Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 12
12 ■■■ Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Asninn í herbúðunum Eitt helsta ágreiningsefnið innan Alþýðubandalags- ins hefur verið afstaðan til verkalýðshreyfmgarinnar og kjarabaráttunnar. Hin hefðbundna stefna Alþýðu- bandalagsins hefur verið sú að fylgja í meginatriðum þeim kröfum sem verkalýðshreyfmgin hefur sett fram í kjarasamningaviðræðum og taka þátt í að knýja þær fram. Þetta hefur verið auðvelt verk og einfalt mál þar sem langflestir áhrifamenn innan verkalýðshreyfmgar- innar hafa jafnframt verið forystumenn í flokknum. Oftar en hitt má ekki á milli sjá hvort kaupkröfur í kjara- baráttunni hafa verið samdar í flokknum eða í stéttafé- lögunum. Þetta samflot hefur mætt gagnrýni og andstöðu í seinni tíð, einkum og sér í lagi eftir að verkalýðshreyf- ingin gerðist hófsamari í kröfugerð. Ásmundur Stefáns- son hefur stýrt þeirri stefnu og Alþýðubandalagið hefur þurft að fylgja henni nauðugt, viljugt, eða verið væng- stýft ella. Þá hefur það og valdið erfiðleikum í Alþýðubandalag- inu að þurfa að gera upp á milli afstöðu BSRB annars vegar og Alþýðusambandsins hins vegar sem hefur leitt til þess að flokkurinn hefur í hvorugan fótinn getað stig- ið þegar til átaka hefur komið á vinnumarkaðinum. Deilur um afstöðuna til verkalýðshreyfmgarinnar og samstöðunnar við hana eru undirrótin að þeim klofn- ingi sem myndast hefur milli verkalýðsforingjanna og andófshópsins. Ásmundur Stefánsson hefur farið fyrir þeim fyrrnefndu með stuðningi Svavars Gestssonar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur hins vegar verið foringi andófshópsins, þeirra sem vilja að flokkurinn taki sjálf- stæða afstöðu til kjarabaráttunnar og setji skýr mörk á milli stefnu flokksins annars vegar og krafna verkalýðs- félaganna hins vegar. Með kosningu Ólafs Ragnars sem formanns hefur stefna hans orðið ofan á. Ólafur segir að framvegis muni Alþýðubandalagið marka sína eigin launamála- stefnu en ekki gleypa einhverja málamiðlun frá Al- þýðusambandinu þar sem margvísleg póhtísk öfl koma við sögu. Ef að líkum lætur mun sú stefna ganga mun miklu lengra en Alþýðusambandið hefur beitt sér fyrir. Með tangarsókn inn í raðir einstakra verkalýðsfélaga má fastlega reikna með að þessi nýja stefna, undir for- ystu Ólafs Ragnars, hafi í för með sér meiri hörku og óbilgirni í samningagerð á vinnumarkaðinum. Það leið- ir af sjálfu sér að Alþýðubandalagið mun taka mið af pólitískum forsendum í stað félagslegra eða faglegra sjónarmiða og hafa það að markmiði að valda usla sem kemur stjórnvöldum illa. Úrslitin í formannsslagnum í Alþýðubandalaginu munu þar af leiðandi hafa víðtækari áhrif en í Al- þýðubandalaginu einu strax nú á næstunni þegar kröfugerð og viðræður fara á flot. Þjóðarsáttin mun eiga erfiðara uppdráttar. Alþýðubandalagið mun kynda und- ir og hvetja verkalýðsfélög til að bíta í skjaldarrendur hvar og hvenær sem tök eru á. Hin hófsama stefna Ásmundar Stefánssonar og annarra verkalýðsforingja, sem fylgja honum að málum, mun ekki eiga upp á pah- borðið í Alþýðubandalaginu. Völd Ólafs Ragnars og skæruliðasveitir Alþýðubandalagsins geta látið að sér kveða á næstu vikum þegar nýjar kröfur og viðræður hefjast. Og þá tekur alvaran við. Þá koma afleiðingarn- ar af slagnum í Alþýðubandalaginu í ljós. Þá finnur þjóðfélagi.