Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 19
18 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 19 Iþróttir Iþróttir Allgöver í nýju hlut- verki hjá Stuttgart - leikur stöðu „sweepers” og hefur staðið sig vel Karl Allgöver, miðvallarspilarinn •Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart og Arie Haan, þjálfari. sterki hjá Stuttgart, sem hefur skorað flest mörk leikmanna Stuttgart und- anfarin ár, hefur nú fengið nýtt hlutverk hjá félaginu. Arie Haan, þjálfari félagsins, færði Allgöver aftur og leikur hann nú stöðu aftasta vam- arleikmanns „sweepers” og hefur þessi gamli refur skilað hlutverki sínu mjög vel. Stuttgart er spáð góðu gengi í vetur undir stjóm Haan. „Við erum með góðan mannskap og ef við náum að mynda góða og sterka liðsheild, erum við til alls líklegir,” segir Haan. Flestir veðja á Bayem Múnchen í baráttunni um meistaratitilinn í V- Þýskalandi. Liðið er nú geysilega sterkt og leikur mjög skemmtilega knattspymu undir stjóm Jupp Heynckes. -SOS Bikarslagur Fram og Þórs: „Framarar hyggja örugglega á hefndir“ Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég hef ekki trú á því að Þórsliðið sé búið að segja sitt síðasta orð í 1. deildar keppninni þrátt fyrir tapið gegn Valsmönnum," sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Akureyrarliðsins Þórs. Þórsliðinu hefur gengið mjög vel að undanfömu og undir stjóm Jó- hannesar tapaði liðið ekki leik í júlí - það lék fimm deildarleiki og tvo bik- arleiki án taps. Jóhannes Atlason hefur verið útnefndur DV-þjálfari júlí- mánaðar. Þórsliðið er nú í fjórða sæti í 1. deild- arkeppninni, sex stigum á eftir Valsmönnum. Byrjunin var ekki góð hjá Þór. Eftir góðan útisigur gegn Fram, 3-1, í fyrstu umferð íslands- Einar er í sjötta sæti Einar Vilhjálmsson spjótkastari er í sjötta sæti yfir stigahæstu menn í spjótkastskeppni Grand Prix-stiga- mótunum. Einar hefur hlotið 20 stig, en Sigurður Einarsson er í fimmtánda sæti með 8 stig. Átta stigahæstu spjót- kastaramir komast í úrslitakeppni Grand Prix, sem verður í Brússel 11. september. Eins og við sögðum frá í gær, þá keppa þeir félagar í London og Köln um helgina. Þeir Einar og Sigurður glíma t.d. við Evrópumeistarann Klaus Tafelmeier í Köln á sunnudag- inn. -SOS mótsins fékk liðið aðeins þrjú stig út úr næstu fimm leikjum sínum. Hvem- ig var andrúmsloftið í herbúðum Þórsara þegar fallbaráttan blasti við í byrjun? „Andrúmsloftið hjá strákunum var alls ekki slæmt en aftur á móti leið mér sjálfum ekki vel. Við áttum mjög erfiða útileiki í upphafi gegn Fram, Val, Keflavík og KR i sex fyrstu um- ferðunum. Á þessum tíma áttum við í miklum erfiðleikum vegna meiðsla leikmanna þannig að útlitið var ekki gott,“ sagði Jóhannes. Hvað varð til þess að leikur liðsins breyttist? „Við áttum mjög góðan leik gegn Skagamönnum í fimmtu umferð um miðjan júní, okkar besta leik í sumar. Það var létt yfir mönnum en strax á eftir kom stór skellur, 0-5, gegn KR í Reykjavík. Sem betur fer náðum við okkur upp aftur í næsta leik og lögðum Víðismenn að velli með sömu marka- tölu, 5-0, hér á Akureyri. Ég tel að leikurinn gegn Skagamönnum hafi orðið til að breyta mestu hjá okkur. „Erffitt að kyngja jafnteflinu gegn Keflavík“ - Eftir hið góða gengi í júlí kom skell- ur gegn Val. Já, okkur gekk vel í júlí. Unnum fjóra leiki en urðum að sætta okkur við jafhtefli, 2-2, gegn Keflavík. Það eru þau úrslit sem ég hef átt hvað erfiðast með að kyngja í sumar. Ég tel hins vegar að liðið hafi komið mjög vel undirbúið í leikinn gegn Valsmönnum en leikurinn þróðaðist ekki okkur í