Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. Fréttir dv Staðamppbætur í utanríkisþjónustunni mismunandi eftir löndum: Hæstar greiðslur í Moskvu og Genf - lægstar í Stokkhólmi Island rekur ellefu sendiráð erlendis. Myndin sýnir sendiráð Islands í Bonn. Laun starfsmanna utanríkis- þjónustunnar eru of lág aÓ mati Hannesar Hafstein, ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu, og segir hann að það þurfi að bæta þau verulega. Heildargreiðslur til sendiherra eru mismunandi eftir því hvaða land er um að ræða en greiðslurnar miðast við fram- færslukostnað í því landi, ásamt öðrum atriðum. Hæstar greiðslur hljóta sendiherrar íslands í Moskvu og Genf, eða um 330 þús- und krónur mánaðarlega, en lægstar eru greiðslurnar til sendi- herrans í Stokkhólmi, um 220 þúsund krónur á mánuði. Taka verður fram aö greiðslurnar vegna starfa í Moskvu eru hæstar vegna þess að þar er sérlega erfitt að vera og lítt eftirsótt. Að sögn Hannesar Hafstein skipt- ast greiðslur til útsendra starfs- manna í sendiráðum erlendis í fost laun annars vegar og staðarupp- bætur hins vegar. Föst laun sendi- herra eru ákveðin af Kjaradómi og eru um 142 þúsund krónur á mán- uði, en mismunurinn, 80 til 190 þúsund krónur, er staðaruppbót. Ekki rennur hún beint til sendi- herrans sem laun. Hann þarf aö jafnaði að greiða tveimur starfs- mönnum við sendiráðsbústaðinn laun af þessum greiðslum og sagði Hannes að reikna mætti með því • að í það færu 60 til 90 þúsund krón- ur að jafnaði. Hannes sagöi að hugsunin að baki launum starfsmanna utanrík- isþjónustunnar væri sú að launin ættu að standa að hluta til undir rekstri sendiráðsbústaðarins, ásamt því að standa straum af rekstri fjölskyldunnar allrar því ekki kæmu til atvinnutekjur maka sem viðbót, eins og hér á landi. Þá væri starfsmönnum utanríkisþjón- ustunnar bannað með lögum að vinna aukastörf. Það bann er al- mennt tíðkað í utanríkisþjónustum ríkja en það er til komið vegna ör- yggisatriöa. Þá sagði Hannes að það væri jafnan útilokað fyrir maka starfsmanna í sendiráðum að fá vinnu í löndunum og því mætti líta á laun til starfsmannanna sem laun til allrar fjölskyldunnar, enda væri vinnuframlag maka yfirleitt mjög verulegt og þýðingarmikið. Þá væru starfsmennirnir flutnings- skyldir til 70 ára aldurs og flutning- unum fylgdi jafnan mikið álag fyrir starfsmanninn og fjölskvldu hans. Starfsmenn utanríkisþjónustunn- ar eru aö jafnaði fluttir til á 3ja til 5 ára fresti. Fólk þyrfti að aðlagast nýju umhverfi, jafnvel læra ný tungumál, börn þyrftu að skipta um skóla og vini. Slíkum breyting- um fylgdi alltaf mikið álag fyrir alla og mætti líta svo á að staðar- uppbótin væri að hluta til greiðsla vegna slíkra óþæginda. Þá fylgdi því jafnan mikill aukakostnaður að aðlagast aðstæðum á nýjum stööum. Þá sagöi Hannes að oft væri um það að ræða að manneskja, yfirleitt eiginkona, sem fylgdi manni sínum í starf til útlanda, þyrfti að gefa starfsframa hér á landi upp á bát- inn og slíkt þyrfti að bæta, enda þótt staðaruppbæturnar væru ekki skilgreindar niður í slík atriði. Hannes sagði að laun starfsmann- anna erlendis væru ein upphæð og ekkert greitt fyrir yfirvinnu sér- staklega, eins og tíðkaðist hér á landi. En mikil yfirvinna fylgir störfum erlendis og væru menn þar að jafnaði á bakvöktum allan sólar- hringinn og færu ekkert án þess að gera grein fyrir því hvar í þá naeðist. ísland rekur ellefu sendiráð er- lendis. Þau eru í Washington, New York, Kaupmannahöfn, París, Bonn, Stokkhólmi, Moskvu, Bruss- el, London, Genf og Osló. Æðsti maður hvers sendiráðs er sendi- herrann. Hann hefur