Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Austurbæingar sjónvarpsins: Borgin eins og hún er Á markaðstorgi í Lundúnum. Það er sögusvið likt þessu sem verið er að vinna úr i þáttunum um Austurbæingana. Þeir sem eru almennilega sjón- varpssjúkir þekkja ekki betri hvalreka en langar og breiðar þáttaraðir. Bandaríkjamenn hafa verið iðnastir við gerð slíkra þátta- raða en þó eru margir þeirrar skoðunar að engum takist betur upp á þessu sviði en Bretum. Til skamms tíma var það venja hjá sjónvarpinu að bjóða áhorfend- um sínum upp á slíka framhalds- þætti, breska að uppruna, á sunnudagskvöldum þegar fjöl- skyldur eiga hvað auðveldast með að sameinast heima í stofu. Framhald til vors Þegar vel er til þessara þátta stofnað endast þeir árin út. Eða hver man ekki eftir þáttunum um Onedin skipafélagið eða Húsbænd- um og hjúum? Þaö hggur í hlutar- ins eðli að aðdáendur þessara þátta verða handgengnir fólkinu í þeim. Þetta eru heimilisvinir sem birtast á tilsettum tíma og eru tilbúnir að deila örlögum sínum með hverjum sem horfa vill. Nú er Uðin sú tíð að íslendingum er boðið í frí frá sjónvarpi á fimmtudögum. Stöð 2 rauf þar hefðina sem staðið hafði í hart nær tvo áratugi. Meðan fimmtudagarn- ir voru sjónvarpslausir voru flestir á því máh að þannig ætti það ein- mitt að vera. Nú þegar hluti þjóðarinnar er búinn að gleyma þessum fimmtudagsfríum þykir ekkert sjálfsagðara en að menn gleymi þeim með öllu. Því hefur sjónvarp ríkisins, sem kaUar sig sjónvarp aUra landsmanna, ákveð- ið að sjónvarpa eftirleiðis einnig á fimmtudögum. Fyrsta reglulega fimmtudags- kvöld sjónvarpsins var boöið upp á nýja þáttaröð, breska aö uppruna. Hún á að endast til vors. Þessir þættir nefnast Austurbæingar hér en heita Eastenders á frummálinu. Þeir hafa nú um skeið verið sýndir við miklar vinsældir hjá breska sjónvarpinu BBC. Hér ættu þessir þættir að vera kjörið efni til að sameinastu um á fimmtudags- kvöldum ef þeir uppfyUa þær vonir sem vakna þegar breskir þættir eru í boði. Tilbúið torg Sagan um Austurbæingana á að gerast á vorum dögum í því hverfi Lundúnaborgar sem kallast East End. Við sögu kemur fólk sem býr við Albertstorg en sá staður er ekki tfi í raunveruleikanum þótt þetta umhverfi gæti fyrirfundist víða í Lundúnum. Torgið er þó ekki eins óraun- verulegt og sagan gefur tilefni til því þetta sögusvið var byggt sér- staklega fyrir þættina og er stærsta sviðsmynd sem gerð hefur verið fyrir BBC. í þessum þáttum er engin ein aðalpersóna heldur koma þar reglulega við sögu 23 einstakUngar af ólíkum uppruna. Þeir eiga það þó sameiginlegt að búa við heldur kröpp kjör. Albertstorgið er heldur óhijálegt og húsin þar komin til ára sinna. Þar við torgið er „The Queen Victoria" kráin þar sem íbúarnir hittast reglulega að enskum sið. Þarna kemur við sögu fólk af ólíku þjóðerni. „Cockney" mál- lýskan er ríkjandi í þessu hverfi og fólkið á sér rætur í enskri sögu um leið og það kemur fram sem ftfiltrúar samtímans. Aðstandendur þáttanna eru börn Lundúnaborgar. Þar á meðal eru framleiðandinn Julia Smith og Tony Holland sem er aðalhöfundur sögunnar. Hann er þó ekki einn um að semja textann þvi þar leggja margir hönd á plóginn. Líf venjulegs fólks „Okkur langaði tfi að lýsa lífi venjulegs fólks í Lundúnum og halda þar helst engun undan,“ eru orð JuUu Smith, framleiðanda þátt- anna. Vinnan hófst á