Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. 9 Utlönd Bandaríkin skipulögðu innrás í ísland Páil Vilhjátaisson, DV, Osló: Forseti Bandaríkjanna sam- þykkti sumariö 1949 aö gerö yröi áætlun um innrás í ísland. Innrás- in skyldi framkvæmd ef svo færi að kommúnistar næöu völdum í landinu og átti aö tryggja hagsmuni Bandaríkjanna á íslandi. Þrír íslenskir ráðherrar með Bjarna Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, í broddi fylk- ingar sögðu á fundi meö bandarísk- um yfirvöldum í mars 1949 aö alvarleg hætta væri á aö íslenskir kommúnistar reyndu vopnaða valdatöku og steyptu af stóli stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks óg Framsóknarflokks sem þá fór með völd. Skýrsla tilTrumans Þetta kemur fram í áður óbirtu skjali frá bandaríska þjóðarörygg- isráðinu. Fyrir mistök komst skjalið í hendur norska sagnfræð- ingsins Dag Tangenes sem undan- farin þrjú ár hefur verið búsettur í Bandaríkjunum og rannsakað samskipti Bandaríkjanna og Nor- egs eftir stríð. Tangenes lánaði blaðamanni DV skjalið. Skjalið, sem er skýrsla þjóðarör- yggisráðsins til þáverandi forseta Bandaríkjanna, Harry S. Truman, varpar þýðingarmiklu ljósi á af- stöðu Bandaríkjamanna til íslands eftir stríð. Þar kemur fram að Bandaríkjamenn líta fyrst og fremst á Island sem hernaðarbæki- stöð í hugsanlegu stríði við Sovét- ríkin. Ásamt skýrslu þjóðarörygg- isráðsins fylgir álit frá bandaríska utanríkisráðuneytinu um líkurnar á valdatöku kommúnista á íslandi. „ # « Vandamálið Skýrsla þjóðaröryggisráðsins er þrískipt. Kaflaheitin eru: vanda- málið (the problem), greining (analysis) og niðurstöður (concl- usions). Kaflinn vandamál er aðeins ein málsgrein og kveður á um að vandinn sé að tryggja banda- ríska hagsmuni á íslandi svo og hagsmuni Nató með sérstöku tilliti til valdatöku íslenskra kommún- ista. Skýrslan var samin um það leyti sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks samþykkti aðild íslands að Nató. Vegna þess hve andstaðan við Natóaðildina var sterk á íslandi var talin sérstök ástæða til að fjalla um aðgerðir til að hindra valda- töku kommúnista. Bandarisk yfirvöld litu á andstöðuna við Nató sem styrkleikamerki kommúnista á íslandi. Kommúnistar störfuðu á þessum tima í Sameiningarflokki alþýðu en það var eini stjórnmála- flokkurinn á íslandi sem hafnaði aðildinni að Nató. Þrír ráðherrar Annar kafli skýrslu þjóðarörygg- isráösins er viðamestur og fjallar hann um hættuna á valdatöku kommúnista og hvernig skuli bregðast við henni. Það er undir- strikað hve ísland er mikilvæg hernaðarbækistöð fyrir Bandarík- in. Þjóðaröryggisráðið byggir mat sitt á líkum fyrir valdaráni komm- únista að mestu leyti á samræðum við íslenska ráðherranefnd sem fór til Bandaríkjanna þan 12. mars 1949. Ráðherranefndin var skipuð þremur mönnum, einum úr hverj- um stjórnarflokki. Það voru þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráð- herra, úr Sjálfstæðisflokki, Emil Jónsson samgöngumálaráðherra, úr Alþýðuflokki og frá Framsókn- arflokknum kom Eysteinn Jóns- son, mennta- og kirkjumálaráð- herra. Ekki hræddir við Rússa Ráðherranefndin komst að þeirri niðurstöðu ásamt fulltrúum bandaríska utanríkisráðuneytisins og bandarískra hernaðaryflrvalda að alvarleg hætta væri á að komm- únistar reyndu að kollvarpa ríkis- stjórninni. Það væri hins vegar lítil hætta á að Rússar myndu gera innrás í landið, var álit viðræöuað- ila. Bandaríkjamenn töldu víst að Sovétríkin reyndu ekki með vopna- valdi að seUast tU áhrifa í land sem var svo fjarri Sovétríkjunum. Á þessum tíma voru stórveldin þegar búin að skipta Evrópu á milli sín og ísland var án tvímæla á áhrifa- svæði Bandaríkjanna. Áætlun um innrás í skýrslunni segir að þótt ís- lensku ráðherrarnir samþykki inngöngu íslands í Nató vilji þeir ekki hafa her í landinu á friðartím- um. Þetta var afstaða íslenskra stjórnvalda árið 1949 en tveimur árum seinna, 1951, var samþykkt aö láta Bandaríkjamönnum í té Keflavíkurflugvöll undir hernað- arbækistöð. Þegar íslenska ráðherranefndin flaug heim frá Bandaríkjunum í mars 1949 án þess að samþykkja að her yrði i landinu á friðartímum var ákveðið af hálfu Bandaríkja- manna að gera áætlun um innrás í ísland. Innrásaráætlunin kæmist á dagskrá ef kommúnistar næðu völdum á íslandi. Truman samþykkir í lokakafla skýrslu þjóðarörygg- isráðsins til forsetans eru lagðar fram niðurstöður og jafnframt er forsetinn beðinn að samþykkja tvær tUlögur. Annars vegar er lagt til að utan- ríkisráöuneytið bandaríska fái umboð til að gera ráðstafanir sem styrkja íslensk stjórnvöld og draga úr líkum á valdatöku kommúnista. Ekki er kveðið nánar á um í hveiju þær ráðstafanir ættu að vera fólgn- ar. Hins vegar er forsetinn beðinn að samþykkja að bandarísk hern- aðaryfirvöld geri áætlanir um innrás í ísland til að verja hags- muni Bandaríkjamanna og Nató. Enn fremur að hernaðaryfirvöld og utanríkisráðuneytið hafi sam- ráð um skipulagningu innrásar- innar til að hægt sé að framkvæma hana með stuttum fyrirvara. Þann 5. ágúst 1949 skrifar Harry S. Truman undir skýrslu þjóðarör- yggisráðsins. Þar með samþykkir Bandaríkjaforseti að bandaríski herinn geri áætlun og skipuleggi innrás í ísland. Þessi áætlun hefur vafalaust verið gerð. Þegar Truman forseti ákvað að samþykkja tillögur þjóðaröryggisr- áðsins var hann búinn að lesa álit bandaríska utanríkisráðuneytisins sem mat líkurnar á valdatöku kommúnista á íslandi. Um þá skýrslu verður síðar flallað í DV. 1 í. •74**—1 Jöfur hf. býöur kaupendum nýrra Peugeot, Chrysler og Alfa Romeo bifreiöa ný og betri greiðslukjör en áöur hafa þekkst. Útborgun aöeins 25% og eftirstöövar greiöast á allt aö 30 mánuðum. Komiö eöa hringiö og kynnið ykkur málin. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.