Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. Fréttir Sambandið: auðhringur með einokunaraðstöðu? Ægishjálmur íslenska fjármálaheimsins Samband íslenskra samvinnufélaga er í dag langóhrifamesta fjórmálaveldið í íslenskum viðskiptaheimi. Þá hefur Sambandið sterk pólitísk ítök í gegn um Framsóknarflokkinn. Stærra en ríkið Samvinnuhreyfingin hefur í sinni þjónustu yfir 10% allra vinnandi manna hér á landi. Áætlað hefur verið að árið 1985 hafi vergar tekjur hreyf- ingarinnar numið 25-30 milljörðum Fréttaljós Eyjólfur Sveinsson króna. Til samanburðar má geta þess að 1985 voru heildartekjur ríkissjóðs 26,9 milljarðar króna. Rekstur Sam- vinnuhreyftngarinnar er því í heild jafiistór eða jafhvél stærri en allur rekstur ríkissjóðs en þar eru meðtaldir t.d. skólar, heilsugæsla, samgöngur og tryggingakerfið. Itök Sambandsins, dótturfyrirtækja þess og aðildarkaupfélaga eru gífurleg. I mörgum atvinnugreinum hafa sam- vinnufyrirtækin náð yfirburðaaðstöðu og í krafti valdsins er fyrirtæki með Sambandið á bak við sig oft ósigrandi. Yfirburðaaðstaða á mörgum sviðum Hlutdeild samvinnuhreyfingarinnar í allri utamíkisverslun Islendinga er um 20%, varlega áætlað. Þannig er talið að Sambandsfrystihúsin fram- leiði nálægt 40% af heildarffamleiðslu frystihúsa hér á landi. Hlutur samvinnuhreyfingarinnar í vinnslu og heildsölu búvara er yfir 65%. Sambandið og nokkur kaupfélög eiga meirihluta í Osta- og smjörsöl- unni sf. Hún sér um nær alla sölu á ostum og smjöri, bæði hér innanlands og til útflutnings. Þá hefur samvinnuhreyfingin mjög sterka stöðu í smásöluverslun, sér- staklega á landsbyggðinni. Hlutur hreyfingarinnar í smásöluverslun hef- ur verið áætlaður um 25% en hlut- fallið er mun lægra í Reykjavík. Þar eiga Sambandið og KRON þó Mikla- garð við Sund og Kaupstað í Mjódd- inni auk hins umfangsmikla verslunarreksturs sem KRON hefur á sinni hendi. Sambandið og dótturfyrirtæki eiga rúman meirihluta í Olíufélaginu hf. (ESSO). Hlutur þess í olíuviðskiptum er 40-45% og er Olíufélagið mun stærra en Skeljungur og Olís. Þá á Sambandið Samvinnutrygging- ar gt. Þær eru langstærsta trygginga- félagið með rúmlega 20% af markaðinum. Samvinnubankinn, næststærsti hlutafélagsbankinn, er einnig í eigu Sambandsins. Hlutdeild bankans í innlánum 31/7 síðastliðinn var um 8,1%. Skipadeild SÍS er næst- stærsta skipafélagið og vinnur stöðugt á. Svona mætti lengi telja. Sambandið starfar á ótal sviðum og hefur nánast yfirburðaaðstöðu á þeim mörgum. Yfirstjórnin á fárra höndum Talsmenn einkarekstrarins hafa ver- ið mjög óhressir með þær lagasetning- ar sem SÍS starfar eftir og telja í þeim fólgnar miklar skattaívilnanir. Þá má einnig segja að á sumum sviðum hafi Sambandið eða dótturfyrirtæki þess einokunaraðstöðu. Þessu vilja margir samkeppnisaðilar Sambandsins fá breytt en þeim hefur lítið orðið ágengt til þessa. Öllu þessu veldi er stjómað frá höf- uðstöðvum hreyfingarinnar við Sölvhólsgötu. Strangt til tekið mynda kaupfélögin með sér Samband ís- lenskra samvinnufélaga og kjósa því stjóm. Hins vegar er erfitt að sjá hver stjómar hverjum því flest em kaup- félögin stórskuldug og þá við Sam- vinnubankann sem Sambandið á og stjómar en í bankaráði hans sitja m.a. núverandi og fyrrverandi forstjórar Höfuðstöðvar Sambandsins eru að Sölvhóisgötu. Þaðan er þessu lang- stærsta og valdamesta fyrirtæki íslendinga stjórnað. Heildartekjur sam- vinnuhreyfingarinnar 1985 voru svipaðar og heildartekjur ríkissjóðs. DV-mynd JAK Sambandsins. Þá gera kaupfélögin flest sín viðskipti í gegn um Samband- ið. Ljóst er að Sambandið er hverju kaupfélagi ómissandi en Sambandið ftnnur hins vegar lítið fyrir því þó óánægja sé hjá einu kaupfélagi. Áð minnsta kosti virðist ljóst að allri stefnumörkun og ákvarðanatöku sam- vinnuhreyfingarinnar er í megindrátt- um stjómað af Sölvhólsgötunni. Pappírsfyrirtæki og leppar Nú hefur Sambandið ákveðið að þörf sé á að