Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. Fréttir Starfsmenn álversins á suðupunkti: „Tímaspursmál hvenær við göngum út“ trúnaðarmaður starfsmanna harðorður vegna geysilegrar mengunar í kerskálum Á þessu svæði í einum kerskálanum var ástandið mjög slæmt, mökkur i loftinu og það sveið stundum í vitin. Reykurinn og rykið koma til at þvi að sífellt þarf að opna kerin í skálunum vegna bilana sem hafa orðið þar. Fremst á myndinni má sjá eitt slikt ker sem er opið. „Ástandið er orðið þannig núna að það er dagaspursmál hvenær starfsmenn í kerskólunum ganga einfaldlega út. Þolinmæði manna er algerlega á þrot- um,“ sagði Ásbjöm Vigfússon, trúnað- armaður starfsmanna í kerskálum álversins í Straumsvík, um mikla ryk- og reykmengun sem hefur verið í skál- unum í allt sumar vegna tíðra bilana sem orðið hafa í álkerunum. Ásbjöm er jafnframt í heilbrigðis-, hollustu- og öryggisnefhd svæðisins. Blaðamaður og ljósmyndari DV fengu með leyfi forráðamanna íyrir- tækisins og í íylgd yfirmanns að ganga um kerskálana og kynna sér aðstasður og spjalla við starfsmenn. Neyðast til að vera með grímur Upphaflega komu blaðamaður og ljósmyndari DV í ólverið ó mánudag- inn án þess að gera boð á undan sér en fengu þá ekki inngöngu inn á svæð- ið vegna þess að yfirmaður var ekki viðlátinn til að veita fylgd um verk- Ásbjöm Vigfússon, trúnaðarmaður starfsmanna í kerskálum álversins: „Þolinmæði okkar er á þrotum. Menn hafa unnið við þessar aðstæður í yfir tvo mánuði og við þolum þetta ekki öllu lengur." DV-myndir Brynjar Gauti smiðjuna en slíkt er alltaf venjan þegar gestir fá að skoða hana. Var þá fastmælum bundið að við fengjum að koma daginn eftir. „Þeir eru búnir að gera fínt núna fyrir heimsóknina," sögðu nokkrir starfsmenn þegar við fengum að ganga um annan kerskálann en ekki er hægt að segja að loftið hafi verið gott. Á vissum svæðum var það illþolandi og þar gengu starfsmenn með grímur, reyk lagði upp frá álkerum sem voru opin. Annars staðar í skálunum var loftið mun skárra. „Þetta er með allra besta móti í dag miðað við hvemig það hefur verið í sumar,“ sögðu starfs- mennimir. Að sögn Ásbjöms neyðast menn á sumum svæðum í kerskálunum til að vera með grímur allan daginn þar sem ástandið er verst. „Sumum finnst mjög óþægilegt að vera með þessar grímur því að menn svitna oft undan þeim eða fá köfiiunartilfinningu og vilja frekar anda að sér ódauninum. Grímumar em sérstaklega gerðar til að koma í veg fyrir að menn andi að sér flúorg- asi sem kemur upp úr kerunum.“ Skilningsleysi stjómenda „Verst er hve okkur finnst við mæta miklu skilningsleysi hjá stjómendum verksmiðjunnar. Sumir hafa jafnvel sagt að þetta sé tóm ímyndun þótt aðrir sjái hve þetta er alvarlegt mál,“ sagði Ásbjöm. „Við höfum sett fram kröfúr um leiðir til úrbóta en það hef- ur ekkert verið gert í því, jafnvel þótt Vinnueftirlitið hafi skoðað þetta. Vandamálið er að sífellt þarf að vera að opna kerin vegna þess að svokölluð forskaut, sem notuð em í þeim til þess að mynda ál úr súráli, em gölluð og reykur og flúorgas sleppa út í loftið í kerskálunumm. Ef kerin væm lokuð, eins og þau eiga að vera, færi þetta í gegnum sérstakt þurrhreinsikerfi. Áður en þetta þurrhreinsikerfi var komið í gagnið hér kringum ’82 vom kerin opin. Þá vom þakviftur í gangi hér sem hleyptu loftinu út úr skálun- um en þær vom teknar