Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. 11 Hver er þinnar gæfu smiður? Haustrigningarnar eru komnar. Sumariö er endanlega á Bak og burt. Innan skamms kemur vetur- inn. Dagurinn styttist. Skammdeg- ið leggst yfir land og þjóð. Fyrir marga einstaklinga er vet- urinn tákn um kulda og myrkur. Margir eiga erfiðara með að bjarga sér í skammdeginu en á öðrum árstímum. Hjá sumum endar sú barátta með skelfingu eins og dæm- in sanna. Nú mætti halda að það væri þrátt fyrir allt mun auðveldara að kom- ast í gegnum veturinn á vorum dögum en áður var. Þar sem áður var myrkur er nú birta, virkjuð úr afli fossanna. Landsmenn búa í betri húsum en nokkru sinni fyrr, enda hér einn besti húsakostur í heimi. Lífaldur er sá hæsti í heim- inum. Einhæfni og tilbreytingar- leysi þjóðlífsins er úr sögunni. Menntunar- og afþreyingartæki- færin eru óteljandi. Atvinna er miklu meira en næg. Hvað eru menn eiginlega að kvarta? Þeir sem verða útundan Ekki fer á milli mála að ef notuð væri hin alræmda meðaltalsregla, sem landinu hefur verið stjórnað eftir undanfarin ár, sem mæli- kvarði á heill og hamingju þjóðar- innar þá væru hér allir í sjöunda himni. Vandinn er bara sá að með- altalið er hvergi til nema á pappír- um í undralandi fræðinganna. Veruleikinn er einstaklingsbund- inn. Gæðunum er misskipt, þeim veraldlegu sem hinum andlegu. Það eru ekki allir sem fá hin gullnu tækifæri sem öðrum fmnast blasa við í þjóðfélaginu. Það erú ekki heldur allir sem geta nýtt sér þau tækifæri sem bjóðast. Þeir sem hafa orðið útundan eru víða í þjóðfélaginu. Flestir eru það mikið að flýta sér að lifa sínu eigin hfi að þeir taka ekki eftir þeim sem misst hafa.af hamingjuvagninum, jafnvel þótt þeim bregði sem snöggvast fyrir á þeirri hraöbraut lífsins sem menn aka svo glanna- lega eftir nú á tímum. En hinir ógæfusömu eru þar engu að síður. Undir í maraþondansinum Og það eru ekki bara þeir sem búa um sig í húsasundi í gamla bænum, eða hálfmolnuðu skýli við Öskjuhlíöina, eða aflögðum skips- skrokki við ströndina sem hafa orðið útundan í kapphlaupinu mikla um lífshamingjuna. Svo ótrúlega víða má hitta fyrir ein- staklinga sem hafa ekki lengur tök á aö njóta þess auöuga og fjöl- breytta þjóðlífs sem meirihlutinn telur sjálfsagðan hversdagsleika. Margir hafa í raun og veru aldrei haft neinn raunhæfan möguleika til að þrauka til sigurs í maraþon- dansi samtímans; hafa kannski búið við rústað heimilislíf, óviö- felldinn skóla, tilfmningasljóa kennara, óheppilega félaga sem hafa veitt leiðsögn inn á braut áfengis eða fíkniefna. Þær eru í raun og veru svo margar, hindran- irnar, sem geta orðið á veginum og skipt sköpum um örlög manna. Hafi gamla orðatiltækið, „hver er sinnar gæfu smiöur", einhverju sinni verið rétt þá er því ekki svo háttað nú á tímum nema að afar takmörkuðu leyti. Einstaklingur- inn verður í sífellt auknum mæli að bregðast við utanaökomandi áreitni í þjóðfélaginu, þrýstingi frá þeim sem vilja hafa áhrif á líf hans, viðhorf og athafnir - annaðhvort í gróðaskyni eða vegna þess að þeir þykjast vita betur en viðkomandi einstaklingur hvað honum sé fyrir bestu. Opinber viðgerðarþjónusta Einstaklingurinn þarf aö hafa ansi sterk bein til þess að þola alla þessa áreitni án þess að kikna und- an álaginu. Margir geta það að sjálfsögöu og vaxa og þroskast sem sjálfstæðir einstaklingar sem kunna að velja og hafna. Aðrir eru ekki svo heppnir. Og sumir hrein- lega gefast upp andspænis yfir- þyrmandi þrýstingi úr ólíkum áttum. Þá er lagt á flótta frá óbæri- legum veruleika, leitað á vit vímuefna eða annarra lífsflótta- meðala - lífið í raun og veru gefið upp á bátinn. Það er gjarnan sagt að velferðar- þjóðfélagið standi með miklum blóma hér á landi. Og víst er það rétt að gífurlegum fjármunum og kröftum er varið til þess að hjálpa þeim sem hafa orðið undir í lífs- baráttunni. En í langflestum tilvikum kemur þjóðfélagið til hjálpar eftir að skað- inn er skeður. Velferðarþjóðfélagiö birtist þannig í gervi opinberrar viðgerðarþjónustu. í stað þess að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann fara fjár- munirnir og orkan einkum í að tjasla því saman eftir fallið. Viðgerð er auðvitað æskiLg ef hlutur bilar. En mestu máli ætti þó að skipta að búa svo að hlutnum að hann bili ekki. Hið sama á við um mannfólkið. Það er miklu mikilvægara aö ein- beita fjármagni og kröftum þjóð- félagsins að því að búa svo að einstaklingnum að hann geti í reynd orðið sinnar eigin gæfu smiður, í stað þess að eyða orkunni og