Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 5 dv________________________________ Sljómmál Alþýðubandalagið: Formannsslagurinn hafinn - þótt enn Enn eru um það bil 3 mánuðir til landsíundar Alþýðubandalagsins en samt er slagurinn um hver verði næsti formaður flokksins hafinn af fullum krafti. Liður í þeim átökum eru þær hugmyndir sem uppi eru um að víkja Össuri Skarphéðinssyni, stjómmála- ritstjóra Þjóðviljans, irá og ráða þægari mann í staðinn. Svavar Gests- son, formaður Alþýðubandalagsins, hefur enn enga opinbera yfirlýsingu gefið um það hvort hann gefur kost á sér áfram sem formaður flokksins eða hvort hann ætlar að draga sig í hlé. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson Sá eini sem vitað er fyrir víst að gefur kost á sér er Ólafur Ragnar Grímsson. Að vísu hefur Guðrún Helgadóttir lýst því yfir að hún sé tilbúin að taka við hvaða þvi starfi sem flokkurinn kýs hana til. Þessa yfirlýsingu má taka þannig að hún sé tilbúin til að fara í formannsslaginn. Leitað að manni gegn Ólafi Ragnari Hið svokallaða flokkseigendafélag hefur allt frá miðstjómarfundinum í júní verið að leita að manni til að fara fram gegn Ólafi Ragnari sem það get- ur ekki hugsað sér að verði næsti formaður. Þeir sem DV hefur rætt þessi mál við segja að flokkseigendafé- lagið hafi enn ekki fundið þennan mann. Miðað við hvað leitað hefur verið er eins og flokkseigendafélagið gangi út frá því sem vísu að Svavar Gestsson gefi ekki kost á sér áfram. Þessir sömu menn benda á að ef til einvígis kemur milli þeirra Svavars og plafs muni Svavar vinna nauman sigur. Það sé hins vegar vont vega- nesti fyrir sitjandi formann að vinna nauman sigur á landsfundi og deilum- ar í flokknum muni ekki minnka við það. Ólafur sættir ekki stríðandi öfl Á það er einnig bent að Svavar hafi reynt að koma fram sem sáttasemjari í þeim hörðu deilum sem ríkja innan flokksins en ekki tekist að sætta stríð- andi öfl. Þess gjaldi hann nú. Hann hefði frekar átt að taka af skarið en reyna að vera í hlutverki sáttasemj- ara. Nú sé kominn tími til að komi formaður sem taki á þessum málum. En sá maður er ekki auðfundinn. Nái Ólafur Ragnar kjöri munu deil- ur innan flokksins magnast en ekki setja niður. Ólafur er ákaflegá um- deildur maður innan flokksins - einn af þessum mönnum sem fólk er annað- hvort með eða á móti. Ekkert þar í milli. Einn af þingmönnum flokksins sagði Ragnar Arnalds - er hann maðurinn sem leysir deilurnar um formann- inn? í samtali við DV: „Þá springur allt ef Ólafur verður formaður." Þessi sami þingmaður sagði að hann sæi engan mann sem gæti tekið við flokknum nú nema Ragnar Amalds. Sagði hann að margir þingmenn flokksins væru þessarar sömu skoðunar. Ragnar væri sá maðurinn sem stríðandi öfl innan flokksins gætu frekast sæst á. Ragnar lítið spenntur Vitað er að reynt hefur verið að fá Ragnar til að gefa kost á sér til for- manns. Ragnar mun ekki hafa gefið afsvar en er heldur ekkert ginnkeypt- ur fyrir því að taka aftur að sér formennsku. Menn segja það ósköp eðlilegt. Ragnar sé búinn að vera form- aður flokksins, þingmaður og ráð- herra. Nú sitji hann við að skrifa annað leikrit eftir að hafa slegið í gegn sem leikritahöfundur í fyrra. Alþingismaðurinn sem fyrr er vitnað