Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. 7 Fréttir Halldór Sigurðsson framkvæmdastjóri: Hökkum fínasta nauta- kjót ofan í refinn „Þetta er flnasta nautakjöt sem viö erum að hakka ofan í reflnn og fmnst okkur það nokkuð blóðugt því um leið er skortur á nautakjöti í Borgar- nesi,“ sagði Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fóðurstöðvar Vesturlands í Borgarnesi. Þar hafa verið framleidd um 1000 tonn af refa- fóðri síðan stöðin hóf starfsemi sína fyrr á árinu. 7% af því er kjöt og þar af 40 tonn af nautakjöti. Halldór taldi að um 3 tonn af ný- slátruðu nautakjöti hefðu komið í stöðina. „Þetta kjöt var ekki einu sinni frosið.“ Halldór kvað það þó ekki hafa verið mikla freistingu að fara í kjötið því meðferðin hefði ekki verið upp á það besta og þar að auki hefði komið eftirlitsmaöur með því til að tryggja að allt færi í refinn. „Það verður að fara voðalega var- lega með kjötið í refinn því það er eins og hann sé viðkvæmari en við mennirnir. Við fáum ekkert kjöt héð- an úr Borgarnesi enda kjötskortur hér, þetta er allt aðflutt kjöt.“ Hall- dór sagði að þeir greiddu 5 kr. fyrir kg af nautakjötinu en 7 kr. fyrir kg af kindakjöti. Hann sagði að fóður- stöðin hefði fengið mikið af kinda- Jóhannes Torfason hjá Framleiðnisjóði: Slys ef nýtt kjöt fer í loðdýrafóður „Eg kannast ekki við að nýtt nauta- kjöt sé notað í refafóður. Þá er einnig ólíklegt að nýtt dilkakjöt fari í loð- dýrafóður," sagði Jóhannes Torfa- son, formaður stjórnar Framleiðni- sjóðs. Að undanfórnu hafa verið umræður um að skortur sé á bestu flokkum nautakjöts og samkvæmt heimildum blaðsins er skýringin á því að hluta sú að refurinn éti það. „Ef það hefur átt sér stað,“ sagöi Jóhannes, „hlýtur það að vera fyrir slysni eða mistök. Ef hægt er að selja nautakjöt til manneldis þá fæst mun meira fyrir það til allra aðila.“ Jóhannes sagði að jafnvægi væri nú að komast á milli neyslu og fram- leiðslu á nautakjöti en ennþá væri þó eftir að koma í lóg einhverjum hluta þeirra 500 tonna af nautakjöti sem var talið æskilegt að hyrfi af markaði til að tryggja markmið um jafnvægi. Þessar birgðir söfnuðust 1986 vegna mikillar slátrunar mjólk- urkúa. Taldi Jóhannes að um 400 tonn af því væru þegar afgreidd. Þaö kjöt hefði fariö til loðdýrafóðurs en þar eru borgaðar 5 kr. fyrir kílóið. Þá hefði Framleiðnisjóður uppi fyr- irætlanir um að kaupa 350-400 tonn af kindakjöti í ár. Það kjöt færi í loð- dýrafóður og er selt á 7 kr. kílóið. Kindakjöt af nýslátruðu fer í loð- dýrafóður en kindum, sem þetta kjöt fellur til af, er slátrað með einfaldari hætti en venjulega. " Til glöggvunar um starfsaðferðir Framleiðnisjóðs má nefna að hann kaupir framleiðslurétt og tryggir bændum fullt verð fyrir bústofn sem fella þarf vegna afsals á fullvirðis- rétti. I ár þarf sjóðurinn 500 milljónir kr. en á fjárlögum næsta árs er áætl- að að hann þurfi 429 milljónir kr. Framleiðnisjóður fær fé sem áður var ætlaö til útflutningsbóta. Áður átti að taka 9% af heildarverðmæti búvöruframleiðslu í útflutnings- bætur en nú fær Framleiðnisjóður Rebbi fúlsar ekki við nýjum nauta- lundum. 4%, áfram eru 5% notuð til útflutn- ingsbóta. Verðlaun fyrir ungkálfaslátrun Þá er eitt af störfum sjóðsins að greiða verðlaun fyrir slátrun ung- kálfa en Jóhannes taldi það hafa aukið slátrun kálfa um nokkur þús- und í ár. Það ætti eftir að skila sér í minni framleiðslu nautakjöts. Ung- kálfakjöt gæti farið í loðdýrafóður en Framleiðnisjóður gerir engar kröfur til þess kjöts. Ráðstöfun kjöts- ins er ekki á vegum sjóðsins. Um möguleika þess að neytendur væru látnir kaupa annað en besta nautakjöt sagði Jóhannes að þeir væru ávallt fyrir hendi en það væri undir verslunarmönnum komiö. Það væri ákveðinn skortur á bestu flokk- um nautakjöts og gæti það ýtt undir svona viðskipti. -SMJ kjöti, þar af töluvert af góðu kjöti. fengið en hins vegar kjöt af ný- annað í landbúnaðinum," sagði Nýtt dilkakjöt hefðu þeir þó ekki slátruðum rollum. „Þetta er eins og Halldór. -SMJ SÍMAHAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG FATLAÐ RA 1987 Miðaverð kr. 300,- Dregið 24. desember 1987 Allur ágóði happdrættisins rennur til uppbyggingar sumar- dvalarheimilis í Reykjadal fyrir fötluð börn. Meðal vinninga eru: 5 Nissan Micra GL Kaupið miða og styrkið barnastarfið. 5 Nissan Sunny Setan ASEA Cylinda þvottavélar^sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. /rú nix ábyrgð í3ár /FQHIX Hátúni 6A SiMI (91)24420 SÉRTILBOD ASEA Cylinda 11000 Verð áður kr. 44.990 Afsláttur kr. 7.000 Nústaðgr. kr. 37.990 Ath. tilboðið gildir aðeins í stuttan tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.