Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. Viðskipti Jólabækurnar hækka í verði um 30 prósent INNLÁNSVEXTIR {%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 19-21.5 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 19-23 Ab 6mán. uppsögn 20-25 Ab 12mán.uppsögn 22-28 Úb 18mán. uppsögn 31 lb Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp Sértékkareikningar 8-20,5 Sp Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb. Lb.Vb Innlán með sérkjör- 19-34 Sp vél. um Innlán gengistryggö Bandaríkjadalir 6,5-8 Ab Sterlingspund 8,5-9 Ab.Úb, Vb.Sb Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 8,5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR {%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 31-33 Sb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 33-36 eða kaupgengi Almenn skuldabréf 31-35 Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 33-36 Lb, Bb Utlan verötryggö Skuldabréf 9-9,5 Úb.Sb. Sb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 29,5-31 Sb SDR 8,25-9.25 Sp Bandaríkjadalir 9,25-10,75 Sp Sterlingspund 11,50-12 Vb.Bb Vestur-þýsk mork 5,75-6,75 Sp Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 3,8 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. nóv. 87 31,5 Verðtr. nóv. 87 9.1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 1841 stig Byggingavisitala nóv. 341 stig Byggingavisitala nóv. 106,5stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 5% 1 okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,3055 Einingabréf 1 2.416 Einingabréf 2 1.416 Einingabréf 3 1.496 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,417 Lífeyrisbréf 1.215 Markbréf 1,235 Sjóðsbréf 1 1,175 Sjóðsbréf 2 1,133 Tekjubréf 1,267 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiöir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingurhf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast f DV á fimmtudögum. - um 350 bækur gefhar út fyrir þessi jól Bókaútgefendur segja að verð bóka, sem komi út fyrir jólin, hækki um 30 prósent frá því í fyrra. Bækur eins og eftir Alister McLean kosta frá 1.200 krónur upp í 1.500 krónur, góð- ar þýddar bækur eru frá 1.700 til 2.000 krónur og vandaðar íslenskar bækur eru á bilinu frá 2.000 til 2.400 krónur. Alister McLean kostaði í fyrra 1.188 krónur en kostar núna 1.498 krónur. Það er 26 prósenta verðhækkun. Eyjólfur Sigurðsson, formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda, segir að tjöldi bóka, sem gefinn verður út fyrir jólin að þessu sinni, sé um 350. Og allt í allt stefni í að útgefnar bæk- ur á árinu séu vel á flmmta hundrað. „Samkeppnin er mikil og ég tel að hún haldi verði bóka niðri, að bóka- útgefendur hækki ekki verð bókanna Peningainarkaður eins og þyrfti að gera miðað við þær kostnaðarhækkanir sem hafa orðið frá því í fyrra við að gefa bækurnar út,“ segir Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi. Örlygur segir að samkeppnin sé ekki aðeins mikil á milli bókanna sjálfra, heldur einnig við aðrar gjafa- vörur. „En ég leyfi mér að vona að það verði góð bóksala og vil minna fólk á gildi bókarinnar vegna fram- tíðar íslenskrar tungu.“ Að sögn Örlygs telur hann að til- kostnaður við að gefa bækurnar út hafi aukist um 35 prósent frá í fyrra, en að verð bókanna hækki um 25 til 30 prósent miðað við síðustu jól. -JGH Um 350 bækur eru gefnar út fyrir þessa jól. Verð þeirra er um 25 til 30 prósent hærra en í fyrra. Það er mjög svipað og verðbólgan á milli ára. DV-mynd GVA Tæknin að skila sér í jólabökunum Tölvutæknin virðist nú fyrst fyrir lags íslenskra bókaútgefenda. Hann minni kostnaður við prentunina. alvöru vera að skila sér í lægri til- segiraðrúmlegahelmingurbókanna Þýðendurnir og höfundarnir setja kostnaði jólabóka á íslandi, að sögn sé settur af þýðendum og höfundum textann sjálfir á sínar eigin tölvur Eyjólfs Sigurðssonar, formanns Fé- úti í bæ og að þetta háa hlutfall þýði heima hjá sér. -JGH Jónas Bjarnason. Breyta þarf um vinnu- brögð við ráðningu bankastjóra - segir formaður Varðar „Margir sjálfstæðismenn eru mjög óhressir með það sem kom- ið hefur fram í fréttum af ráðn- ingu í stöðu bankastjóra Landsbankans. Ég tel að það þurfi að breyta um vinnubrögð við ráðningu bankastjóra ríkis- bankanna. Það gengur ekki eins og nú virðist hafa verið staðið að málum. Sjálfstæðisflokkurinn á að hafa frumkvæði að því að breyta um vinnubrögð, að fagleg sjónarmið ráði fremur en