sér til aðstoð- ar einn eða tvo embættismenn. Getur þar verið um að ræða eftir atvikum sendifulltrúa, sendiráðu- naut eða sendiráðsritara. Laun manna innan hvers starfs fara eftir starfsaldri og hefur sendifulltrúi að jafnaði um 70% af launum sendi- herra, sendiráðunautur 60 til 65% af þeim launum og sendiráðsritari er með um 50% til 55% af launum sendiherra. í launum sendifulltrúa og sendiráðunautar er gert ráð fyr- ir að viðkomandi ráði sér aðstoðar- mann og greiði honum af launum sínum. Er yfirleitt um að ræða að- stoð á heimili viðkomandi, til dæmis vegna barnagæslu. Hannes Hafstein sagði að þegar allt væri talið væru laun starfs- manna íslands erlendis ekki há - þvert á móti. Staðaruppbótin væri að hluta til ætluð til að standa straum af rekstri sendiráðanna en að hluta til uppbót fyrir yfirvinnu, bakvaktir, ílutningsskyldu, aðlög- un íjölskyldu að nýjum staðháttum og öðrum atriðum sem áður eru talin. Þó væri hugsunin sú að laun- in ættu að vera það góð að fólk þyrfti ekki að hafa fjárhagsáhyggj- ur á meðan það starfaði fyrir íslands hönd erlendis en þó væru launin ekki betri en það að fólk efnaðist að jafnan ekki í þessum störfum. Sagði Hannes mörg dæmi þess að fólk, sem kæmi til Islands eftir áralanga dvöl erlendis, ætti að jafnaði ekki húsnæði þegar til íslands kæmi og þyrfti þvi oftast að heQa húsbyggingu enda þótt það væri oft komið af léttasta skeiði. -ój Akureyri: Aflaklær taka við ryðkláfhum Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyn: Sveinborgin, sem útgerðarfélagið Samheiji hf. á Akureyri keypti frá Siglufirði fyrir mánuði, fer til veiða í þessari viku. Það hefur vakið at- hygli að í störf skipstjóra og fyrsta stýrimanns á Sveinborgina hafa ver- ið ráðnir skipstjórar þekktra afla- skipa frá Akureyri, kunnar aflaklær. Sveinborgin er hins vegar heldur óásjálegt skip og gengur manna á meðal undir nafninu „Ryðborgin". Skipstjóri á Sveinborginni verður Þorsteinn Vilhelmsson, sem verið hefur með Akureyrina, en fyrsti stýrimaður verður Jón ívar Hall- dórsson, skipstjóri á Oddeyrinni. Það er pískrað um það á Akureyri að það hafi verið talin eina leiðin til að manna Sveinborgina að ráða topp- menn til að standa við stjórnvölinn. Rontgendeild FSA: Híbýli hf. með lægra tilboð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tvö tilboö bárust í innanhússfrá- gang á nýrri röntgendeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og voru þau opnuð hjá Innkaupastofnun rík- isins í gær. Fyrirtækin tvö, sem buðu í verkið, eru bæði á Akureyri. Híbýli hf. var með tilboð upp á tæpar 31,3 milljónir króna en Aðalgeir Finnsson átti til- boð upp á tæpar 32,8 milljónir. Kostnaðaráætlun nam tæpum 32,7 milljónum króna. Að sögn Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Innkaupastofnunar ríkis- ins, er vinna við að fara yfir tilboðin þegar hafin. „Þar sem svo litlu mun- ar á þessum tveimur tilboðum þarf að fara mjög vandlega yfir þau því einn rangur útreikningur getur breytt miklu'" sagði Ásgeir. Verkinu á að skila í tveimur áföng- um, hinum fyrri 1. október á næsta ári og þeim síðari 1. maí árið 1989. í dag mælir Dagfari____________________ Kom, sá og tapaði Eins og Dagfari hefur skýrt frá varð Ólafur Ragnar Grimsson ofan á í formannsslagnum í Alþýöu- bandalaginu. Hann bar sigurorð af Sigríði Stefánsdóttur og gladdist óskaplega eins og lög gera ráð fyr- ir. Andstæðingar Ólafs urðu hins vegar ekki eins glaðir og Hjörleifur Guttormsson strunsaði út og skellti hurðum. Aðrir sátu þögulir undir fagnaðarlátunum og hugsuðu sig- urvegaranum þegjandi þörfina. Orrusta hafði tapast en stríðinu