Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 20
20 + LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Skák i>v Skákþing íslands á Akureyri: Stórmeistararnir í sérflokki - og Hannes Hlífar vann sjö skákir í röð Fyrir síðustu umferð á Skákþingi íslands á Akureyri, sem tefld var í gær, var Margeir Pétursson búinn að tryggja sér hlutdeild í efsta sæti. Hann hafði vinningsforskot á Helga Ólafsson og því nægði hon- um jafntefli í síðustu skákinni til þess að verða einn efstur. Hann átti að tefla við norðanmanninn Gylfa Þórhallsson sem vegnað hafði fremur illa á mótinu. Er þetta er ritað höfðu ekki borist spurnir af lokaskákunum. Allar líkur benda þó til þess að nú, er þetta birtist á prenti, sé Margeir orðinn íslandsmeistari í skák, annaö árið í röð. Margeir hefur stýrt taflmönnum sínum með styrkri hendi og fyrir lokaskákina var hann taplaus. Reyndar hefur Margeir ekki fengið bókaðar hjá sér gjarðir í ársfjórð- ung. Síðast tapaði hann í 10. umferð á alþjóðlega skákmótinu í Moskvu í júní fyrir sovéska stórmeistaran- um Romanishin. Síðan hefur hann orðið Norðurlandameistari og sig- urvegari í Gausdal, í bæði skiptin án þess að tapa skák. Hann hefur nú teflt 35 skákir í röð án taps og hefur náð úr þeim 28 'A vinningi, sem er liðlega 80% vinningshlut- fall. Aö vísu hefur Margeir í lang- ílestum þessara skáka mætt sér lakari mönnum en engu að síður þarf talsverða útsjónarsemi til þess að halda svo vel á spöðum. Fyrirfram var búist vio kapp- hlaupi um titilinn milh stórmeist- aranna tveggja, Margeirs og Helga. Sú hefur enda orðið raunin. Helgi tefldi óstöðugt í fyrstu umferðun- um og þá náði Margeir á hann forskoti. í lok mótsins höluðu báðir inn vinninga sem í ákvæðisvinnu væru en vinningsforskot Margeirs hélst óbreytt. Næstu menn koma svo í hnapp: Alþjóðlegu meistararnir Karl Þor- steins og Sævar Bjarnason; Þröstur Þórhallsson, Davíð Ólafsson, að ógleymdum heimsmeistaranum, Hannesi Hlífari Stefánssyni. Hann- es var umtalsefni allra er hann tók á sprett og vann sjö skákir í röö. Ef hann hefði haldið uppteknum hætti og bætt tveim sigrum við, hefði hann krækt sér í áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. í næst- síðustu umferð tókst Helga hins vegar að stöðva sigurgöngu hans. Hannes gerði sig líklegan til þess að máta Helga en stórmeistarinn sneri vöm í sókn og á endanum varð Hannes sjálfur mát. I ítum á stöðuna eins og hún var fyrir síðustu umferð: 1. Margeir Pétursson 11 v. af 12 mögulegum. 2. Helgi Ólafsson 10 v. 3.-4. Hannes Hlífar Stefánsson og Davíð Ólafsson 7 v. 5. Karl Þorsteins 6'A v. og frestuð skák 6. -7. Þröstur Þórhallsson og Sævar Bjarnason 6 'A v. 8.-9. Jón G. Viðarsson og Dan Hansson 5'/i v. 10. Þröstur Árnason 5 v. 11. Ólafur Kristjánsson 4'A v. 12. Áskell Örn Kárason 3'A v. 13. Gylfi Þórhallsson 3 v. 14. Gunnar Freyr Rúnarsson 'A v. Skákstjóri á mótinu var Ólafur Ásgrímsson. Að hans sögn gekk mótshaldið hnökralaust. Áhorf- endur voru reyndar með fæsta móti í Alþýðuhúsinu, þar sem teflt var, en þeim fór fjölgandi er líða tók á og skákmenn sviku þá ekki með litlausri taflmennsku. Þess má t.a.m. geta að í 9., 10. og 11. umferð lauk engri skák með jafn- tfcfli! Hér er sýnishorn af taflmennsk- unni. Fyrst glíma titilhafanna Margeirs og Karls. Miðað við ör- ugga taflmennsku Margeirs í skákinni kemur ekki á óvart að hann skyldi verða efstur. