaldþrots Kaupfélagsins. Hagnaður af rekstri bankans var um 16 milljónir en eftir að 25 milljónir Ijóst höfðu verið afekrifaðar var tap bank- ans um 8 milljónir króna á síðasta ári. „Eigin fjárstaða Samvinnubankans er sterk, þrátt fyrir þetta fyrsta alvar- lega skakkafall í sögu bankans. Eigið fé var um síðustu áramót um 347 millj- ónir króna og eiginflárhlutfallið um helmingi meira en krafist er í lögum um bankana." En hversvegna lánaði bankinn stöð- ugt til kaupfélagsins, að því er virðist, án nægilegra trygginga? „Mál Kaupfélagsins var tilkomið áður en ég kom til starfa sem banka- stjóri en ég tel að gríðarleg verðbólga á árunum í kringum 1983 og litlar endurgreiðslur hafi skipt miklu máli, lánsupphæðin rauk upp og margfal- daðist." Bjami Hóimgrímsson oddvHi: Dapur dagur á Svalbarðseyri Jón G. Hauksaau, DV, Akoreyii „Ég vona að þessi'öfluga hreyfing sem keypti eignimar ætli sér að nota þœr áfram,“ sagði Bjami Hólm- grímsson oddviti Svalbarðsstrandar- hrepps eftir nauðungamppboðið í gær og átti hann við Samvinnu- hreyfinguna en Samvinnubankinn keypti flestar eignimar á uppboðinu. „Hún er mjög dauf starfeemin á Svalbarðseyri, hér starfa aðeins um sjö manns núna en um sjötíu vom hér í vinnu áður, þegar mest lét.“ Bjami sagði að tap hreppsins vegna gjaldjjrotsins væri um fjórar milljónir, auk þess hefði komið um tveimur milljónum króna minna í aðstöðugjöld til hreppsins vegna þess að starfsemi Kaupfélagsins væri minni en áður. „Það kora mér mjög á óvart hvað Samvinnubankinn var harður og beitti sér stíft í að kaupa landið sem Kaupfélagið átti. Hrepp- urinn bauð í á móti bankanum enda tel ég eðlilegast að hreppurinn eigi þetta land.“ Um það hvort hreppurinn myndi ekki kaupa landið af Samvinnu- bankanum sagði Bjami að það væri til skoðunar. „Hreppurinn hefur allt- af eignarnámsréttinn og það verð sem þá yrði að borga yrði samkvæmt mati.“ Uppboðið á kartöfluverksmiðjunni: „Ekki fyrirfram ákveðið“ Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Nei, það var ekki fyrirfram ákveðið að við myndum ekki bjóða í kartöflu- verksmiðjuna," sagði Skúli H. Pálma- son, lögfræðingur Samvinnubankans, en viðstaddir töluðu sín á milli um plott varðandi það uppboð þar sem Samvinnubankinn bauð ekki í verk- smiðjuna á móti Kjörlandi hf. en KEA á 60% hluta í því. „Við sáum ekki ástæðu til þess að bjóða þegar komið var rúmlega 19 milljóna króna boð Kjörlands þar sem ekki er talið að hægt sé að selja verk- smiðjuna aftur fyrir mikið meira.“ Rétt áður en kom að uppboði verk- smiðjunnar kom Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri KEA, á staðinn og ræddu viðstaddir þá sín á milli um að nú fengi Samvinnubankinn keppinaut en bankinn hafði þá keypt allar eignir sem boðnar höfðu verið upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.