ð fyrir því að asninn hefur verið leiddur í herbúðirnar. Ellert B. Schram „I flestum tilfellum duga góð, ónegld snjódekk" segir í greininni. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. Bannið nagladekkin! Gatnamálastjórinn í Reykjavík á lof skilið fyrir það að reyna aö spoma við notkun nagladekkja í borginni. Það er alveg ljóst að nagladekk valda miklum skaða, bæði peningalegum og heilsufars- legum, en hins vegar er óljóst hvort þau draga úr slysahættu í umferð- inni. Atvinnubílstjóra greinir á um það hvort meira gagn sé að nagla- dekkjum eða góðum, ónegldum snjódekkjum. Til dæmis aka marg- ir leigubílar og alhr strætisvagnar á ónegldum dekkjum. En áróður gatnamálastjóra dugir ekki. Það þarf að kanna vandlega hvort ekki sé rétt að banna nagla- dekkin með lögum og nota fé sem við það sparast til að auka um- ferðaröryggi, m.a. með hálkueyð- ingu og upphitun brattra gatna, en einkum þó með því aö auka og bæta almenningsvagnaþjónustu. Alfreð Þorsteinsson á hálu svelli í kjaUara DV 30. okt. sl. andmæl- ir AJfreð Þorsteinsson, varaborgar- fuUtrúi Framsóknarílokksins, herferð gatnamálastjóra gegn nagladekkjum. Hann telur það miður ef borgarbúar taki mark á gatnamálastjóra og hætti notkun nagladekkja. Hann tínir tíl ýmis rök sem eru harla léttvæg. Alfreð telur gatnadeild Reykja- víkurborgar ekki í stakk búna til að tryggja greiðfæra umferð um götur borgarinnar í hálku og snjó ef bifreiðar borgarbúa eru almennt án nagladekkja. Hér geti hæglega skapast alvarlegt umferðaröng- þveiti þar sem öll umferð stöðvast vegna vanbúinna bifreiða. Hvar hefur Alfreð eiginlega verið undanfama vetur þegar spjór hef- ur falUð hér í Reykjavík? Ég man ekki betur en að í hvert skipti sem eitthvaö hefur snjóað og skafið að ráði hafi skapast umferðaröng- þveiti vegna vanbúinna bíla sem stöðvað hafa umferðina og hindrað þar með snjómokstur. Sumir þess- ara vanbúnu bUa hafa verið á nagladekkjum. Það eru nefnilega ekki naglarnir sem ráða úrsUtum í slíkri ófærð heldur það hvort dekkin eru með grófu spjómynstri eða þá snjókeðjum. Slétt dekk duga þá ekki, jafnvel þótt þau séu negld. Það þarf ekki nema fáa vanbúna bUa til að valda umferðaröngþveiti í skafrenningsbyl. Hingað tíl hafa þeir reynst nógu margir þrátt fyrir hömlulausa notkun nagladekkja. Auka nagladekk umferðaröryggi? Alfreð fuUyrðir að umferðarör- yggi muni minnka stórlega og kostnaður vegna slysa og skemmda á bifreiðum muni aukast gífurlega ef dregið verður úr notkun nagla- dekkja. Hvað hefur hann fyrir sér í því? Ég veit ekki betur en að sér- Kjallariim Þorvaldur örn Árnason lifræðingur og námsstjóri ffæðingar deiU um það hvort nagladekk dragi úr hættu á slysum og umferðaróhöppum, hvort „ör- yggið“ sem þau veita sé ekki að miklu leyti falskt. Stjórnvöld þyrftu að láta meta þetta á ábyrgan hátt þar sem tekið sé tiUit tU sem flestra hliða málsins en þær eru margar. Grófmynstruð dekk og upphitun gatna í stað nagladekkja og salts „Og hvað með allan saltaustiu-- inn og skemmdir, sem hann veldur á bifreiðum, götur og gróðri?