Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Ekkert þreyttur eftir smásprett Jóhannes Guðmundsson, hálfníræður spretthlaupari, í helgarviðtali Þau búa í sjö hæða húsi við Ból- staðarhlíð, komin norðan úr Skaga- firði. Þau eru tvíburasystkini, fædd árið 1903. Það var í þann mund sem keisarar Rússa og Japana voru að skipa liði sínu í fylkingar til að stríða um fjarlæg pláss við Kyrrahafið og áður en íslendingar fengu sinn fyrsta ráöherra. Hann heitir Jóhannes Guðmunds- son og vann það sér til frægðar á dögunum að setja íslandsmet öld- unga í 100 metra hlaupi. Jóhannes er á áttugasta og fimmta aldursári og hefur enn í fnllu tré við Elli kerl- ingu. „Ja, hérna,“ segir Oddný systir hans. „Það sem mönnum dettur i hug.“ Hinir karlarnir hafa ekki reynt þetta Jóhannes er töluvert hróðugur af afrekinu, sem vonlegt er. Hann er þó ekki viss um að hann beri af öör- um gömlum mönnum á þessum aldri. „Ætli hinir karlarnir hafi haft hug á að reyna þetta. Þess vegna næ ég þessu meti,“ segir hann brosleit- ur. Honum þykir það einnig broslegt þegar blaðamaöur vill hafa tal af honum vegna íþrótta. Hann hefur nefnilega aldrei stundað íþróttir og aðeins tvisvar hlaupið þegar klukka var höfð til að taka tímann. í íþrótta- félagi hefur hann aldrei verið „en er það nokkur nauðsyn?" spyr hann á móti. Jóhannes hefur heldur aldrei keppt á eiginlegu íþróttamóti og er ekki viss um að svo veröi. „Öllum frjáls- íþróttamótum á þessu sumri er lokið og ég get þess vegna verið dauöur þegar byijað verður að keppa í vor,“ segir hann og hlær við. En hvað sem öllum íþróttamótum líður þá hljóp Jóhannes 100 metrana á 19,8 sekúndum í Laugardalnum nú í haust. Það voru þijár klukkur hafð- ar til að taka tímann og þeim bar saman. Fyrsta hlaupið Það var eiginlega tilviljun sem réð því að Jóhannes tók sér stöðu á hlaupabrautinni nú í haust. Og þó ekki alveg því hann viðurkennir að hafa átt „sök“ á upphafinu sjálfur. „Ég var að gamni mínu að ganga um Laugardalinn og skoða vellina þar,“ segir Jóhannes þegar hann rif]- ar upp tildrögin að íslandsmetinu. „Þar var ungur maður að æfa sig í 200 metra hlaupi. Mér þótti maður- inn sprækur og sagöi við hann að ég kæmist nú ekki 100 metrana á sama tíma og hann færi 200 metra. Hann tók mig á orðinu og sagðist vilja sjá hvprt ég hefði ekki á röngu að standa. Ég var ekki vel fyrir kall- aður því ég var búinn að ganga töluvert þennan dag og hálflúinn. En ég hljóp nú samt. Hann tók tímann sem reyndist vera 28 sekúndur í mótvindi. Ég var ekki alveg sáttur við þessa niðurstöðu því ég vissi að ég gæti betur ef ég væri óþreyttur. Það má því segja að það hafi hlaupið í mig keppnisandi og mig langaöi til að sjá hvað ég gæti hlaupið hratt,“ segir Jóhannes. Hann var því mættur á hlaupa- brautinni í annað sinn nokkru síðar og hljóp nú í kapp við annan ungan mann sem var þar við æfingar. í þetta sinn var enginn til að taka tím- ann annar en keppinauturinn. Niðurstaða hans var sú að Jóhannes hefði nú hlaupið brautina á 18 sek- úndum en Jóhannes tekur þann tíma ekki gildan. „Ég fann samt að mér tókst vel upp og var nú staöráðinn í að reyna betur,“ segir Jóhannes og viðurkennir að keppnisskapið hafi síst minnkað við þetta hlaup. Þrjár skeiðklukkur „Nú, það hafði eitthvað spurst út um þessar æfmgar mínar,“ heldur hann