kaupa stærri banka enda á Samvinnubankinn í nokkrum erfið- leikum um þessar mundir. Sögu Útvegsbankamálsins þarf ekki að rekja og framhaldið er óvíst. Hins veg- ar er fróðlegt að skoða hverjir tilboðs- gjafar em. Bent hefur verið á ýmis hagsmuna- og ættartengsl milli þeirra aðila sem bjóða á móti SÍS. Hvað með SlS-tilboðið? Það er þann- ig samansett að Sambandið býður sjálft 200 milljónir, Samvinnusjóður- inn hf. 200 milljónir, Jötunn hf. 200 milljónir og Dráttarvélar hf. 70 millj- ónir. Þennan hóp kalla Sambands- forstjóramir „Sambandið og eam- starfsfyrirtæki þess“, sjálfstæða lögaðila. Tildrög stofriunar Dráttarvéla hf. vom þau að samvinnufélög máttu ekki gerast umboðsmenn ákveðinnar drátt- arvélategundar sem Samvinnumenn höfðu áhuga á. Því vom Dráttarvélar hf. stofhaðar af fimm aðilum í júlí 1949. Sama dag keypti Sambandið fyrirtæk- ið allt og hefiir átt rétt tæp 100% í því allar götur síðan. Árið 1984 yfirtók SÍS starfsemi fyrirtækisins og það hætti rekstri en var ekki lagt niður. Þetta fyrirtæki býður nú 70 milljónir króna í Útvegsbankann. Jötunn hf. var stofnað 1942 en keypt upp af SÍS 1947. Fyrirtækið er 100% í eigu Sambandsins. Það flytur inn og framleiðir rafvélar og tæki. Velta fé- lagsins árið 1987 verður líklega, samkvæmt lauslegri áætlun, rúmlega 40 milljónir króna. Samt býður þetta fyrirtæki 200 milljónir króna í Útvegs- bankann en það er heildarvelta þess í 4-5 ár. Samvinnusjóður Islands hf. er mjög öflugur sjóður sem stofnaður var 1982 af SIS, dótturfélögum og aðildarkaup- félögum. 200 milljóna króna kaup í Útvegsbankanum myndu þó líklega ganga nærri honum ef ekkert annað kæmi til. Sterkur leikur hjá SÍS Það er því óþarfi að leika feluleik í þessu máli, Samband íslenskra sam- vinnufélaga býður í bréfin og vill eignast Útvegsbankann. Greinilegt er að ekki er gert ráð fyrir að þessi dótt- urfyrirtæki Sambandsins greiði hluta- féð úr eigin sjóðum, til þess hafa þau ekkert boímagn. Snaggaraleg viðbrögð Sambands- manna, þegar athygli þeirra beindist að óseldum hlutabréfum í Útvegs- bankanum, þykja sýna berlega nýja tíma í stjómun fyrirtækisins. Koma Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra, þykir marka þessi tímamót. Felst stefnu- breytingin í því að minna er lagt upp úr gömlu hugsjóninni, sem raunar er löngu úrelt miðað við umfang SÍS í dag, og meira lagt upp úr þvi að reka fyrirtækið á sem allra hagkvæmastan hátt. Ef einhverjar rekstrareiningar bera sig ekki og engin ráð duga þá skal þeim lokað. Ef hægt er að gera góð viðskipti í að kaupa banka þá er það gert. Miðað við gífúrlegan styrk Sam- bandsins mega kaupahéðnar landsins fara að vara sig nú þegar þessi hugs- anaháttur hefur orðið ofan á. Enda er staðan 1-0 fyrir SlS gegn einka- framtakinu eftir útspil Sambands- manna í bankamálinu. Yfir 100 fyrirtæki Hér til hliðar em talin upp nokkur dótturfyrirtæki Sambandsins, fyrir- tæki sem samvinnuhreyfingin á og stjómar. Það er hins vegar miklum erfiðleikum háð að grafast fyrir um tengsl og eignarhald milli einstakra félaga. Því er líklegt að margs sé óget- ið og jafhvel að einhverjar breytingar hafi orðið nýlega. Á þessum lista er engin tilraun gerð til að telja upp fyrir- tæki sem einstök kaupfélög eiga eða stjóma. Hér er eingöngu talað um dótturfyrirtæki Sambandsins sjálfs en KEA tekið sem dæmi um það hvemig einstök kaupfélög geta átt fjölmörg fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum. Yfir 100 fyrirtæki komu upp úr kaf- inu þegar farið var að leita að fyrir- tækjum samvinnuhreyfingarinnar svo einungis hluti þeirra er talinn upp hér. Meðal fjölmargra fyrirtækja sem ógetið er í upptalningunni em Icecon, Haföminn, Tangar, Akva, Fasteignin Samkaup, Hafharstræti 87-89, Land- flutningar og fleira og fleira. -ES í dag mælir Dagfari Smygluð skinka, vær sá god! Landbúnaðarsýningin í Víðidal hef- ur að flestu leyti heppnast með ágætum. Þar hefur verið margt