Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. N \ / igy islenskar getraunir V mmm iþróttamiöstöðinni v/Sigtún ■ 104 Reykjavík ■ island • Simi 84590 GETRAUNAVINNINGAR! 11. LEIKVIKA - 7. NÓVEMBER 1987 VIIMNINGSRÖÐ: 111-112-111-121 1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR, kr. 21.935,- 2224 42123 44957 49710 97688 125432 228744 230230 2647 41573 46059 51685 97779 125766 228791 230258 6335 42121 46239 + 51839 98083 125964 228838 230310 9794 42669 46437 95260 98467 226417 228948 230507 40381 43098 47317 96234 98714 226435 229165 230780 40446 43768 47563 96296 98899 227786 229170 230783 40983 43769 48834 96297 98901 228271 230217 T00285 40985 44749 49625 97626 125300 + 228771 230229 T00291 41606 44785 2. Vinningur færðist upp á 12 rétta þar sem 882 voru með 11 rétta. Kærur skulu vera skriflegar. Eyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Kærufrestur er til mánudagsins 30.11.'87, kl. 12.00 á hádegi. Handhafar nafnlausra seðla (+ ) veróa að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Íslenskra getrauna fyrir lok kærufrests. Erum á leið til USA 17.11. að kaupa bíla. Bifvélavirkjar skoða bílana. HAGSTÆTT VERÐ. Einnig hækkum við og breytum ölium gerðum nýrra jeppa. Hringið í síma 667363, 666541 og 621577 Geymið auglýsinguna Útlönd Enn sprenging á Sri Lanka Kraftmikil sprengja var sprengd á Sri Lanka í morgun. Þetta er önnur sprengjan sem sprengd er á þrem dögum. Sprengingin varð í bænum Kandy, inni á miðri eyjunni. Lask- aðist sjónvarpstum og gluggar brotnuðu í nærliggjandi húsum en ekki var vitað til að sprengjan hefði orðið neinum að aldurtila. Sprengingar þessar hafa verið liður í baráttu íbúa Sri Lanka gegn hugmyndum stjórnvalda um aukna sjálfstjóm til handa tamíl- um á norðurhluta eyjarinnar. Ríkisstjórn landsins sendi í morg- un út tilkynningu um að refsing við ránum, íkveikjum og öðm slíku yrði dauðarefsing eftir að mót- mælaaðgerðir í gær enduðu með því að kveikt var í langferðabifreið- um, jámbrautarteinar vom rifnir upp og raforkulínur rofnar. Að sögn lögreglunnar létu að minnsta kosti fjórir menn lífið í mótmælunum. Mótmælin vom skipulögð til að trufla umræðu í þingi landsins um sjálfstjóm tamíla. Kvöldið áður en umræður þessar hófust létu þijátíu og tveir lífið og meira en hundrað slösuðust þegar bifreiðasprengja sprakk í úthverfi í Colombo, höfuð- borg Sri Lanka. Lögreglan segir að grunur leiki á að hópur marxista, sem em útlæg- ir, hafi staðið að því sprengjutil- ræði. Munkar bera kennsl á Ifk eins þeirra er fórust í sprengingunni í Colombo. Símamynd Reuter Apótekari seldi eituriyf í leyni Haukur L. Haukssan, DV, Káupmaimahö£n: Apótekari nokkur í Kaupmanna- höfn hefur verið ákærður fyrir ólöglega verslun með eiturlyf sam- kvæmt löggjöf um fíkniefni. Nánar tiltekið er hinn 54 ára gamh apótek- ari sakaður um að hafa í leyni selt mikið magn amfetamíns og morfins ásamt hormónalyflum til ákveðinna hópa líkamsræktarfólks og þá sér- staklega til eins líkamsræktarmanns sem dó fyrir skömmu. Neitar apótekarinn sakargiftum en lögreglan telur sig hafa fjölda sann- ana í málinu. Eftir dauða hins 32 ára gamla lík- amsræktarmanns fékk lögreglan