áfram. „Kunningi minn, Ólafur Unnsteinsson hjá frjálsíþróttasam- bandinu, bauð mér að koma niður á völl til að taka nú tímann eins og lög gera ráð fyrir. Hann var með tvo menn með sér við tímatökuna. Ég hljóp í þetta sinn á 19,8 sekúndum sem ég er ekki alveg sáttur við því ég fann að ég var farinn að gefa eftir á síðustu metrunum,“ segir Jóhann- es. En hvernig fara menn að því að hlaupa spretthlaup hálfníræðir á tíma sem margir yngri menn mættu vera hróðugir af. Jóhannes er eins léttur í spori og unglingur og þegar verið var að taka af honum myndir á spretti fyrir utan húsið varð ljós- myndarinn vinsamlegast að biðja hann að halda aftur af sér. Gangstétt- ir borgarinnar eru æfingavóllur Jóhannesar. Sá sem þetta ritar frá- bað sér alla keppni enda lítið gefinn fyrir að etja kappi við ofjarla sína. Þarf enga blómafrævla Að lokinn æílngunni var sest að hlöðnu kaffiborðinu hjá Oddnýju, systur hans, sem lítið er um Ijós- myndara gefið. Skagfirskir sveitasið- ir eru í heiðri hafðir á þessu heimili. Við kaffiborðið er rifjuð upp sagan af Bandaríkjamanninum Noel John- son sem þakkar einhverjum fágæt- um blómafrævlum að hann er enn í fullu fjöri á níræðisaldri. Þau systkini hlæja dátt að sögunni. Aðra eins vitleysu hafa þau aldrei heyrt. „Á borðum hjá mér er nú bara þetta venjulega sveitafæði. Kjöt, fisk- ur, slátur, kartöflur og hafragraut- ur,“ segir Oddný en þau hafa haldið heimili saman um áratugaskeið. „Nei, ég hef aldrei lagt mig eftir neinu sérstöku fæði,“ segir Jóhann- es. „Ég vil helst sem mest af kjöti og sem minnst af káli og þvíumlíku, að ég nefni nú ekki blómafrævla. Við borðum bara það sem við vorum ahn upp við.“ En Oddný má til að stríða bróður sínum ofurlítið og bendir honum á að hann gæti tínt frævla af fíflum því þaö eru engin vaníræði að finna þá. Jóhannes er hins vegar efms um að nokkrum gæti orðið gott af slíku fæði. En hver er þá skýringin á hlaupa- þolinu hjá Jóhannesi? Hennar er ekki langt að leita því Jóhannes á ófá sporin um götur borgarinnar. Eftir að hann varð sjötugur hefur hann sinnt sendiferðum fyrir Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Flestar ferðirnar fer hann gangandi. Að vísu gæti hann nýtt sér þjónustu strætisvagn- anna en hann segist ekki nenna að biða eftir þeim og því kýs hann að ferðast á tveim jafnfljótum. Og Jó- hannes er ekki í vafa um að það er gangan sem heldur honum í þjálfun. „Ég verð til að mynda ekkert þreyttur eftir að hlaupa svona smá- spretti eins og 100 metrana," segir Jóhannes. „Verst væri að fá strengi daginn eftir en ég hef ekki fundið fyrir því. Þar hlýtur að koma mér til góða hvað ég geng mikið." Jóhannes hefur aldrei æft íþróttir í eiginlegum skilningi og í hans eigu er ekki glansgalli af þeirri gerð sem ungir íþróttamenn kjósa að skreyta sig með. Hann æfir sína íþótt í vinn- unni þegar henn gengur léttstígur um göturnar með böggul undir hendi. Fótbolti á Laugum í Reykjadal Raunar er hann ekki með öllu ókunnugur hefðbundnum íþrótta- iðkunum því þegar hann var að alast upp norður í Skagafirði í upphafi aldarinnar hafði gripið þar unga menn áhugi á fótbolta. Jóhannes fór ekki varhluta af þeim áhuga. „Ég get þó ekki sagt að ég hafi sparkað i bolta fyrr en ég kom í Al- þýðuskólann á Laugum í Reykjadal haustið 1925,“ segir Jóhannes. Þetta var í