Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Fáðu þér V Ferðamál Veiðar i Grænlandi eru háðar leyfum yfirvalda. f ÁN MJÓUGJR AN egoja An SOJA An QERS An KORNS An GLÚTEN (HVEm, RÚQUR, BYGQ, HAFRAR) HREIN NATTCiRU- AFURO FRA BRETLANDi Takið eftir gæðamerkjum CANTASS- IUM, 100 ára reynsla í framleiðslu náttúruvítamína. Geymið auglýsinguna. Útsölustaðir eru: Helstu heilsubúöir, stórmarkaðir og kaupfélögin. MICOlSS™ Nuuk og ekki síður skemmtístaðir. í Nuuk eru hótelin flmm en alls eru 25 hótel vítt og breitt um Grænland. Þjóðminjasafn Grænlands er staö- sett í Nuuk og er mjög forvitnilegt að skoða. Helstu ferðamöguleikar innanlands Reyndin er sú aö þeir sem fara sem ferðamenn til Grænlands hafa minni áhuga á skemmtanalífinu þar. Þeir fara miklu fremur til að ferðast um landið og nýta þá ævintýralegu ferðamöguleika sem í boði eru. Reglulegar fjallaferðir eru í boði frá miðjum júní fram í miðjan septemb- er. Nauðsynlegt er að taka með tjald í þær ferðir, fara merktar gönguleiö- ir og hafa vanan leiðsögufmann nema ferðamenn þekki landið því betur. Hundasleðaferðir eru einnig vin- sælar. Einkum er mikið farið í þær í Sisimut (Holsteinsborg), Aasiaat (Egedesminde), Iluisat (Jakobshavn) og Angmagssalik. 10 til 14 hundar draga venjulega hvem sleöa og hægt er að leigja leiðangursmann. Hver ferð stendur í nokkra daga. Það er því öruggara að panta þær með nokkurra daga fyrirvara. Sleðaferö- irnar eru helst farnar frá febrúar og fram í mai en þá er hundasleðaferða- tíminn. Grænlendingar hafa nánast sömu lífsbjörg og aðrir Vesturlandabúar. Allmargir virðast enn halda að Grænlendingar eða eskimóar, eins og þeir vilja ekki láta kalla sig, lifi við fomaldar búskaparhættí. Sumir búi jafnvel ennþá í snjóhúsum, ferð- ist um á hundasleðum og veiði sér til matar á húðkeipum og að landið sé ekkert nema ísinn einn. Grænland er hins vegar annað og meira en ís, þar búa yfir 50.000 íbúar sem lifa eins og við og hafa nánast sömu lífsbjörg og aðrir Vesturlandabúar. Grænland er sem kunnugt er stærsta eyja heims. ísinn þekur 1.833.900 km2 landsvæði en landið er í hefidina 2.186.000 km-. Þar sem ísinn er þykk- astar er 3,4 km í jarðveg. Þá er landsvæðið, sem eftír er, þrisvar og hálfum sinnum ísland að stærð. Stutt söguágrip í yfir 4000 ár hafa eskimóar eða Inuitar og afkomendur þeirra byggt eyjuna, þeir lifðu framan af á sel, hvalkjöti, ísbjömum og öðram villt- um dýrum. Árið 982 heimsóttí íslenski bóndinn Eiríkur rauði Grænland og nokkrum ámm síðar fóm Norðurlandabúar að streyma inn í landið. Nærri öld síðar lagði Hans Egede land undir fót í Grænlandi og boðaði þar lúterstrú. Grænland var um miðja þessa öld sett undir stjóm Danaveldis en í dag hafa þeir heimastjórn þó svo þeir séu enn að hluta tfi partur af danska konungdæminu. Danir styrkja þá með ýmsum hætti og mikið af neysluvörum er danskt í Grænlandi. Þar má meðal annars nefna að allar mjólkurafurðir em fluttar inn frá Danmörku því í Grænlandi er í mesta lagi ein kýr. Fátækt er ekki mikil þar í landi, eins og margir heíðu haldið, heldur þvert á mótí. Þar er mikil bíla- og sérlega mikil bátaeign enda byggja þeir á gömlum grunni veiði- mannaþjóðfélagsins. Húsnæðisvandi hrjáir hins vegar Grænlendinga einna mest um þessar mundir en unnið er hörðum höndum að úrbót- um í þeim málum. Fjöldi hótela og gistrýma íbúar, sem byggja Grænland í dag, eru, sem fyrr segir, rúmlega 50.000 að tölu óg em þeir flestir Grænlend- ingar en á eftir þeim koma Danir, sem em mikið í ýmiss konar stjóm- unarstöðum. Flestir íbúanna byggja höfuðstað landsins sem er Nuuk en þar búa um 13.000 manns. í Nuuk er öll sú að- Hægt er að fara í nokkurra daga skipulagðar hundasleðaferðir nokkrir saman og leigja sér farar- stjóra. En ef einhver ætlar að nýta sér þann möguleika borgar sig að panta með dálitlum fyrirvara. í sumum bæjum má taka báta á leigu tfi ferðalaga en bara með þar til lærðum mönnum. Upplýsingar um það má fá á öllum ferðsknfstof- um og hótelum í Grænlandi. í flest- um tilfellum er um að ræða dagsferðir. Veiðar eru háðar leyfum Fiskveiöar og annars konar veiðar eru háðar leyfum. Enginn má fara á veiöar án þess að hafa leyfi til þess frá lögregluyfirvöldum hvers bæjar því mismunandi veiðitímar eru í gangi yfir árið. Upplýsingar um það má einnig fá hjá ferðaskrifstofum og yfirvöldum í Grænlandi og þær má fá ensku, dönsku og grænlensku. í þessum málum er mikilvægt að fá góðar upplýsingar því margar dýra- tegundir eru friðaðar í Grænlandi. Reglulegt flug til Grænlands Reglulegt flug Flugleiða er frá ís- landi til Grænlands og hafa dags- ferðir þangað verið hvað vinsælast- ar. Á því verður væntanlega breyting á næstu áram þar sem þeim ferða- mönnum er sífellt að íjölga sem leggja vfija í lengri ævintýra- eða skemmtiferöir. Hafa Grænlendingar einkum verið að leggja á það áherslu um leið og vinsældir lands þeirra aukast stöðugt. -Gkr s An SALT8 An HREINSAÐS SYKURS An METTADRAR FfTU V An DÝRAPRÓTÍNA & EKM pbófaðAdýrum staða sem höfuðstaður hefur upp á að bjóða, þar era fjölmörg hótel og annars konar gistírými, nokkuð margir veitingastaðir eru einnig í VILTU VERA HRESS - LOSAÐU ÞIG VIÐ STRESS Vandaðu val vítamína! ir HENTAR GRÆNMETISÆTUM LÁQT KALÓRÍUMAGN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.