Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. 31 Fólk í fréttnm Pétur Sigurðsson Pétur Sigurðsson. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjaröa, hefur verið í fréttum DV að undanfómu enda hafa Vestfirðingar nú haft þaö á orði að fara að dæmi Austfirðinga í því að semja um kaup og kjör heima í héraði. Pétur fæddist á ísafirði 18. desemb- er 1931. Hann var í Gagnfræðaskóla ísafiarðar þegar Hannibal Valdi- marsson var þar skólastjóri og tók gagnfræðapróf 1948. Hann tók mót- omámskeið Fiskifélagsins 1952 og lauk vélvirkjanámi hjá vélsmiöjunni Þór hf. á ísafirði 1957. Hann var í Iðnskóla Ísaíjarðar og tók Vélskóla- prófið 1960. Hann vann hjá Vest- fjarðaveitu Rafmagnsveitna ríkisins til áramóta 1970 en hefur starfað fyr- ir verkalýðsfélögin á ísafirði síðan. Pétur var formaður knattspymu- félagsins Vestra á ísafirði 1954-1972, og formaður sljómar Rafveitu ísa- fjarðar til 1964. Hann var varafor- maður verkalýðsfélagsins Baldurs og varð ritari Alþýðusambands Vestíjarða 1962 en var kjörinn for- maður sambandsins 1972 og formað- ur Baldurs 1973, en báðum þeim trúnaðarstörfum gegnir hann enn. Pétur hefur verið í stjóm Lífeyris- sjóðs Vestfirðinga frá stofnun sjóðs- ins 1970 og hann er formaður þar annað hvert ár. Hann er einnig stjómarformaður Verkamannasam- bandsins á ísafirði. Kona Péturs er Hjördís, f. 12.5.1939, en þau giftu sig 31.12.1958. Foreldrar hennar: Hjörtur Sturlaugsson b. og Amdís Jónasdóttir. Pétur og Hjördís eiga tvö böm: Sigurð, f. 13.6.1958, er um þessar mundir að Ijúka magistersnámi í sögu viö HÍ. Sambýliskona hans er Ólína Þorvaröardóttir, fféttamaður hjá ríkissjónvarpinu. Þau búa í Reykjavík og eiga flögur böm: Edda f. 29.10.1960, er með háskólapróf í finnsku og er nú ásamt manni sínum kennari á Fáskrúðsfirði. Þau eiga eitt bam. Pétur á fjögur systkini en þar af em tvö hálfsystkini. Alsystkini hans em Helga, hjúkrunarkona á Bolung- arvík, gift Magnúsi Jónssyni, skip- stjóra og útgerðarmanni, og eiga þau flögur böm; Svavar Sigurðsson bif- vélavirki sem býr í Gautaborg í Svíþjóð. Hann á fimm böm með fyrri konu sinni, en er nú giftur sænskri konu; hálfsystkini Péturs samfeðra em Guðmundur jámsmiður á ísafirði, en hann á sex böm, og Guðr- ún, ekkja Níelsar Guömundssonar málara og á hún sex böm. Foreldrar Péturs em bæði látin, en þau vom Sigurður vélstjóri og fyrrv. formaður Vélstjórafélágs ísa- fjaröar, Pétursson, og Gróa Salóm- onsdóttir. Föðurforeldrar Péturs vom Pétur, b. á Kleif á Skaga, og síöan b. í Fljótum, Pétursson, og kona hans Hólmffíður ffá Haganes- vík úr Fljótum, Guðvarðardóttir. Móðurforeldrar Péturs vora Salóm- on, b. og formaöur ffá Kirkjubóli í- Korpudal, Jónsson og kona hans, Helga úr Álftafirði í Djúpi, Jóns- dóttir. Afmæli Bjöigvin Schram Björgvin Schram stórkaupmaður, Sörlaslgóli 1, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Björgvin er fæddur í Reykjavík og brautskráðist frá Verslunarkóla ís- lands 1930. Hann var í verslunar- skóla í Englandi 1933-1934 og var fulltrúi í heildverslun