Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. Fréttir _________________________________________DV Sex pör giftast að búddískum sið Ætlum að verða hamingju- samasta parið á landinu - segja þau Magnea Reinaldsdótta'r og Stefán Geir Karlsson sem gengu í hjónaband að búddískum sið á laugardaginn „Ég hafði fyrir nokkuð löngu ákveð- ið að gifta mig að búddískum sið. Ég og maðurinn minn höfðum verið gift í 19 ár en mér fannst eins og við vær- um að giftast í fyrsta sinn,“ sagði Magnea Reinaidsdóttir en hún og Stef- án Geir Karlsson gengu í hjónaband að búddískum sið ásamt fimm öðrum pörum á laugardaginn. Pörin sex gengu í hjónaband í Sókn- arsalnum í Skipholti og var það leið- togi bresku samtaka búddatrúar- manna, Richard Coaston, sem gaf þau saman. Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 14-16 lb Sparireikningar 3jamár uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-24 Ib 12 mán. uppsögn 17-26.5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25.5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir Sér-tékkareikningar 6-17 nema Vb Ib Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérKiörum 3-4 Ab.Úb 14-24,32 Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5,5-8.5 Ab.Vb Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb. Vestur-þýsk mörk 2.5-3.Ö Vb Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-29.5 Bb.Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 30,5-31 Almenn skuldabréf eða kge 29,5-31 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir Skuldabréf 8-9 Lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 28-29 Vb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Bandarikjadalir 8,5-8,75 Úb,Vb Bb.Úb, Sterlingspund 11.25- Vb Sp Vestur-þýsk mörk 11,75 5,5-5,75 Bb.Sp, Húsnæðislán 3.5 Úb.Vb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR Óverðtr. sept. 87 29,9 Verðtr. sept. 87 8,4% ViSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 1778 stig Byggingavísitala 1 sept. 324 stig Byggingavísitala 2 sept. 101.3 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi9%1.júll VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu); Ávöxtunarbréf 1,2375 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,296 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,150 Sjóðsbréf 1 1,120 Sjóðsbréf 2 1,180 Tekjubréf 1,251 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjq/i 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, 0b= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánarl upplýsingar um penlngamarkaðinn birtast I DV á fimmtudögum. „Búddisminn breytti öllu í lífi okkar. Hjónabandið gekk illa og við vorum skiiin að borði og sæng. Ég vissi ekki hvaða tilgangi líf mitt þjónaði og mað- urinn óttaðist að gera það sem hann langaði öl. Nú hefur líf mitt öðlast til- gang og maðurinn minn er búinn að opna myndlistarsýningu sem hann þorði ekki að gera áður. Strax og við fórum að iðka búddatrúna náðum við saman að nýju og nú er hjónabandið eins og best verður á kosið. Ég vil nota líf mitt til að útbreiða búdd- ismann með Stefáni," sagði Magnea. „En þetta er bara byijunin á gæf- unni,“ sagði Magnea en hún og Stefán eiga tvær dætur og eitt bamabam, „lítinn búdda“, eins og Magnea sagði og brosti við. Magnea sagðist hafa alist upp við lútherska trú og um skeið var hún í söfnuði sem heitir Vegurinn. Þar fann hún sig ekki þótt fólkið hefði verið yndislegt. „Um leið og ég fór að kyrja fann ég fyrir áhrifum og ákvað að halda áfram. Aðalmarkmið búddista er að ná ffam alheimsfriði á jörðu í gegnum búdda. En auk þess stefhum við Stefán að því að verða hamingjusamasta pa- rið á landinu," sagði Magnea. -ATA Anna Björg Hjartardóttir dregur baug á fingur Þorsteini Jónssyni. Viö hlið þeirra sitja Jón Hliðar og Eygió Jónsdóttir sem bíða þess að röðin komi að þeim. Herbert Guðmundsson og Trausti Unnsteinsson fylgjast með því er væntanleg- ar eiginkonur þeirra bergja á skálunum þremur sem tákna vaxandi hamingju. Þegar þær hafa lokið við að drekka úr skálunum er komið að körlunum. Aldis Matthíasdóttir og Guðmundur Sigurvaldason, Magnea Reinaldsdóttir og Stefán Geir Karlsson við athöfnina. Tileinkum okkur lög orsaka og