Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Fréttir Verðstríðið í Kanaríeyjaferðunum: Risamir em reiðir - leita Útsýn og Samvinnuferðir til annarra flugfélaga en Flugleiða? Það er ekki nýtt að verðstríð ríki milii ferðaskrifstofa á markaði sólar- landaferða. Slíkar styrjaldir hafa staðið yfir í mörg ár og eru í sjálfu sér ekkert annað en samkeppni á frjálsum markaði. Aitur á móti horf- ir öðruvísi við þegar Flugleiðir hf. fara í verðstríð og samkeppni við aðalviðskiptavini sína, ferðaskrif- stofumar. Harka er hiaupin í samskipti Útsýnar og Samvinnu- feröa annars vegar og Flugleiða hf. hins vegar í samkeppni þessara aðila um Kanaríeyjaferðir vetrarins, eins og skýrt var frá í DV í gær. Harkan er orðin svo mikil í verð- stríðinu að Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, og Helgi Jóhann- son, forstjóri Samvinnuferða, hafa við orö að leita til annarra flugfélaga um leiguflug fyrir þessa risa ís- lenskra ferðaskrifstofa. Verði af því getur það haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir Flugleiðir vegna þess að Útsýn og Samvinnuferðir eru langstærstu viðskiptavinir Flugleiða hf. Þar er ekki bara átt við leiguflug- iö, heldur selja þessar ferðaskrifstof- ur þúsundir farseðla fyrir Flugleiðir hf. ailt árið um kring. Kanaríeyjaklúbburinn Upphaf þessara deilna er endalok Kanaríeyjaklúbbsins svonefnda sem starfað hefur hér um árabil. Að þess- um klúbbi stóðu Flugleiðir hf., Úrval, Útsýn og Samvinnuferðir. Aðrar ferðaskrifstofur gátu líka selt farseðla í Kanaríeyjaferðimar. Á síðasta tímabili gekk rekstur klúbbsins mjög illa. Kanaríeyjatíma- bilið hefst í nóvember og stendur fram í apríl. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, segir að Flugleiðir hf. hafi alfarið séð um rekstur klúbbsins á síðasta tímabili. Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri Flug- leiða hf., segir aftur á móti að allar ákvarðanir hafi verið teknar sam- eiginlega af stjóm klúbbsins sem allir þátttökuaðfiar áttu fulltrúa í. Ingólíur Guðbrandsson sagði í samtali viö DV að í vor er leið hafi spurst út að tap á rekstri Kanaríeyja- klúbbsins yrði um 1 milljón króna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunair til að fá reikningsuppgjör frá Flugleiðum hf. hafi það ekki tekist fyrr en í lok ágúst. Þá kom í ljós að tapið var ekki 1 milljón, heldur 9 milljóir króna. Upp úr því leystist Kanarí- eyjaklúbburinn upp ög Samvinnu- ferðir og Útsýn hófu samstarf um Kanaríeyjaferðir en Flugleiðir halda áfram ferðum til Kanaríeyja með aðstoð þriggja minni ferðaskrifstofa. Dýrustu sólarlandaferðirnar Ingólfur gagnrýnir mjög að Flug- leiðir hf. skuli hafa annast allan rekstur klúbbsins yfir vetrarmánuð- ina á meðan ferðaskrifstofumar höfðu lítið að gera fyrir allt sitt sér- hæfða starfsfólk. Þá segir haim að Flugleiðir hf. hafi fengið ákveðnar prósentur af hveijum farseðli sem ferðaskrifstofumar seldu í Kanarí- eyjaferöir og það hafi ferðaskrifstof- unum þótt vondur kostur. Aftur á móti hafi Flugleiðir hf. selt klúbbn- um flugið á hæsta verði sem þekkist um leiguflug. Þess vegna hafi Kan- aríeyjaferðimar verið mun dýrari en aðrar sólarlandaferðir. Hann segir ennfremur að ferða- skrifstofumar, sem stóðu að Kanarí- eyjaklúbbnum, hafi engan möguleika haft til að fylgjast með rekstri klúbbsins og því sé 9 milljón króna tapið