Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. 9 Ferdamál Sumaifrðð tekið siðdegis á sunnudögun og mánudögum í yndislegu haustveðri lögðum við spuminguna um sumarfríi fyrir veg- farendur, að þessu sinni við Um- ferðarmiðstöðina í Reykjavík. Aö þessu sinni höfðu eiginlega aUir við- mælendur okkar farið eitthvað í sumar þótt kannski hafi ekki allir farið í hefðbvmdið 3-4 vikna sum- arfrí. Einn viðmælandi okkar sagðist hafa farið á sunnudagseftirmiðdög- um í sumarbústað sinn við Meðal- fellsvatn og dvalið þar allan mánudaginn. Þá vom aðrir sumar- bústaðaeigendur yfirleitt famir og gott að njóta kyrrðarinnar. Aðrir höfðu ferðast um landið og einnig farið tíl útlanda. Ein kona hafði notið orlofs húsmæðra á Hvanneyri og sagði það hafa verið dásamlegt frí. -A.BJ. UMSVIFAMIKIÐ ÞJÓNUSTUFYRIR- T/EKIÁ SUÐURLANDITIL SÖLU Um er að ræða vel þekkt og gróið fyrirtæki í eigin húsnæði og í fullum rekstri með mikla veltu. Reksturinn samanstendur af ferðamannaverslun, veitingabúð og dans- og skemmtistað. Leitað er eft- ir traustum kaupanda að öllum eignum félagsins. Til greina getur komið að leigja fyrirtækið allt eða ein- stakar rekstrareiningar. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þeir sem áhuga kynnu að hafa á nán- ari upplýsingum sendi nafn sitt, heimilisfang og símanúmer til DV, merkt „Þjónustufyrirtæki", fyrir 10. október nk. Gyða Brynjólfs, vinnur á dekkjaverk- stæði: Ég fór heilmargt í sumarfríinu mínu, bæði til Spánar og á Austfirð- ina. Þá var ég einnig eina viku í húsmæðraorlofi á Hvanneyri og það var alveg sérstök upplifun. Jóhann Stefánsson sölumaður: Eg hef ekki farið í neitt sumarfrí. Aðeins skroppið í þrjá daga til London. Andrés Hjörleifsson leigubílstjóri: Ég hef ekki beinlínis farið í sumarfrí nema hvað ég hef fariö á sunnudög- um í sumarbústað og dvahð þar fram á mánudagskvöld. Veðrið hefur verið dásamlegt í siunar og veiði ágæt í vatninu í maí og júní. Seinna veidd- um við svo heilmikið af laxi í Hvammsvíkinni. Þetta hefur verið gott sumar í alla staði. Ég fer aldrei til útlanda yfir sumarið. Ég vil heldur njóta íslenskrar náttúru. Hárlos ? ÁSTA KAREN VAR ORÐIN ÞREYTT Á AÐ HAFA BURSTANN ALLTAF FULLAN AF HÁRUM. Hún gerði sér grein fyrir að þéttur og góður hár- vöxtur krefst réttra næringarefna, sem stundum skort- ir í fæðuna. Þess vegna reyndi hún HÁRKÚR töflurnar. Hálfum mánuði eftir að hún byrjaði að nota þær var hún laus við hárlosið og hefur það ekki angrað hana síðan. HÁRKÚR töflurnar innihalda næringarefni sem eru nauðsynleg góðum hárvexti. FÆST í HEILSUBÚÐUM, APÓTEKUM, HÁRSNYRTI- STOFUM, HEILSUHILLUM MATVÖRUVERSLANA OG HJÁ HÁRSKERUM. Éh Gilsuhúsiö Skólavörðustíg 1 Sími 22966 • Kringlunni Sími 689266 Guðbjörg Bjarnadóttir skrifstof- ustúlka: Ég fór bæöi til Akureyrar og ísafjarðar. Dvaldi hjá vinkonu minni á Akureyri og fór í brúðkaup á ísafirði. Það var mjög skemmtilegt og veðrið mjög gott. Jú, ég hef ferð- ast talsvert inn landið en á eftir að skoða Austfirðina og Snæfellsnesið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.