Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987. 5 Langur skuldahali „Ég tel engan vafa leika á því að við fáum afsalið fyrir húseignun- um Síðumúla 34 og kartöflugeymsl- um í Árbæ núna í vikunni. Það hefur enginn orðað annað við okk- ur,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ágæt- is. - Nú ganga þær sögusagnir að þið hafið ekki gert upp við bændur síð- an um miðjan júlí: „Það er'alrangt. Við gerum upp við matjurtaframleiðendur þann 15. hvers mánaðar með víxlum. Fyrirtækið hefur átt við greiðslu- erfiðleika að etja, það er ekkert launungarmál. I DV í gær kemur fram að fyrirtækið Ágæti skuldi 120 milljónir og ég ætla út af fyrir sig ekki að neita því en það er alrangt að við skuldum bændum í Eyjafirði 2-4 milljónir. Grænmetisframleið- endum á Suðurlandi skuldum við um 1,5 milljónir króna. Þaö er einn- ig rangt að við skuldum fimmtán milljónir í sjóðagjöld, við skuldum ekki nema um þijár milljónir þar. Hluti af skuldasöfnun SÍM stafar af því að við keyptum Síðumúla 34 á 62 milljónir. Við undirritun kaup- samnings greiddum við 10 milljónir króna en 52 milljónir voru á skuldabréfi til 25 ára. Húseignin var í mjög lélegu ásigkomulagi og við þurftum að eyða um tug millj- óna í endurbætur og viðgerðir á húseigninni. Síðan tókum við yfir ýmsar aðrar skuldir og af þessu öllu saman höfum við orðið að borga vexti þannig að ríkið hefur ekki gefið SIM eitt né neitt. Auk þess höfum við fjárfest í tækjum og búnaði fyrir rúmlega 100 millj- ónir.“ - Hvers vegna lögðuð þið ekki fram reikninga Ágætis þegar þið hélduð fundinn með hinum nýju hluthöfum um síöustu helgi? „Reikningar Ágætis eru lagðir fram á aöalfundi SÍM og hluthafa- fundurinn um helgina var ekki réttur vettvangur til að leggja þá fram á þar sem Ágæti hf. er allt annað fyrirtæki þó það muni vafa- laust ganga til samninga um hugsanlega yfirtöku á rekstri og reikningum Ágætis." -J.Mar Fréttir LM Ericsson fundaði með forráðamönnum Pósts og síma í síðustu viku funduðu forráða- menn Pósts og síma með tveimur fulltrúum frá LM Ericsson um tíðar bilanir sem urðu í Múlastöðinni á síðastliðnu sumri. Á fundinum var farið yfir gögn í málinu án þess að nokkur niðurstaöa fengist varðandi það hvort LM Ericsson bæri að greiða Pósti og síma skaðabætur vegna bilananna. Næsti fundur forráðamanna Pósts og síma og fulltrúa LM Eriesson veröur um miðjan janúar næstkom- andi. -J.Mar Náttúmlegir laxastofhar á íslandi í hættu: Umsvif í fiskeldi og hafbest orsökin Aðalfundur Landverndar, sem haldinn var um síðustu helgi, sam- þykkti samhljóða tillögu þar sem vakin er athygli á því að náttúruleg- ir laxastofnar á íslandi séu í hættu. Eru aukin umsvif í fiskeldi og haf- beit talin valda því. Skrifuðu 20 náttúrufræðingar undir yfirlýsingu sem fylgdi tillögunni þar sem þeir taka undir efni hennar. í samþykktinni segir að flóttafiskar úr kvíum og hafbeitarfiskar, sem villist í laxveiðiár og hrygni þar með heimastofninum, spilli arfgengum eiginleikum heimastofnsins. Hér þurfi að fara að með meiri gát en nú sé gert. Er í samþykktinni bent á að rétt sé að eyða hið fyrsta þeim norska eldislaxi sem nú sé í eldisstöðvum hér við land og að bannaður verði