pólitísk við stöðuveitingar,“ segir Jónas Bjarnason, formaður Landsmála- félagsins Varðar í Reykjavík, stærsta félagsins innan Sjálf- stæpisflokksins. „Ég reikna með að þetta mál verði tekið fyrir hjá Verði á næs- tunni og hugsanlega fleiri stofn- unum innan flokksins, eins og stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík til dæmis, að mínu frumkvæði," segir Jónas. Að sögn Jónasar hafa margir sjálfstæðismenn haft samband við hann að undanfórnu og lýst yfir óánægju sinni vegna þeirra frétta sem berast af fyrirhuguö- um ráðningum í stöðu banka- stjóra hjá Landsbankanum. -JGH Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir aö Bretínn Copson, frá fyrirtækinu North Venture, komi lQdegast tíl íslan um mánaðamótin til aö ræða um kaup á raforku frá íslendingum sem send yrði til Bretlands um sæstreng ; frá AustfSöröum tíl Skotlands. Bretinn hefiir áhuga á aö kaupa : 10 gigavött en það er hvorki meira né minna en allt það rafmagn sem íslendingar geta framleitt meö virkjun vatnsafls og jarðvarma hérlendis. því að Bretinn sendi greinargerö á næstunni og lýsi hugmyndum sín- um betur. Eftir það verður tekin afstaða um það hvort hann komi til viðræðna. Til eru fimm hannaöar virkjanir, sem hægt væri að bjóöa út með skömmum fýrirvara, reyndist þaö góður kostur að seija rafmagn til Bretlands um sæstí-eng. Bygging- artími virkjana er um 4 til 5 ár. Virkjanirnar fimm eru þessar: Stækkun BúrfeUsvirkjunar, Sult- artangavirkjun, Vatnsfellsvirkjun við Þórisvam. Fljótsdalsvirkjun og Villinganesvirkjun. Sú síðast- nefiida er smávirkinn í Héraðs- vötnum. Þessar virkjanir gefa samtals af sér um 600 megavött af rafmagni. írar sækjast eftir þjónustu Reykvískrar endurtvyggingar - til að tvyggja fiskeldisstöðvar Reykvísk endurtrygging gerði ný- lega samning um að endurtryggja sjö fiskeldisstöövar á írlandi. Fleiri fisk- eldisstöövar á írlandi gætu komið til sögunnar á næstunni þar sem fisk- eldisstöðvar þar sækjast mjög eftir því aö fá þá þjónustu sem félagið býður upp á. í stuttu máli gengur sú þjónusta út á tjónavamir en fisk- eldissérfræðingar félagsins, þeir Árni Mathiesen og Össur Skarphéð- insson, skoða og taka út viðkomandi stöðvar áður en þær eru tryggðar og fylgjast síðan með þeim á trygginga- tímabilinu. „Það er fátítt að jafnhátt iðgjald sé greitt í tryggingagreinum og í fisk- eldi,“ segir Gísli Lárusson, forstjóri Reykvískrar endurtryggingar. „Ið- gjaldið er nú frá 4 til 7 prósentum af vátryggingarupphæð.“ Gísli segir að Reykvísk endurtrygg- ing hafi byijað fyrir fjórum árum að tryggja íslenskar fiskeldisstöðvar. Nú tryggir félagið um helming ís- lenskra fiskeldisstöðva. Tryggingar félagsins fyrir írsku fiskeldisstöðvarnar eru endurtrygg- ingar fyrir írska tryggingafélagið Hibernian. Það tryggir fyrir Bradan Mara fyrirtækið sem rekur sjö fisk- eldisstöðvar og kaupir mikið af seiðum af íslénskum fiskeldisstöðv- um. Gífurieg áhætta er í tryggingum á fiskeldisstöðvum og er það ástæðan fyrir hinu mikla forvarnarstarfi Reykvískrar endurtryggingar og háa iðgjaldi sem er í tryggingum fiskeld- is. -JGH Jón Óttar hefur ekki keypt hlut í Texta hf. - segir Valdimar Steinþórsson, annar eigandi Texta hf. Valdimar Steinþórsson, annar eig- andi og forstjóri Texta hf., segir það alrangt sem haft hafi verið eftir Jóni Óttari Ragnarssyni sjónvarpsstjóra í blaðaviðtölum að undaníomu að ís- lenska sjónvarpsfélagiö hafi keypt 51 prósent af fyrirtækinu Texta hf. „Við Jón höfum átt gott samstarf og hann hefur sagt mér að um mis- skilning hafi verið að ræöa í áður- nefndum viðtölum en það dugir ekki til, þetta þarf aö leiðrétta, enda hefur þessi misskfiningur komið sér illa,“ segir Valdimar Steinþórsson. Valdimar segir að Texti hf. sé enn í eigu sömu tveggja fjölskyldnanna og stofnuöu fyrirtækið árið 1969. „Þessar fiölskyldur eru fjölskylda Valdimars Steinþórssonar og Ragn- ars Guðmundssonar. Forstjóri Texta hf. er í dag Valdimar Steinþórsson." Að sögn Valdimars stofnuöu þeir Ragnar nýtt fyrirtæki ásamt íslenska sjónvarpsfélaginu hf. sem heitir ís- lenska myndverið. „Þetta fyrirtæki sér um alla tæknivinnu fyrir ís- lenska sjónvarpsfélagið hf„ Stöð 2.“ Og Valdimar bætir við: „Eigendur að íslenska myndverinu eru þeir sömu og stofnuðu það eða íslenska sjónvarpsfélagið hf„ Ragnar Guð- mundsson og Valdimar Steinþórs- son. Forstjóri þessa fyrirtækis er Ragnar Guðmundsson," segir Valdi- mar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.