Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. 21 HoUenska stórfyrirtækið Bols hef- ur endurvakið keppni um besta bridgeheilræðið og hafa kunnir bridgemeistarar verið fengnir til þess að taka þátt. Ástralski bridgemeistarinn Ge- orge Havas gefur eftirfarandi heilræði: , Platsagnir Og takið eftir því að án þriggja laufa sagnarinnar þá gat verið að suöur hefði spilað út laufi. Þá tekur vömin tvo fyrstu slag- ina, vond skor í fjórum spöðum og hroðaleg í sex. Hins vegar blekkti platsögn austurs suöur og hann var afvegaleiddur í útspilinu. Það er hins vegar ávallt hætta á því að blekkja makker með vondri platsögn, eins og vamarspilarar geta platað makker með blekkiaf- kasti. Hins vegar kemur ávalit til greina að nota platsögn, sérstak- lega þegar makker hefur takmark- að hönd sína þannig að litlir möguleikar séu á því að blekkja hann, í þeim tilgangi að slæva at- hygh andstæðinganna. Það er ekki ávallt rétt að segja rétt frá styrk spilanna. Hafðu fjöl- breytni í spilamennskunni: íhugaðu að nota platsögn. Það gæti gefið þér topp. Blekkiafköst em vel þekkt í bridge, bæði hjá vamarspiiurum og sagnhafa. Falskar sagnir (plat- sagnir) em ekki eins þekktar, en þær geta hins vegar verið töluverð upplyfting. Með platsögnum á ég ekki við forkastanlegar blekkisagnir í fyrstu hönd með enga punkta, sem skapa ófyrirséða erfiðleika beggja vegna borðsins. Heldur á ég við Bridge Stefán Guðjohnsen sagnir sem ætlað er að blekkja vamarspilarana án mikillar áhættu á því að blekkja makker. Hin fullkomna platsögn breiðir yfir veikleika handarinnar án þess að koma upp um blekkinguna. Ef þú heldur að þú hafir ánægju af því að blekkja saklausa andstæðinga þína þá skaltu reyna platsagn- ir. Góðar stöður til þess að nota plat- sagnir koma upp þegar þú hefur í raun ákveðið lokasögnina. Þú þarft ekki frekari upplýsingar frá mak- ker og getur ekld skaðað hann með blekkingu. Slík tækifæri gefast oft- ast þegar makker hefur takmarkað sína hönd í sögnum. Við skulum skoða eftirfarandi spil frá para- keppni heimsmeistaramótsins í Biarritz 1982. Vestur gefur, allir á hættu. Nqrftur ♦ DIO 953 Q K1076 4 ÁD102 Austur ♦ ÁK8762 A1? 0 AD83 4 96 Vustur £ 953 Y AKG87 ý G94 4 K8 # ♦ G4 Y 10642 ❖ 52 4 G7543 Með Jim og Norma Borin a-v, gengu sagnir á þessa leið: Vestur ÍH1) 2S2) 4S 5T Norður pass pass pass pass Austur 1S 3L11) 4G 6S Suður pass pass pass 1) Jim og Norma spila Precision og hjartaopnunin þýddi fimmlitur og minna en 16 punktar. 2) Jafnvel í eðlilegu sagnkefi, tak- mörkuð sögn. 3) Platsögn, sýnir styrk í laufi samkvæmt kerfinu. Jim Borin vissi aö spaðasamning- ur yrði lokasögnin og að laufaútspii væri hættulegast. Þar sem makker hafði sýnt lágmark, þá var hættu- laust að reyna platsögn til þess að koma í veg fyrir laufaútspil. Þegar Norma stökk í fjóra spaða við þremur laufum þá var ljóst að plat- sögnin kom vel við hana og Jim spurði því um ása. Svarið var einn ás og hann stökk í hálfslemm- una. Platsögnin heppnaðist. Suður bjóst við að austur ætti laufalit og spilaði því út tígh. Jim fékk því aha slagina. Þetta gaf a-v 377 stig af 388 mögulegum, toppur með tíu öðrum. I Frjálst,óháð dagblað Takið vel á móti blaðberunum DV býður aukna þjónustu. Blaðberar okkar á Stór-Reykjavíkursvæðinu bjóða nú áskrifendum að áskriftargjaldið verði fært á EURO eða VISA-reikning mánaðarlega. Meðþessum boðgreiðslum vinnstmargt: • Þær losa áskrífendur viðónæðivegnainn- heimtu. • Þærern þægilegur greiðslumátisem byggirskilvísar greiðslur þrátt lyrir annireðafjarvistir. • Þærléttablaðberan- umstöifinenhann heldur þó óskertum tekjum. • Þæraukaöryggi. Blaðberaremtil dæmisoftmeðtölu- verðarfiárhæðirsem geta glatast. Umboðsmenn og blaðberar úti á landi munu um næstu mánaðamót, í byrjun nóvember, bjóða áskrifendum EURO ogVISA boðgreiðslur með svipuðum hætti. Halið samband við afgreiðslu DV kl.0-20viikadaga, laugardaga kl. 9-14, ef óskað er nánari upplýsinga. Síminner 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.