allur flutningur á laxfiskum á milli vatnasvæða og að hafheitarstöðvum og eldisstöðvum verði skylt að nota einvörðungu heimafisk eða fisk úr vatnasvæðum í næsta nágrenni stöðvarinnar. ,-,Þessar og fleiri varúðarráðstafan- ir þurfa strax að koma til, ef ekki á að spilla eða eyðileggja laxastofna á íslandi. Hér eru mikil náttúruverð- mæti í húfi, íslendingar eru skuld- bundnir á alþjóöavettvangi til að varðveita þau. Þær skyldur höfum við einnig gagnvart afkomendum okkar,“ segir í samþykktinni. -ój Niðurgreiðslur á ull: Samið um hækkun til ullariðnaðarins „Það mun gilda áfram sama niður- greiðslukerfi varðandi ull og hefur verið í gildi. Með breytingum nú er eingöngu verið að gera það kerfi skýrara og skilvirkara," sagði Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri hins nýja ullarfyrirtækis SÍS og Ála- foss sem enn hefur ekki hlotið nafn. Að sögn Jóns greiðir fyrirtækið heimsmarkaðsverð fyrir ullina sem er verulega lægra en það verð sem bændur fá fyrir hana. Jón tók sem dæmi verð á 1. flokki en þar væru greiddar 188 kr/kg til bænda en af því greiðir Álafoss 82 kr. Afgangur- inn, 106 kr„ er í formi niðurgreiðsla en ríkið hefur heitið því að fyrirtæk- ið fái ullina á heimsmarkaðsverði. Samkvæmt þessu greiðir ríkið rúm- lega 43% af ullarverði ef þetta dæmi gildir. Hins vegar, ef miðað er við meðaltalsverð fyrir ull, sem er 162,66 kr. á.kg, hækkar það hlut ríkisins upp í rúm 65% af kostnaðarverði ullarinnar. Þessi samanburður er eðlilegri. Samkvæmt íjárlögum eru áætluð útgjöld til niðurgreiðslna á ull 133 milljónir kr. árið 1987 en líklega hækkar sú upphæö því enn hefur ekki verið samið við bændur um ull- arverð á næsta ári. Þá er erfitt að spá um breytingar á heimsmarkaðs- verði. Þetta er um 10% af þeim fjármunum sem ætlað er að veita til niðurgreiðslna landbúnaðarafurða. Þessa upphæð fær hið nýja ullarfyr- irtæki frá ríkinu gegn upplýsingum um móttöku ullar frá bændum. Upphæð sú sem ullarframleiðend- ur fá frá ríkinu hefur hækkað því nú hefur verið samið um að framleið- endur, sem nú er óhætt að tala um í eintölu, þurfi ekki að greiöa flutn- ingskostnað. Reyndar hefur ekki verið gengiö frá þessum samningi ennþá en verður væntanlega gert fljótlega. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu, hafa framleiðendur þurft að greiða heimsmarkaðsverð ullar plús flutningskostnað. Niðurfelling á honum mun óhjákvæmilega valda því að kostnaður við niðurgreiðslur ullar verður meiri en 133 milljónir. í íjármálaráðuneytinu var reyndar erfitt að fá upplýsingar um hve þessi hækkun yrði mikil. Til viðbótar má svo geta þess að búvörusamningar verða gerðir við bændur á næsta ári svo að búast má við að þessar 133 milljónir fái ekki staðist. GOÐ KAUP Við fengum stóra sendingu af hinum vinsælu TATUNG sjónvarpstækjum á sérstaklega hag- stæðu verði. Fætur með myndbandshillu og hjólum fylgja með tækjunum. Snertihnappar, myndbands- og tölvuútgangur. Innrauðfjarstýring. 16rásafast minni. Tölvu- og myndbandsút- gangur. Kynntuþér Tatung tækin. - Þau eru úrvals tæki framleiddí fullkomnustu sjónvarpstækjaverksmiðju Englands. NÚ GERIRÐU GÓÐ KA UPl Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.