niðurstaða sem engin leið sé að sætta sig við. Mistök í hótelsamningum Sigfus Erlingsson, framkvæmda- stjóri Flugleiða hf., segir að ástæðan fyrir 9 milljón króna tapinu sé mis- Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson tök í hótelsamningum. Hann segir alla aðila Kanaríeyjaklúbbsins eiga þar sök því ekkert hafi verið fram- kvæmt nema með meirihlutasam- þykkt í stjóm klúbbsins. Mistökin í hótelleigusamningum vom þau að klúbburinn tók á leigu meira hús- næði en hægt var að selja í miðað við sætaframboð í fluginu. Og ekki bara það, heldur var húsnæðið tekið á leigu með því sem ferðaskrifstofu- fólk kallar „garantí", en það þýðir að greitt er fýrir húsnæðið hvort sem það er notað eða ekki. Þar að auki segir Sigfús að húsnæðið hafi verið tekið á leigu með þessum kjörum allt árið, jafhvel þótt ekki séu famar Kanaríeyjaferðir nema í 5 til 6 mán- uði. Þá segir Sigfús að ferðaskrifstof- umar sem vom aðilar að Kanarí- eyjaklúbbnum hafi leikið það að selja ferðir til Kanaríeyja framhjá kerfi klúbbsins og því húsnæði sem hann hafði laust á Kanaríeyjum. Þannig hafi þær á sinn hátt stuðlað að meira tapi en þurft hefði að vera. Það er vaxandi tilhneiging hjá hót- elráðamönnum á Spáni að leigja ferðaskrifstofum húsnæði allt árið um kring en ekki bara í 3 til 5 mán- uði eins og lengst af hefur verið. Þar fyrir utan vilja þeir nú í auknum mæli að menn greiði fyrir húsnæðið hvort sem þaö er notað eða ekki. Ferðaskrifstofur komast varla leng- ur inn í besta húsnæðið nema sæta þessum afarkostum. Stærstu ferða- skrifstofur heims era allar famar að bjóðast til að undirgangast þessa kosti og því verða þær litlu að dansa með þótt þær ráði ekki við það. Verðstríðið Það sem gerst hefur í kjölfar þess að Kanaríeyjaklúbhurinn leystist upp er það að Útsýn og Samvinnu- ferðir hafa tekið upp samstarf og auglýst verö á Kanarieyjaferðum með örlítilli hækkim frá í fyrra. í kjölfarið auglýstu svo Flugleiðir líka ferðir til Kanaríeyja fyrir lægra verð. Verðið hjá Flugleiðum er í sumum tilfellum það sama og var í fyrra en í allmörgum tilfellum lægra. Á sama tíma hækkuðu Flugleiðir hf. verðið á leigufluginu til Útsýnar og Samvinnuferða um 15 %. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða, líkir framkomu Flug- leiða við skemmdarstarfsemi, terrorisma, eins og hann sagði orð- rétt í samtali við DV. Ingólfur Guðbrandsson segir þetta hreint og klárt undirboð til að drepa Kanarí- eyjaferðir Útsýnar og Samvinnu- ferða. Hann bendir á að meira að segja ætli Flugleiðir hf. að hafa sínar ferðir sömu daga og ferðaskrifstof- umar. Sigfús Erlingsson segir að hækk- unin á leigufluginu stafi af kostnað- arhækkunum hér heima og hækkun á eldsneyti. Hann segir að auðvitað gangi þetta jafnt yfir Flugleiðir hf. í þeirra leiguflugi og ferðaskrifstof- umar. Varðandi lægra verð á Kanaríeyjaferðunum hjá Flugleið- um en var í fyrra segir Sigfús að náðst hafi miklu betri samningar um gistihúsnæði en í fyrra. Þessi fullyrðing getur staðist en þó má ekki horfa fram hjá því að verð á hótelgistingu á Spáni hefur hækk- að um í það minnsta 10 % frá því samningamir í fyrra vom gerðir. Eins ber á það að líta að verðið á leigufluginu er álíka stór liður í kostnaði við ferðimar og gistingin. Leita til annarra flugfélaga? Helgi Jóhannsson segir að Utsýn og Samvinnuferðir muni nú leita