til sagði þetta ekki rétt. Hann benti á að þegar deilumar risu sem hæst á Varmalandsfundinum í vor hefði Ragnar ekki ’tekið til máls. Hans skýrsla á miðstjómarfúndinum í júní hefði líka verið eina skýrslan sem sáttabragur hefði verið á. Þetta sagði hann merki þess að Ragnar væri ekki afhuga því að taka við flokknum. Reyna samningaleiðina Nokkrir Alþýðubandalagsmenn, sem DV ræddi við, sögðu að ef flokks- eigendafélagið fyndi ekki mann til að fara fram á móti Ólafi myndi það að öllum líkindum reyna einhvers konar samninga við Ólaf Ragnar og hans menn um hugsanlega valddreifingu. Ef Ólafur yrði formaður fengi flokk- seigendafélagið einhverjar ábyrgðar- stöður í staðinn, svo sem formann framkvæmdastjómar og varaformann. Margir af stuðningsmönnum Ólafs munu ekki hlynntir því að fara út í Lvfeyrissjóðirnir vilja 7,5% vexti Á fundi fulltrúa lífeyrissjóðanna og Húsnæðisstofiiunar ríkisins um skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna, sem haldinn var í gær, bauðst stjóm Landssambands lífeyrissjóða til að mæla með því við sjóðina að þeir keyptu skuldabréf Húsnæðisstofh- unar gegn því skilyrði að vextir af bréfunum yrðu 7,5% umfram verð- tryggingu bæði árið 1988 og 1989. Þá lögðu þeir til að lánstíminn yrði sá sami og í síðustu samningum sem er fijálst val lífeyrissjóðanna um 20 ára, 25 ára eða 30 ára skulda- bréf. Þá vilja lífeyrissjóðimir að skuldabréfin verði samin í samráði við sjóðina og beri með sér einfalda ríkisábyrgð, uppsagnai'ákvæði frá hendi lífeyrissjóðs ef ráðstöfunarfé hans verður neikvætt einhvem tím- ann á lánstímanum, að verðtrygging haldist ef lífeyrissjóður kýs að fram- selja bréfið. Þá vilja lífeyrissjóðimir að öll atriði síðasta samkomulags verði komin í framkvæmd þegar nýi samningurinn verður undirritaður. Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, sagði í samtali við DV að fúlltrúar Húsnæðisstofnunar hefðu tekið sér frest til að skoða þetta til- boð og gera gagntilboð en annar fúndur er ákveðinn á mánudaginn kemur. -S.dór séu þrír mánuðir tíl landsfundar Svavar Gestsson, formaður flokks- ins, hefur enn ekki gefið opinbera yfirlýsingu um hvort hann ætlar að vera formaður áfram eða hætta. Ólafur Ragnar er ákveðinn i að gefa kost á sér sem formaður flokksins á landsfundi í haust en flokkseigenda- félagið getur ekki hugsað sér hann sem formann. slíka samninga við flokkseigendafé- lagið, þeir vilji einfaldlega láta reyna á styrkleikann. Annar alþingismaður Alþýðubanda- lagsins, sem DV ræddi við, sagði að svo slæm reynsla væri af samninga- makkinu varðandi valddreifingu innan flokksins frá landsfundinum 1985 að hann tryði því ekki að slíkt yrði aftur reynt. Hann sagði það vera lífsspursmál í orðsins fyllstu merkingu fyrir flokkinn að finna formannsefni sem allir armar innan hans gætu sætt sig við. Það væri bara til að kljúfa hann að láta sverfa til stáls í form- annskjörinu milli stríðandi afla. Þótt ekki hafi farið mikið fyrir þess- um málum innan flokksins í fjölmiðl- um að undanfomu og sumarfrí hafi staðið yfir hefur verið unnið af krafti á bak við tjöldin. Búist er við að mál- efni Alþýðubandalagsins komist meira í sviðsljósið strax í byrjun næsta mán- aðar. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.