því að skapa 23 persónur fyrir þættina. Ævisög- ur þeirra allra voru skrifaðar þar sem uppruni þeirra og lífshlaup var tíundað í smáatriðum. Jafnframt voru þeim lögð orð í munn til að segja í fyrstu þáttunum. Eftir þetta var hafist handa við að semja sjálf- ar sögurnar og til þess ráðnir nokkrir rithöfundar. Það á að tryggja fjölbreytt efni og líflegan stfi. Höfundunum var skipt niður í tvo hópa og voru fjórir í hvorum. í byriun hvers mánaðar fékk hvor hópur söguþráðinn í fjóra þætti. Það kom síðan í hlut aðalhöfundar- ins, Tony Holland, að sjá tfi þess að samhengi væri í þáttunum. Átta leikstjórar voru ráðnir til verksins. Matthew Robinson leik- stýrði fyrstu tveim þáttunum til aö gefa tóninn. Hann á langan feril að baki sem leikstjóri hjá BBC og víð- ar og er vanur að vinna framhalds- þætti sem teknir eru upp á skömmum tíma. Eftir að hans hlut er lokið tekur einn leikstjóri við af öðrum. Hönnuður Albertstorgs heitir Keith Harris. Hann á heiðurinn af mörgum sviðsmyndum hjá BBC. Þar á meðal er sú umgjörð glæsi- leika sem þykir tilheyra við gerð margra skemmtiþátta. Hann hefur einnig gert sviðsmynd við leikna heimskautaþætti og geimferða- myndir. Nú kom það í hans hlut að búa til borgarhluta. -GK Amman, Louise Beale, á markaðnum með fjölskyldu sonar sfns. Fólkið hennar Louise Beale Það er fólkið hennar Louise Beale sem mest fer fyrir í þáttunum um austurbæingana. Hún er höfuð fjöl- skyldunnar og amman á heimilinu. Hún er dæmigerð fyrir það fólk sem lengi hefur byggt East End í Lundúnum. Hún er fyndin, málg- löð og oft svolítið hávær enda ekki gjamt að fela skoðanir sínar. Hún býr hjá dóttur sinni og tengdasyni ásamt tveim börnum þeirra á táningsaldri. Dóttirin vinnur í þvottahúsi en tengdason- urinn er atvinnulaus og heldur með Arsenal. í næsta nágrenni býr sonurinn Peter ásamt fjölskyldu sinni. Hann rekur grænmetis- og ávaxtamark- aðinn sem fjölskyldan hefur átt árum saman. Hann er glaðlyndur náungi sem ekki hefur verið við eina fjölina felldur um dagana. Hann býr með seinni konu sinni sem ekki er hátt skrifuð í hverfinu en er vön að standa fyrir sínu. Á kránni hiá Den Watts Den Watts rekur krána í hverfinu. Hann vill gjaman láta nokkuð á sér bera, klæðir sig betur en nágrann- amir og ekur um á Rover. Það er glæsilegasti bíllinn í hverfinu. Ná- grannamir líta þó á hann sem eins konar sauð í úlfsfeldi. Angie, konan hans, er ekki laus við aö vera snobbuð og hana langar til að flytja í betra hverfi. Hjóna- bandið gengur brösuglega en gengur þó. Einkadóttirin Sharon notar sér togstreituna milli foreld- ranna til að fá sitt fram. Af öðrum hverfisbúum, sem oft koma við sögu og em tíðir gestir á kránni bjá Watts, má nefna Saeed og Naima Jeffrey. Þau era nýgift hjón af indverskum uppruna. Þama búa einnig hjónaleysin Andy O’Brien og Debbie Wilkins og læknirinn Harold Legg sem tekiö hefur á móti tveim kynslóðum hverfisbúa. Þama býr einnig ekkjan og spá- konan Ethel Skinner og kmmingi hennar Lofty Holloway sem er 40 árum yngri. Þama era einnig Sue og Ali Osman. Hún er ensk en hann frá Kýpur. Meðal hverfisbúa er einnig Mary Smith, einstæð 19 ára gömul móðir sem er þar á vegum félagsmálastofnunar. Og þá má ekki gleyma smiðnum Tony Car- pender og syni hans Kelvin en þeir eiga ættir að rekja til blökkumanna í Vestur-Indíum. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.