fjölda upplýsinga um net sölumanna sem versluðu með fyrrgreind eitur- lyf. Athyglin beindist einnig að nokkrum læknum og fleiri apótekur- um sem gætu átt aðild að þessum lagabrotum. Vegna samstarfsörðugleika við heilbrigðisstjórnina vonaðist lög- reglan á tímabili til að hægt væri að upplýsa málið innan veggja hennar tíl að skapa ekki óróa og grafa ekki undan trausti almennings á heil- brigðiskerfinu. En hinn síaukni flöldi upplýsinga um lækna og apótek, sem öfluðu lík- amsræktarfólki ólögleg . eiturlyf, gerði lögreglunni ekki kleift að koma í veg fyrir þann uppsteit sem þegar hefur orðið vegna málsins. Það sem vekur furðu lögreglunnar er hvernig apótekarinn gat selt hið mikla magn eiturlyfla án þess aö heilbrigðis- stjómin fengi vitneskju irni það gegnum skýrslur lyflaframleiðenda um sölu lyfla til apótekanna. Heilbrigðisstjómin bíður nú í of- væni eftir ákvörðun lögreglunnar um hvað eigi að gera við þá lækna sem blandaðir em í málið með ólög- legri útgáfu lyfseðla. Kristjanía ekki radd að sinni Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: íbúar Kristjaníu geta hætt að hugsa um flutning á næstunni. Þrátt fyrir sterk öfl innan stjómarflok- kanna, sem vilja láta ryðja Krisfla- níu, mun meirihluti, sem samanst- endur af Jafnaðarflokki, Róttækum vinstri flokki og sósíalistum, bjarga staðnum í næstu viku. Þá verður fyrirspumatimi um Krisflamu í þinginu að ósk Framfaraflokksins. Þar munu hinir þrír fyrmefndu flokkar leggja fram tdlögu um áfram- haldandi gildi ákvörðunar þingsins frá 1986 um varðveislu og lögleiðingu Knsflaníu. Á landsráðsfundi íhaldsflokksins um helgina veittust menn hart að Krisflaníu vegna aukins ofbeldis og annarra afbrota a staðnum. Sagði Poul Schluter forsætisráðherra með- al annars að ef lögregla gæti ekki starfað við eftirlit í Krisflaníu án þess að stofna lífi og limum í hættu yrði að ryðja staðinn sem væri að verða athvarf afbrotahópa imgs fólks í mun meira mæli en áður. Hussein Jórdaníukonungur, gestgjafi toppfundar Arababandalagsins, býður Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, velkominn í veislu. Vel fór á með erkifjendunum al-Assad og Hussein, forseta íraks, og virtist sem fsinn milli þeirra hefði bráðnað. Simamynd Reuter Taka upp samskipti við Egypta Arabaríki samþykktu í morgun á toppfundi sínum að þeim væri fijáíst að taka upp samskipti á ný við Egypta. Hins vegar fá Egyptar ekki inngöngu í Arababandalagið en þeir höfðu verið gerðir brott- rækir þaðan vegna friðarsamninga þeirra við ísraelsmenn árið 1979. Nokkur arabaríki hafa ráðgert að taka aftur upp formleg sam- skipti við Egypta innan nokkurra daga vegna aukinna hótana írana. Eftir þriggja daga umræður hafa leiðtogar arabaríkja nálgast sam- komulag um að hvetja írani til vopnahlés. Þeir hafa hins vegar ekki getað komið sér saman um sameiginlegar refsiaðgerðir gegn Irönum. Svo virtist sem tekist hafi að fá Sýrlendinga, sem eru helstu stuðn- ingsmenn írana, til að gefa örlítið eftir. Ekki hefur þó verið minnst á hvort Sýrlandi hefur verið lofaður flárhagslegur stuðningur en efna- hagur landsins er bágborinn um þessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.