Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. OKTÖBER 1987. Fréttir Hvalavinir Kæran komin til RLR „Hvalavinafélag íslands fer hér með fram á opinbera rannsókn á meintri framkomu starfsmanns Hvals hf. í Hvalfirði í hvalstöð fyrirtækisins þann 19. september sl. klukkan 14.30,“ segir í bréfi Hvalavinafélags íslands til rannsóknarlögreglustjóra ríkisins. í bréfinu eru reifaðir þeir atburðir sem áttu sér stað þegar hvalavinir hlekkjuðu sig fasta um borð í Hval 9 tU að mótmæla hvalveiðum íslend- inga. Krefjast hvalavinir rannsóknar á því atviki þegar starfsmaður Hvals hf. skar á liflínu hvalavinarins Ragnars Ómarssonar uppi í mastri Hvals 9 og segir í bréfinu að þar hafi minnstu munað að þetta hafi orðið honum að fjörtjóni. Þá er ennfremur krafist rannsóknar á því hver hafi gefið starfsmanninum fyrirskipun um að skera á öryggislínuna. Þá krefjast hvalavinir skaðabóta vegna tjóns sem þeir urðu fyrir á meðan á aðgerðunum stóð, en þá skemmdist farsími, útvarp eyðilagðist og fleira. -ój við forseta fyrir nokkrum vikum aö á sér áfram sem forseti Islands,- boðs í það minnsta eitt kjörtímabil enn. Vigdis hefur gegnt forsetaemb- ættinu með miklum sóma og aukið hróður íslands hvar sem hún hefúr farið. Þess vegna þótt mór rétt að herra í samtali við DV í gær. Forsætisráðherra var spurður hvort hann hefði lagt þetta til við forsetarm sem forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins eða honum? fflRRMHPMiHil „Hún mun gera þjóðinni grein fyr- áfram sem förseö en kiörtímabil hennar rennur ut á næsta ári. -S.dór Um þessar mundir er verið að leggja nýtt og glæsilegt parket á fundarsal rikisstjórnarinnar í Stjórnarráðshúsinu. Á meðan á framkvæmdum stendur fundar rikisstjórnin i Ráðherrabústaðnum við Lækjargötu. DV-mynd GVA Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga: Óskar eftir þriggja mánaða gretðslustöðvun Sambandið afskrifar 30 af um 60 milljóna króna skuld „Við vorum rétt í þessu að ákveða að óska eftir 3ja mánaða greiðslu- stöðvun því að við teljum, að vel athugðu máli, að mögulegt sé að bjarga kaupfélaginu frá gjaldþroti," sagði Anna Jensdóttir, formaður stjórnar Kaupfélags Vestur-Barð- strendinga á Patreksfirði, í samtali við DV í gærkveldi en þá stóð yfir stjómarfundur í kaupfélagsstjóm- inni. Anna sagðist ekki geta gefið upp hve skuldir kaupfélagsins væm miklar í dag. Hún sagði að neikvæð eiginfjárstaða kaupfélagsins um síð- ustu áramót hefði verið 43 mifljónir króna. Samkvæmt heimildum era skuld- imar nú eitthvað um eða yfir 60 milljónir króna. Sambandið er lang- stærsti lánardrottinn kaupfélagsins og hefur það ákveðið að afskrifa 30 af tæpum 60 milljónum sem kaup- félagið skuldar Sambandinu. Nýlega var sláturhús Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga í Örlygshöfn selt á nauðungamppboði og slegið Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri fyrir 250 þúsund krónur. Fasteigna- mat hússins var 599 þúsund krónur og brunabótamat 2,8 milljónir króna. Boði nokkurra bænda í sláturhúsið upp á 500 þúsund krónur var hafn- að. Kaupfélag Eyfirðinga á kröfur í félagið upp á 2,5 milljónir króna. -S.dór Skákmeistari íslands: „léttara en ég reiknaði meðr‘ - sagði Margeir Pétursson Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég átti varla von á að vera í svona góðu formi þannig að það má segja að mótið hafi verið léttara en ég reiknaði með. Ég lenti aldrei í verulegum erfið- leikum, stóð að vísu verr að vígi í einni skákinni um tíma en það var langt frá því að ég væri í taphættu," sagði Mar- geir Pétursson stórmeistari eför að hann tryggði sér öölinn skákmeistari íslands á Akureyri í gær. Margeir sigraði þá Gylfa Þórhallsson og hlaut 12 vinninga af 13 mögulegum. Hann vann ellefu skákir og gerði tví- vegis jaíntefli og fékk hundrað þúsund krónur fyrir sigurinn. Helgi Ólafsson hafnaði í öðra sæö. Hann hafði 10 vinninga fyrir lokaum- ferðina og vann svo skákina við Sævar Bjamason. Karl Þorsteins vann Þröst Árnason í gær og hlaut samtals 814 vinning í þriðja sæö. Skák Hannesar Hlífars Stefánssonar við Jón G. Við- arsson var ekki lokiö en Hannes hafði 714 vinmng fyrir lokaumferðina og sigur gegn Jóni hefði fært hann upp að hlið Karls í 3.-4. sæö. Önnur úrslit í gær urðu þau að Áskell Öm Kárason vann Þröst Þór- hailsson, Dan Hansson og Davíð Ólafsson gerðu jafntefli og sömuleiðis Ólafur Kristjánsson og Gunnar Freyr Rúnarsson. Sturia í starf hjá ráðuneytinu Sturla Kristjánsson, íyrrum fræðslu- stjóri á Norðurlandi eystra, hefur verið ráðinn tíi að kanna með hvaða hætti ákjósanlegast sé að standa að skipulagi og framkvæmd menntunar kennara samhiiða starfi og miðast könnunin einkum við fræðsluum- dæmin á Norðurlandi, að því er fram kemur í frétt frá menntamálaráðu- neytinu. Það er menntamálaráðuneyöð sem ræður Sturlu öl verksins ásamt Kenn- araháskóla íslands og er Sturlu falið að skila greinargerð um efnið fyrir septemberlok 1988. I samtaii við DV sagði Sturla að ráðning hans miðaðist við 1. október og sagði hann tilganginn með þessu verkefni þann að kanna með hvaða hætti væri hægt að standa að símennt- un kennara meö öðmm hætti en nú er. „Menn verða ekki menntaðir fyrir lifstíð heldur verði menntunin lögðuð að breyttum tímum og þörfum,“ sagði Sturla. Sagði hann að það mættí hugsa sér að menn tækju atvinnupróf en héldu sér síðan við með þátttöku í náimkpífl- um og væri hugmyndin að gera kennurum kleift að stunda nám með- fram starfi. -ój Skjálftafræðsla í Grímsey Bjaxni Magnúsaan, DV, Grímsey; Aimannavamir ríkisins héldu fund með íbúum Grímseyjar í gærdag um jarðskjálfia, eðli þeirra og vamir gegn þeim. Aimannavamamennimir lýstu í ským máh eðii jarðskjálfta, sýndu sprungusvæði á kortum og gáfti upp- lýsingar um leiðir til að vama slysum af völdum jarðskjálfta og hvemig fólk ættí að bregðast við ef stór skjálfti kæmi. - sjá nánar á baksíðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.