Magnúsar Kjarans í Reyjavík 1934-1953 og stofnaði eigin heildverslun 1953. Björgvin lék fyrir KR í tuttugu ár, 1923-1943 og var í stjóm KR og vara- formaður KR í formannstíð Erlend- ar Ó. Péturssonar. Hann var í stjóm Knattspymusambands íslands frá stofnun þess 1947 og formaður 1954-1968. Björgvin var formaður Félags íslenskra stórkaupmarma 1967-1971 og var í stjóm Verslunar- ráðs íslands 1967-1974 og varafor- maður 1968-1871. Björgvin var formaður Lionsklúbbs Reykjavíkur 1974. Kona Björgvins er Aldís Þor- björg fædd 23. mars 1917 Brynjólfs- dóttir, sjómanns í Reykjavík Jónssonar og konu hans, Margrétar Magnúsdóttur. Böm þeirra em Bryndís leikkona, gift Jóni Baldvin Hannibalssyni fjármálaráðherra og eiga þau fjögur böm, þau em Ellert, ritsfjóri DV, fyrri kona hans var Anna Ásgeirsdóttir skrifstofumaður og eiga þau fjögur böm, sambýlis- kona hans er Ágústa Jóhannsdóttir Björgvin Schram. ljósmóðir, Margrét, fyrri maður hennar var Haukur Hauksson blaðamaður en hánn er látinn, áttu þau tvö böm, seinni maður hennar er Páll Gústav Pálsson, ffamvæmda- stjóri ísnó í Rvík, og eiga þau tvö böm. Margrét á eitt bamabam, Björgvin viðskiptaffæðing, forstjóra Kerfis hf. í Rvík., giftan Heklu Páls- dóttur og eiga þau þrjú böm, Magdalena blaðamaður, gift Herði Erlingssyni, ferðaskrifstofustjóra í Rvík, og eiga þau þrjú böm, Ólafur Magnús, sölustjóri hjá heildverslun Björgvins Schram, giftur Marín Magnúsdóttur og eiga þau þrjú böm og Anna Helga, gftt ívari Svein- bjömssyni, verktaka í Rvík, og eiga þau þrjú böm. Systkini Björgvins: Kristján, skipstjóri í Rvík, giflur Lám Jónsdóttur, Gunnar, símstjóri á Akureyri, giftur Jónínu Jónsdótt- ur, Karl, verslunarstjóri í Rvík, giftur Unni Ágústdóttur, hún er á lífi, og Margrét, hún er ein systkin- anna á lífi auk Björvins, gift Áma Guðmundssyni, sölumanni hjá Nat- an og Olsen, en hann er látinn. Foreldrar Björgvins vom Ellert Kristófer Schrám, skipsfjóri í Rvík, og kona hans, Magdalena Ámadótt- ir. Faðir Ellerts var Kristján Gunther Schram, b. og timbursmiðs í Innri-Njarðvík, sonur Ellerts Chri- stofers Schram, formanns í Vest- mannaeyjum, sonar Christians Gynthers Schram, kaupmanns á Skagaströnd, sem er forfaðir Schram ættarinnar á íslandi. Faðir Christ- ians var Johannes Schram, ættaður frá Holstein, lést 1804, en Schram ættin er talin vera sama ættin og fræga danska aðalsættin Skram. Móðir Björgvins, Magdalena, var dóttir Áma, fræðimanns í Rvík Hannessonar, lyfsalasveins í Nesi Ámasonar, prests á Hálsi í Hamars- firði Skaftasonar. Móðir Magdalenu var Margrét Gestsdóttir, b. á Innra- Hólmi Jónssonar. Móðir Margrétar var Helga Halldórsdóttir, prófasts á Melstað Ámundasonar. Björgvin Schram dvelur nú er- lendis. Maigrét Guðmundsdóttir Margrét Guðmundsdóttir Ijós- móðir, Sandfellshaga I, Öxarfjarðar- hreppi, er áttræð í dag. Margrét fæddist í Skomvík á Langanesi og ólst þar upp í foreldrahúsum en var þó einnig mikið að Skálum á Langa- nesi enda vináttu- og venslatengsl þar á milli. Margrét var á tíunda ári þegar