árdaga alþýðuskólanna hér á landi og Jóhannes var á Laugum fyrsta veturinn sem skólinn var haldinn þar. „Þetta var sjálfsagt löng leið, frá Syðra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi norður í Þingeyjarsýslu, en það var enginn skóli nær,“ segir Jóhannes. Þessa leiö fór hann þó ekki fótgang- andi eins og svo oft um dagana. „Ég fór með skipi til Húsavíkur," segir Jóhannes þegar hann rifjar upp þessa gömlu ferðasögu. „Frá Húsa- vík að Laugum var farið á bíl. Það var fyrsta bílferðin mín'og hún hefur reynst mér eftirminnileg. Við vorum nokkrir nemendur sem komum með skipinu til Húsavíkur og var skipað sjóveikum og köldum upp á vörubíls- pall. Það var kuldanæðingur og á leiðinni uröum við að stoppa á nokkrum stöðum og fara niður af pallinum til að hlaupa nokkra hringi svo við ofkældumst ekki. Þetta var því æði kalsasöm ferð þótt okkur yrði ekki meint af.“ Pólitíkin hans Steingríms Á Laugum kynntist Jóhannes Steingrími Steinþórssyni, síðar for- sætisráðherra, umdeildum manni og fyrirferðarmiklum í stjórnmálunum fyrr á öldinni. „Steingrímur var ágætis kennari og reyndist mér vel,“ segir Jóhannes. „Mönnum hefur oft legið misjafnt orð til hans og hann var heldur ekki alltaf að vanda mönnum kveðjurnar. Hann varð síð- ar þingmaður framsóknarmanna í Skagafirði og áberandi á þingmála- fundum. Það má segja að þar hafl hann alveg tekið mig í pólitíkinni og ég hef verið í hans flokki síðan. Veturinn eftir að ég var á Laugum hjálpaði Steingrímur mér með skóla- vist í Bændaskólanum á Hvanneyri. Það var alltaf hugmyndin að verða bóndi. Þessa ferð til Hvanneyrar fór ég gangandi og þótti ekkert tiltöku- mál.“ Eftir Hvanneyrardvöhna var Jó- hannes lengi á búi foreldra sinna, Guðmundar Björnssonar og Önnu Jóhannsdóttur á Syðra-Vatni, og systir hans, Oddný, einnig. Seinustu fjögur árin stóðu þau systkini fyrir búinu. Þá var heimsstyijöldin síðari skolhn á með öllu því umröti sem henni fylgdi. Að Reykjakoti í Ölfusi Skömmu fyrir stríðslok yfirgáfu þau systkini Skagafjörðinn og settust að í Reykjakoti í Ölfusi. Þar var þá Ingibjörg systir þeirra, kona ráðs- mannsins á búi sem Pálmi Hannes- son, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hafði þar. „Pálmi heninn var nágranni okkar úr Skagafirðinum, svolítið eldri en við, og kunningi alla tíð,“ segir Jó- hannes. „Ég hóf garðrækt þarna í Reykjakoti, fyrst úti en byggði mér síðan gróðurhús. Mér líkaði mjög vel að vera þarna í Reykjakoti og við værum þar enn ef við hefðum ekki verið hrakin i burtu. Ég átti gróðurhúsið en ríkið á jörö- ina. Þarna voru á árunum um 1960 boraðar margar holur eftir heitu vatni nærri gróðurhúsinu. Þeir vildu láta holurnar blása sem kallað er og ef vindur stóð á gróðurhúsið lá það undir skemmdum. Ég ætlaði í skaða- bótamál en þeir hótuðu eignamámi ef ég vildi ekki semja þannig að ég samdi á endanum. Ég var búinn að gera samning til 50 ára um afnot af jörðinni fyrir gróð- urhúsið en það kom fyrir ekki. Okkur líkað vel á þessum stað og sjáum alltaf eftir að hafa orðið að fara.