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Margeir Pétursson Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. a3 Bxc3+ Ekki alls fyrir löngu birtum við í þessum þætti skák Karls við búlg- arska stórmeistarann Spassov, frá minningarmóti Rubinsteins í Pól- landi. Þar féllu leikir 6. - dxc4 7. Bxh7 +!? Rxh7 8. axb4 með flókinni stöðu sem Karli tókst að stýra til sigurs. Margeir velur hefðbundn- ari leiö. 7. bxc3 dxc4 8. Bxc4 c5 9. Re2 Rc6 10. 0-0 e5 11. Ba2 b6!? Svo virðist sem svartur megi vel við una eftir byijunina. Ef nú 12. d5 Ra5 13. c4, þá gefur 13. - Ba6 14. Dc2 b5 prýðileg færi. Hugsanlega var 11. leikur hvíts ónákvæmur. Betra 11. Bb2, því að hvítreitabisk- upinn stendur í mörgum tilvikum betur á d3. 12. Dc2 Ba6 13. Hdl cxd4 14. exd4 Eftir 14. cxd4 Hc8 á hvítur við viss óþægindi að glíma. Leikur Karls er hins vegar ekki fagur því að nú verður peðastaða hans los- araleg og svartur nær þrýstingi á miðborðinu. 14. - Dc8 15. d5 Ra5 16. Rg3 Kh8 17. Rf5 e4! 18. Re3 Bd3 19. Dd2 Rg4! 20. f3 Rxe3 21. Dxe3 f5 22. fxe4 fxe4 23. Dd4 Df5 24. Bb2 Hac8 25. Hacl Rc4 26. Bal „Biskupaparið er ekkert par,“ segir Benóný. Orö hans eiga vel við í þessari stöðu - það er sjaldgæft að sjá svo vanmáttuga gripi. 26. - b5 27. h3 a6 28. a4 Hcd8 29. Da7 e3 30. Bxc4 Df2+ 31. Kh2 bxc4 32. Dd4 Hf4 33. Db6 Hdf8 34. d6 Be4 35. Hgl. abcdefgh- 35. - Hg4! Hvítur gafst upp. Ef 36. hxg4, þá 36. - Dh4 mát. Eða 36. Db2 Dg3+ 37. Khl Dxh3 mát. Skák Jón L. Árnason Margeir Pétursson, skákmeistari íslands tvö ár í röð. Hér er hann með fjölskyldu sinni eftir sigur á Norðurlandamótinu. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Meran-vörn. 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 c6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. e4 c5 10. e5 cxd4 11. Rxb5 axb512. exf6 Db613. fxg7 Bxg7 14. 0-0 Bb7 15. Hel 0-6 16. Bf4 Bd5 17. Re5 Rxe5 18. Bxe5 f5 Nokkrir þessara leikja eru harla sérkennilegir við fyrstu sýn og verða ekki skýrðir með fáum orð- um. Þá er hins vegar alla að finna í byrjanabókum. Hannes Hlífar lærði vel heima og þurfti ekki að hugsa lengi. Var búinn að eyða 10 mínútum á klukkunni en Helgi hafði aftur á móti notað 50 mínútur af umhugsunartíma sínum. Hann var ókunnugur þessu afbrigði en þó tókst honum að flnna skynsam- legt framhald. 19. De2 Bxe5 Ber vott um nokkra óþolinmæði. Betra er 19. - Db7 og svartur er ekki langt frá því að hafa jafnað taflið. Hannes vill koma hróki sín- um í sóknina og máta Helga! 20. Dxe5 Ha7 21. Bfl Hg7 22. Hadl f4 Eftir 22. - Db7 23. g3 f4 24. Bh3 þrýstir hvítur á e6 og hefur betra tafl. 23. Hxd4 23. - Dc6 Svartur á ýmsa möguleika til sóknar en hvítur virðist ávallt geta hrundið atlögunni. T.d. 23. - Bxg2 24. Bxg2 f3 25. Khl! og nú 25. - fxg2+ 26. Kgl með betra tafli, eða 25. - Hxg2 26. Hgl með hótuninni 27. Hg4 + . Eða 23. - Hf5 24. Hxd5! Hxe5 25. Hdxe5 og hvítur stendur betur. 