Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. Utlönd Gullöld franskra hugsuða liðin hjá { Frakklandi, sem í aldaraðir hefur státað sig af að vera miðstöð vits- munalífs á Vesturlöndum, hafa menn nú áhyggjur af því að hugsuðir séu á villigötum. Margir frægustu menntamenn Frakka hafa látist á undanfómum fimm árum en engir nýir, framúrskar- andi hafa komið fram á sjónarsviðið. Að minnsta kosti enginn sem samsvar- ar ímynd þeirri er menn höfðu af slíkum fyrir þrjátíu árum. Kaffihúsin á vinstri bakkanum, þar sem menntamennimir vom vanir að hittast og ræða framúrstefriu, em nú orðin að dýrum ferðamannastöðum. Á hinu frægasta þeirra, Le deux Magots, ræddu Sartre og Albert Camus tilvist- arstefhu og þar kynnti Simone de Beauvoir byltingarkenndar hugmynd- ir sínar um kvenfrelsisstefnuna. Þrumuræða Sartre hélt þrumuræðu yfir starfs- mönnum Renault bifreiðaverksmiðj- unnar fyrir utan París, hann var með og stofnaði vinsælasta dagblað vinstri manna, Liheration, og hann stofnaði hreyfingu franskra maóista. En hugsuðir nútímans halda kyrrn fyrir heima sjá sér, segja gagnrýnend- umir. Henri Bourguinat, prófessor við háskólann í Bordeaux, er þeirrar skoð- unar að franskri menningu hafi hrakað vegna áhrifa frá hinum ensku- mælandi heimi. Hann bendir á að til þess að verða þekktir þurfi menn að gefa út bækur sínar á ensku og vera í tengslum við enskumælandi menn- ingarmiðstöðvar. Stefnuleysi Nýútgefhar bækur tveggja þekktra, Menntamenn í París voru vanir að hittast á kaffihúsum borgarinnar og ræða nýjar hugmyndir. Nú eru þeir sagðir halda kyrru fyrir heima. ungra rithöfunda eru sagðar undir- strika stefhuleysi franskra hugsuða nú á tímum. Bemard-Henri Levy gefur í skyn í bók sinni „In praise of int- ellectuals" að árið 2000 muni orðið menntamaður verða skilgreint í orða- bókum sem félagslegt og menningar- legt hugtak sem hafi orðið til í París á nítjándu öld og dáið út í lok tuttug- ustu aldarinnar. Annar rithöfundur, Alain Finkielk- raut, lýsir í bók sinni „The defeat of thought“ vanþóknun á þeim kenning- um að allt frá Shakespeare til hamborgara megi túlka sem menn- ingu. Hann segir poppmenninguna hafa eyðilagt hina hefðbundnu skipt- ingu þar sem listum var skipað í sæti fyrir ofan nýjar stefhur. Tveir hópar Sumir hafa túlkað þessar tvær bæk- ur sem árás á vinstri menn almennt og sér í lagi á Jack Lang, fyrrum menntamálaráðherra sósíalista. Hægri menn, sem komust til valda 1986, hafa gagnrýnt Lang fyrir að hafa barist fyrir viðurkenningu á popp- menningunni sem þeir segja hafa haft neikvæð áluif á arf Frakklands. Levy og Finkielkraut halda því hins vegar fram að þeir séu vinstri sinnaðir eins og hugsuðir hafa venjulega verið. Rithöfundurinn Hugo Hettell segir að í Frakklandi hafi mikilmennin ve- rið flokkuð í tvo hópa, annars vegar vinstri sinnaða hugsuði og hins vegar hægri sinnaða framkvæmdamenn. Menntamenn hafi alltaf stutt stjómar- andstöðuflokkana en árið 1981, þegar vinstri menn komust til valda, hafi menntamenn orðið óánægðir með það sem þeir sáu er flokkurinn breytti í andstöðu við hugsjónir sínar. Við það hafi afskipti þeirra