var ekki lokið. Enn átti eftir að kjósa í framkvæmdastjórn og miðstjóm og enn var tækifæri til að koma höggi á hinn nýja formann sem var orðinn formaður i trássi við þá sem ráða flokknum. Vandamálið var hins vegar það að þeir sem ráða flokknum voru í minnihluta á landsfundinum. Það hefur að vísu stundum komið fyrir áður en hefur ekki skipt máli því þeir hafa ráðið sem ráða, hvort sem þeir eru í minnihluta eða meiri- hluta. En í þetta skipti fóru menn að asnast til að greiða atkvæði og þá kom meirihlutinn í ljós og kaus Ólaf. Nú voru góð ráð dýr. Það varð að vísu að sætta sig við að Ólafur væri orðinn formaður en hitt kom ekki til greina að láta hann taka völdin. Var nú sest niður og skipuð kjörnefnd til að stilla upp fram- bjóðendum í framkvæmdastjórn og miðstjórn. Þar þóttust báðir armar og fylkingar vilja semja og sættast og réttu fram hendurnar. Ólafs- menn gleyptu agnið og héldu að gamla klíkan væri búin að gefast upp. Útvaldir stuðningsmenn Ólafs sátu yfir því alla aðfaranótt sunnu- dagsins að búa til lista yfir þóknan- lega frambjóðendur úr báðum örmum og héldu í barnaskap sín- um að gamla kommagengið vildi friðmælast. Hinir sem ekki voru í kjörnefndinni og töldu sigurinn í höfn hófu þegar í stað gleðskap sem stóð næturlangt og fram á morgun. Reyndist þeim flestum um megn að rísa úr rekkju, enda ástæðulaust að vakna snemma á sunnudags- morgni til þess eins að klappa upp á nýtt fyrir sigri sem þegar var í höfn. Þeir snéru sér þess vegna á hina hliðina og sváfu á sínu græna fram yfir hádegið. En á meðan Ólafsmenn sváfu þannig úr sér vímuna og uggðu ekki að sér brugguðu hinir sín launráð og söfnuðu liði, biðu síðan í leyni með alla varamennina, sem höfðu verið felldir á Reykjavíkur- fundinum fræga, og fengu aö sjálf- sögðu fundarsetu og atkvæðisrétt þegar Ólafsliöið gat ekki mætt vegna timburmanna. Og þá var ekki lengur tekið í útréttar sátta- hendur. Þá datt engum í hug að fara að samþykkja lista sáttanefnd- ar sem gat tryggt Ólafi völd í flokknum. Hallarbyltingin var framkvæmd í morgunsárið og Ól- afsliðið var tekið í bólinu í bókstaf- legri merkingu. Ólafur sat uppi með framkvæmdastjórn sem er á móti honum. Andstæðingar hans sölsuðu undir sig meirihlutann. Niðurstaðan af þessum lands- fundi Alþýðubandalagsins er sú að Ólafur fær að vera formaður án þess að ráða. Hann fær að vera puntudúkka í plati meðan völdin liggja áfram hjá þeim sem ráða Alþýðubandalaginu, hafa ráðið því hingað til og munu ráða því fram- vegis. Ólafur kom, sá og tapaði af því að stuðningsmenn hans drekka meira og betur en andstæðingar hans. Fylliríið fór með þá. Þannig fer fyrir þeim sem halda upp á sigra áður en stríðinu er lokið. Þeim láð- ist að muna að engum kappleik er lokið fyrr en búið er að flauta af. Hjörleifur tók gleði sína á nýjan leik og mætti aftur á landsfundinn. Sá hlær best sem síðast hlær, sagði Svavar og flaug til New York. Timburmennirnir mættu seinni partinn á sunnudaginn en þá var ballið búið. Alþýðubandalagið hef- ur eignast formann sem varð ofan á í formannsslagnum en varð undir í valdabaráttunni. Ólafur verður því bæði ofan á og undir í flokknum sem auðvitað er nokkuð snúið, sérstaklega þegar menn eru teknir í bólinu. Úrslitin réðust vegna þess að þingheimur datt í það of snemma. Mun það vera í fyrsta skipti í stjórnmálasögunni sem svo örlagaríkir atburðir gerast fyrir það eitt að menn eru teknir i bóíinu sem kennir stjórnmálaflokkunum þá lexíu aö þeir eiga ekki að efna til kosninga á sunnudagsmorgn- um. Timburmenn hafa ekki kosn- ingaréjt Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.