“ Þau Jóhannes og Oddný fóru þó ekki strax frá Reykjakoti því hann fékk vinnu hjá Jarðhitadehd Orku- stofnunar við eftirlit með borholum og hvemm á svæðinu. „Ég var við að fylgjast með hita og vatnsmagni í holunum og líta eftir breytingum á hverunum. Þetta var vinna sem kost- aði mikla göngu því sumir hverirnir eru inni á fjöllum en aðrir niðri í Hveragerði. Það er því ekkert nýtt þótt ég verði að nota fæturna til að komast um og var reyndar ýmsu vanur í þeim efnum áður. Ágöngu alltlífið Eg byrjaði að ganga við sauðfé um sauðburðinn þegar ég var 12 ára gamall og það kostaði alltaf mikla göngu. Þá var ávallt farið í fjárleitir á haustin fótgangandi og ég gekk einnig mikið til ijúpna á þessum árum. Við áttum heima við ijallgarð- inn vestan Vatna í Skagafirðinum. Þar háttar þannig til að ekki er hægt að koma við hestum í göngum. Ég átti hesta en ég hef aldrei verið hesta- maður um dagana. Þótt oft sé talað um hestamennsku Skagflrðinga þá var mikið um það í mínu ungdæmi að menn færu allra sinna ferða fótgangandi. Ég varð snemma léttur á mér og þá ekki síður Pétur bróðir minn.“ Áðir 1966 var komið að því að þau Jóhannes og Oddný yrðu að fara frá Reykjakoti. Andvirði gróðurhússins, sem ríkiö keypti, dugði fyrir íbúð við Bogahlíð og í Reykjavík hafa þau búið síðan. „Ég byijaði að vinna hjá Samband- inu en haustið 1966, þegar Mennta- skóhnn við Hamrahlíð byrjaði, réðst ég þangað sem húsvörður," segir Jóhannes. „Ég var lengi búinn að þekkja Guðmund Amlaugsson skólameistara því hann kom oft á sumrin í Reykjakot og var einnig með nemendur í skólaselinu þar. Hann bauð mér vinnu. Skóhnn var svo að segja í næsta húsi þannig að þetta var mjög þægilegt fyrir mig. Ég var húsvörður í Hamrahlíð í 7 ár, þá varð ég sjötugur og varð að hætta. Ég var svo sem jafnbrattur og áður en þetta eru lög. Ég hef samt verið viðloðandi skólann síðan í alls konar snúningum. Ætla að minnka við mig Núna ætla ég að fara að minnka vinnuna og hætta að mæta hvern dag. Það eru mörg viðvik sem þarf að inna af hendi þarna í skólanum. Það þarf að fara í banka, pósthús og ráðuneyti. Það heföi verið dýrt fyrir skólann að hafa mann á bh í þessum sendiferðum en ég sé ekki eftir mín- um spomm. Ég geri þetta bæði til að halda mér í þjálfum og til að hafa félagsskap af öðm fólki. Ég hef kynnst mörgum í þessu starfi en þó einna síst nemend- um því þeir eru margir og koma og fara svo ört. Það er mikill munur á þessu skólahaldi, þegar nemendur eru 1400-1500, eða á Laugum og Hvanneyri þar sem nokkrir tugir vom í skólunum. Þessir nemendur læra auðvitað miklu meira en við gerðum sem fór- um í skóla fyrr á öldinni. Það er helst að þeir standi okkur að baki í kunn- áttu í móðurmáhnu og í þekkingu á sínu eigin landi. En það er líka margt sem ekki var til áður sem þessir krakkar fá að læra.“ Jóhannes langar að fara að hægja á sér. Það stendur þó ekki th að hætta gönguferðum til skemmtunar. Hann segist oft ganga niður á Klambratún þegar gott er veður eða inn í Laugardal þar sem ungu menn- irnir æfa og keppa í hlaupum. Hann vill fá nöfn ljósmyndara og blaðamanns og skrifar þau á blað með skýrri og ákveðinni hendi. Það em ekki frekar ellimörk á skriftinni en fasi mannsins þegar hann tekur sprettinn. Hann er þó barn þeirrar aldar sem kom sínu fólki á legg við misjafnar aðstæður. „Ég er ekki vísindamaður en það getur verið rétt sem sagt er að á mis- jöfnu þrífast börnin best,“ segir Jóhannes Guðmundsson. -GK Jóhannes Guðmundsson - þarf enga blómafrævla til að halda heilsunni. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.