“ spyr Alfreð Þorsteinsson í umræddri grein. Þá ber fyrst að líta á það að götur hafa verið saltaðar ærið drjúgt undanfarin ár þrátt fyrir almenna notkun nagladekkja. Ég sé ekki að það þurfl að salta öUu meira jafnvel þótt hætt yrði að aka á nagladekkjum. Mér finnst þessi saltaustur reyndar hafa verið langt úr hófi fram og það finnst fleirum. Sjálf- sagt þarf að salta brekkur þegar hált er en hvers vegna er verið að salta hallalausar götur í tíma og ótíma? Nagladekk og söltun gatna fer ákafiega Ula saman. Naglarnir spæna götumar enn hraðar upp ef þær eru saltbomar. Útkoman verð- ur viðbjóðsleg tjörusúpa eða Ijöru- moldrok. Við eram laus við þennan ófógnuð á sumrin en hann kemur með nöglunum og saltinu á haustin og sest utan á bílana og fótin okkar og einnig í lungun í okkur. Á þenn- an hátt fer líklega miUjón af fé borgarbúa fyrir lítið dag hvem yfir vetrarmánuðina. Að sjálfsögðu ætti alls ekki að leyfa bæði salt og nagladekk. Alfreð setur í greininni fram eina góða tíllögu: að leggja hitakerfi í íjölfarnar og brattar götur og bræða af þeim snjó og hálku líkt og víða er gert með bfiastæði og gangstéttar. Þessi tíllaga þyrfti að ná fram að ganga. Minni mengun og sóun og færri slys Æskilegast væri að við hefðum aldrei lent á blindgötu hömlulausr- ar notkunar einkabíla, heldur lagt fjármagn og krafta í gott almenn- ings- vagnakerfi sem gæti sinnt flestum þörfum okkar. En skaðinn er skeöur, einkabílarnir ráða borg- inni og strætó er á undanhaldi. Við gætum samt dregið úr mengun og aukið umferðaröryggi. Þá þarf fyrst af öllu að banna nagladekkin. Ekki er miklu að tapa því að í flest- um tilvikum duga góð ónegld snjódekk jafn vel. Þá myndu líklega sparast 100 milljónir á ári í borg- inni einni! Væri sú upphæð notuð tíl að bæta umferðarmenningu og umferðaröryggi, m.a. með því að hita upp brattar og fjölfarnar göt- ur, gæti dregið verulega úr slysum og er ekki vanþörf á. Þetta fé mætti nota til að auglýsa þjónustu stræt- isvagna og fjölga ferðum þeirra, til að setja hitalagnir í brattar götur, til þess að vara vegfarendur við yfirvofandi hálku eða ófærð og til þess að þjálfa fólk í vetrarakstri. Margar þjóðir banna nú þegar nagladekk, t.d. Þjóðverjar. Þó Skandinavar leyfi þau enn er þeirra aðstaða ekki sambærileg okkar því í slitlagi á götum þeirra er mjög hart berg (granítmöl) sem naglarnir vinna verr á en íslenska blágrýtinu. Alþingi þyrfti að láta kanna tíl hlítar kosti þess og galla að banna negladekk með lögum og bæta umferð á annan hátt fyrir þá upp- hæð sem sparast, ekki síst með því að efla almenningsvagnakerfm. Auglýsingaherferðin í Reykjavík dugir ekki ein og sér. Þér kemur þetta mál við, lesandi góður, ekki síður en mér. Ef okkur er annt um lífvænlegt umhverfi þurfum við að þoka umferðarmál- unum í betra horf. Þorvaldur örn Árnson „Það eru nefnilega ekki naglarnir sem ráða úrslitum í slíkri ófærð heldur það hvort dekkin eru með grófu snjó- mynstri eða þá snjókeðjum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.