hún missti móður sína. Hún ólst upp við öll hefðbundin sveita- störf unglinga en þurfti einnig að gera að og verka fisk, enda stundaði faðir hennar sjóróðra. Eftir ferm- ingu fór hún til Þórshafnar á Langanesi og var þar í tvö ár. Hún var einnig í vist á Seyðisfirði og Reyðarfirði og eina vertíð í Vest- mannaeyjum. Margrét fór að búa 1927 og fór svo í Ljósmæðraskólann í Reykjavík 1929-30. Hún gegndi Ijós- móðurstörfum í sinni sveit í sextán ar. Maður Margrétar var Bjöm, f. á Héðinshöfða á Tjömesi 16.2.1914, d. 1979, b. -í Skógum í Öxarfirði. For- eldrar Bjöms vora Bjöm, b. í Skógum, Bjömsson, b. á sama stað, Gunnlaugssonar og kona hans, Ólöf, f. í Kollavík í Þistilfirði, Jónsdóttir. Margrét og Bjöm bjuggu að Skóg- um í tæpa hálfa öld en eftir jarð- skjálftana miklu 1979 varð fólkið að yfirgefa jörðina og nú býr Margrét hjá syni sínum og tengdadóttur að Sandfellshaga I. Margrét og Bjöm eignuðust þijú böm: Þórarinn, b. í Sandfellshaga, f. 1934, er giftur Erlu Dýrftörð sem ættuð er frá Siglufirði, þau eiga sjö böm; Siguröur, f. 1936, er starfsmað- ur hjá Miðnesi í Sandgerði, hann er ógiftur og á einn son; Ólöf f. 1946, býr í Keflavík. Hennar maður var Friðbjöm Guðmundsson en hann er nú látinn. Ólöf á tvo drengi. Margrét átti þijú alsystkin og fiög- ur hálfsystkin en nú em látnir tveir albræður hennar og tveir hálfbræð- ur. Foreldrar Margrétar vom Guð- mundur, f. á Grímnesi á Langanesi, og Guðbjörg, f. í Krossavík í Þistil- firði. Föðurforeldrar Margrétar vom Guðbrandur, frá Syðri-Brekku á Langanesi, Guðbrandsson og kona hans, Margrét, ættuð frá Bakka á Langanesströnd, Jónsdóttir. Móður- foreldrar Margrétar vom Óli Jó'nannes, úr Kollavik í Þistilfiröi, Jónsson og Þorbjörg, frá Klifshaga í Öxarfirði, Jónsdóttir. Svava Fells Svava Fells, Freyjugötu 6, Reykja- vík, er áttræð í dag. Svava er fædd í Ási á Þelamörk í Eyjafirði og var við nám í Alþýðu- skólanum á Eiðum 1926-1928 og lauk kennaraprófi 1931. Hún sótti tvö kennaranámskeið í Naas í Svíþjóð 1932 og var kennari í bamaskólan- um á Hellissandi á Snæfellsnesi 1931- 1932. Svava var kennari í bamaskólanum á Akureyri 1932- 1943 og í skóla ísaks Jónssonar í Reykjavík 1943-1944. Hún starfaði við sumardvalarheimili bama á veg- um Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri 1939-1941 og stóð ásamt ísafold Teits- dóttur hjúkiunarkonu fyrir dag- heimili á Akureyri sumarið 1942. Svava starfaði við leikskóla hjá Bamavinafélaginu Sumargjöf í Reykjavík 1943-1944 og var í stjóm Kvenfélagsins Hlífar í nokkur ár og í stjóm Sambands norðlenskra kvenna. Hún var í sljóm Kantötu- kórs Akureyrar um skeið og formað- ur guðspekistúkkunnar Merkur frá stofnun 1951. Svava var formaður þjónustureglu Guðspekifélags ís- lands frá endurstofnun 1947 og vann þar mikiö að bamastarfi. Hún var forseti Guðspekifélags islands 1969-1971 og var safnvörður í safrú Einars Jónssonar 1955-1968. Svava var einnig safnvörður í safni Ás- gríms Jónssonar um sumartímann. Svava giftist 24. desember 1944 Grétari Fells, f. 30. desember 