Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Page 37
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 37 DV Samrýnd systkini Helsta stoð og stytta Janni Spies er bróðir hennar, Leif. Hann er fimmtán árum eldri en Janni og þekkir hana manna best að þeirra sögn. Leif hefur verið hennar helsti ráð- gjafi í einu og öllu. Ekki síst í sambandi við fyrirtækið sem hún erfði eftir mann sinn. Það er enginn hægur leikur að sjá um að allt gangi sem best í svo stóru fyrirtæki sem Spies-keðjan er orðin. Þau systkinin sjást nú sífellt meira saman og hefur sá orðrómur verið á kreiki að Leif sé nýr kærasti ekkj- unnar ungu. En systkinin vita nú betur og hlæja að öllu saman. Janni virðist ætla að koma fjölskyldu sinni allri í fyrirtækið því systir hennar, sem er þrjátíu og sjö ára, kemur þar brátt til starfa. Hún heitir Winnie og er að skilja við mann sinn. Hún mun og flytja til Janni með bömin sín þrjú. Víst er nóg plássið í lúxus- villu dömunnar. Janni Spies og bróðir hennar, Leif, sem er hennar helsti vinur og ráðgjafi í einu og öllu. Þröngt mega sáttir sitja. Hjólbörur hafa hingað til ekki þótt með heppilegri fararskjótum. En allt má prófa. Sætir og frísklegir strákar gantast í dagsins önn. Og hafa gaman af. Ekki síst sá yngsti með húfuna niðri í augum. Sérstök keppni Hér sést að jeppabifreið hefur verið ekið upp á tvo kyrrstæða bila og „lagt“. Uppátækið var liður i bilasýningu sem haldin var í Eyjum fyrir stuttu. DV-mynd Ómar Garðarsson Öllu keppa menn í en hvað verður það næst? í Vestmannaeyjum var á dögunum haldin keppni af sérstakara taginu. Fólst hún i því að keppend- ur áttu að reyna að aka bíl upp á aðra tvo sem voru kyrrsettir. Og „leggja“ þar. Vakti uppátækið mikla eftirtekt eins og við mátti búast. Rainier fursti i Mónakó er orðinn ástfanginn að nýju. Sú lukkulega er Ira von Furstenberg. En það var uppistand i Mónakó þegar hann mætti á tenn- iskappleik með fallegri Ijósku. Mónakófursti og væntanleg eiginkona Rainier fursti í Mónakó ér óðum að jafna sig á missi konu sinnar, Grace. Hann hefur að undanförnu lagt lag sitt við prinsessu Im von Furstenberg. Svo vel hefur farið á með þeim að þau hyggjast gera al- vöru úr málunum. Þau hafa tilkynnt að þau hyggist gifta sig í lok ársins. Börn furstans em ekkert yfir sig ánægð yfir ráðahagnum en ætla þó ekkert að reyna að hafa áhrif á föður sinn. En það varð uppi fótur og fit þegar Ráinier mætti á tenniskappleik í Mónakó fyrir skömmu í fylgd ann- arrar konu, fagurrar ljósku. Hvað var að gerast? Rainier kominn með nýja? Þau hegðuðu sér eins og þau hefðu þekkst í langan tíma og að vinskapurinn væri með innilegra móti. En svo kom í ljós að hér var ekki um nýja fylgikonu furstans að ræða heldur eiginkonu gamals vinar hans. Þetta var bara hún Barbara, eiginkona Frank Sinatra. En þau Sinatra hjónin hafa eytt sumarleyfi sínu í Mónakó nú í sumar. Þar nota þau tímann meðal annars til að ná af sér aukakílóunum sem hafa hrannast upp. Sviðsljós Ólyginn sagði... Bruce Springsteen, söngvarinn, er þessa dagana að byggja sér húsaskjól. Eða eigum við kannski frekar að segja lítið þorp. Hann á þetta gríðarlega landflæmi þar sem hann ásamt ibúðarhúsi hyggst byggja sitt af hverju tagi. Bruce hefur ráðið til sín alls kyns hönnuði og skipulags- arkitekta til að sjá um að allt verði nú sem best úr garði gert. Þarna verður meðal ann- ars reiðhöll, innanhúss tenni- svöllur sem og innanhúss körfuknattleiksvöllur. Upp- tökuhljóðver má ekki vanta né baðherbergi. Þau verða alls fimmtán, hingað og þangað um svæðið. Rob Lowe, leikarinn sykursæti, hefur ákveðnar skoðanir um hjóna- bandið og föst sambönd. Hann hefur undanfarið átt „náið" við Melissu Gilbert sem við þekkjum úr „Húsinu á sléttunni". Þar áður var Ste- fanía prinsessa hans fylgi- kona. En nú segist hann ætla að slíta samþandinu við Mel- issu. Segist hann ekki tilbúinn J/ að fórna neinum tíma í sam- band af þessu taginu og hjónaband sé alveg af og frá. Frægð og framavonir þarfnist nógu mikillar aðhlynningar. Fast samband sé bara hindrun á framabrautinni. Dolly Parton, dreifbýlissöngkonan brjóst- góða, hefur gefið samþykki sitt fyrir því að ný veitingahús- akeðja beri nafn hennar. Þannig er að framtakssamir menn í Ameríkunni hyggjast setja á stofn nýja veitingastaði í „country" stíl. Þar sem Dolly þykir ágætistákn þeirrar tón- listar vildu þeir ólmir fá að kalla staðina eftir henni. Frá þessu er gengið: veitingahús- akeðjan mun kallast „Dollys Dinner". Án efa á nafnið eftir að' trekkja að fjölda manns. Glorhungraða sem keyra langa vegalengd til að fá sér kannski Dolly-hamborgara eða hvað það verður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.