Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Friðarspor Stjórn sandinista í Nicaragua hefur stigið spor í lýð- ræðis- og friðarátt. Tími var til kominn. Ríkisstjórnin : lýsir yfir vopnahléi í baráttunni við svonefnda kontra- j skæruliða. Vopnahléið á að standa í einn mánuð frá ! sjöunda þessa mánaðar. Hersveitir stjórnarinnar verða l fluttar brott frá þremur átakasvæðum. Náist árangur af þessu takmarkaða vopnahléi, mun það látið ná til alls 'andsins. Ekki er síður mikilvægt. að ríkisstjórn landsins dregur úr því einræði, sem hún magnaði fyrir rúmu ári. Eina blað stjórnarandstæðinga kom út í fyrra- dag eftir að hafa verið bannað í fimmtán mánuði. í blaðinu var hörð gagnrýni á ríkisstjórnina, svo sem í leiðara. Þetta er merkilegt blað og hið elzta í landinu. Það hefur verið trútt málstað sínum. Meðal annars beitti það sér gegn einræðisstjórn Somoza, sem núver- andi valdhafar steyptu af stóli. Aðgerðir stjórnarinnar í Nicaragua nú eru í samræmi við samþykkt fimm forseta Mið-Ameríkuríkja í ágúst. Þar er gert ráð fyrir vopnahléi í þeim þremur skæruliða- styrjöldum, sem standa í Mið-Ameríku, E1 Salvador, Guatemala og Nicaragua. Hinir hægri sinnuðu kontra-skæruliðar í Nicaragua hafa hafnað vopnahléi ríkisstjórnarinnar. Þessir skæruliðar njóta fulltingis og fjár frá Banda- ríkjunum. Þeir hljóta þaðan opinberan fjárstyrk, einnig styrk úr sjóðum bandarísku leyniþjónustunnar, auk mikilla fúlgna, sem komið er til þeirra eftir ólöglegum leiðum, eins og fram kom í íranhneykslinu. Bandaríkja- stjórn reiddist, þegar lepp hennar, Somoza, var steypt í Nicaragua. Það eru Bandaríkjamenn, sem bera ábyrgð á stríðinu í Nicaragua. Án tilstilhs þeirra ríkti þar frið- ur og tvímælalaust meira lýðræði en nú. Stjórnvöld í Nicaragua nota andstöðuna frá Washington og stríðið sem ástæðu til að skerða frjálsræði. Stjórnin í Wash- ington er iðin við að kaha sandinistana í Nicaragua kommúnista. En margir bandarískir þingmenn sjá að- stæður í Mið-Ameríku þó í réttu ljósi. Sandinistar vilja ekki teljast kommúnistar. Þeir vilja ekki feta í fótspor Kúbumanna og verða sovézkir lepp- ar, eftir að bandarískum leppum er steypt af stóh. En aðstæður eru örðugar. Bandaríkjamenn hafa beitt sandinista hvers konar þvingunum. Þeir standa fyrir styrjöldinni. Þeir beiía viðskiptaþvingunum og hafa jafnvel reynt að loka höfnum í Nicaragua. í hópi sandin- ista eru vafalaust ýmsir, sem vilja hallast að Sovétmönn- um. Hver hermdaraðgerð Bandaríkjamanna gerir slík öfl sterkari en dregur mátt úr þeim, sem vilja, að lýð- ræði ríki í landinu. Meginhættan í Nicaragua er sú, að sandinistar verði beinlínis hraktir í arma Sovétmanna. Tilhneiging Reagans til að bUðka fasistísk öfl er mjög hættuleg fyrir stöðu lýðræðis víða um heim, vegna þess að hún þrýstir viðkomandi almenningi til kommúnisma. íslendingar hafa fengið allgóðar fréttir af ástandinu í þessu Mið-Ameríkuríki og ættu því að geta fylgzt vel með því, sem gerist. Ástæða er til að vekja athygh á síðustu aðgerðum sandinistastjómarinnar, sem ættu að gleðja lýðræðissinna. En stjórnin í Washington verður hið fyrsta að hætta sínu glæpsamlega stríði í þessu ríki en vinna í þess stað með þeim, sem vilja raunverulegt lýðræði. Það er leiðin, sem fara ber næst í framhaldi af sam- þykkt forsetanna. Haukur Helgason Gorbatsjov upprisinn Er hann í klípu? Er biiiö að fella hann? Spumingar sem þessar skutu upp kollinum í vestrænu pressunni um daginn því ekkert hafði sést til Gorbatsjovs í sex vikur. Alit frá því liann fór að sýna tennumar í um- bótaviðleitm sinni innanlcmds hafa gengið sögur um andstöðu gegn hon- um. Á flokks- og embættiskontórum um þver og endilöng Sovétríkin em kerfiskarlar sem telja hann ganga gegn sér af hagsmuna- eða hugsjóna- legum ástæðum. Þótt Gorbatsjov hafi á undanfórn- um misserum sannað styrk sinn hvað eftir annað nægði sumarleyfið við Svartahafið til að koma á fót gróusögum um valdabaráttu, veik- indi eða jafnvel dauða. Mönnum er að vísu vorkunn þvi forverum hans í embætti varð ekki alltaf gott af „heilsubótarferðum" sínum. Breyta, byggja, bæta Gorbatsjov hefur kynnt áform og hugmyndir um gífurlegar breyting- ar í Sovét. Hann verður hins vega sifellt