Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 16
16 fþróttir Barist á fjórum vígstöðvum í kvöld -toppleikur 8. umferdar verðurviðureign Víkings og FH í Höllinni Baráttan um íslandsmeistaratitil- inn í handknattleik heldur áfram í kvöld en þá fer fram heil umferð í 1. deild karla. Aðalleikur umferðar- innar er viðureign Víkings og FH en FH-ingar hafa ekki enn tapað leik í deildinni. Tveir leikir fara fram í Laugardals- hölhnni. Fram og KR eigast við kl. 20.15 og strax á eftir leika Víkingur og FH. Ef Víkingar ætla sér að verða með í baráttunni um íslandsmeist- aratitilinn verða þeir að sigra FH í kvöld. Víkingar léku sem kunnugt er mjög vel gegn dönsku meisturun- um Kolding á dögunum og virðast vera á uppleið eftir mikla lægð und- anfarið. FH-ingar munu örugglega mæta með stóran hóp stuðnings- manna í Höllina í kvöld og þeir verða eflaust eríiðir andstæðingar fyrir Víkinga. • KA og ÍR leika á Akureyri kl. 20.00 og verður fróðlegt að sjá hvað hið efnilega lið ÍR gerir gegn KA- mönnum. • Breiðablik fær Þór frá Akureyri í heimsókn í Digranes og þar ættu Blikar að vinna auðveldan sigur. Leikurinn hefst kl. 20.00. • Valsmenn, sem eru á toppi 1 deildar ásamt FH með 13 stig, leika í dag gegn Stjörnunni og hefst leikur liðanna að Hlíðarenda kl. 18.00. Þar gæti orðið um hörkuviðureign að ræöa en Stjarnan er í þriðja sæti 1. deildar með 9 stig. Áttunda umferðin er sem sagt á dagskrá í kvöld en um næstu helgi fara fram síðustu leik- irnir fyrir tveggja mánaða langt hlé á 1. deildar keppninni. • í kvöld eru tveir leikir á dagskrá í 1. deild kvenna. Stjarnan og Víking- ur leika í Digranesi kl. 19.00 og Valur og Þróttur leika að Hlíðarenda kl. 19.15. -SK Fimm íslandsmet sett - Góður árangur á unglingameistaramóti íslands í sundi Unghngameistaramót íslands í sundi fór fram í Sundhöllinni í Reykjavík um síðustu helgi. Ágætis- árangur náðist í fjölmörgum grein- um og meðal annars voru sett fimm íslandsmet í stúlkna- og piltaflokki. Glögglega kom fram á mótinu að mikið af efnilegu ungu sundfólki er að koma upp. Keppendur voru 146 frá 14 félögum. Ársæll Bjamason, ÍA, setti íslands- met í 100 metra skriðsundi pilta, synti á 57,58. Gunnar Ársælsson. ÍA, setti íslandsmet í 200 metra flugsundi pilta, synti á 2:29,51. A-piltasveit ÍA setti íslandsmet í 4x50 metra skrið- • Nigel Clough, til vinstri, skoraði eitt marka Englendinga gegn Júgó- slövum. sundi á tímanum 1:47,31. Sveitin setti einnig íslandsmet í 4x50 metra fjór- sundi á tímanum 2:00,60. Telpnasveit Sundfélags Hafnarfjarðar setti ís- landsmet í 4x50 metra skriðsundi á tímanum 1:59,90. • Eftir mótiö var unglingalands- liðið, sem tekur þátt í Norðurlanda- mótinu sem haldið verður í Sundhöllinni 21. og 22. nóvember, valið. 120 keppendur annars staðar af Norðurlöndum munu keppa á mótinu. Landslið íslands verður þannig skipað: Piltar: Ársæll Gunnarsson, ÍA, Karl Pálmason, Ægi, Hannes Már England vann stórsigur á Júgó- slavíu, 5-1, í 4. riðli í Evrópukeppni landsliða, leikmenn 21 árs eða yngri, í Belgrad í gær. Nigel Clough, Nottm. Forest, skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mín. Um miðjan fyrri hálfleikinn skoraði Paul Cascoigne, Newcastle, tvívegis með tveggja mín. millibili áður en Darko Pancev skoraði eina mark Slava á 33. mín. í síðari hálf- leiknum skoruðu blökkumennirnir David Rocastle, Arsenal, og Franz Carr, Nottm. Forest, mörk enska Sigurðsson, Bolungarvík, Svavar Þór Guðmundsson, Óðni, Arnar Birgis- son, KR, Eyleifur Jóhannesson, ÍA, Ævar Örn jónsson, UMFN, Þorsteinn H. Gíslason, Ármanni og Þorbergur Viðarsson, IA. Stúlkur: Ingibjörg Arnardóttir, Ægi, Pálína Björnsdóttir, Vestra, Alda Viktorsdóttir, ÍA, Hugrún Ól- afsdóttir, HSK, Arna Þórey Svein- björnsdóttir, Ægi, Elín Sigurðardótt- ir, SH, Björg Jónsdóttir, UMFN, Birna Björnsdóttir, SH og Lóa Birgis- dóttir, Ægi. JKS liðsins. Það merkilega er að enskir unnu þarna