Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 9 Fellibyjur snertir Filippseyjar Fellibylurinn Betty tók í gær land um miðbik Filippseyja með þeim af- leiðingum að ungur drengur lét lífið, raílinur slitnuðu og uppskera skemmdist víða. Veðurfræðingar sögðu hins vegar að Betty væri að sveigja frá Manila, höfuðborg Filipps- eyja, og myndi borginni liklega ekki stafa hætta af henni. Talsmaður Rauða krossins á Filipps- eyjum sagði að sex ára drengur befði látið lífið í Lagubna, suður af Manila, þegar stormurinn braut niður kókós- hnetupálma, sem lenti á drengnum. Er hann sá eini sem vitað er til að Betty hafi orðið að bana. Veðurfræðingar segja að vindhraði í Betty hafi nú fallið úr 260 kílómetrum á klukkustund niður í 185 kílómetra. Stormurinn náði hámarki sínu í gær- kvöldi. Um klukkan eitt í nótt var fellibylur- inn um 130 kílómetra vestur af höfuðborg eyjanna og stefhdi þá út yfir sunnanvert Kínahaf. Búist er við að fellibylurinn taki land í Víetnam á laugardag. Enn ókyrrt í Suður-Kóreu Ókyrrðar gætti meðal starfsmanna í helstu rafeindatækjaverksmiðjum Suður-Kóreu í gær. Sættir hafa hins vegar tekist milli annarra starfsmanna í mörgum atvinnugreinum og atvinnu- rekenda. Verkamenn hafa krafist hærri launa og óháðra verkalýðsfé- laga. Starfsemi í hundrað og áttatíu fyrir- tækjum hefur truflast vegna deilnanna sem staðið hafa yfir frá l.júlí er stjóm- in varð við kröfum stjómarandstæð- inga um stjómmálalegar umbætur. Bílaframleiðsla hefur lagst niður, námum ög verksmiðjum hefur verið lokað auk þess sem margs konar flutn- ingur hefur stöðvast. Verkfóll em ólögleg í landinu. Lögregla hefur verið send til þess að lægja öldumar þegar þær hafa verið sem verstar og hefur stundum komið til átaka. Þrjú hundruð starfsmenn bílaverksmiðju i Changwon i Suður-Kóreu börðust i gær við óeirðalögreglu á götum borgarinnar. Kretjast starfsmennirnir hærri launa og betri vinnuskilyrða. Simamynd Reuter Námumenn sem eru í verkfalli hafa margir snúið heim á leið og sinna þar heimili og fjölskyldum meðan ör- lög þeirra eru ráðin. Simamynd Reuter Ræða stuðningvið verkfalls- mennina Verkfall í kola- og gullnámum í Suð- ur-Afríku hefur nú staðið í fjóra daga. Verkfallið er orðið að styrkleikaprófi milli verkalýðsfélaga landsins og stjómvalda og margir aðrir hópar launþega ræða nú um það' hvort þeir eigi að styðja aðgerðir námumann- anna opinberlega. Leiðtogar stéttarfélags námumanna sökuðu í gær yfirstjóm hvítra manna í námufyrirtækjum um að gera sam- særi með lögreglu landsins til þess að reyna að bijóta aðgerðir verkfalls- manna á bak aftur. Að minnsta kosti sjötíu og átta með- limir verkfallsnefhda hafa verið handteknir. 5? x \ r3!-í i c. Útlönd Hafnarverkamaður i Manila treystir landfestar skips i höfninni i þeirri von að þær haldi gegn veðrinu. Simamynd Reuter Ograr Bandaríkjunum og stjómarandstóðu Manueal Antonio Noriega, her- foringi og einn af valdamestu mönnum Panama, sagði í gær að Bandaríkjamönnum og stjórnar- andstöðunni í Panama myndi ekki takast að koma sér á kné þrátt fvr- ir margra vikna mótmæli og tii- raunir stjórnvalda í Washington til þess að einangra hann. í ræðu, sem Noríega hélt við her- sýningu nálægt Panama city, sakaði hann ,.ruglaða“ bandaríska leiðtoga um að hafa uppi herferð gegn leiðtogum Panama, bæði borgaralegum og úr hernum. én bætti við að Bandaríkjamönnum hefði ekki tekist að kljúfa forystu landsins. Noriega lét þessi ummæli sér um Stuðningskonur Manuel Antonio Noriega sitja uppi á skriðdreka og hrópa slagorð gegn andstæðing- um herforingjans. Simamynd Reuler munn fara eftir að fregnir höfðu borist út um það að Bandaríkja- menn stefndu að því að einangra hann með því að bera víumar í Eric Arturo Delvalle, forseta lands- ins, leíðtoga stjórnarandstöðunnar og lægra setta yfirmenn hersins. Sagðist Noriega vilja benda sendiherra Bandaríkjanna. Arthur Davis, sem ekki var viðstaddur, ó að Panamabúar væm ekki frum- stæður þjóðflokkur heldur menn- ingarþjóð og krefðust þess að fá meðhöndlun í samræmi við það. Stjómarandstaðan í Panama hef- ur boðað sólarhringsverkfall í landinu. Verkfallið hefst á mánu- dag. Allt í ieik- fimina. Franskur, þýskur, ítalskur leikfimifatnaður. Póstsendum. Háaleitisbraut 68 Austurver Simi 8-42-40 Leikfimibolir, leikfimibuxur, samfestingar, upphitunarbuxur, legghlífar, skór og fleira. * Barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir. ® ÁSTUflD ® SPORTVÖRUVERSLUN i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.