að ítreka að hann sé trúr hug- myndafræðinni. Þótt aðstæðum Neils Kinnock og Gorbatsjovs verði á engan hátt sam- an jafnað eiga þeir þó eitt sameigin- legt. Báðir era að reyna að breyta í grundvallaratriðum þeirri stefnu sem þeir þó í öðrum hveiju orði verða að lýsa fullkominni hollustu við. Ýmislegt sem hefur verið haft eftir Gorbatsjov sjálfum, samstarfsmönn- um hans eða öðrum, sem eru honum þóknardegir, virðist ganga þvert gegn hinu predikaða orði fyrirrenn- aranna. Menn hafa hreyft hugmyndum um launakeríi sem taki mið af afköstum. Hvað þá um launajöfnuðinn? Menn hafa líka talaö um aukið einkafram- tak til að virkja einstaklingana. Einnig er talað um að láta markað ráða verðlagi ýmissa nauðsynja. Þetta em umræður sem hefðu þótt drottinsvik fyrir nokkrum árum hjá Alþýðubandalaginu á íslandi, hvað þá í Moskvu. Áherslur Gorbatsjovs á spillingu og lélega embættismenn og opið og réttlátara stjórnkerfi hafa tryggt honum fylgi menntamannanna. Fyrir nokkrum árum skrifuöu þeir í blöð sem menn fóm í felur eða fang- elsi út af. Nú les almenningur í Moskvu þessi sömu blöö. Af erlendum vettvangi Guðmundur Einarsson Sólbrúnn og brillíant Gorbatsjov notar íjölmiðlana í Sovét á sama hátt og pólíkusar í vestrænni kosningabaráttu. Þótt hann sé ekki í framboði á sama hátt og þeir á hann mikið undir þvi að njóta almenns stuðnings. Þess vegna er hann úti á meðal fólks og heilsar, klappar á herðar og hlær. Raisa, konan hans, virðist lika hafa drjúgar talentur í þessum leik. Styrkur hans innanlands birtist okkur í ýmsu. Á miðstjómarfundi í júni fjölgaði hann sínum mönnum í áhrifastöðum. Þegar Matthías Rust lenti Cessnunni sinni á Rauða torg- inu rak Gorbatsjov umsvifalaust varnarmálaráðherrann og yfirmann flughersins. Þannig lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð valda- manna og sýndi þjóðinni hver réði. Jafnvel hörðustu andstæðingar hans í Bandaríkjunum gátu ekki annaö en litið öfundaraugum til hans því að um líkt leyti var banda- ríski herinn að búa til skjaldborg afsakana um flotaforingjann sem ekki kunni að verjast árásinni á her- skipið Stark. Sá bar ábyrgð - en þurfti ekki að axla hana. Nú er Gorbatsjov aftur farinn að slá um sig, sólbrúnn og brillíant eft- ir góða hvíld við Svartahafið. Fantur með frumkvæði Á alþjóðavettvangi em Sovétríkin að skipta um ásýnd. Áður mátti treysta því að maður missti matar- lystina ef íjaUað var um Rússland í sjónvarpsfréttum á kvöldin. Ásýnd leiðtoganna og umræður um heilsu- far þeirra olli ólyst og fréttir af matarskorti ollu samviskubiti. Víst era ennþá biöraöir í Moskvu og þær verða eflaust lengi. En ásjóna rússneska bjamarins er að breytast. Áhrifin á Vesturlöndum era að segja til sín. Fólk mun eiga erfiðara með að líta á Rússa sem andstæð- inga. Ógnarskynjunin breytist og erfiðara reynist ríkisstjómum og NATO að afla íjár til uppbyggingar vopnakerfum. I samskiptum við vestræna þjóðar- leiðtoga hefúr Gorbatsjov náö frumkvæðinu. Honum hefur tekist að ná þeirri ímynd að hann vilji frið fyrir alla muni en Vesturlönd dragi lappimar. Útspil hans hafa hvað eft- ir annað komið vesturveldunum í opna skjöldu og skemmst er að minnast yfirlýsinga hans um meðal- drægar flaugar sem t.d. settu v- þýsku ríkisstjómina í mestu vandræði. Þær yfirlýsingar gaf hann raunar í viðtali við blað í Jakarta og notaði þannig tækifærið til að styrkja sína stöðu í Asíu. Þar hafa Rússar nú lagt áherslu á bætta sambúð, m.a. með þvi að bjóða nágrönnum sínum í austri til samstarfs um nýtingu auðlinda Sovétríkjanna austan Úral- flalla. Það er ekki neinum vafa undirorp- ið að Sovétmenn hafa nú framkvæð- iö í stóra slagnum um almenningsá- litið í heiminum. Gorbatsjov kemur fram af fullri hörku og ósvifnu frum- kvæði en gerir það með þeim stíl sem Vesturlandabúar hafa hingað til ekki átt að /enjast að austan. Þeir hafa heldur ekki átt nein svör við leiftursókhinni. Sovétríkin era ennþá grimmt og öflugt herveldi. En bjöminn, sem áður lá í móki og urraöi í geðillsku, er farinn að bregða á leik. Guðmundur Einarsson Nú er Gorbatsjov aftur farinn að slá um sig, sólbrúnn og brilliant, eftir góða hvild við Svartahafið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.