af stjómmálum minnkað. Greinagóð lýsing á leynibrölti minni spámanna Bókin „Spycatcher", eða Njósna- veiðarinn, sem er endurminningar Peter Wright, fyrrum starfsmanns hjá bresku leyniþjónustunni, hefur vakið mikla athygli undanfamar vikur, einkum vegna málaferla sem út af henni hafa spunnist. Bókin hefúr verið breskum stjóm- völdum ákaflega mikill þymir í augum og hafa þau fengið hana bannaða á breskri grund. Því banni hefur verið framfylgt meira af grund- vallarorsökum heldur en einhverri trú á að koma mætti í veg fyrir út- breiðslu hennar. Wright fjallar í bókinni um atriði sem ríkisstjómum þykir best að liggi í þagnargildi þótt þar sé í sjálfú sér ekki komið upp um nein leyndarmál. Má leiða að því getum að málaferlin gegn Wright séu nánast viðvömn til annarra leyniþjónustumanna, þeirra sem ef til vill gætu hugsað sér að drýgja ofurlítið eftirlaunin með ritlaunum. Lítill hasar Spycatcher sviptir enda ekki hul- unni af neinu því sem talist getur vemlega viðkvæmt í dag. Starfsemi útsendara sovéskra stjómvalda inn- an bresku leyniþjónustunnar hefur verið opinbert mál um áratuga skeið. Spennan milli Breta og Bandaríkja- manna á þessu sviði hefur ekki verið neitt leyndarmál heldur. Þau atriði, sem ef til vill gætu talist aumir flet- ir á breskum stjómvöldum, svo sem ætlað samsæri gegn Wilson, þáver- andi forsætisráðherra landsins, em ekki studd nægilega styrkum rökum til þess að teljast vemlega marktæk. Wright var ekki í fremstu víglínu í njósnamálum kalda stríðsins. Hann var enginn James Bond, tók aldrei beinan þátt í neinum hasar. Hann reynir heldur ekki að gefa neitt slíkt í skyn þótt hann geri tilraun til þess að gæða „hljóðnemaslaginn", þegar Bretar, Rússar, Bandaríkjamenn og aðrir slógust um að koma hljóðnem- um fyrir í gluggakistum og útveggj- um sendiráða hverra annarra, ofurlítilli dramatík. Smærri spámenn „Spycatcher" gefur hins vegar góða innsýn í innviði bresku leyni- þjónustunnar á fyrstu áratugunum eftir heimsstyrjöldina síðari. Wright lýsir á greinagóðan máta þeim söfri- uði minni spámanna sem þar vom saman komnir og þvi hvemig mestur hluti tíma þeirra og starfsorku fór í innbyrðis valdabrölt og kjánalega skriffinnskuleiki. Wrightrekur það hvemig einstak- ar deildir bresku leyniþjónustunnar forðuðust samvinnu sín á milli og jafnvel unnu gagngert hver á móti annarri. Honum verður tíðrætt um þá tortryggni sem ríkti milli bæði hópa og einstaklinga og þá ekki síst tortryggni gagnvart öllum þeim sem komu nýir inn. Raunar heldur Wright því fram að leyniþjónusta Breta hafi á þessum áratugum verið eins konar klúbbur manna sem allir höfðu hlotið svipað uppeldi, svipaða menntun og höfðu svipað lífsmynstur. Rekur hann það hvemig einstaklingum var hleypt inn í leyniþjónustuna, að því er virt- ist vegna áhuga þeirra sjálfra á slíkum störfum einvörðungu. Vom einstaklingar þessir yfirleitt ekki rannsakaðir með tilliti til þess hvort stjómmálaskoðanir þeirra eða ann- að í lífi þeirra skapaði hættu á að þeir gerðust sviksamir, hvað þá þeim væri gert að gera grein fyrir öðrum viðkvæmari málum. Wright, sem sjálfur tilheyrði þess- um