um manninn og sennilega mesta ný- næmið fyrir borgarbömin að geta lagt leið sína á sýningarsvæðið til að sjá hvemig húsdýrin líta út. Er ástæða til að þakka bændasamtök- unum og öðrum aðstandendum sýningarinnar fyrir það frumkvæði að flytja blessuð dýrin á staðinn. Nú vita Reykjavíkurbömin að kým- ar hneggja og hestamir baula og að æmar og svínin líta nokkum veginn eins út. Var ekki vanþörf á þessari fræðslu þegar haft er í huga það kapp sem lagt er á að íslendingar éti hræin af þessum skepnum eftir að þau eru dauð. Þama var líka hægt að smakka á flestum fæðutegundum og útsölur og afsláttarkjör á hverju borði sem sanna að landbúnaðarafurðir þurfa ekki að vera eins dýrar og raun ber vitni ef bændumir fengju sjálfir að selja þær. Þeir héldu reyndar grill- veislu fyrir mótsgesti og þurftu þess vegna ekki að henda neinu á haug- ana eins áður þegar landsmenn em sjálfir að bisa við að grilla kjötið með því að sækja það á öskuhaug- ana. Má af þessu sjá að landbúnað- arsýningar koma að margvíslegu gagni og em liður í þeirri stefnu landbúnaðarins að gefa mönnum að smakka á framleiðslunni áður en henni er hent en ekki eftir að henni er hent. En það sem vakti langmesta at- hygli við þessa sýningu var sú nýbreytni landbúnaðarforystunnar að smygla danskri skinku til lands- ins og bjóða hana í smakk. Nú hefur það verið svo að innflutningur á skinku er bannaður af tveim ástæð- um. Annars vegar til að bægja frá hættunni af gin- og klaufaveiki og hins vegar til að vemda innlenda framleiðslu til að hægt sé að henda henni. Það hefur verið eitt versta böl íslenskrar matvælaframleiðslu þegar þjóðin hefur komist í tæri við útlenskan mat því að þá taka þeir upp á þeim ósið að éta hann. Stefna íslenskra stjómvalda hefur verið sú að koma í veg fyrir að Is- lendingar éti framleiðslu sína án þess þó að leyfa þeim að borða eitt- hvað í staðinn og er það skjringin á því þegar gripið er til þess ráðs að henda ærkjötinu, kjúklingunum og tómötunum á haugana. Til að forðast algjöran matarskort hefur þróast sú atvinnugrein að smygla danskri skinku inn í landið án þess þó að hún hafi selst nógu vel, aðal- lega vegna þess að kaupmenn þurfa yftrleitt að fela hana til að henni sé ekki hent líka. Nú er alveg greinilegt að ungir og nýir menn hafa tekið við forystunni í landbúnaðarsamtökunum, menn sem vilja efla íslenskan landbúnað með sölu á danskri skinku. Þeir létu hendur standa fram úr ermum og smygluðu skinkunni til landsins með sérstöku samþykki búnaðarmála- stjóra. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem haldin er landbúnaðarsýning á íslandi með útlenskum vamingi til að efla innlendu framleiðsluna. Þetta mun líka vera í fyrsta skipti sem smyglvamingur er hafður á boð- stólum með sérstakri blessun stjóm- valda. Það þarf hins vegar ekki að taka það fram að skinkan gekk ekki út þótt ekki þyrfti að fela hana und- ir búðarborðunum þannig að því má nokkum veginn treysta að aigang- urinn lendi á haugunum með kindakjötinu því að ekki fara bænd- umir á sýningunni að bera dönsku skinkuna með sér heim meðan þeir eiga fulla matarkistu af óseljanlegri innanlandsframleiðslu. Maður verður bara að vona að þetta framtak landbúnaðarsýningar- innar verði ekki til þess að gin- og klaufaveiki breiðist út, annaðhvort frá sýningunni eða öskuhaugunum, því að það væri slæmt til afspumar ef afleiðingin verður sú að bænda- stéttin sjálf sýki stofninn og þjóðina með smyglinu sem aðrir era varaðir við. Nema þetta sé lúmsk aðferð hjá landbúnaðaryfirvöldum og búnaðar- málastjóra að leysa framleiðslu- vanda atvinnuvegarins með því að efna til landbúnaðarsýninga til að breiða út gin- og klaufaveiki? Það er hins vegar illa gert gagnvart þeim bændum sem leggja það á sig að kynna blessuð dýrin fyrir þeim hluta þjóðarinnar sem kemst aðeins í snertingu við þau með því að éta þau nauðug, viljug. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.