sinn fyrsta sigur í riðlinum. Tvívegis hafa þeir gert jafntefli við Tyrki og í heimaleiknum við Júgó- slava. Aðeins þessi þrjú lönd eru í riðlinum. England hefur lokið sínum leikjum og er í efsta sæti með 5 stig. Júgóslavía hefur 3 stig og Tyrkland 2. Liðin eiga eftir að leika í Tyrkl- andi og Slavarnir verða að vinna með fimm marka mun til að ná efsta sæt- inu í riðlinum. -hsím Stórsigur hjá Englendingum Bjóða Skotum kampa- vín og havanavindla - fýrir sigur á Búlgaríu. Margir Evrópuleikir í kvöld „Við munum leika til sigurs, ekki 'hugsa um jafntefli; reyna að komast í stöðu þar sem mark í lokin skiptir ekki máli,“ sagði enski landsliðs- þjálfarinn Bobby Robson í Belgrad í gær. í kvöld verða þýðingarmiklir leikir í Evrópukeppni landsliða í knattspymu. Meðal annars leika Júgóslavía og England í Belgrad og nægir enskum jafntefli til að komast í úrslit. En Englendingar hafa aldrei sigrað Júgóslava í landsleik í Belgrad. „Eg tel að liðin hafi jafna mögu- leika á að komast í úrslitakeppnina í V-Þýskalandi næsta sumar,“ sagði Ivica Osim, þjálfari Slava. Hann hef- ur öllum bestu leikmönnum sínum á að skipa og það fer ekki milli mála aö júgóslavneska liðið er mjög sterkt. Engin vandamál eru heldur hjá Rob- son. Hann hefur sína bestu menn. Talið er líklegt að hann verði með sama byrjunarlið og sigraði Tyrki nýlega, 8-0. Það eru Shilton, Stevens, Adams, Butcher, Sansom, Steven, Robson, Webb, Barnes, Lineker og Beardsley. Samkvæmt því verður Glen Hoddle varamaður og enskir fréttamenn eru ekki beint hrifir af því. í Sofia í Búlgaríu leika heimamenn við Skota. Búlgörum nægir þar jafn- tefli. Sigri Skotar hins vegar komast írar í úrslit. Jackie Charlton, lands- liðsþjálfari írlands, hefur sagt þjálf- ara Skota, Roxburgh, að hann sendi honum og liðsmönnum hans kassa af kampavíni og havanavindla ef þeir sigra. Skotar eiga tvo leiki eftir í 7. riöli og gætu með sigri í báðum náð öðru sæti i riðlinum. í 6. riðli leika Tékkóslóvakía og Wales í Prag í kvöld. Wales verður að sigra til að komast í úrsht. Sigri Tékkar eöa verði jafntefli komast Danir í úrslitin. Þá leika Portúgal og Sviss í 2. riðli og Kýpur-Pólland í 5. riðli í kvöld. -hsím MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. • Valur Ingimundarson átti góðan leik með Njarðvíkingum i gærkvöldi og þá sc á kostum. Hér á myndinni leggur hann knöttinn í körfuna en Guðni Guðnason k „Við verðu betri hliðar í - sagði Valur Ingimundarson, þjátfari Njarð „Þetta stóð tæpt undir lok leiksins en við höfðum þó sigur á lokasprettinum. Ég átti von á erfiðum leik eins og raun- in varð á. Við lentum í villuvandræðum og það kom niður á leik okkar. Við verð- um að sýna betri hliöar í leiknum gegn ÍBK í næsta leik. Ég spáði KR-ingum þriðja sætinu á mótinu og stend enn við það,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, í samtali við DV eftir að Njarðvíkingar höfðu sigrað KR-inga, 85-89, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Hagaskólans. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forystu í hálfleik, 43-44. KR-ingar skoruðu fyrstu körfuna í leiknum en Njarðvíkingar voru fljótir að svara fyrir sig og skoruðu níu stig í röð. Þessi ágangur Njarðvíkinga virtist koma KR-ingum úr jafnvægi til að byija með en smám saman fóru þeir að koma meira inn í leikinn. Um miðjan hálfleik- inn var staöan 22-25 fyrir Njarðvíkinga. Mikill hraði var í leiknum og hittni leikmanna með ágætum. Njarðvíkingar komust í 24-30 en þá náðu KR-ingar upp ' góðum leikkafla og komust yfir, 43-42, þegar skammt var til leikshlés. Símon Ólafsson hjá KR var mjög sterkur í þessum leikkafla, hirti íjölda frákasta og skoraði nokkur dýrmæt stig. Njarð- víkingar áttu hins vegar síðasta orðið í hálfleiknum og höföu eins stig forystu í hálfleik. Jafnvægi var til að byrja með í upp- hafi seinni hálfleiks. Þegar staðan var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.