fjármagninu svotil eingöngu í aðstoö eftir að ógæfa hefur skollið yfir. Laugardags- pistill ~ Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Manneskjulegt umhverfi Fyrst og síðast er þetta spurning um að búa þjóðfélagsþegnunum manneskjulegt umhverfi. En það er meira en að segja það. Manneskjulegt umhverfi þýðir til dæmis fráhvarf frá vinnuþrælkun- inni sem veldur oftar sambandsrofi og upplausn í fjölskyldunni en flest annað. Stytta þarf raunverulegan vinnudag til þess að auka samveru fjölskyldunnar. En vinnutíminn verður auðvitað ekki styttur nema dagvinnutekjur nægi til helstu lífs- nauðsynja nútímafjölskyldu. Og hverjum dettur svo sem í hug að það verði í náinni framtíð? Nei, þá þykir þeim sem ráðin hafa betra að eyða fjármununum í að kljást við afleiðingarnar af óbreyttu ástandi. Manneskjulegt umhverfi þýðir einnig betri og hlýrri skóla. Þar dvelja einstaklingarnir drjúgan hluta af viðkvæmasta þroskaskeiði sínu. Margir ná sér aldrei eftir þá reynslu. Börn eru ekki meðaltal Það er táknrænt aö umræðan um skólamál síðustu misserin hefur einkennst öðru fremur af deilum um kjör og vinnuaðstöðu kennara og um skort á húsnæði, tækjabún- aði, námsgögnum og öðrum slíkum hiutum. Það vill stundum gleymast að börnin eru ekki til fyrir skólana eða kennarana. Skólinn, kennar- arnir, allt það mikla og dýra kerfi sem þjónustar menntakerfið, er auðvitað til fyrir þá ungu einstakl- inga sem skólana sækja. Þeirra þarfir eru það sem á að skipta höf- uðmáli, ekki þarfir kennara eða stjórnenda. Og börnin eru ekki eitthvert með- altal fræðinga. Þau eru einstakling- ar, hver og einn með sínar þarfir, vonir, áhyggjur, langanir, drauma. Og það eru þeirra þarfir hvers um sig sem eiga að skipta meginmáli í öllu skólastarfi. Þegar slíkt viðhorf til einstakl- ingsins er ekki lagt til grundvallar er skólastarf á villigötum og til þess fallið að fjölga enn frekar skjól- stæðingum hinnar opinberu við- gerðarþjónustu. Sláturhús götunnar Manneskjulegra umhverfi þýðir einnig breytt viðhorf til umferðar- innar, ekki síst í þéttbýlinu þar sem mikill hluti uppvaxandi kynslóðar býr. Umferðarómenningin hefur ver- ið í sviðsljósinu undanfarið. Það kemur ekki til af góðu. Reyndar er með ólíkindum hvílíkt langlundar- geð íslendingar, sem og ýmsar aðrar þjóðir, hafa sýnt því slátur- húsi götunnar sem sífellt krefst fleiri og fleiri fórnarlamba. Lög- reglan hefur einbeitt sér að því að draga úr aksturshraöa. Það gerir vissulega sitt gagn. En viðameiri ráðstafana er þörf ef hindra á stór- felldar mannfórnir á götunum ár hvert. Það þarf að gera íslendinga að betri, gætnari og tillitssamari öku- mönnum sem gera sér í reynd grein fyrir því hvað alvarlegt umferöar- slys þýðir. Það ætti að vera skylda við kennslu til bílprófs að sýna nemendum svart á hvítu hvaða af- leiðingar shk slys hafa fyrir þá sem í þeim lenda - með sýningu mynda- þátta og heimsóknum á endur- hæfmgardeildir þar sem fórn- arlömb umferðarslysa eru að reyna að ná einhverri heilsu á ný. Gatnakerfi höfuðborgarsvæðis- ins er alls ófulinægjandi ef miðað er við þann fjölda bifreiða sem landsmenn eiga. Breytingar þar á, svo sem greiðfærari akstursleiðir milli fjölfarinna staða, bætt aðstaða fyrir gangandi vegfarendur og veruleg fjölgun bílastæða, eru til þess fallnar að bæta umferðina, draga úr álagi á ökumenn og fækka slysum. Þetta kostar alit peninga, mikla peninga, segja menn. En ætli það sé ekki til langs tíma litið ódýrara fyrir samfélagið en að halda áfram blóðbaðinu á vegum landsins, að ekki sé talað um það sem aldrei verður metið til fjár: líf, heilsu og hamingju þeirra einstaklinga sem ella verða næstu fórnarlömbin? Mat á lífsgæðum í raun og veru er þetta allt saman spurning um hvaða lífsgæði skipta mestu máli. Og hver á að ákveða hvað er mikilvægast. Á annatímum verða menn gjarn- an svo uppteknir af því að leysa aðsteðjandi vandamál að þeir gefa sér engan tíma til þess að hugsa um orsakir vandamálanna eða hvernig megi draga úr þeim, jafn- vel uppræta. Það á við í allt of ríkum mæh í íslensku þjóðfélagi í dag. Er ekki kominn tími til að stað- næmast um stund og átta sig á því hvað er mikilvægast? Setja mann- eskjuna, einstaklinginn, ofar dauðum hlutum? Finna leiðir til þess að bæta það umhverfi sem ein- staklingnum er búið í fjölskyld- unni, í skólanum, í atvinnulífinu, í umferðinni? Gefa hverjum og ein- um betra tækifæri til þess að finna sig í lífinu, verða sinnar eigin gæfu smiður? Ehas Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.