Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Pundir Kvenfélagið Fjallkonurnar verða með fyrsta fundinn á haustinu þriðjudaginn 6. október kl. 20.30 í safnað- arheimili Fella- og Hólakirkju. Kynnt verða föndumámskeið. Rætt um vetrar- starfið og kafifiveitingar. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur sinn fyrsta fund á haustinu í safn- aðarheimili kirkjunnar mánudaginn 5. októberkl. 20. Rætt verður um vetrarstarf- ið. Mætið vel. Félagsvist Kvenfélag Kópavogs byrjum okkar vinsælu félagsvist mánu- daginn 5. október kl. 21 í félagsheimilinu. Ath. breyttan tíma. Allir velkomnir. _________ Basar Kvenfélag Bústaðasóknar heldur kökubasar í safnaðarheimili Bú- staðakirkju sunnudaginn 4. október nk. kl. 15. Tekið verður á móti kökum og öðr- um basarmunum í dag, laugardag, milli kl. 13 og 15 og á morgun, sunnudag, eftir kl. 10 í safnaðarheimilinu. Kökubasar heldur Kvenfélag Háteigssóknar laugar- daginn 3. október í Blómavali v/Sigtún. Tekið verður á móti kökum kl. 10 f.h. sama dag. Fyrsti fundur félagsins á þessu hausti verður þriðjudaginn 6. október kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Tilkyniungar Félag harmóníkuunnenda verður með sinn mánaðarlega skemmti- fund í Templarahöllinni við Skólavörðu- holt sunnudaginn 4. október. Boðið verður upp á veitingar sem konur félagsmanna sjá um. Harmóníkuleikur og fleira. Allir velkomnir. Nýjar stafrænar símstöðvar í Borgarnesi og á Hvanneyri Nýjar stafrænar símstöðvar voru teknar í notkun í Borgamesi og á Hvanneyri ný- lega. Jafnframt var línum fjölgað að miklum mun á milii þessara stöðva og til Reykjavíkur. Stövamar að Kljáfossi og Gröf verða stafrænar á næstu mánuðum. Stöðin á Hreðavatni verður lögð niður og notendasímar hennar tengdir stöðinni í Borgarnesi. Þessar framkvæmdir ættu að bæta símakerfið en þær stöðvar sem fyrir vom önnuðu ekki vaxandi álagi. Eins og áður segir kemst þó ekki fullt stafrænt samband á milli Borgamess og útstöðv- anna í Borgarfirði og á sunnanverðu Snæfellsnesi fyrr en nauðsynlegar breyt- ingar hafa verið gerðar. Uppbygging stafrænna símstöðva um landið, fjölgun lína og lagning ljósleiðara stuðla að því að bæta símaþjónustuna. Fyrirtæki óskast! Athafnamenn í vaxandi byggöarlagi viija styrkja atvinnurekstur staðarins. Til greina koma fram- leiðslufyrirtæki í rekstri eða góðar hugmyndir sem þá mætti koma í framkvæmd í samvinnu við viðkomandi. Upp- lýsingar aðeins á skrif- stofu. Matvöruverslanir fyrir duglega kaupendur. Varsla Ht Fyrirtækjasala, bókhalds- þjónusta Skipholti 5, símar 21277 og 622212 Árleg perusala Lionsklúbbs Hafn- arfjaröar verður nú um helgina. Á laugardag og sunnudag munu Lions- menn ganga í hús í Hafnarfirði og bjóða perur til sölu í fjáröflunar- skyni. Lionsklúbburinn í Hafnarfirði hef- ur stutt margvísleg málefni í bænum, svo sem kaup á tækjum til St. Jós- efsspítala og til deildar þroskaheftra að Víðivöllum Handknattleiksskóli KR Handknattleiksdeild KR efnir til hand- boltaskóla í vetur fyrir byrjendur, stúlkur fæddar 1976 og drengi fædda 1979. Skólinn verður til húsa í íþróttahúsi Melaskóla og hefst í dag, 3. október, og stendur til 12. desember. Einnig verður tvisar farið i stóra salinn í KR-heimilinu. Farið verður í grunnþjálfun handknattleiks og boltaæf- ingar. Námskeiðinu lýkur síðan með pulsupartíi. Kennarar verða Ólafur B. Lárusson, Olga Garðarsdóttir og Lárus Lárusson. Einnig munu leikmenn í meist- araflokki karla og kvenna hjá félaginu koma í heimsókn. Annað námskeið verður síðan haldið eftir áramót og verður það tilkynnt síðar. Hallgrímskirkja - starf aldr- aðra Nk. þriðjudag, 6. október, hefst að nýju leikfimi við hæfi eldra fólks. Leiðbeinandi verður sem fyrr Hulda Ólafsdóttir sjúkra- þjálfari. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í sima 39965. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudögum kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opnað skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veittar upplýsingar um starfsemina. Síminn hjá Geðhjálp er 25990. Ferð á sunnudag til að safna birkifræi Eins og kunnugt er hefur uppgræðsla ör- foka lands hingað til mest byggst á sáningu grasfræs sem aðallega hefur verið af erlendum uppruna. Mikil áhugi er á að reyna að græða upp land með íslenskum tegundum en slíkt hefur ekki verið hægt hingað til nema í litlum mæli, þar sem fræ af þeim tegundum sem henta hefur ekki verið til. 1 ár er óvenju gott fræár hjá ís- lenska birkinu. Landgræðslan, Skógrækt ríkisins og Rannsóknarstofnun landbún- aðarins hafa nú í sameiningu ákveðið að gangast fyrir söfnun á birkifræi nú í haust og gera síðan tilraunir með að sá þessu fræi á lítt gróið land til uppgræðslu. Til að Ijá þessu þarfa máli lið gengst Hið ís- lenska náttúrufræðifélag fyrir fræsöfnun- arferð sunnudaginn 4. október. Farið verður á Þingvöll til að safna fræinu og í Haukadal ef veður verður gott. Þetta er upplögð fjölskylduferð. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 árdegis og reiknað með að koma í bæinn fyrir kl. 18. Munið að taka fötur með til að tína í og svo nesti. Með í ferðinni verður Andrés Amalds, beitarþolsfræðingur hjá Land- græðslu ríkisins, og Jón Gunnar Ottóson, líffræðingur hjá Skógrækt ríkisins. Vetrarstarf Félagsmálaskól- ans að hefjast Vetrarstarf Félagsmálaskóla Alþýðu er að lleljasl um þessar mundir. Fyrsta önn skól- ans verður í Ölfusborgum 11.-24. október nk. Félagsmálaskólinn er rekinn af Menn- ingar- og fræðslusambandi alþýðu og eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum ASl rétt á vist í skólanum. Tvær annir skólans verða fyrir áramót, sem hver um sig stend- ur í hálfan mánuð, en eftir áramótin er auk fyrri anna gert ráð fyrir þriðju önn skólans. I Félagsmálaskólanum sitja hag- nýtar greinar í fyrirrúmi. Auk fræðslu í helstu greinum, sem snúa að launa og kjaramálum, er Félagsmálaskólinn dýr- mætur vettvangur fyrir launþega innan ASl til umræðu um sín mál og tækifæri gefast til að ræða við forystumenn í laun- þegahreyfingunni á hverri önn skólans. Á dagskránni eru einnig menningar- og skemmtikvöld, heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir eftir því sem tími gefst til. Þeir sem áhuga hafa á skólavist í Félagsmála- skólanum, eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu MFA s. 84233 eða verkalýðs- félag sitt. Umsóknir um 1 önn skólans þurfa að berast fyrir 8. október. Happdrætti Happdrætti Styrktarfélags vangefinna Þessa dagana stendur yfir útsending á happdrættismiðum í árlegu happdrætti Styrktarfélags vangefinna en miðarnir eru sendir heim til kvenna á a'.drinum 18-64 ára. Vinningar verða 10 talsins og heildar- verðmæti þeirra imi 4.200.000. Aðalvinn- ingurinn að þessu sinni er Audi 100 CC árgerð 1988 að verðmæti um 1 milljón, annar vinningur er bifreið að eigin vali að upphæð kr. 600 þús. Þá eru átta vinn- ingar, bifreiðar að eigin vali, hver að upphæð 325 þúsund. Miðaverð er kr. 250 og vinningar skatt- frjálsir. Dregið verður 24. des. nk. Félagið stendur nú sem fyrr í miklum og íjárfrekum framkvæmdum. M.a. hefur það á þessu ári fest kaup á 4 íbúðum, sem leigð- ar hafa verið vangefnu fólki sem flest hefur áður dvalið á sambýlum félagsins. Auk þessara íbúða annast félagið nú rekstur 6 sambýla í borginni, skammtímaheimilis, þriggja dagvistarstofnana og vemdaðs vinnustaðar. Alls dvelja nú um 150-160 einstaklingar á þessum heimilum og stofn- unum. Þrátt fyrir það að allvel hafi miðað á síðustu árum við að koma upp sambýlum fyrir vangefna eru enn tugir einstaklinga á biðlistum eftir sambýlisplássum. Um leið og félagið þakkar almenningi mikilsverðan stuðning á liðnum árum treystir það enn á skilning fólks á nauðsyn þess að búa vangefnu fólki sem best skil- yrði. Leikhús Leikhús kirkjunnar Kaj Munk. Mánudaginn 5. okt. hefjast að nýju sýningar á leikritinu um Kaj Munk í Hallgrímskirkju. Sýningar verða á sunnudögum kl. 16 og mánudagskvöldum kl. 20.30. Miðasala er í Bókaverslun Ey- mundsson, Austurstræti, og í Hallgríms- kirkju. Messur Bústaðakirkja: Bamasamkoma kl. 11.00. Elín Anna Antonsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir annast barnastarfið í vetur eins og í fyrra. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organleikari Jónas Þórir. Sr. Ólafur Skúlason. Kökubasar kvenfélagsins eftir messu og sókanrnefndin býður upp á kafli- sopa. Æskulýðsfélagsfundur þriðju- Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi sunnudag 4. okt. 1987. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug- ardag 3. okt. kl. 11. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30. Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14.00. Altaris- ganga. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. dagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmiðdag. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kafli- sala safnaðarfélags Ásprestakalls í Sinfóníuhljómsveitin í tónleikaferð Mánudaginn 5. október nk. heldur Sinfó- níuhljómsveit Islands í sex daga tónleika- ferð um Norðurland. Þessi ferð er sú fyrri af tveimur sem farin er árlega um landið auk ferða um nærsveitir Reykjavikur. Stjómandi í ferðinni verður Páll P. Páls- safnaðarheimili Áskirkju eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjöms- son. Breiðholtsprestakall: Barnaguðs- þjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Láras Halldórsson messar. Organisti Daní- el Jónasson. Sóknarprestur. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 14.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardag 3. okt. Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Messa kl. 11.00. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Frið- riksson. Leikið verður á orgel kirkj- unnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Hjalti Guðmundsson. Landakotsspítali: Messa kl. 13.00. Organleikari Birgir Ás Guðmunds- son. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Gylfl Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Ragnheiður Sverrisdóttir. Fermingarguðsþjón- usta og altarisganga kl. 14.00. Organisti Guðný Margrét Magnús- dóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smá- barnasöngvar. Afmæhsbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhalds- saga. Við píanóið Pavel Smid. Fermingartími verður laugardag 10. okt. kl. 14.00. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00 - ferming og altarisganga. Organisti Ámi Arin- bjarnarson. Fimmtudagur kl. 20.30. Álmenn samkoma UFMH - kaflisopi á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Laugardagur 3. okt.: Innritun fermingarbarna kl. 11.00. Sunnudagur: Messa og bama- samkoma kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspitalinn: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Messa kl. 10.00. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Organisti Orthulf Prunner. Sr. Amgrímur Jónsson. Hjallaprestakall í Kópavogi: Barna- samkoma kl. 11.00 í Digranesskóla (aðaldyr). Foreldrar eru beðnir að hvetja bömin til að vera með fá upp- hafi og gjaman að fylgja þeim. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Árni Pálsson. son og einleikarar þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Ásgeir Steingrímsson trompetleikari. Að vanda verða skemmti- leg tónverk á dagskrá sem allir geta notið. Hljómsveitin leikur á eftirtöldum stöðum: Húsavík 5. okt. kl. 20.30, Skjólbrekku 6. okt. kl. 20.30, Ólafsfirði 7. okt. kl. 20.30, Siglufirði 8. okt. kl. 20.30, Varmahlíð 9. okt. kl. 20.30 og Blönduósi 10. okt. kl. 15. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Útvarpsguðsþjónusta kl. 11.00. Prestur: séra Pjetur Maack. Organisti Jón Stefánsson. Öskastund barnanna kl. 11.00. Söngur-sögur -myndir. Athugið að stundin verður í safnaðarheimihnu. Þórhallur Heimisson og Sverrir Guðjónsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14.00. Fermd verður: Arndís Dögg Arnar- dóttir, Melgerði 1, Kópavogi. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organ- isti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja: Messa fyrir alla fjölskylduna kl. 11.00. Þegar kemur að sálmi fyrir prédikun verður börn- unum boðið upp á fræðslu við sitt hæfl í safnaðarheimilinu. Eftir messu verður heitt á könnunni og tækifæri til að spjalla saman og eiga samfélag. Mánudagur 5. okt.: Æsku- lýðsstarf kl. 18.00. Kl. 20.00 - Fundur í Kvenfélagi Laugarnessóknar í safn- aðarheimilinu. Sóknarprestur. Neskirkja: Laugardagur 3. okt.: Sam- verustund aldraðra kl. 15.00. Gestir: Jón Dan rithöfundur ásamt Herdísi og Gísla Helgasyni sem leika á hljóð- færi. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubíhnn. Guðs- þjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjóm Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudagur: Æsku- lýðsfélagsfundur kl. 20.00. Þriðjudag- ur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Seljasókn: Laugardagur: Guðsþjón- usta í Seljahhð kl. 11.00. Sunnudagur: Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 11.00. Sr. Valgeir Ástráðsson. Seltj arnarneskirkj a: Barnaguðsþj ón- usta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Organisti Sighvatur Jónasson. Prest- ur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Tekið verður í notkun nýtt altaris- silfur. Kaflisopi eftir messu. Ath. breyttan messutíma. Opið hús fyrir unglinga 13 ára og eldri mánudags- kvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. (Leikir - heimsóknir - helgistund.) Sóknar- prestur. Frikirkjan í Hafnarfirði: Bamasam- koma kl. 11.00. Lagt af stað í safnað- arferðina sunnudag kl. 11.30. Farið verður th guðsþjónustu austur í Hruna. Kafíisamsæti á Flúðum að lohinni guðsþjónustu. Þátttaka til- kynnist safnaðarpresti. Einar Ey- jólfsson. Stokkseyrarkirkja: Barnamessa kl. 11.00. Messakl. 14.00. Sóknarprestur. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11.00. Munið skólabíhnn og verið með frá byrjun. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14.00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sóknarprestur. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.