eftir því hvort hægt er að ná hag- stæðum samningum við eitthvert annað flugfélag en Flugleiðir hf. Helgi segir að það sé ekki hægt að una við það að Flugleiðir npti ágóð- ann af viðskiptunum við Útsýn og Samvinnuferðir til að greiða niður kostnaö af samkeppni þeirra í Kan- aríeyjaferðunum. Hann segir að þaö fari ekkert á milli mála að Flugleiðir ætli að knésetja ferðaskrifstofumar í þessu máli. Ingólfur Guðbrandsson bendir á að ferðaskrifstofumar, og þó alveg sérstaklega Útsýn og Samvinnuferð- ir, séu stærstu viðskiptavinir Flug- leiða hf. Svona framkoma sé óþolandi, þar sem hún sé framin í skjóli einokunar í fluginu. Ljóst má vera að hér á eftir að sverfa til stáls og gæti það haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar. Eða eins og Ingólfur Guðbrandsson sagði: „Þetta verður hávaðamál." -S.dór Stórfelld vanskil eggja- og kjúklingabænda við sjóði landbúnaðarins: Skuldimar nema 15-20 milljónum króna Eggja- og kjúklingaframleiðendur skulda stærsta hlutann í sjóði land- búnaðarins. „Það má segja að allar greinar land- búnaðarins, að undanskildum mjólk- ur- og kjötgreinunum, séu undir þessa sömu sök seldir. Enda fara afurðir þessara greina í gegnum sláturhús og mjólkurstöðvar og em greiðslumar til sjóðanna teknar beint í gegnum af- urðaverðið þannig að ekkert færi er á því að draga greiðslumar á langinn,“ sagði Eiríkur Davíðsson hjá Fram- leiðsluráði í samtali við DV í gær. DV greindi frá því í vikunni að kart- öfluheildsalar skulduðu stórar upphæðir í opinbera sjóði landbúnað- arins en það era greinilega fleiri sekir í þeim málum. Alls er talið að van- goldnar greiðslur í sjóði landbúnaðar- ins séu ekki undir þijátíu milljónum króna og er hér í mörgum tfifellum um að ræða skuldir allt frá árinu 1985. „Það hefúr til dæmis alltaf verið er- fitt að innheimta hjá kjúklinga- og eggjaframleiðendum. Sumir framleið- endur standa sig þó þokkalega meðan aðrir era með langan skuldahala á eftir sér. Þess ber líka að geta að lengi hefur staðið um það styr hvort kjúkl- inga- og eggjaffamleiðendur ættu yfirleitt að vera að greiða í þessa sjóði þar sem þeir telja að sjóðimir geri lít- ið fyrir sig en séu einungis til að hjálpa hefðbundnu búgreinunum. Við áætl- um að kjúklinga- og eggjaframleiðend- ur skuldi alls 15-20 mfiljónir í opinbera sjóði landbúnaðarins," sagði Eiríkur. Eiríkur sagði einnig aö plöntufram- leiðendur hefðu lítið greitt í sjóðina enda teldu þeir sig ekki tilheyra land- búnaðargeiranum. Þá hefði gengið illa að innheimta fyrir sjóðina af hlunn- indum eins og laxveiði, reka, selveið- um og fleira, enda væri ekki alveg Ijóst hvort þeir sem nýta þessi hlunnindi eigi yfirleitt að greiða í sjóðina og lítið verið gengið eftir greiðslunum. Áður hefur svo verið minnst á framleiðend- ur kartaflna og annarra garðávaxta. Greiðslumar, sem eiga að renna í sjóðina, era að hluta tfi reiknaðar af framleiðsluverðinu og því í raun tekn- ar af framleiðendunum. Þessi hluti nemur tæpum helmingi sjóðagjald- anna. Rúmur helmingur er svo tekinn með því að leggja á heildsöluverðið þannig að þann hluta greiða neytend- ur beint. Það er því mál margra að þeir heildsalar, sem ekki standa skfi á greiðslum í opinbera sjóði, sitji á pen- ingum sem þeir hafa þegar innheimt hjá framleiðendum og neytendum. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.