Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. 5 Fréttir n ■■■—IIPPI II.I ■■■■ ■ »11..■ ■ ■■■ ■ Gróska í útgerðinni: Á 2. hundrað skip í smíðum eða breytingum Samkvæmt upplýsingum Siglinga- málastofnunar eru vel á annað hundrað í§lensk flskiskip í breyting- um eða smíðum, bæði innan lands og utan. Þar af eru um 30 skip sem annað- hvort er hafin smíði á eða er í undir- búningi. Þegar talað er um breytingar á skipum er mest um að skip séu lengd, skipt um brú og breytingar á skut með tilliti til toghæfni skipanna. Sem dæmi um breytingar má nefna að allir skuttogaramir, sem smíðaðir voru í Japan á sínum tíma, hafa farið, eru eða munu fara til Póllands þar sem framkvæmdar verða á þeim meiri háttar breytingar. Öllum verður þeim breytt í frystitogara, þeir lengdir og endumýjaðir að flestu leyti. í sumum tilfellum varðandi breytingar á fiski- skipum er allt nýtt nema skrokkur sltipsins. í Noregi er í undirbúningi eða hafin nýsmíði á togurum fyrir Ými í Hafnar- firði, Grenivík, annan togara fyrir Sjólastöðina hf. og fyrir Snæfell. Þá er þar í smíðum skip fyrir Helgu 2. RE. í Svíþjóð er í smíðum togari fyrir Dalvík. Fyrir utan ísland fara breytmgar á skipum fram í Póllandi sem fyrr segir Ólafsvík: Afmælis- skákmót á morgun Á morgun, sunnudaginn 4. október, hefst í Ólafsvík skákmót á vegum tímaritsins Skákar og Ólafsvíkurbæj- ar. Mótið er haldið í tilefhi af afmælis- ári Ólafsvikur. Meðal þátttakenda era þrír íslenskir titilhafar, þeir Jón L. Ámason stór- meistari og alþjóðlegu meistaramir Karl Þorsteins og Sævar Bjamason. Þá era flórir erlendir skákmenn meðal þátttakenda, þeir Lars Schand- en og Henry Danielsen frá Danmörku, Haugb frá Noregi og Robert Batorf en hann er pólskrar ættar en býr í Sví- þjóð. Þessir erlendu keppendur era ailir ungfr að árum en þykja efnilegir skákmenn. Meðal annarra þátttakenda má nefna Þröst Þórhallsson, Dan Hansson og Ingvar Ásmundsson. Teflt verður í nýja félagsheimilinu í Ólafsvik og stendur mótið yfir frá 4. til 16. október. -S.dór Gullkortin: Ófonn- legar við- ræður „Það hafa óformlegar viðræður átt sér stað milli stjómar Kreditkorta hf. og stjómar Visa ísland um eignarrétt- inn á vörunafhinu gullkort," sagði HaUgrímur Jónsson, stjómarmaður 1 Kreditkortum hf. Sem kunnugterfóra greiðslukortafyrirtækin í hár saman þegar Kreditkort hf. bauð viöskipta- vinum sínum upp á gullkort. Visa Island taldi sig eiga rétt á gullkortun- um. „Ég á ekki von á öðra en að þeir láti málið niður falla og mál þetta leys- ist á fnðsaman hátt.“ -J.Mar og í Englandi, Þýskalandi og Dan- mörku. Varðandi nýsmíðina verður skip að fara úr landi í staðinn fyrir nýja skip- ið því stækkun skipastólsins er ekki leyfð. -S.dór ■ Heita vatnið greiðir þú Hitaveiturmi sjálfri M og með 5. okt. Mánudaginn 5. október tekur Hitaveita Reykjavíkur við innheimtu og gerð hitavatnsreikninga af Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem annast hefur hvort tveggja fram að þessu. Þér, ágæti viðskiptavinur, er vinsamlega bent á að ekki er unnt að greiða orkureikninga Hitaveitunnar hjá Rafmagnsveitunni eftir 2. október. Þeir óskast greiddir í bönkum, sparisjóðum, pósthúsum eða á skrifstofu Hitaveitunnar, Grensásvegi 1 (opið mánudaga - föstudaga frá 8.20 - 16.15). Þessi breyting felur jafnframt í sér að nú þarf að tilkynna Hitaveitunni um aðsetursskipti. Allar nánari upplýsingar veitir Hitaveita Reykjavíkur í síma 82400 HITAVEITA REYKJAVÍKUR Grensásvegi 1, Sími 82400 RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR SUDURLANDSBRAUT34 SÍMI686222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.