hag. Við fengum tvö dauðafæri áður en við færðum Vals- mönnum þeirra fyrsta mark á silfur- fati. Ef við hefðum náð að skora í upphafi er ekki víst að Valsmenn hefðu sloppið vel héðan. „Stefnum að þrennu gegn Fram“ Þórsliðið verður í sviðsljósinu á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 18.30. Þá mætir það Framliðinu í undanúr- slitum mjólkurbikarkeppninnar. Hveijir eru möguleikar Þórsliðsins? „Það hefði verið hægt að hugsa sér léttari andstæðinga í þessum leik. Þetta er í annað skiptið sem ég er í undanúrslitum með Þórsliðið í bikar- keppninni. Og í bæði skiptin höfum við leikið gegn Fram. Framarar slógu okkur út 1985. Okkur hefur aftur á móti gengið vel með Fram í sumar, við unnum báða deildarleikina gegn þeim, 3-1 og 4-1. Við stefnum að sjálfsögðu að því að fullkomna þrennuna. Það yrði geysi- Iega skemmtilegt að komast í bikarúr- slitin. Ég yrði mjög ánægður ef það tækist. Sennilega hyggja Framarar á hefhdir. Leikurinn við þá verður ör- ugglega mjög erfiður. „Við gefumst ekki upp“ - Eru Þórsarar búnir að missa af lest- inni í baráttunni um meistaratitilinn eftir skellinn gegn Val? „Ég er ekki að velta því fyrir mér þessa stundina. Við hugsum aðeins um einn leik í einu. Úrslitin gegn Val voru skellur fyrir okkur en strákamir í Þór eru þekktir fyrir annað en að gefast upp. Toppliðin í deildinni eiga marga innbyrðisleiki eftir. Það getur ýmislegt gerst áður en úrslit liggja fyrir,“ sagði Jóhannes Atlason, DV- þjálfari júlímánaðar. -SOS Rummenigge atvinnulaus! - kemst ekki í lið Inter Mflanó á halíu Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum fyrirliði v-þýska landsliðsins í knatt- spymu og leikmaður Bayem Múnchen, er nú atvinnulaus. Þessi kunni knattspymumaður, sem hefúr leikið með Inter Mílanó á Ítalíu undanfarin ár, kemst ekki lengur í Mílanóliðið og er á sölulista. Ástæðan fyrir því að Rummenigge er kominn út í kuldann er að Inter Mílanó keypti belgíska landsliðs- manninn Enzo Scifo fiá Anderlecht. Fyrir var hjá félaginu Daniel Passa- rella, vamarmaðurinn sterki frá Argentínu. Þeir Passarella og Scifo verða í bytjunarliði Inter Mílanó. Rummenigge er ekki eina knatt- spymusnjaman sem er atvinnulaus á Italíu. ítölsku HM-stjömumar Rossi, Tardelli, Gentile, Oriali og Dossena fá heldur ekki tækifæri til að leika. Spumingin er hvert Rummenigge fer? Bayem Múnchen hefur verið nefht í þvi sambandi. -sos • Karl-Heinz Rummenigge. Vona að reynslan If komi að notum ik - segir Pétair Ormslev sem kjórinn var leikmaður júlímánaðar á DV erfiðir við að etja. Ég vona hins vegar að reynslan komi að notum en við höfúm leikið í úrslitum bikarsins síð- Pétur Ormslev, Fram, hefur verið kjörinn leikmaður júlímánaðar af íþróttafréttamönnum DV. Hann stóð sig afar vel á umræddu tímabih. Þrívegis var kappinn valinn í úrvalslið DV og var framganga hans ótrúleg í þeim leikjum. Sérlega er minnistæð rimma Framliðsins við Akranes en þar bar Pétur höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Framliðið hefur vaxið mjög af styrk í allra síðustu umferðum og gleður leikur þess augað.. Laglegt spilið grundvallast á Pétri - hann er jafiian sá möndull sem allt snýst um í aðgerð- um liðsins. í spjalli við DV taldi Pétur kjörið heiður fyrir sig sem knattspymumann. „Ég er mjög ánægður að hafa orðið fyrir valinu," sagði hann jafnframt. Aðspurður um framhaldið í deildar- mótinu sagði Pétur að einn leikur yrði tekinn fyrir hveiju sinni; „Við hugsum ekki um íslandsmeist- aratitilinn í augnablikinu. Við tökum einn leik fyrir í einu og keppum að því að sigra. Liðin við toppinn spila undir meiri pressu en við og það getur komið nið- ur á leik þeirra. Við bíðum því færis og sjáum hvað setur. Þvi fer vitanlega fjarri að ég hafi afskrifað Framliðið í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Eins og málin standa skiptir hins veg- ar bikarkeppnin meira máli.