afleiðinga - segir Guðgeir Sigmundsson búddatrúarmaður „Búddatrúarmenn trúa í sjáifu sér ekki á neinn sérstakan guð enda þýðir Búdda „Maður sem skilur lif- ið“. Við kyijum titilinn sem er Lotus Sutran eða „gongjo" tvisvar á dag, á morgnana og á kvöldin. Lotus Sutr- an inniheldur allar aðrar sutrur eða guðspjöll. Við kyijum ávallt fjögur orð, „Nam myohe renge kyo“ sem í raun merkir: „Ég tileinka mér lög- mál orsaka og afleiðinga gegnum hljóö og bylgjur,““ sagði Guðgeir Sigmundsson, sem búinn er að að- hyllast búddatrú í um tvö ár. „Þessi setning, sem er lykillinn að búddavitneskjunni, er kyijuð kvölds og morgna, sumir búddatrúarmenn nota tíu mínútur á dag til að kyrja hana, aðrir klukkutíma. Margir sem byija að kyrja þessa setningu upplifa strax eitthvað og fólk verður sjálft að prófa að kyija ef það vill sjá hvort trúin virkar en það gerir hún í flest- um tUfellum nánast strax.“ Guðgeir sagði aö búddatrúarmenn á íslandi væru nú á milli 70 og 80. Þeir væru í samtökum sem nefiidust Nichiren shoshu búddistar. Þetta væri búddismi okkar tíma þar sem Lotus Sutran væri kyrjað á meðan aðrar deildir búddista, eins og til dæmis Sen-búddistar, tileinkuðu sér aðeins 2-3 sútrur á meðan Nichiren shoshu búddistar tileinkuðu sér ali- ar sútrumar. Sútrunum mætti líkja við guðspjöll og þess vegna mætti líkja gyðingum, sem aðeins trúa á boðorðin tíu og gamla testamentið, við Sen-búddista og þeim sem trúa á alla Biblíuna mætti líkja við áhang- endur Nichiren shoshu. „Því Lotus Sutran inniheldur aliar sútrumar," sagði Guðgeir. Guðgeir sagði að fyrsti íslending- urinn, sem hefði tileinkað sér búddisma, væri Eygló Jónsdóttir. Hún kynntist búddatrúnni í Eng- landi fýrir átta árum. Eftir að hún kom heim tileinkuðu systur hennar sér trúna og síðan fáeinir aðrir. Fyr- ir tveimur árum vom búddistar hér á landi aöeins sjö eða átta en á síð- ustu tveimur árum hefur þeim fjölgað i áttatíu. Hér á landi era aðeins leikmenn, en munurinn á leikmönnum og búddaprestum er sá að prestamir passa upp á að sútran haldi sér rétt en hinn venjulegi leikmaður sér um að iðka og breiöa búddatrúna út Yfir íslandi er leiðtogi og heitir hann Ásgeir Júlíus Ásgeirsson en Eygló Jónsdóttir er umdæmissljóri fyrir Reykjavík og nágrenni. „í okkar búddisma em engin boð eða bönn. Við erum fyrst og ffemst að virkja eigið líf og erum eins eðli- leg og við getum verið. Lögmálið sem við förum eftir er orsök og afleiðing- ar. Við upplifum orsökina strax og eigum því mjög erfitt með til dæmis að ljúga því við finnum strax fyrir því.“ Guðgeir sagði að á íslandi störfuðu búddistar í tveimur hverfum. Annað hverfið væri Reykjavík og hitt væri Kópavogur, Hafnarfjörður, Hvera- gerði og Vogar. Auk þess væm tveir búddatrúarmenn á Akureyri. En hvemig fara íslenskir búddatrúar- menn aö því að breiða trúna út? „Við notum ekki málgagn og aug- lýsum ekki. En við erum með fundi tvisvar í viku þar sem félagar mæta og auk þess gestir því margir em forvitnir. Við byrjum á því að kyrja og gera Lotus sutran. Þá lesum viö bréf ffá Nichiren Daishonin en það em leiðbeiningarbréf frá 13. öld. Við tökum eitt bréf og eitt sutran fyrir og leyfum gestum að spyija. Þetta em opnir og óþvingaðir fundir og við bindum okkur ekki alltaf við búddismann heldur látum við Reynslu daglega lífsins ráða ferð- inni.“ Guðgeir var spurður hvemig hann hefði ánetjast búddismanum? „Ég var alinn upp í þessari venju- legu bamatrú. Mér fannst þessi lútherska trú einfaldlega alltof bit- laus. Þegar ég kynntist búddisman- um í fyrsta skipti var mér boðið á fund. Ég vildi strax Reyna að kyija og praktisera trúna og trúin fór strax að virka fyrir mér. Við trúum því að við fæðumst aft- ur og aftur og að við þroskumst við hvert jarðvistarskeið. Við trúum því ekki að eftir dauðann lendum við í einhverri paradís, einhveiju sólar- landi, lokastað. Við álítum að fólk fæðist á mismunandi þroskaskeiöi og með réttu lifemi nái það að auka þroska sinn. Með því að kyija og iðka trúna erum við að Reyna að ná fram því besta í okkur og breyta því versta ef þess er nokkur kostur. Með því náum við að þroskast og fæðast því betri persónur í næsta lífi.“ -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.