úr notkun með þessu nýja mengunarvamarkerfi. Við viljum setja þessar þakviftur í gang aftur og fjölga þeim á meðan ástandið er svona slæmt og sum kerin opin. En þá þýðir það að flúorgasið og reykur- inn fara út úr skálunum og þá myndi mikill mökkur myndast yfir verk- smiðjunni. Okkur virðist sem yfir- menn vilji forðast það,“ sagði Ásbjöm. Yrði eitthvað sagt ef farið væri með dýr þarna inn „Við höfum reynt að gera grín að þessu og segjum sem svo að eitthvað yrði nú sagt af farið væri með hesta eða önnur dýr inn í þennan óþverra. Það myndu öll dýravemdunarfélög ijúka upp til handa og fóta yfir með- ferðinni. En 130 menn em hins vegar látnir vinna í þessu, stundum undir miklu álagi, jafnvel 16 tíma á sólar- hring. Ég man ekki eftir öðm eins ástandi í svona langan tíma á þeim 18 árum sem ég hef starfað hér. Það em ný og ógölluð forskaut komin í gagnið en það tekur langan tíma að komast í samt horf. Ef ástandið skánar ekki þá er ekkert annað en að ganga út. Menn em alveg á suðupunkti," sagði Ás- bjöm að lokum. -BTH Starfsmenn á sumum svæðunum i kerskálunum, þar sem ástandið er verst, verða sifellt að nota grímur sem verja þá fyrir flúorgasinu. „Vinnuálagið ræður mestu um óánægjuna“ segir efnaverkfiræðingur álversins, Guðmundur H. Guðmundsson „Ástandið er ekki gott en það hefúr verið verra í sumar. Við fengum ný forskaut í byijun mánaðarins sem em ógölluð. En afleiðingar gölluðu forskautanna, sem notuð vom í júní og júlí, em alvarlegri en svo að þetta komist strax í lag með því að skipta um,“ sagði Guðmundur Halldór Guðmundsson, efriaverkfræðingur á rannsóknarstofu álversins, sem fylgdi blaðamanni og ljósmyndara DV um álverið og útskýrði ástæður fyrir menguninni. - En hvers vegna em ekki þakviftur settar af stað þegar sum kerin em opin? „Vegna þess að þá vinna þær á móti þurrhreinsikerfinu sem sogar gasið úr kerunum eftir öðrum leið- um. Þegar svona fá ker em opin hefur ekkert að segja þótt þakviftur yrðu settar í gang enda teljum við að það sé um tímabundið ástand að ræða. Viftumar myndu vinna á móti þurrhreinsikerfinu." Guðmundur sagði að á árunum áður en þurrhreinsikerfið var sett í gang í kerskálunum hefði mengun oft verið verri. „Ég held að það hafi mikið að segja að vinnuálag á mönn- um hefúr verið mikið hér í sumar. Það er fjöldi skólamanna starfandi í kerskálunum í sumarafleysingum og margir hafa viljað taka mikla vinnu. Þessar bilanir í kerunum hafa valdið miklu álagi, sífellt em ein- hveijar tilfæringar og viðgerðir á kerunum og hefðbundin vinna fer úr skorðum. Kannanir vom gerðar í kerskálun- um síðasta haust á því hver mengunin þar væri. Sú könnun kom vel út en undirbúningur slíkrar könnunar tekur alltaf vissan tíma. Ef við ætluðum að gera slíka könnun á mengun aftur þyrftum við að und- irbúa hana í mánuð. En þá reiknum við fastlega með að kerin verði kom- in í lag svo að hún segði lítið um hvemig mengunin var héma verst,“ sagði Guðmundur. -BTH Guðmundur Halldór Guðmundsson, efnaverkfræðingur í álverinu, bendir ofan í eitt hinna opnu kera i kerskála. Sffelldar bilanir verða til þess að opna þarf kerin og lagfæra. Gölluð forskaut, eins og er lengst til hægri, sem brenna vitlaust, eru orsök vandræðanna og hafa vakfið miklu tjóni í kerunum í álverinu. Nú er búiö að taka þau öll úr notkun DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.