klúbbi aldrei, enda ómenntaður, telur næsta víst að hefði leyniþjón- ustan fylgt grundvallaratriðum í ráðningarfræðum, þegar hún tók menn til starfa, hefðu fæst þeirra hneykslismála sem komu upp um miðbik aldarinnar getað gerst. Meira að segja eftir að ásakanir höfðu komið fram á hendur einstök- um mönnum, svo sem Philby og Burgess, var ekki tekið af neinni hörku á málum þeirra. Yfirheyrslur yfir þeim voru yfirleitt með því formi að yfirheyrendur og yfirheyrðir röbbuðu saman í bróðemi yfir viskí- glasi og síðan var gefin út sameigin- leg >,firlýsing um sakleysi. Vinanjósnir Það sem ef til vill er þó merkast af skrifum Wright er umfjöllun hans um njósnir sem beint er gegn vinum og bandamönnum. Má þar til nefha njósnir gegn Frökkum sem af skrif- um hans má ráða að hafi verið mjög viðamiklar. Þau atriði, lögð saman við lýsingu hans á starfsháttum innan MI5, tengslunum við bandarísku leyni- þjónustuna, CIA, og alríkislögregl- una, FBI, renna mjög stoðum undir þann grun að í njósnaheiminum sé ekkert hreint eða heilt. Veröld leyni- þjónustumannsins er yfirfull af stofnunum og einstaklingum sem hann getur ekki trúað eða treyst og sem hvorki geta trúað né treyst hon- um. Lygi og fals er svo sjálfsagður þáttur í samskiptum manna á þeim vettvangi að oft virðast mörkin milli þeirra og sannleikans ekki aðeins óljós heldur horfin með öllu. Utangarðs Við lestur bókarinnar ber þó að hafa í huga að Wright var alla tíð utangarðsmaður í bresku leyniþjón- ustunni. Hann var greinilega aldrei meðtekinn í samfélag innvígðra þar, að þvi er virðist vegna ættemis síns og menntunarleysis. Faðir Wright varð atvinnulaus og lagðist í óreglu meðan piltur var enn á unglingsaldri og þurfti hann því að hætta í skóla. Honum fannst greinilega að kerfiskallamir, þessir sömu og hann starfaði síðar með í leyniþjónustunni, hefðu brugðist fóður sínum algerlega og kenndi þeim um að undirbúningur sinn fyr- ir lífsstarf fór í handaskolum. Þessara sárinda gætir ekki aðeins í skrifúm Wright um einstaklinga innan kerfisins heldur skína þau í gegn um þá ánægju sem hann virð- ist hafa haft af því að bera fram ásakanir um njósnir í þágu Sovét- manna og þá ekki síður að taka menn í karphúsið vegna slíkra ásak- ana. Greinilegt er af skrifúm Wright að honum þótti oft erfitt að fá heimild til þess að rannsaka einstaklinga ofan í kjölinn. Einkum þá sem sátu í hærri stöðum leyniþjónustunnar en hann leiðir líkum að því að nokkrir þeirra hafi verið á mála hjá Sovétmönnum. Heildamiðurstaða af lestri bókar- innar „Spycatcher" hlýtur þó að vera sú að þar séu á ferðinni endur- minningar marins sem finnst hlutur sinn hafa verið gerður of rýr. Hann kveðst hafa gefið leyniþjónustunni allt sitt en lítið fengið í staðinn ann- að en önugheit og andmæli. Eftir- launin segir hann einnig lítil en vonast greinilega til að drýgja þau með bókinni. Bókin er athyglisverð lesning en þó frekar vegna þeirrar myndar sem hún gefur af leyniþjón- ustum og starfsemi þeirra heldur en uppljóstrunum sem í raun eru fáar og fremur bitlausar. -HV Umsjón: Ingibjorg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.