1896, rithöfundi í Reykjavík, en hann lést 5. mars 1968. Foreldrar Grétars vom Ófeigur Vigfússon, prófastur og kennari á Fellsmúla á Landi, og kona hans, Ólafia Ólafsdóttir. Systkini Svövu vom sex og em þijú þeirra á lífi. Þau em Marinó, kennari á Akureyri og síðar í Reykjavik, giftur Guðbjörgu Berg- sveinsdóttur, Eiríkur, kennari á Akureyri og í Reykjavík, giftur Lauf- eyju Haraldsdóttur, og Sigríður, gift Eyþóri Stefánssyni, tónskáldi á Sauðárkróki. Þau sem era látin em Þórunn, sem lést ung, Sigurrós, sem lést 1947, og Þorbjörg, gift Jóhanni Haraldssyni, skrifstofumanni hjá KEA, sem einnig er látinn. Foreldrar Svövu em Stefán Hall- dór Eiríksson, b. á Refsstöðum í Engihlíöarhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu, og kona hans, Svanfríð- ur Bjamadóttir. Páll Jensson Páll Jensson verkfræðingur, for- stöðumaður Reiknistofnunar HÍ, til heimilis að Frostaskjóli 21, Reykja- vík, er fertugur í dag. Páll er fæddur á Reyðarfirði. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1966, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1969, prófi í véla- verkfræði frá DTH í Kaupmanna- höfii 1972 og lic. techn. prófi 1975. Hann var kennari í aðgerðarann- sóknum og tölfræði við IMSOR, DTH 1972-75, kerfisfræðingur fijá IBM á íslandi 1976-77 og forstöðumaður Reiknistofnunar HÍ frá 1977. Hann hefur einnig verið stundakennari í reiknifræði og rekstrarfræði við HÍ frá 1976. ■ Eiginkona: Anna, f. í Reykjavik 15.1. 1948, dóttir Jens, skipstjóra í Þorlákshöfn, Sigurðssonar og konu hans, Þorbjargar Friðriku Jónsdótt- ur. Böm: Hildur, f. 10.10.1973, og Hlyn- ur Páll, f. 6.2.1977. Faðir: Jens, umdæmisstjóri á Brú í Hrútafirði, Pálsson, prests í Bol- ungarvík, f. 1884, þess er Hannibal Valdimarsson hefur ritað um, Sig- urössonar, sjómanns í Vatnagarði í Garði, f. 1855, ísleikssonar, b. í Garð- húsum, f. 1822, d. 1893, Þorsteinsson- ar. Kona Páls prests var Kristín, f. 1855, Nikulásdóttir, b. í Nýlendu í Leira, f. 1816, d. 1894, Bjömssonar. Móðir: Sigurrós póstafgreiðslu- maður, f. 1917, Oddgeirsdóttir, b. í Ási við Hafnarfjörð, f. 1881, Þorkels- sonar, b. á Þorbjamarstöðum í Hraunum, f. 1855, d. 1943, Ámason- ar. Móðir Þorkels var Steinunn, f. 1828, d. 1872, Þorkelsdóttir og Þór- unnar Álfsdóttur, b. í Tungu í Flóa, Arasonar, hreppstjóra á Eystri- Loftsstöðum í Flóa, Bergssonar, hreppstjóra í Brattsholti í Stokks- eyrarhreppi, Sturlaugssonar. 75 ára 70 ára 60 ára 40 ára Sigurveig Jónsdóttir, Kleppsvegi, Hrafnistu, er sjötíu og fimm ára í dag. Jóhannes Hjálmarsson, Suðurgötu 70, Siglufirði, er sjötugur í dag. Elísabet Sveinbjörnsdóttir, Heiðar- braut 55, Akranesi, sem verður sjötug 5.10., tekur á móti gestum í Kiwanissalnum, Vesturgötu 48, Akranesi, sunnudaginn 4.10. frá kl. 15.00. Ólafur Þ. Jónsson, Brekkugötu 14, Hafnarfiröi, er sextugur í dag. Kjartan Kjartansson, Kirkjuvegi 40, Keflavík, er fertugur í dag. Sérverslun með blóm og skreytingar. iMugavegi 53, simi 20266 Sendutn um land allL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.