Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. 15 Lesendur Bjarnaborgin fyrir „endurreisn". Endurreisn Bjamahorgar: Hver er tilgangurinn? R.S. skrifar: Mér finnst vera orðiö tímabært að spyrja hvers vegna verið sé að endur- reisa Bjamaborgina við Hverfisgötu. Hvaða menningar- eða sögulegt gildi hefur þetta ógeðfellda bám- járnsskrímsli? Það hlýtur að verða mun dýrara að gera þetta hús upp heldur en að byggja þama nýbygg- ingu. Mér finnst þetta benda til einhvers „snobbisma" niður á við hjá vissum arkitektum og/eða torfu- og skúra- samtökum í borginni. í stað þess að gera þetta hefði verið mun viturlegra að byggja þama full- komna bílageymslu. Miðbærinn gamh er ekki það vel upp byggður, með öllum sínum gömlu dönsku skúrum, að á sé bæt- andi með því að framlengja ósómann inn eftir Hverfisgötu. Þessi gömlu kofahró mætti þá eins flylja upp í Árbæ eða eitthvað annað, ef þau á að varðveita á annað borð. Nú ógnar Kringlan gamla mið- bænum og ef svo heldur fram sem horfir og ekki verður betur að verki staðið í gamla kjamanum flytjast öU umsvif bráðlega þaðan í önnur hverfi. Miðborgin verður varla á mörgum stöðum og það er full þörf á að huga vel að nýrri uppbyggingu í gamla miðbænum og þá með byggingum, sem ekki em lægri en fimm til sex hæðir og jafnvel upp í tíu til 12 hæð- ir. Svona dýrar lóðir er nauðsynlegt að nýta vel. í þeim gamla miðbæ, sem vonandi verður áfram við lýöi, hefði þurft að byggja verslunarhús á borð við Kringluna og kannski verður það lausnin honum til bjargar. En skúra- þyrpingar, gamlar og úr sér gengnar, eiga að víkja fyrir fallegum nútíma- byggingum. Jólagjafahandbók VERSLANIR! Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 3. desember nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Þverholti 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst. í síðasta lagi fimmtudaginn 26. nóv. nk. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt aðaðrir Góðaferð! MMC PAJERO, LANGUR, 1986, ek. 18 þús., hvítur, einn eigandi. Toppbíll. Verð 970 þús. BÍLASALAN SKEIFAN Skeifunni 11 Símar 84848 & 35035. SAAB 900 TURBO, 16s, árg. 1987, ek. 35 þús. Verð 1100 þús. Grásans., einn með öllu. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 13-17 Globusn Lágmúli 5, Reykjavik Sími 91-681555 TIL SÖLU FORD ECONOLINE 150, 4X4, 6 CYL. Bíllinn er mjög vel farinn og vel búinn, m.a. spil, fullinnréttaður, eldhús og bensínmiðstöð. Sjón er sögu ríkari. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar ef samið er strax. Upplýsingar í síma 84060. Vélsleðasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 84060 38600 Suðurlandsbraut 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.