24. g3 fxg3 25. hxg3 Hg6 26. Hf4! Nú er Ijóst að hvítur hefur náð að bægja hættunni frá og eftir situr svartur með peði minna, veilur í peðastöðunni og erfiða vörn fyrir höndum. Að sögn Ólafs Ásgríms- sonar var spennandi að fylgjast með lokum skákarinnar. Helgi var í tímahraki og menn veltu því fyrir sér hvort Hannesi, sem var búinn að vinna sjö skákir í röð, tækist að snúa á hann. 26. - Dc5 27. Hxf8+ Dxf8 28. Hcl Hf6 29. Dg5+ Kh8 30. Hc8! Dxc8 31. Dxf6+ Kg8 32. Dg5+ Kf7? Teflir upp á tímahrak Helga en lendir sjálfur í mátneti. Betra er 32. - Kh8 en vömin er erfið. 33. Be2! Dh8 34. Bh5+ Kf8 35. Df4+ Ke7 36. Dc7+ Kf6 37. Df4+ Ke7 38. Dc7+ Kf6 39. f4 Da8?? Eftir 39. - Df8 40. Dc3+ Ke7 41. Db4+ taparsvarturdrottningunni. Eina leiðin til þess að lengja skák- ina er 39. - Dg8 en eftir 40. Kf2, eða 40. g4 yrðu úrshtin vafaUtið þau sömu. 40. Df7 mát Einvígi um íslandsmeistara- titil kvenna Karlarnir tefldu á Akureyri en konurnar í Reykjavík. Þær voru átta sem tóku þátt í Kvennameist- aramóti íslands í skák, sem lauk í vikunni. Tvær urðu jafnar og efst- ar, Áslaug Kristinsdóttir og Guð- fríður LUja Grétarsdóttir, með 6A v. af 7 mögulegum. Þriðja varð Guðlaug Þorsteinsdóttir með 5 v. Áslaug og Guðfríður LUja verða að heyja einvígi um íslandsmeist- aratitiUnn en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær. Guðfríður Lilja er núverandi íslandsmeistari. Haustmót TR að hefjast • Á morgun, sunnudag, hefst árlegt haustmót Taflfélags Reykjavíkur, sem verður með svipuðu sniði og áður: Teflt þrisvar í viku, á sunnu- dögum og miðvikudags- og föstu- dagskvöldum, 11 umferðir; skipt í flokka eftir stigum en teflt eftir Monrad-kerfi í neðsta flokki, þar sem öllum er fijálst að taka þátt. Einnig teflt í unglingaflokki. Sterkari skákmenn ættu ekki að láta haustmótið fara framhjá sér, því að nú hafa verðlaun verið stór- hækkuð. Fyrstu verðlaun í aöal- keppninni nema 40 þúsund krónum og heildarverðlaun eru 95 þúsund krónur. Lokaskráning í mótið er í dag milli kl. 14 og 18 í félagsheimili Taflfélags Reykjavík- ur, Grensásvegi 44-46. -JLÁ i- i. 3. ^ s~ fa i t i n> n 12. la ifr 1 Dan Hansson 1 0 0 = 0 1 1 0 1 o ■1 1 0 2 Þröstur Þórhallsson 1 ír 1 0 = = 0 1 0 1 = = 3 Ólafur Kristjénsson 1 0 0 1 0 0 0 0 0 1 1 4 Gulfi ÞórhalIsson = 0 ll M 0 0 0 0 0 1 0 0 = 5 Helai Ólafsson 1 1 1 i 1 1 1 = I 1 0 •4 6 Jón G Viðarsson 0 = 0 1 0 % 1 1 0 1 ! 0 7 Þröstur Árnason 0 = 1 1 0 0 i = = 0 1 = 0 8 Hannes H Stefánsson 1 1 i 1 0 i 0 0 1 1 1 0 9 Sævar Biarnason 0 0 1 \ 0 = 1 'é = = 1 = = 10 Maraeir Pétursson 1 1 1 = l 1 1 I 1 1 1 11 Gunnar F Rúnarsson 0 0 0 0 0 0 0 = 0 o 0 0 12 Áskell Ö Kárason o 1 1 0 0 = 0 0 0 1 y/r 0 0 13 Davið Ólafsson = 0 1 1 1 1 0 = o 1 1 0 14 Karl Þorsteins 1 = 0 = 'ft 1 = 0 ! 1 •J I Við fljúgum þangað fimmtudaga og sunnudaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.