“ Það verður hart barist i Laug- ardalnum i kvöld Er Pétur mátti segja sitt álit á bikar- leiknum í kvöld, glímu Fram og Þórs á aðalvellinum í Laugardal, sagði hann að þar yrði hart barist. „Þórsarar eru gífurlega sterkir og ustu þrjú árin. Ef við náum að sýna okkar rétta andlit, spila okkar leik, þá ættu úrslitin að verða okkur í hag. Við leikum vel þegar við náum sam- an.“ -JÖG • Jóhannes Atlason, þjálfari Þórsliðsins, stjórnar strákunum sínum gegn sinum gömlu lærisveinum í Fram. DV-mynd GK, Akureyri Gamlir refir á skotskónum - þegar Skagamenn lögðu Framara „Gömlu mennirnir” á Akranesi unnu góðan sigur, 3-1, yfir Fram í úrslitakeppni eldri knattspymu- manna. Leikurinn fór fram á Akranesi á þriðjudagskvöldið. Framarar skoruðu fyrsta mark leiks- ins, en síðan skoruðu landshðs- mennirnir gömlu, Guðjón Þórðar- son, Karl Þórðarson og Jón Gunnlaugsson, mörk Skagamanna. Þriðja liðið í úrslitakeppninni er Keflavík. Framarar lögðu Keflvík- inga að velh, 2-0, í fyrsta leik úrshta- keppninnar. Skagamenn leika gegn Keflvíkingum á grasvellinum í Keflavík á morgun kl. 17. Þeim næg- ir jafntefli til að verja meistaratitill sinn. -SOS wm °SJSJ^VLL L a I/EKIÐ gegnum dagmn 3.29 óótotóbttttPnlwft PÖNTUNARSÍMI651414 £®5 ~ li Stöðvar HSK15 ára sigurgöngu ÍR-inga? - í bikarkeppninni í frjálsum íþróttum Það eru margir sem spá því að hið unga og efriilega fijálsíþróttalið HSK nái að stöðva 15 ára samfellda sigurgöngu ÍR í bikarkeppninni um helgina. Mikið og öflugt starf hefur verið unnið hjá HSK og hafa kunn- áttumenn trú á að það starf skili sér á Laugardalsvellinum, þar sem 1. deildarkeppni bikarkeppninnar fer fram. UMSK og KR hjuggu nærri þess- ari einstöku sigurgöngu ÍR-inga i fyrra, en þá munaði ekki nema tveimur og hálfu stigi að veldi ÍR mvndi falla. ÍR, KR, UMSK, UÍA. UMFK og HSK keppa í 1. deild. Keppnin heíst kl. 14 á laugardaginn og síðan kl. 11 á sunnudaginn. 2. deildarkeppnin fer fram í Hafii- arfirði á sama tíma. Þar keppa sex félög. FH. Ármann, UMSB. USAH, UMSS og UDN. FH-ingar eru sigur- stranglegastir. 3. deildarkeppnin verður í Stvkkishólmi á sunnudag- inn kl. 13. Þar keppa sjö félög: UNÞ, HSH. HSÞ. USÚ. USVS. UMSE og HSS. -sos Heynckes er launa hæsti þjálfarinn í V-Þýskalandi • Pétur Ormslev, fyririiöi Fram í knattspyrnu, var DV-leikmaður júlimánuðar. DV-mynd Brynjar Gauti Jupp' Heynckes, þjálfari Bayem Múnchen, er tekjuhæsti þjálfarinn í V-Þýskalandi. Heynckes, sem tók við Bayem í sumar, heftir kr. 735 þúsund í laun á mánuði, eða rúmlega 8.8 millj- ónir í árstekjur. Heynckes hefur kr 189 þús. meira í laun heldur en næst tekjuhæsti þjálfarinn. Það er Otto Rehhagel hjá Werder Bremen sem hefur kr. 546 þús. í laun á mánuði. Næstir á blaði em Josip Skoblar hjá Hamburger, Arie Haan hjá Stuttgart og Erich Ribbeck hjá Leverkusen, með kr. 525 þús. Sá þjálfari sem hefur minnstu launin, er Scháfer hjá Karlsruhe. Hann fær kr. 273 þúsund. Þess má geta til gamans að laun Graham Taylor, framkvæmdastjóra Aston Villa, var til umræðu í enskum blöðum í vikunni. Taylor fær kr. 310 þús. á mánuði fyrir að stjóma hjá Aston Villa. Á þessu sést að laun þjálf- ara í V-Þýskalandi eru miklu hærri en laun framkvæmdastjóra í Englandi. -sos • Jupp Heynckens, þjálfari Bayem.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.